Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 32' ÚRSLIT ea jAíSBknattspvrna íslandsmótið 1. DEILD: KR-Valur......................1:1 Pétur Pétursson - Sævar Jónsson. 2. DEILD: Selfoss - Tindastóll..........2:1 Ingi Börn Albertsson, Hilmar Gunnlaugsson — Marteinn Guðgeirsson. Stjarnan - Leiftur............2:1 Heimir Erlinsson, Valdimar Kristófersson - Halldór Guðmundsson. Breiðablik - Víðir.......... 2:1 Daníel Einarsson, sjálfsmark, Sigurður Víðisson, vítas. - Vilberg Þorvaldsson, vítasp. DEILD A: Hveragerði - Leiknir R.............0:0 Þróttur R. - X'íkverji.............2:3 Ivar Jósafatsson, Óskar Óskarsson - Berg- þór Magnússon, Finnur Thorlacius, Valdi- mar Jónsson. ARurelding - Grótta................0:1 - Bernhard Petersen. 3. DEILD B: Valur R. - Þróttur N...............0:5 - Ólafur Viggósson 2, Þorlákur Ámason, Guðbjartur Magnason, Kristinn Guðmunds- Siglufjörður - Dalvík..............1:0 Baldur Sigurðsson. 4. DEILD C: Árvakur - Skallagrímur............3:1 Ámi Guðmundsson 2, Bjöm Pétursson - Guðlaugur Þórðarson. Æskan - U.M.F. Neisti..............3:0 Arnar Kristinsson, Ásgrímur Reisenhus, Baldvin Hallgrímsson. FRJÁLSAR IÍÞRÓTTIR Stigamót í London Úrslitlírðu þessi í stigakeppni, Grand Prix, í frjálsum íþróttum í London í gærkvöldi: 400 m grindahlaup kvenna: 1. S. Farmer-Patrick (Bandaríkin)..54,33 2. Sally Gunnell (Bretland)........55,43 3. Kathy Freeman (Bandaríkin)......56,08 3.000 m hlaup karla: 1. Yobes Ondieki (Kenýa).........7.41,55 2. Marcus O’Sullivan (Irland)....7.42,53 SLTim Hutchings (Bretland).......7.43,03 Kúluvarp kvenna: 1. Judy Oakes (Bretland)...........18,95 2. Ramona Pagel (Bandarikin).......18,83 3. Myrtle Augee (Bretland).........17,85 110 m grindahlaup karla: 1. ColinJackson (Bretland).........13,11 2. Tony Jarrett (Bretland).........13,31 3. Roger Kingdom (Bandaríkin)......13,34 200 m hlaup karla: 1. Robson da Silva (Brasilía)......20,08 2. Calvin Smith (Bandaríkin).......20,33 3. John Regis (Bretland)...........20,35 800 m hlaup karla: 1. PaulEreng (Kenýa).............1.43,60 2. Tom McKean (Bretland).........1.45,89 3. Steve Heard (Bretland)........1.46,12 400 m hlaup karla: 1. Butch Reynolds (Bandaríkin).....44,61 2. Mohammed al Malky (Oman)........45,13 3. Darren Clark (Ástralia).........45,64 3.000 m hindrunarhlaup: -•4. Peter Koech (Kenýa)............8.16,66 2. Mark Rowland (Bretland).......8.17,22 3. Julius Kariuki (Kenýa)........8.17,67 Langstökk karla: 1. Mike Powell (Bandaríkin).........8,15 2. Stewart Faulkner (Bretland)......8,01 3. Gordon Laine (Bandaríkin)........7,73 Spjótkast karla: 1. Kazuhiro Mizoguchi (Japan)......85,02 2. Stev Backley (Bretland).........84,34 3. Mark Roberson (Bretland)........76,70 4. Patrick Boden (Svíþjóð).........76,58 1.000 m hlaup karla: 1. Abdi Bile (Somalia)...........2.14,51 2. Nixon Kiprotich (Kenýa).......2.16,45 3. Joseph Cheshire (Kenýa).......2.17,18 100 m hlaup kvenna: 1. Merlene Ottey (Jamaíka).........11,02 2. Sheila Echols (Bandaríkin)......11,07 1.500 m hlaup karla: 1. SeveCrabb (Bretland)..........3.36,10 g. Kip Cheruiyot (Kenýa).........3.36,19 ð. Steve Scott (Bandaríkin)......3.36,86 Hástökk karla: 1. Hollis Conway (Bandaríkin).......2,34 2. Patrik Sjöberg (Sviþjóð).........2,31 3. Dalton Grant (Bretland).!........2,31 Stangarstökk: 1. Sergei Bubka (Sovétríkin)........5,85 2. Tim Bright (Bandaríkin)..........5,70 3. Doug Fraley (Bandaríkin).......'.5,60 V A Skoska meistaramótið Gordon Brand yngri náði forustu á opna ókoska meistaramótinu í gær - þegar hann lék fjórar af fimm síðustu holunum á einu höggi undir pari. Staðan er þessi eftir þrjá keppnisdaga: 204 Gordon Brand..............68 69 67 205 Peter Senior (Ástralía).....7166 68 Jose-Maria Olazabal (Spánn) ...67 70 68 206 Ronan Rafferty.............69 67 70 Ian Woosnam................65 70 71 207 Mark McNulty (Zimbabwe)....69 71 67 Larry Rinker (Bandaríkin)...73 66 68 s DavidFeherty.......................7167 69 Brian. B^rn?s,,..i.I...,...........,.....6868 71 KRINGLUKAST Vésteinn ekki meira með? „Erfitt að þræða mót og standa sig ekki," sagði Vésteinn Hafsteinsson „TAKMARKIÐ í ár var að setja persónulegt met. Þaðtókst og ég er sáttur við árangurinn í vor; sáttur við hvað ég kast- aði langt, en ég vil gera það á þessum stóru mótum. Það hefur gengið illa og því keppi ég ekki á næstunni, jafnvel ekki fyrr en næsta ár,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, við Morgun- blaðið í gær. Vésteinn, sem æfði í Banda- ríkjunum fyrri hluta ársins og stóð sig vel þar á mótum, bætti íslandsmet sitt í kringlu- kasti á Selfossi 31. maí um rúma tvo metra og kastaði 67,64 m. Hann átti einnig góða kastseríu í Laugardalnum 17. júnf, en þá mældist lengsta kast hans 66,26 m. Næst tók hann þátt í grand- prix móti í Helsingi 29. júní og kastaði 59,28 m, en 5. júlí á grand-prix móti í Austur-Berlín kastaði hann lengst 58,94 m. „Mér gekk vel í Bandaríkjunum og hef aldrei fundið mig eins vel og í vor, en byijaði illa í Hels- ingi, sem var sem köld vatnsgusa í andlitið, og gekk jafn illa í Aust- ur-Berlín. Það er gaman þegar vel gengur, en það er líka auðvelt að brotna. Ég missti tilfínninguna fyrir kringlunni, þegar ég fór aft- ur út og er enn í lægð,“ sagði Vésteinn. Vésteinn er við æfingar í Svíþjóð og sagðist æfa vel, en takmarkið væri að ná meiri stöð- ugleika. „Ef vel gengur tek ég þátt í Evrópubikarkeppninni í Dublin 6. og 7. ágúst, annars ekki. Málið er að komast í form • á ný,“ sagði Vésteinn. GRAND-PRIX / LONDON Kingdom réði ekkivið Colin Jackson Jackson náði bestum tíma í ár í 110 m grinda- hlaupi á Crystal Palace, 13,11 sek. í gærkvöldi Roger Kingdom og Colin Jackson hafa háð mörg hörð einvígi að undanförnu. SUND Helga náði Evrópu- lágmarkinu Helga Sigurðardóttir náði lág- marki fyrir Evrópumeistara- mótið í sundi - þegar hún synti 100 m skriðsund á 57,59 sek. í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Lágmarkið er 58,06 sek. Hún reyndi einnig við lágmarkið í 200 m skriðsundi, en var ekki langt frá því. Hún náði sínum besta árangri - 2.05,97 mín. Þrír aðrir sundmenn hafa tryggt sér rétt til að taka þátt í Evrópumeistaramótinu, sem fer fram í Bonn í V-Þýskalandi. Það eru Ragnheiður Runólfsdóttir, Arnþór Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson. GRAND-PRIX „ÉG er mjög ánægður með sig- urinn og einnig tímann sem ég fékk,“ sagði Colin Jackson frá Bretlandi, eftir að hann hafði unnið sigur á Ólympíumeistar- arnum Roger Kingdom frá Bandaríkjunum í 110 m grinda- hlaupi á Crystal Palace-vellin- um í London f gærkvöldi. Þetta var annar sigur Jackson gegn Kingdom á árinu og hann kom í mark á besta tímanum sem hef ur náðst í ár -13,11 sek. ackson náði góðri byrjun og tók strax forustuna. „Ég hljóp alls ekki nægilega vel. Gerði mistök í miðhlaupinu, sem hafði mikið að segja - það er nefnilega í mið- hlaupinu, sem flestar grindumar eru á vegi manns,“ sagði Jackson. Kingdom, sem átti í erfiðleikum strax í byrjun, náði aðeins þriðja sæti - 13,34 sek., en Bretinn Tony Jarrett náði að skjótast fram fyrir hann á lokasprettinum og kom í mark á 11,31 sek. Kenýamennimir Paul Ereng og Peter Koech veittu áhorfendun skemmtun í 800 m hlaupi og 3.000 m hindrunarhlaupi. Ólympíumeist- arinn Ereng varð sigurvegari í 800 m hlaupi, 1.43,60 mín. og Koech, sem setti heimsmet í Stokkhólmi á dögunum, kom í mark í 3.000 m hindrunarhlaupi á þriðja besta tímanum í ár - 8.16,66 mín. Brasilíumaðurinn Robson da Silva náði besta tímanum í ár í 200 m hlaupi - 20,08 sek., en Calvin Smith var annar á 20,33 sek. Reynolds tók þátt í sínu fyrsta 400 m hlaupi í ár. Butch Reynolds, heimsmethafi í 400 m hlaupi, sem hefur aðeins keppt í 200 m hlaupi í ár, tók þátt í 400 m hlaupi og vann sitt fyrsta hlaup á árinu - kom í mark á 44,61 sek. „Heimsmetið er í hættu í hvert sinn sem ég mæti á hlaupabraut- ina. Nú hljóp ég í samræmi við veður og hvemig brautin var,“ sagði Reynolds, en veður var ekki nægi- lega gott í London í gærkvöldi. Sergei Bubka frá Sovétríkjunum reyndi þrisvar sinnum við heimsmet sitt í stangarstökki - 6,06 m. Hon- um tókst ekki að stökkva 6,07 m, en var nær því að komast yfir ránna í sinni annari tilraun. Einar enn meiddur Einar Vilhjálmsson tók ekki þátt í grand-prix mótinu í London í gær eins og til stóð. „Ég hef æft vel, en útfærslan er ekki rétt og því verð ég að hvíla,“ sagði spjót- kastarinn við Morgunblaðið í gær. Einar meiddist á grand-prix mót- inu í Helsingi, en hefur æft í Osló að undanförnu. Hann fer til Stokk- hólms í dag í sérstaka meðferð, en á morgun verður hann að tilkynna mótshöldurum í Róm, hvort hann mæti á mótið þar á miðvikudag eða ekki. „Ég tek enga áhættu og hvíli mig ef á þarf að halda, en mæti síðan á meistaramótið heima 29. júlí. Síðan eru þrjú grand-prix mót í ágúst, þannig að þetta er allt í lagi,“ sagði Einar. Taki Einar ekki þátt í mótinu í Róm, kemur til greina að Sigurður Einarsson taki sæti hans. Einar Vllhjálmsson. íttiinilltliiillillilliiliil ln v/ Knattspyrnuskóli ÍR Þriðja og síðasta námskeið knattspyrnuskóla ÍR hefst þann 17. júlí á félagssvæði ÍR í Mjóddinni. INiámskeiðið stendur í tvær vikur og verður kennt alla virka daga. Aldurshópurinn 5-8 ára verður milli kl. 12.00- 13.30, en aldurshópurinn 8-11 ára milli kl. 14.00- 16.00. í lok 8-11 ára námskeiðsins verður haldin knatt- þrautakeppni og verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Innrítun og nánari upplýsingar eru í síma 74248. Kennari á námskeiðinu verður Hlynur Elísson, knattspyrnuþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.