Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 DALVlKURSKD Ll Fisk- vinnslunám Getum enn bætt við nemendum á fiskvinnslu- braut Dalvíkurskóla. Inntökuskilyrði á 1. önn eru grunnskólapróf, en á 3. önn skal nemandi hafa lokið almennum áföngum 1. bekkjar framhalds- skóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfestur til 19. júlí. Nánari upplýsingar í símum 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri. S.O.S. - Akureyri Dagvistin KfÓabÓI er foreldrarekið barnaheimili. Framtíðarað- setur verður í nýinnréttuðu húsnæði í Glerárkirkju, sem tekið verður í notkun í byrjun ágúst. Vegna flutnings í Glerárkirkju og uppsagnar starfsmanna auglýsum við eftir- farandi til umsóknar: Forstöðufóstru - Deildarfóstru Almenna fóstrustöðu - Almennt starfsfólk í boði er: Laun skv. samkomulagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis og flutningsstyrkur. Spennandi starf, þar sem starfsfólk hefur möguleika á að skipuleggja innra starf heimilisins frá grunni. Ráðning miðast við 1. ágúst. Umsóknir sendist til: Velunnarar Króabóls, Brekkugötu 8, 600 Akureyri, íyrir 20. júlí. Upplýsingar gefa Kristjón Kristjánsson, símar 96-24222 og 96-26367, Aðalheiður Steingrímsdóttir, sími 96-25251 eftir kl. 18.00. Akureyrarbær J afnréttisráðgj afi Jafnréttisnefnd Akureyrar auglýsir lausa til um- sóknar stöðu jafnréttisráðgjafa. Verksvið jafnréttisráðgjafa verður að vinna að framkvæmd jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar og að öðrum skyldum verkefnum, sem jafnréttisnefnd og bæjarstjórn munu fela honum. Jafnréttisráðgjafí mun veita ráðgjöf fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum á Akureyri. - Um er að ræða 50% starf, en gert er ráð fyrir að í upphafi geti verið um að ræða hærra starfshlut- fall, tímabundið. Einnig er mögulegt að viðkom- andi geti átt kost á hlutastarfi til viðbótar hjá starfsmannadeild. Ráðningartími fer eftir sam- komulagi og laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og STAK. Meirihluti þeirra, sem nú gegna stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Akureyrarbæ, eru karlar, en stefnt er að því að jafna stöðu kynjanna sbr. 9. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Konur eru því hvattar til að sækja um starfíð. Krafist er a.m.k. þriggja ára háskólanáms í félags- vísindum, sálfræói, uppeldisfræði eða sambærileg- um greinum. Við leitum að umsækjanda, sem hefur mikinn áhuga á að vinna að jafnréttismálum. Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður jafn- réttisnefndar, Aðalheiður Alfreðsdóttir, í síma 96-22879 eftir kl. 20.00, eða starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst og skal umsókn send undirrituðum á umsóknareyðublöðum, sem fást hjá starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9, sími 96-21000. Starfsmannastjóri. Að öll óbreyttu ætti fyrsta bifreiðin að aka um nýgert hringtorg á Akureyri í dag. Morgunbiaðið/KGA Hringtorgið opnað í dag HRINGTORGIÐ, hið fyrsta á Ak- ureyri, verður að öllu óbreyttu opnað fyrir umferð í dag, laugar- dag. Torgið er á gatnamótum Hörgárbrautar og Undirhlíðar. Gunnar H. Jóhannesson, deildar- verkfræðingur hjá tæknideild Akur- eyrarbæjar, hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem segir að þar sem margir Eyfirðingar muni vera óvanir akstri á hringtorgum sé rétt að vekja athygli á þeim meginreglum sem í gildi eru um akstur þar. Biðskylda er alls staðar inn á hringtorgið. Innri hringurinn hefur alltaf forgang við akstur út af torg- inu. Þeir sem ætla út af torginu á næstu gatnamótum eftir innakstur skulu velja hægri akrein inn á torgið. í fréttatilkynningunni kemur fram að þeir sem í vafa eru varðandi það hvernig akstri á hringtorgum er hátt- að geti snúið sér til lögreglu. Sr. Pétur sett- ur í embætti SÉRA Pétur Þórarinsson nýkjörinn prestur í Gler- árprestakalli verður settur í embætti á morgun,sunnu- daginn 16. júlí. Prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis, sr. Birgir Snæbjörnsson setur sr. Pétur í embætti. Athöfnin hefst kl. 14.00, en á eftir verður boðið til kaffidrykkju í kirkjunni. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Jóhanns Baldvinssonar og mun kórinn m.a. syngja sálm sr. Péturs; í bljúgri bæn. Sr. Pálmi Matthíasson hefur lok- ið sinni þjónustu í Glerárpresta- kalli, en sr. Pétur tekur formlega við á sunnudaginn. Hann hefur sömu viðtalstíma og sr. Pálmi hafði í Glerárkirkju, en fyrst um sinn er þeim sem ræða þurfa við sr. Pétur bent á heimasíma hans.’ Sumartónleikar: Hlíf Sigurjóns- dóttir leikur HLÍF Sigurjónsdóttir fiðluleikari leikur á sumartónleikum í þremur kirkjum á Norðulandi. Hinir fyrstu verða í Akureyrar- kirkju á sunnudag og hefjast þeir kl. 17, í Húsavíkurkirkju leikur hún á mánudagskvöld og 1 Reykjahlíð- arkirkju á þriðjudagskvöld. Tónleik- arnir á Húsavík og í Mývatnssveit hefjast kl. 20.30. Hlíf lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1974. Síðan stundaði hún nám við tónlistar- skóla í Bandaríkjunum og í Kanada. Hún hefur starfað sem fiðluleikari í Þýskalandi, Sviss og á íslandi. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Jónas Tómasson, Jacques Ibert og fleiri. Friðarganga Baháía Friðarganga á vegum Baháía- samfélagsins á ísland verður farin frá Ráðhústorgi og að Kjarnaskógi á morgun. Gangan hefst kl. 14.00. I Kjarnaskógi verða grillaðar pylsur og farið í leiki. Um kvöldið verður skemmtun í Dynheimum og hefst hún kl. 21.00. Aðgangur að skemmt- uninni er ókeypis og verða þar mörg skemmtiatriði á boðstólum. Morgunblaðið/KGA Ferðalúnir farþegar Þota með farþega á leið heim af sólarströnd gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun eins og áætlað hafði verið vegna þoku, svo haldið var til Akureyrar. Þeir sem fyrst lögðu af stað heimíeiðis héldu frá hóteli sínu í Portúgal laust fyrir klukkan 20.00 í fyrrakvöld. Þaðan lá leiðin til Malaga á Spáni þar sem farþegar voru teknir og síðan til Glasgow. Áætlaður lending- artími vélarinnar var um klukkan 6 í gærmorgun. Þotan komst hins vegar ekki suður fyrr en rétt eftir hádegið í gær. Far- þegar voru orðnir nokkuð slæptir og syfíaðir eftir langa ferð, en sumir þeirra komu sér makindalega fyrir utandyra og fram- lengdu sólarferðina í blíðskaparveðrinu. Frá Hitaveitu Akureyrar Vegna sumarleyfa verður starfsemin í lágmarki fr'a og með 22. júlí til 13. ágúst. Símavarsla verður á venjulegum afgreiðslustíma, en skrifstof- an verður opin þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 12.30 og 15.00. Bilanir tilkynnist í síma 22105 eða 985-27305. Engar nýframkvæmdir verða á vegum HA nema í Gerðahverfi II á tímabilinu. Tengingar innanhúss verða framkvæmdar, ef nauðsyn krefur. Hitaveitustjóri. Akureyringar FÆDDIR 1949 Um helgina eru síðustu forvöð að tilkynna þátttöku í sameiginlega afmælishófinu okkar að Jaðri 22. júlí. Látum sannast að allt er fertugum fært. Skrifið ykkur hjá: Gullý Ragars., sími 96-23296, Júlía Björns., 96-22163, HaddýJúl., sími 96-24778, Júlía Þórs., 96-25103.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.