Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989
Skírnarfonturinn í Dómkirkjunni;
„Gjöf til Dómkirkjunn-
ar í landi feðra minna“
Morgunblaðið/Einar Falur
Skírnarfonturinn með silfurskálinni, sem notuð hefiir verið frá 1849
eða lengur.
eftirsr. Þóri
Stephensen
Um þessar mundir eru liðin 150
ár frá því að hinn þekkti skímar-
fontur Thorvaldsens kom hingað til
lands og var gefinn Dómkirlq'unni.
Hvort tveggja er, að hann hefur
jafnan verið talinn eitt af merkustu
listaverkum í okkar eigu, og svo
hefur örugglega enginn fontur hér
á landi eignast eins marga skírnar-
þega og hann. Það er því við hæfi
að minnast hans um þessar mund-
ir, rekja sögu hans og annað sem
honum tengist.
Sagan
Fonturinn var vígður 7. sunnu-
dag eftir trinitatis, 14. júlí 1839
af dómkirkjuprestinum sr. Helga
Thordersen síðar biskupi. Fyrsta
barnið, sem skírt var, hlaut nafn
listamannsins. Var það Bertel sonur
Stefáns Gunnlaugssonar landfóg-
eta. Við þetta tækifæri flutti sr.
Helgi merka ræðu, sem var svo
búin til prentunar, þegar líkneski
Thorvaldsens, það sem nú er í
Hljómskálagarðinum, var afhjúpað
á Austurvelli á afmælisdegi lista-
mannsins 19. nóvember 1875, en
gefin út næsta ár. Nokkru áður en
skírnarfonturinn kom hingað heim,
hafði Jónas Hallgrímsson ritað
grein um hann í Fjölni (IV,I. 28-31).
Jónas orti einnig í nafni Islendinga
þakkarkvæði til hins mikla lista-
manns, er gaf þjóð sinni svo dýr-
mætan grip.
Saga fontsins er sögð í áður
nefndri grein Jónasar og í athuga-
semdum við hana í Ritum hans.
Fonturinn er gerður í Róm árið
1827, 12^ árum áður en hann kom
hingað. íslensk stúlka, sem mun
hafa verið Kristíana Jóhanna Briem
frá Grund í Eyjafirði, dóttir Gunn-
laugs sýslumanns, skólabróður
Thorvaldsens, skrifaði frá Róm 21.
janúar þetta ár, að hún hafi verið
hjá Thorvaldsen, séð skímarfont-
inn, j,sem Thorvaldsen ætlar að
gefa Islandi“, og bætir við: „í sum-
ar mun hann sendast Reykjavíkur-
dómkirkju."
Svo fór þó ekki, því „norskur
kaupmaður keypti- þennan font“
segir Jónas í grein sinni. Nútíma-
manni kemur þá helst í hug, að
listamanninn hafi skort skotsilfur
og því látið til leiðast að selja grip-
inn vitandi það, að unnt væri að
gera annan eins það sama ár. Þess
vegna fór hinn upprunalegi fontur
aðra braut, en með sömu áletrun
og sá sem nú er í Dómkirkjunni.
Hún er latnesk og er á þessa leið:
OPVS HOC ROMAE FECIT
ET ISLANDIAE
TERRAE SIBI GENTILICIAE
PIETATIS CAVSA DONAVIT
ALBERTVS THORVALDSEN
A. MDCCCXXVII.
Lausleg þýðing þessara orða er:
Verk þetta vann Albert Thorvaldsen
í Róm og gaf íslandi, landi feðra
sinna, af ræktarsemi 1827.
Ekki var unnt að afmá þessa
áletrun nema skemma fontinn.
Enda mun listamaðurinn ekki hafa
haft áhyggjur af, þó að íslendingar
fréttu af þessu síðar meir, ef þeim
bærist sambærilegur gripur.
Fyrri fonturinn lenti á listasafni
jarlsins af Caledoníu í Bretlandi og
var seldur á uppboði ásamt öðrum
listmunum úr húsi jarlsins, Carlton
House Terrace, en þar hafði fontur-
inn verið meira en 100 ár. Kaupand-
inn var Heilagsandakirkjan á Strik-
inu í Kaupmannahöfn. Fonturinn
þar er úr ljósari og örlítið grófari
marmara en okkar fontur. Auk
þess er hinn danski fontur ekki úr
heilum steini, heldur eru myndirnar
á plötum, sem festar hafa verið á
hann.
Það dróst að flytja okkar font
frá Róm til Danmerkur. Hann kom
ekki til Kaupmannahafnar fyrr en
1833. Mun Thorvaldsen ekki hafa
vitað betur en gripurinn hafi verið
sendur þaðan við fyrsta tækifæri.
Honum brá því mjög í brún, þegar
hann kom sjálfur til Kaupmanna-
hafnar haustið 1838 og sá þar enn
gjöf sína til ættjarðarinnar. Gekk
hann þá í það, að fonturinn yrði
sendur heim. Varð það næsta sum-
ar. Var hann þá settur upp í gömlu
dómkirkjunni við Austurvöll og
vígður sem fyrr segir.
Fyrirmyndir
Þó að fontamir séu nokkuð með
sínu svipmóti hvor og blómakrans-
inn þyki af ýmsum fegurri á þeim
íslenska, þá eru myndirnar eins.
Þær eru þó ekki fmmsmíð. Thor-
valdsen gerði þær um 20 ámm fyrr
á líkan skírnarfont fyrir Charlotte
Schimmelmann greifafrú í Höfn,
handa systur hennar greifafrú Sy-
bille Reventlov. Hún lét setja hann
í hallarkirkjuna í Brahe-Trolleborg
á Fjóni. Thorvaldsen vann að þess-
um fonti árin 1805-1808. Gripurinn
var þó ekki sendur til Danmerkur
fyrr en 1815. Var hann þá sýndur
þar, áður en hann var settur í kirkj-
una. Opnaði hann, fyrstur allra
verka Thorvaldsens, augu manna í
Höfn fyrir snilld meistarans, sem
allir dáðust nú að, háir sem lágir.
Sá fontur er að því leyti frábmgð-
inn hinum tveimur, að hann hefur
engan blómakrans að ofan.
I Thorvaldsenssafni er svo raunar
einn fonturinn enn. Hann er þó
aðeins „gipsmodel" eða fmmhug-
mynd yngri fontanna tveggja.
Skírn Krists, eins og Thorvaldsen
sýnir hana á fontum sínum, er þek(ct
„mótív“ í sögu listarinnar. Ekkert
verður fullyrt um, hvar Thorvaldsen
hafi séð það fyrst. En á leiðinni frá
Höfn til náms í Rómaborg, kom
hann við í Valetta á Möltu. Skipið,
sem flutti hann hafði þar meira en
mánaðar viðdvöl beggja megin ára-
móta 1796-97. Þann tíma notaði
Thorvaldsen til að kynna sér mikla
listafjársjóði eyjarinnar. í dómkirkj-
unni í Valetta, hinu mikla musteri
Jóhannesarriddara, er við kórgafl
yfir háaltari, mikil og fögur marm-
aramynd af skírn Krists. Hún er
frá 16. öld, og vel gæti hún hafa
hrifið hug hins unga listamanns.
Myndirnar á fontunum em engan
veginn eins og hún, en sá, er þetta
ritar, hrökk við, er hann leit þetta
listaverk á Möltu, svo sterk fannst
honum líkingin við mynd Thorvald-
. sens.
Skírnarskálar
Af ræðu sr. Helga Thordersen
er það helst að greina, að engin
skál háfi verið í blómakransinum í
upphafi, heldur hafí kransinn komið
í skálar stað. Silfurskálar þeirrar,
sem nú prýðir fontinn, er fyrst get-
ið í eignaskrá Dómkirkjunnar 1849.
Hins vegar barst hingað til lands
frá Danmörku árið 1979 gömul
keramikskál, sem sú saga fylgdi,
að væri hin gamla skírnarskál úr
Dómkirkjunni. Það var hinn þekkti
velgjörðamaður okkar Islendinga,
Jörgen Strand aðalræðismaður í
Kaupmannahöfn, sem fann skálina,
keypti hana og gaf hingað heim.
Forsætisráðuneytið afhenti hana
Dómkirkjunni og þar er hún geymd.
Sagan, sem skálinni fylgdi, segir
að er Jón Sveinbjömsson, síðar
konungsritari, og kona hans frú
Ebba bjuggu hér á landi 1906, þá
hafi þau kallað sr. Jóhann Þorkels-
son dómkirkjuprest til að skíra
Svövu dóttur þeirra í heimahúsi.
Var presturinn beðinn að útvega
hæfilega skírnarskál. Samkvæmt
Vextir og handafl
Vilhjálm
Egilsson
Barátta við lögmál efnahagslífs-
ins hefur verið eitt helsta viðfangs-
efni hagstjórnar á íslandi hin síðari
misseri. Einn slagurinn hefur verið
yið fjármagnskostnað og hafa
stjórnvöld reynt margt til að ná
honum niður, bæði handafl og sær-
ingar en ekkert gengur.
Mest hafa stjómvöld horft á
raunvexti ofan á verðbólgu á verð-
tryggðum lánum og nafnvexti á
óverðtryggðum lánum. En það er
sama hvað hefur verið talað. Staðan
versnar hjá þeim sem skulda mikið.
Við skulum hér velta því fyrir
okkur af hveiju svona illa gengur
að hemja fjármagnskostnaðinn og
af hveiju vextimir virðast fijálsir
sama á hveiju gengur.
Fjármagnsmarkaðurinn
aðlagar sig
Fjármagnsmarkaðurinn er lif-
andi markaður þar sem ákvarðanir
um útlán, innlán, vexti, lánskjör og
aðra þætti eru teknar af mjög mörg-
um aðilum. Inn í hveija ákvörðun
um sig koma margvísleg sjónarmið
og hafa áhrif á niðurstöðuna. Gjör-
samlega útilokað er fyrir nokkum
einn mann eða embætti að hafa
yfírsýn yfír alla þessa þætti og
hvað þá að stýra með beinum hætti
öllum þeim ákvörðunum sem teknar
era jafnvel þótt viðkomandi hefði
bæði sjón og visku Óðins og hand-
afl Þórs.
Þegar stjómvöld reyna að beita
handafli á einhvem þátt viðskipt-
anna á fjármagnsmarkaðnum, t.d.
með þvi að gefa fyrirskipanir um
vexti, leiðir það til aðlögunar á öðr-
um sviðum með sjálfstæðum
ákvörðunum þeirra sem í hlut eiga.
Þannig má e.t.v. segja að fjár-
magnsmarkaðurinn sé og verði
frjáls og handafl á tiltekna þætti
geti ekki breytt því nema að litlum
hluta.
Lánstími er styttur
Eitt af því sem gerist á markaðn-
um þegar skipanir koma um vaxta-
prósentur er að lánstími styttist og
viðleitni er til að flytja frá hagstæð-
ari skuldbindingum yfir í óhagstæð-
ari. Fjármagnskostnaður á styttri
skuldbindingum er miklu hærri en
á lengri lánum. Þetta er vegna þess
að fjármagnskostnaður í heild felur
í sér lántókukostnað og stimpilgjald
auk vaxtanna. Til dæmis var fjár-
magnskostnaður á 50 þúsund króna
og 30 daga viðskiptavíxli 58% í
maí sl. meðan kostnaður af 60 daga
víxli var 49%.
Þetta dæmi sýnir að auðvelt er
að vinna upp lækkun á vaxtapró-
sentu með því að stytta lánstíma.
Annað sem gerist þegar þrengist
um á fjármagnsmarkaðnum er að
yfirdráttarheimildir eru ekki hækk-
aðar. Þá koma dráttarvaxtagreiðsl-
ur og kostnaður vegna innistæðu-
lausra ávísana í stað greiðslna fyrir
yfirdráttarheimildir. Oft bætist svo
innheimtukostnaður lögmanna við.
Ríkissjóður þénar
á vanskilunum
Ríkissjóður þénar verulegar upp-
hæðir á stimpilgjöldum og sölu-
skatti af kostnaði við innheimtu.
Þannig á stimpilgjaldið eitt að skila
rúmlega 1.700 milljónum króna í
ríkissjóð á þessu ári og söluskattur
af innheimtuþjónustu lögmanna
skilar sjálfsagt á annað hundrað
milljónum. Skattheimta af fjár-
magnskostnaði sem er líka óbein
skattheimta á fjármagnstekjur skil-
ar því hátt í tveimur milljörðum
króna í ríkiskassann á þessu ári.
Svo er verið að rífast út af því að
fjármagnstekjur séu skattfijálsar.
Handaflið bitnar á
skuldugxim fyrirtælqum
Lærdómurinn sem draga má af
þessu er sá að lækkun á vaxtapró-
sentum með handafli leiðir til hækk-
unar á fjármagnskostnaði þeirra
sem þurfa að treysta á skammtíma-
lán og þeirra sem ekki fá hækkaðar
yfirdráttarheimildir.
En hvaða skuldarar skyldu þetta
Vilhjálmur Egilsson
„Lærdómurinn sem
draga má af þessu er
sá að iækkun á vaxta-
prósentum með hand-
afli leiðir til hækkunar
á Qármagnskostnaði
þeirra sem þurfa að
treysta á skammtímal-
án o g þeirra sem ekki
fá hækkaðar yfírdrátt-
arheimildir.“
nú vera? Undantekningalítið em
það þau fyrirtæki sem skuldugust
em fyrir og þurfa mest á déttari
greiðslubyrði að halda. Þau hafa
slökustu samningsstöðuna í bönk-
unum og þurfa að sæta því að fá
ekki fyrirgreiðslu. Þessi fyrirtæki
lenda fyrst og fremst í því að greiða
dráttarvextina, kostnað vegna inni-
stæðulausra ávísana, sífelld stimpil-
gjöld til ríkisins af víxlum eða
skuldabréfum svo ekki sé talað um
innheimtukostnað lögmannanna og
söluskatt af honum.
Þau fyrirtæki sem helst njóta
lækkunar á vaxtaprósentum með
handafli eru þau sem standa vel
og em með sín lán í góðum skilum.
Þessi fyrirtæki fá líka undantekn-
ingalítið betri lánafyrirgreiðslu í
bankakerfínu heldur en þau sem
verr standa.
Lántakendum alltaf
mismunað
Umræðan um kjörvexti sem byrj-
að er að taka upp hjá bönkunum
og mismunun lántakenda með þeim
hætti er því nokkuð brosleg sérstak-
lega þegar virtir menn stæra sig
af því að þeirra banki sé ekki með
kjörvexti.
Bankar hafa nefnilega alltaf og
mjög eðlilega mismunað lántakend-
um. Fyrirtæki sem á t.d. stórfé í
banka getur auðveldlega gengið
þangað inn og fengið langtíma láns-
fyrirgreiðslu. Fyrirtæki sem skuldar
mikið í banka og er í vanskilum fær
bara eitt þvert nei og verður að
halda áfram á fittinu og gefa út
innistæðulausar ávísanir.
Það er mikill munur á fjármagns-
kostnaði af bankaviðskiptum vel