Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 30 Minning-: Magnús Þ. Guðmuncls- son skipstjórí, Óhifsvík Fæddur 22. október 1948 Dáinn 7. mars 1989 í dag minnumst við vinar okkar og félaga, Magnúsar Þórarins Guð- mundssonar, sonar þeirra hjóna Guðmundar Þórarinssonar og Magðalenu Kristjánsdóttur frá Ólafsvík. Maggi, eins og hann var kallaður, fæddist í Ólafsvík þann 22. október 1948 og ólst þar upp. Eins og í öllum sjávarplássum -iomst Maggi snemma í kynni við sjóinn og byijaði ungur að stunda sjómennsku, sem varð hans ævi- starf. Lengst af var hann stýrimað- ur á bátum frá Ólafsvík eða þar til í mars 1988 er hann keypti í félagi við aðra mb. Sæborgu SH 377. Réttu ári síðar eða 7. mars 1989 fórst Sæborgin á leið heim úr róðri og Maggi með. Raunveruleg kynni okkar af Magga hófust árið 1985 er við átt- um samleið á námskeiði sem Stýri- mannaskólinn í Reykjavík hélt fyrir skipstjómarmenn í Ölafsvík. Strax mynduðust með okkur sterk vin- áttubönd og var samband okkar við hann ætíð mikið og gott. Maggi hafði gott skap og var jekemmtilegur í umgengni, enda var hann mjög félagslyndur maður. Að eðlisfari var hann mjög stríðinn og kölluðum við hann oft „Magga hrekk“, en öll hans stríðni var mein- laus og gerð í góðu. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að þakka Magga fyrir samveru hans og vináttu og vottum fjölskyldu hans samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í þess- ari miklu sorg. Guð blessi/ninningu góðs drengs. Asbjörn Ottarsson, .» Ragnar Konráðsson. Þagalt og hugalt skyli þjóðans bam og vígdjarft vera. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Hávamál) Þriðjudagskvöldið 7. rnars sl. var nístingskalt og dimmt. Óveður hafði skollið á, og óljósar fréttir bárust um að mb. Sæborg SH 377 hefði farist á landleið úr róðri. Skipveijar á mb. Ólafi Bjamasyni fundu fljót- lega björgunarbátinn með áhöfn Sæborgar að einum manni undan- skildum. Við komu Ólafs Bjarna- sonar til Ólafsvíkur síðar um kvöld- ið var staðfest að Magnúsar skip- stjóra væri saknað úr þessum hild- arleik. Þöglir og hnípnir gengu menn til náða með hugann hjá þeim sem sárasta bera sorgina. Ölafsvík hafði misst einn sinna vösku sona í baráttunni sífelldu við náttúruöfl- in. Magnús Þórarinn Guðmundsson fæddist 22. október 1948. Hann var sonur hjónanna Magðalenu Krist- jánsdóttur og Guðmundar Þórarins- sonar og ólst upp hjá þeim hér í Ólafsvík ásamt þrem systkinum sínum. Foreldrar Magnúsar, Magðalena og Guðmundur, eru dugmikið fólk sem lagt hefur hart að sér um árin, fjölskyldu sinni og samfélaginu til framdráttar. Þau eru jafnframt sárt leikin, því þau misstu annan son sinn, Frey Haf- þór, þegar mb. Bervík fórst 27. mars 1985. Harma sína hafa þau hjónin borið með hetjubrag. Maggi var aðeins 14 ára þegar hann byijaði sjómennsku. Var hann þá með Guðlaugi Guðmundssyni á mb. Snæfelli, 19 tonna báti. Sýndi Maggi fljótt að hann var efni í góð- an sjómann. Var hann svo á ýmsum bátum eins og gerist en í 9 ár sam- fleytt vorum við skipsfélagar á Garðari 2, og var Maggi stýrimað- ur. Óhætt er að segja að aldrei bar skugga á samstarf okkar og vin- áttu. Maggi var dagfarsprúður, ró- legur og yfirvegaður. Hann var jafnframt dugmikill og keppinn eins og sjómenn þurfa að vera. Kom sér oft vel hve hann var fljótur að hugsa og laginn að leysa úr vandræðum sem upp kunna að koma á sjó. Hann var alltaf maður fyrir orðum sínum, lét ekki mikið yfir sér en var bestur á hólmi. Svo var hann glettinn og gaman- samur, og undirbjó stundum glettni sína vel. Fengum við félagarnir oft að finna fyrir því. Hjálpsemi hans og vinsemd fengum við líka að reyna á sjó í landi. A síðasta ári hóf Maggi eigin útgerð þegar hann keypti Sæborg- ina með Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Voru bytjunarörðugleikaryfirstign- ir og aflabrögð orðin góð þegar hinn örlagaríki dagur rann upp. Þykir okkur erfitt að sætta okkur við þessi örlög vinar okkar, en einn er sá er ræður. En það hefur jafn- framt yljað okkur að vita að síðustu skipanir hans um borð hafa að líkindum bjargað lífi félaga hans. Maggi átti hamingjusamt fjöl- skyldulíf. Þann 18. maí 1970 kvæntist hann Elísaþetu Morten- sen, sem fluttist til Ólafsvíkur frá Færeyjum með fqölskyldu sinni á unglingsaldri. Hjónaband þeirra einkenndist af ástúð og samheldni. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í sambýli með foreldrum Elísabetar, Karli og Maríönnu, á Ennisbraut 10. Eftir því sem fjölskyldan stækk- aði þarfnaðist hún meira húsrýmis. Ráðist var í kaup á stóru og glæsi- legu einbýlishúsi í Brautarholti 19. Var þar myndarbragur yfir öllu, ríkti þar alúð og gestrisni. Þar er nú skarð fyrir skildi. Maggi var traustur og umhyggjusamur faðir, er hans nú sárt saknað af börnunum þrem, en þau eru: Maríanna Björg, f. 4. febrúar 1968, gift Sigurði Hafsteinssyni, eiga þau eitt barn, Hafrúnu Freyju, sem var auga- steinn afa síns. Guðmundur Jóhann, f. 22. september 1969, og Magða- lena, f. 27. maí 1976. Við sem þessar línur skrifum eig- um ekki huggunarorð sem neins mega sín í þungri sorg eftir góðan dreng. En við hugsum til Ebbu og barnanna, foreldra hans, systkina og annarra ástvina og biðjum Guð að vernda þau. Við og aðrir íbúar Ólafsvíkur stöndum í þakkarskuld og geymum minninguna. í raun erum við Ólsarar ein Ijölskylda, sjó- mannafjölskylda sem á allt undir veðri og vindum, og að björg sé úr hafi dregin. Þar lagði Magnús Guð- mundsson gjörva hönd að, og líf sitt að auki. Við skipsfélagar hans af Garðari 2 stöndum í þakkarskuld fyrir að hafa kynnst Magga og átt hann sem vin. Blessuð sé minning hans. Einar, Jói, Róbi og Qölskyldur. Minningarathöfn fer fram kl. 14.00 í dag í Ólafsvíkurkirkju. Nei, það getur bara ekki verið, var það fyrsta sem ég sagði er maðurinn minn tilkynnti það að Sæborgin SH 377 frá Ólafsvík hefði farist og allir bjargast nema einn. Hvað er hægt að leggja meira á fólk. Fyrst var það Hafþór bróðir hans sem fórst með Bervíkinni SH 43 þann 27. mars 1985, síðan fjór- um árum seinna var það Maggi. En sem betur fer.trúi ég því að þeir hafi verið kallaðir til æðri starfa. Eins og sonur minn sagði þegar ég lét hann vita af því að Maggi væri dáinn: Mamma, núna getur Maggi tekið bátinn sinn með sér upp til guðs og Hafþór getur verið með honum út á sjó. Maggi frændi hét Magnús Þórar- inn Guðmundsson og var sonur Guðmundar Þórarinssonar og Magðalenu Kristjánsdóttur. Ólst hann upp í foreldrahúsum ásamt þremur systkinum en þau eru Elísa- bet Þórdís, Kristján og Hafþór (d,- 1985). Þegar ég sest niður og hugsa um Magga er það fyrsta sem kem- ur upp í huga minn hvað hann var stríðinn og alltaf gat maður hlegið að honum. Hann leigði hjá foreldrum mínum í fjögur ár og á þessum árum man ég vel eftir honum, og hvað hann var góður við litlu frænku sína að bjóða henni á rúntinn á hvíta flotta bílnum sínum. En árin liðu og Maggi giftist Elísabet Mortensen þann 18. maí 1970. Eignuðust þau tvö börn en Ebba átti eitt fyrir sem hann leit alltaf á sem sína dóttur en þau eru Maríanna Björg f. 1968, maki Sig- urður Hafsteinssson og eiga þau eina dóttur, Hafrúnu Freyju, sem var augasteinn afa síns, Guðmund- ur, f. 1969, ogMagðalena, f. 1976. Ebba og Maggi voru mjög sam- rýnd hjón og kappkostuðu að sjá um velferð heimilisins og barna sinna. Eftir að ég eignaðist mína fjöl- skyldu hélt hann alltaf sambandi við okkur og var alltaf jafn hress. Hann kom alltaf til .okkar á að- fangadag í heimsókn og við eigum örugglega eftir að sakna þess, mér fannst jólin vera komin þegar hann kom á þessum degi. Elsku Ebba og fjölskylda, Lena, Gvendur og aðrir ástvinir, guð styðji og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Ég og fjölskylda mín kveðjum ástkæran frænda með djúpri virð- ingu og söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Margrét G. Scheving Að kvöldi 7. mars var hringt og mér sagt að Sæborg SH 377 hefði farist á heimleið úr róðri og með henni einn af áhöfninni. Strax lædd- ist að mér sá grunur að það væri Magnús mágur minn. Klukkustund síðar var hringt aftur og mér tjáð að svo væri. Þvílíkt reiðarslag, ég vildi ekki trúa því að aftur þyrftum við að ganga í gegnum þetta, því 27. mars 1985 fórst Bervík SH 43 og með henni öll áhöfnin og þar með eiginmaður minn Hafþór. Það er sárt fyrir foreldra að sjá á eftir tveimur sonum á tæpum fjórum árum. Við verðum að trúa því að allt hafi þetta tilgang, þó að við sjáum hann ekki og erfitt sé að sætta sig við þessi áföll. Maggi var mér sem besti bróðir sem alltaf var hægt að leita til ef svo bar undir. Alltaf var gott að koma í heimsókn til Magga og Ebbu og eftir að ég flutti úr Ólafsvík fann ég það enn betur hvað ég átti þar góða vini. Það er hægt að segja svo margt um Magga að það dygði í heila bók. Hann var stríðinn með eindæmum og skemmtilegur svo það var ekki hægt að láta sér leiðast í návist hans. Ég er innilega þakklát fyrir síðustu heimsókn hans til mín í Kópavoginn sl. nóvember þar sem við sátum í eldhúsinu og ræddum málin. Hann var svo bjartsýnn á lífið og tilveruna, en svo kemur eitt andartak og allt er búið. í dag kveðjum við þennan vin okkar, það er sárt að hafa ekki fengið jarðn- eskar leifar hans. En sjórinn skilar sjaldnast því sem hann tekur, það er kraftaverk ef svo er, en við vitum jafnframt að sjórinn er sjómanns- gröf. Ég er forsjóninni þakklát fyrir það að hafa haft tækifæri til að kynnast Magga. Ég bið góðan Guð að styrkja Ebbu og börn, foreldra og aðra ástvini. Megi góður Guð blessa minninguna um góðan dreng. Margrét Rögnvaldsdóttir Nú vil ég þó aftur snua, elsku faðir, heim til þín. Ó, að mætti ég aftur búa, ætíð hjá þér, lífgjöf mín. Þú mér kærleiks opnar arma og mig kallar bamið þitt, þerrar tárum þrungna hvarma, þyngsta græðir bölið mitt. (V. Briem) Það var að kvöídi sjöunda mars sl., að mamma sagði mér að Sæ- borg hefði farist hér fyrir utan Ól- afsvík. Þetta var einhver sú versta stund sem ég hef upplifað, því fað- ir minn, Magnús, og eiginmaður minn, Sigurður, voru á Sæborginni ásamt fleirum vinum. t Eiginmaður minn faðir, og tengdafaðir, GUÐMUNDUR H. JÓNSSON, fyrrverandi framleiðslumaður, lést í Borgarspítalanum 12. júlí. Viktorfa Sigurgeirsdóttir Sigmundur Guðmundsson, Unnur S. Thorsteinsson, Sigriður Guðmundsdóttir, Snorri Karlsson, Jón Þ. Guðmundsson, Anna Bjarnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIMUNDA ÞORBJÖRG GESTSDÓTTIR, Austurtúni 2, Hólmavík. andaðist fimmtudaginn 13. júlí síðastliðinn. Jarðarförin verður síðar. Jóhann Guðmundsson, Soffía Þorkelsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Ásdfs Ólafsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sóley Tómasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Grettisgötu 29, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Knútur R. Magnússon, Guðrún Leósdóttir, Svava Magnúsdóttir, Páll H. Kristjónsson, Katarína S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Allir komu þeir heim nema pabbi. Pabbi var lífsglaður maður, og á besta aldrei þegar kallið kom. Hvað manni finnst það óréttlátt að pabbi skuli hafa verið sá eini sem ekki komst lífs af úr slysinu. En vegir Guðs eru órannsakanlegir, og eftir sitjum við og spyijum: „Af hveiju pabbi?“ Hann sem var alltaf svo góður og réttlátur. Það var sama hvað maður bað pabba að gera fyr- ir sjg, alltaf sagði hann já. Ég er elsku pabba þakklát fyrir ástúðlegt uppeldi og góða samleið í lifanda lífi. Minningin lifir. Elsku mamma, Gummi, Lena, amma og afi og aðrir ættingjar, Guð styrki ykkur í mikilli sorg ykk- ar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka - Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Maríanna Björg Það var þann 7. mars sl. að ég talaði við hann í síma, hann var glaður á landleið með góðan afla, það rofnaði sambandið og eftir stutta stund var mér sagt að Sæ- borgin SH 377 hefði farist og að Magnúsar skipstjóra væri saknað. Það fellur doði yfir fólk við svona frétt, en það eru tæp fjögur ár frá því að Hafþór bróðir hans varð ægi að bráð og skildi eftir sig stórt skarð hér í bæ í fjölskyldu og vinahópi. Magnús var sonur Magðalenu Kristjánsdóttur og Guðmundar Þór- arinssonar. Strax í æsku kom vinnugleði hans í ljós og var hann annálaður dugnaðarforkur og var alla tíð í bestu skipsplássum, fyrst hjá Guðlaugi Guðmundssyni á Víkingi, síðan hjá Guðmundi Krist- jánssyni á Lárusi, eftir það hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, fyrst sem stýrimaður á Garðari II með Einari Kristjónssyni en þar um borð var mikill vinahópur og var Magnús hrókur alls fagnaðar. Árið 1988 kaupir hann ásamt Jóhanni Steins- syni og Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur Sæþorgina. Árið 1970 kvæntist hann Elísa- betu Mortensen, eignuðust þau tvö börn Guðmund og Magðalenu, einn- ig ól hann upp Maríönnu Björgu og reyndust þau hvort öðru sem faðir og dóttir. Fjölskyldulíf Magga og Ebbu var farsælt, Maggi bjó yfir glettni og léttleika sem hann var þekktur íyrir. í mínum huga er horfinn á braut einn besti vinur og frændi en skarð- ið verður eftir. Lena, Gvendur, Ebba mín og Maríanna Björg, Gummi og Lena, við í næsta húsi vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og biðjum guð að gefa ykkur styrk á raunastund. Herbert Hjelm og fjölskylda í tilefni minningarathafnar um Magnús Þ. Guðmundsson sem fram fer í Ólafsvík laugardaginn 15. júlí, en Magnús fórst með mb. Sæborgu SH frá Ólafsvík 7. mars sl. langar okkur í Kiwanisklúbbnum Korra að minnast Magnúsar í nokkrum orð- um. Magnús var félagi í klúbbnum okkar, hann gegndi hinum ýmsu störfum fyrir okkur í klúbbnum, var ávallt virkur í starfi. Öll þau störf sem hann tók að sér skilaði hann með stakri prýði, enda samvisku- samur og vinnusamur með afbrigð- um. Hann átti ávallt stóran þátt í fjáröflunum klúbbsins, þá sérstak- lega sjóróðrum sem hann var ávallt fremstur í flokki við. Magnús er annar félagi okkar í Korra sem við höfum þurft að horfa á eftir í greip- ar Ægis, en bróðir hans, Hafþór Guðmundsson, var félagi í klúbbn- um hjá okkar þegar hann fórst með mb. Bervík SH 27. mars 1985. Hefðu þá flestir talið það nógu þungt áfall fyrir eina fjölskyldu, að horfa á eftir einum manni á besta aldri frá konu og ungum börnum, hvað þá að þurfa að upplifa það í annað sinn. En okkur er víst ekki ætlað að geta útskýrt það hvar sláttumaðurinn ber niður ljá sinn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við félagar Magnúsar í Kiw- anisklúbbnum Korra í Ólafsvík þakka honum samstarfið á liðnum árum. Minningin mun lifa um góðan dreng meðal okkar. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kiwanisfélagar í Ólafsvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.