Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins í Turku. íslenska bridslandsliðið tapaði fyrir Svíum í 23. umferð Evrópu- mótsins í brids í gær, en vann San Marino í 22. umferðinni. Island var í 16. sæti af 25 þjóðum, þegar tvær umferðir voru eftir. Þjóðveijar urðu í gær Evrópumeistarar í kvennaflokki. Það var búist við grimmum Svíum, þar sem þeir eru að berjast um sæti í heimsmeistarakeppninni, og þeir eiga enn möguleika á að ná Pólverjum sem tróna í efsta sætinu. Tvö efstu sætin á mótinu gefa farseðla til Perth í Ástralíu í haust þar sem keppt verður um Bermúdaskálina, eftirsóttustu verð- laun í brids. Það voru þó íslendingar sem skópu allar sveiflurnar í fyrri hálf- leiknum. Guðmundur og Þorlákur slepptu góðu geimi á hættunni og Jónas og Valur fóru í tvær slemmur sem báðar fóru niður. Við vorum því rúmlega 30 stigum undir í hálf- leik. Svíar gáfu Iítil færi á sér í seinni hálfleik og unnu hann raunar naum- lega og leikinn 23-7. Á meðan náði Pólland aðeins 16 stigum á Portú- gah í 22. umferð spilaði ísland við San Marino, sem er í neðsta sæti. í fyrri hálfleik sögðu andstæðing- arnir og unnu tvær slemmur í þynnra lagi sem Ragnar og Aðal- steinn slepptu, og staðan var jöfn í hálfleik. I síðari hálfleik snérist heldur á ógæfuhliðina hjá San Marínómönnum en leikurinn vannst aðeins 17-13. Guðmundur og Þor- lákur spiluðu allan leikinn, en Jónas og Valur komu inn í seinni hálfleik. ítalir gerðu út um vonir Dana, með því að vinna þá 23-7 í 22. umferðinni. Staðan eftir 23 um- ferðir var sú, að Pólveijar voru í efsta sæti með 428 stig, Svíar voru í 2. sæti með 414 stig, Frakkar í 3. sæti með 402,5 stig, Austurríkis- menn í 4. sæti með 396,5 stig, Danir í 5. sæti með 395 stig og Grikkir í 6. sæti með 393,5 stig. íslendingar voru með 325,5 stig í 16. sæti og spiluðu við Grikki í gærkvöldi, en eiga yfirsetu, og 18 stig, í síðustu umferðinni í dag. I kvennaflokki unnu Þjóðveijar óvæntan sigur en þær hafa ekki verið hátt skrifaðar í kvennabrids. Þær fengu 326 stig en Hollending- ar komu næstir með 324 stig. Morgunblaðið/Björn Blöndal Kiwanismenn gefa Þroskahjálp 250þúsund krónur NÝLEGA færðu félagar I Kiwanisklúbbnum Keili í Garði Þroskahjálp Suðurnesja 250 þúsund krón- ur að gjöf og á að verja peningunum til bygging- ar sumarbúða á Býskeijum í Miðneshreppi. Pen- inganna öfluðu Kiwanismenn með útgáfu síma- skrár á Suðurnesjum og afhentu þeir Önnu Margréti Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Þroskahjálpar jafiiframt fyrsta eintakið af nýju símaskránni við þetta tækifæri. Ráðgert er að hefla byggingarframkvæmdir fljótlega og verða reistir tveir 60 fermetra bústaðir. Hafsteinn Sig- urvinsson, sem stendur næstur Önnu, er formað- ur Keilis og sagði hann að þetta væri eitt af stærri verkefhum sem þeir klúbbfélagar hefðu ráðist í og vildi hann koma á framlæri þakklæti til allra semi stutt hefðu útgáfii símaskrárinnar. Auk Önnu og Hafsteins eru á myndinni Unnar Már Magnússon, Garðar Steinþórsson, Þorvaldur Kjartansson og Guðmundur Kristberg Helgason. BB Hannes Jónsson biðst lausn Evrópumótið í brids: ísland tapaði fyrir Svíþjóð ar úr utanríkisþjónustunni Gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega HANNES Jónsson sendiherra bað forseta íslands í gær um lausn frá embætti sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 31. október. Áður hafði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagt honum upp störfúm sem heimasendiherra frá og með 1. ágúst. KIRKJURITIÐ LÚTHERSK KIRKJA OG RÓMVERSK Nýtt Kirkju- rit komið út í NÝJASTA hefti Kirkjuritsins er fjailað um samband lúthersku kirkjunnar og rómversk ka- þólsku kirkjunnar. Er það gert í tilefni komu Jóhannesar Páls páfa II hingað til lands fyrr á þessu sumri. í ritinu eru 1. og 2. heflti 55. árgangs. Ritið er að þessu sinni 152 bls. að stærð. Útgefandi þess er Prestafélag íslands og ritstjóri er sr. Þor- björn Hlynur Arnason. Margt greina er í ritinu og má meðal þeirra nefna grein eftir Einar Sigurbjörnsson prófessor um ein- ingarviðleitni og einingarstarf kirkna. Siguijón Eyjólfsson cand. theol. skrifar um réttlætingarkenn- ingu Lúthers og ber hana saman við framsetningu Trídentþingsins. Sr. Dalla Þórðardóttir ritar grein um konur í kaþólsku kirkjunni og hlutskipti þeirra varðandi þjón- ustuna. Þá skrifar dr. Hjalti Huga- son grein er hann nefnir Hveiju breytir siðbreytingin? - Tilraun til endurmats í tilefni páfakomu. í Kirkjuritinu er einnig að finna innlegg frá rómversk kaþólsku kirkjunni. Alfred Jolson biskup skrifar um einingu og samstarf í nútímanum og Sigurður Ragnars- son segir frá inngöngu sinni í ka- þólsku kirkjuna. I bréfi, sem Hannes Jónsson sendi utanríkisráðherra í gær, segist hann standa eftir starfslaus forsetaskipað- ur sendiherra á fullum launum frá þeim tíma sem uppsögnjn taki gildi, og því vilji hann ekki una. „Ekki heldur vil ég taka þátt í þeirri skemmdarstarfsemi sem ráð- herra er að reyna að vinna á íslenskri utanríkisþjónustu með skipulagstil- lögum sínum,“ segir Hannes einnig í bréfinu. Hann sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að mikil og almenn óánægja ríkti í utanríkisþjónustunni síðan Jón Baldvin Hannibalsson tók við embætti utanríkisráðherra. Hannes sagði ráðherrann vera að rústa skipulagi ráðuneytins, eins og hann hefði gert í fjármálaráðuneyt- inu í tíð sinni þar með þeim afleiðing- um að 8 embættismenn hefðu sagt þar upp störfum. Á fréttamannafundinum sagði Hannes að með bréfi sínu 12. júlí hefði utanríkisráðherra í raun lagt niður heimasendiráðin, sem Hannes þjónaði. Bréf ráðherrans hljóðar svo: „Ákveðið hefur verið að þér látið af starfí yðar sem sendiherra í þeim FJÓRTÁN efltirtaldir hafa sótt um stöðu héraðsdýralæknis í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem aug- lýst var laus til umsóknar nýlega. Björn Steinbjömsson, dýralæknir í Reykjavík, Ólafur Jónsson, dýra- læknir hjá Rannsóknarstofu mjólku- riðnaðarins, Helgi Sigurðsson, sér- fræðingur á Keldum, Halldór Run- ólfsson, deildardýralæknir hjá Holl- ustuvernd ríkisins, Lars Hansen, fisksjúkdómalæknir á Keldum, Gunnar Öm Guðmundsson, héraðs- dýralæknir í Borgaifjarðarumdæmi, löndum sem þér hafið verið heima- sendiherra í frá og með 1. ágúst næstkomandi, og mun ráðuneytis- stjórinn tilkynna viðkomandi yfir- völdum þá ákvörðun." Hannes sagðist aðspurður hafa bent utanríkisráðherra á, í það eina skipti sem þeir hefðu talað saman, að í raun væri útilokað að slíta stjórn- málasambandi á þennan hátt við þessi fjölmennu og mikilvægu ríki. Rekstur heimasendiráða væri hag- kvæmasti mátinn til að sinna stjórn- málasambandi við þau. Hannes er heimasendiherra í Ind- landi, Kýpur, Pakistan, Bangladesh, Túnis, og sinnir einnig Nepal, írak og Sri Lanka. Upphafið að þessu máli má rekja til gagnrýni Hannesar Jónssonar í fjölmiðlum, á tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar um skipulagsbreyt- ingar á utanríkisþjónustunni . Sagði Hannes í því sambandi að ráðgjafar utanríkisráðherra væru fúskarar. Jón Baldvin krafðist þess að Hannes bæðist afsökunar á þessum ummæl- um og sagði það vera vítavert at- hæfi embættismanns að embættis- menn vektust upp í fjölmiðlum með órökstuddan skæting um stefnu ráð- Gunnar Þorkelsson, héraðsdýra- læknir á Kirkjubæjarklaustri, Steinn Steinsson, héraðsdýralæknir á Sauð- árkróki, Einar Otti Guðmundsson, héraðsdýralæknir í ísafjarðarum- dæmi, Bimir Bjarnason, héraðs- dýralæknir á Höfn í Hornafirði, Þor- valdur Hlíðdal Þórðarson, dýralæknir í Reykjavík, Guðbjörg Anna Þorvarð- ardóttir, héraðsdýralæknir Hólmavík, Þorsteinn Ólafsson, dýra- læknir, starfar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Rögnvaldur Ingólfs- son, héraðsdýralæknir í Búðardal. herra í mikilvægum málum. Hannes segist, í bréfi sínu til ráð- herrans, ekki una þeim nýju og áður óþekktu viðhorfum manns í ráð- herrastóli utanríkisráðherra, að emb- ættismenn utanríkisþjónustunnar njóti ekki grundvallarréttinda eins og skoðana- og tjáningarfrelsis; þeir skuli bara þegja eða segja af sér, en ekki taka þátt í umræðu um tillög- ur til skipulagsbreytinga á utanríkis- þjónustunni, þótt augljóst sé, að þær feli í sér aukinn kostnað fyrir ríkið og árangursminni starfsemi. Hannes lýkur bréfi sínu með því að vitna í George Bernard Shaw: „að Námið fór fram í Hússtjómar- skólanum á Hallormsstað á ábyrgð Kennaraháskóla íslands í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Austurlands. Umsjón með náminu hafði Berit Johansen sérkennslufulltrúi á Aust- urlandi. Hvatinn að því að þessu námi var komið á fót á Austurlandi voru tíð kennaraskipti og skortur á sérkennurum. Við gerð námsskrár var leitað til sérkennsluskóla í Nor- egi, framhaldsdeilda KHÍ og skóla- stjóra og kennara á Austurlandi. Námsskráin var við það miðuð að nýtast sem best reyndum kennumm í daglegu starfi. Þátttakendur í náminu vora starfandi kennarar með a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Náminu var skipt í annarri þar sem þátttak- endur tóku virkan þátt í náminu og miðluðu hver öðram af eigin reynslu og þekkingu. Einnig tengd- þótt lýðræðið sé ekki fullkomið, þá sé það eitt besta stjórnskipulag sem við eigum völ á. Og þótt sú hætta vofi alltaf yfir í lýðræðisríki, að einn- ig einn þijótur og lýðskrumari geti flotið með til valda þá sjái kjósendur fljótlega við honum, leiðrétti mistök- in og losi sig við hann. Ég held að Shaw hafi þama lög að mæla.“ Hannes Jónsson er annar sendi- herrann sem biðst lausnar úr ut- anríkisþjónustinni á stuttum tíma. Benedikt Gröndal dró lausnarbeiðni sína til baka, eftir að honum var boðin staða sendiherra íslands í Washington. ist náminu kennsla í heimaskólum og úrvinnsla verkefna. Að þessu sinni brautskráðust 12 nemendur með fyrrihluta BA-prófs í sérkennslufræðum. Luku nemend- ur miklu lofsorði og þakklæti á aðstandendur námsins. Námsskrá þótti hagnýt og í takt við tímann. Nemendur vora sérstaklega ánægð- ir með að þeim gafst kostur á að stunda þetta nám á heimaslóðum samhliða starfi. Töldu margir að annars hefðu þeir ekki átt þess kost að stunda það. Fulltrúar menntamálaráðuneytis og Kenn- araháskólans lýstu einnig yfir ánægju með hve vel tókst til með þetta fyrsta nám Kennaraháskóla Islands utan Reykjavíkur. Sams- konar nám hófst á Norðurlandi í vor og eru þar 38 nemendur, þar af 12 úr Reykjavík. - Björn Héraðslæknir Gullbríngu- og Kjósarsýslu: 14 sækja um stöðuna Austurland; KHI útskrifar kennara með sérkennslumenntun Egilsstöðum. Kennaraháskóli íslands útskrifaði í vor 12 nemendur á Austurl- andi með fyrrihluta BA-prófs í sérkennslufræðum. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn heldur uppi kennslu og útskrifar nemendur utan Reykjavíkur. Rétt til þátttöku í þessu námi áttu starfandi réttinda- kennarar á Austurlandi og var markmiðið með náminu, sem tók tvö ár, að gefa þátttakendum tækifæri á að öðlast sérkennslufræðilega menntun sem sniðin væri að þörfúm austfirskra grunnskóla. Námið hófst í maí 1987 og lauk nú í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.