Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JULI 1989
33
Hilux er fáanlegnr í þessum þremur gerðum.
Plássið að innan er allgott og sætin sæmileg.
fremst jeppi. Sem slíkur stendur
hann fyrir sínu og sé hann tekinn
með áðurnefndu húsi á pallinn er
kominn á götuna fjölnota bíll fyrir
kringum 1.500 þúsund krónur. Ekki
skyldu menn heldur gleyma því að
þungaskatturinn er kringum 80
þúsund krónur á ári fyrir dísilbíla.
Allar stærðir og gerðir af Volvo vörubílum voru sýndar á dögunum
hjá Brimborg.
Margrét Hreinsdóttír
Hvolsvelli — Minning
Fædd 1. september 1909
Dáin 7. júlí 1989
Nú er svokallað aldamótafólk
óðum að hverfa frá okkur. Fólk sem
fæddist og ólst upp í torfbæjum
flest við afar kröpp kjör. Um síðustu
aldamót bjuggu í Kvíarholti í Holt-
um hjónin Þórunn Sigurðardóttir
og Hreinn Þorsteinsson bæði ættuð
úr Rangárvallasýslu. Þeim varð 5
barna auðið, þau eru: Katrín, Þór-
oddur, Sigurður, Guðríður og
Margrét, sem kvödd verður í dag í
Hvolskirkju í Rangárvallasýslu.
Stundum er dauðinn líkn í þraut
og svo var að þessu sinni. Margrét
móðursystir okkar hefur ekki harm-
að að fá hvíld. Fjölskylda og frænd-
fólk lætur minningar reika um hug-
ann, minningar um dásamlega konu
glaðlynda og æðrulausa. Hún vann
alla tíð hörðum höndum. Fram yfir
þrítugt var Margrét ýmist kaupa-
kona, vinnukona eða matráðskona.
Allt lék í höndum hennar, bæði
saumaskapur og matreiðsla. Með
vandvirkni til allrar vinnu og glað-
lyndi sínu eignaðist hún vináttu
vinnuveitenda sinna sem entist
meðan lifðu. Við systurdætur
Margrétar nutum umhyggju hennar
alla okkar bernsku. Fyrir þær góðu
stundir með frænku okkar erum við
ævinlega þakklátar. Ekki er því að
neita að við fundum til nokkurs
söknuðar þegar frænka okkar
stofnaði til sinnar eigin fjölskyldu.
Eiginmann sinn, Siguijón Sigur-
jónsson bifvélavirkja, hitti Margrét
á Hvolsvelii þegar hún var þar
matráðskona með elstu dætur sínar,
Erlu og Þórunni Matthíasdætur.
Siguijón og Margrét eignuðust 3
börn, Ólaf, Björgu og Siguijón.
Elstu dætur Margrétar eru báðar
búsettar í Bandaríkjunum en hin
börnin hefur Margrét haft nálægt
sér. Hópurinn hennar er einstaklega
vandað fólk og finnst okkur frænk-
um hennar að hún hafi uppskorið
sem hún sáði með ást sinni og
umhyggju.
Öll systkini Margrétar sem lifa
nú í hárri elli kveðja nú yngstu
systur sína með þakklæti. Við send-
um Siguijóni og fjölskyldunni sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Margrétar
Hreinsdóttur.
Unnur og Inga
Kveðjuorð:
*
Marta Olafsson
Þegar ung, nýgift kona, sem
kemur frá framandi landi til að búa
á þessu norðlæga eylandi með ann-
að loftslag, siði og tungu, eiga sér
stað mikil umskipti í lífi hennar.
Við tekur að aðlaga sig þessu nýja
landi og tungu þess og nýr fjöl-
skyldu- og kunningjahópur mynd-
ast. Hún kynnist einnig öðrum er-
lendum stallsystrum sem þurfa að
ganga í gegnum svipað aðlögunar-
skeið fjarri fjölskyldum sínum og
föðurlandi og þá fléttast óvenju-
sterk vináttu- og tryggðabönd.
Þetta átti sér stað fyrir nokkrum
áratugum, þegar við, nokkrar er-
lendar konur, flestar giftar íslend-
ingum, komum saman og stofnuð-
um saumaklúbb, sem hlaut nafnið
Alþjóðaklúbburinn.
Ein sú fyrsta, sem í hann gekk,
var Marta Ólafsson. Hún fæddist í
Tékkóslóvakíu, en nam læknisfræði
í Englandi. Þar kynntist hún eigin-
manni sínum, Braga Ólafssyni verk-
fræðingi, en hann lést árið 1975.
Marta var ein af tryggustu vin-
konum okkar og alltaf reiðubúin
að veita okkur hvers kyns stuðning
með ráðum og dáð. Þegar hún hafði
heimboð kom myndarskapur henn-
ar og gestrisni berlegast í ljós, því
hvergi var til sparað að veita sem
í GÆR birtust hér í blaðinu kveðju-
orð um Ingimagn Eiríksson, bif-
reiðastjóra. Kveðjuorðin áttu ekki
að birtast fyrr en á útfarardegi
hans. Útför Ingimagns verður gerð
næstkomandi þriðjudag 18. júlí.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
best, svo að borðin svignuðu undan
alls kyns kræsingum. Þau Bragi
og Marta byggðu fallegt ög
stílhreint hús við Sunnuveg og þar
áttu þau sér einkar hlýlegt heimili.
Gott var að ræða við Mörtu um
það sem okkur lá á hjarta, hvort
sem um var að ræða lítilvæga eða
mikilvæga hluti. Þá vafðist mála-
kunnátta ekki fyrir henni, því að
hún talaði fjölda tungumála, svo
sem þýzku, ensku og íslenzku reip-
rennandi, auk móðurmálsins, sem
var slóvakíska. Einnig hafði hún
gott vald á öðrum slavneskum mál-
um. Hún hafði vakandi áhuga á því
sem efst var á baugi í menningar-
og þjóðfélagsmálum, bæði hérlendis
og erlendis og var víðlesin.
Við áttum saman margar góðar
stundir og þess vegna er söknuður-
inn sár þegar hún er horfin á braut.
Við gömlu vinkonurnar munum
geyma með okkur hlýjar minningar
um sérstæða hæfileika Mörtu, óbil-
andi kjark og sífellda hvatningu,
tryggð og hjartahlýju, sem við átt-
um allar aðgang að.
Megi okkar kæra vinkona hvíla
í friði.
Elvíra H. Óiafsson, Stacia Jó-
hannesson, Lilly Pjetursson,
Fabienne Hallsson, Maureen
O’Mahony, Svava Vigfusdóttir,
Marita Garðarsson, Elinor
Arnalds.
/
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og
jarðarfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HLÍSABETAR HAFLIÐADÓTTUR,
Sólvallagötu 30,
Keflavfk.
Guð geymi ykkur öll,
Hreinn Ingólfsson, Eygló Óskarsdóttir,
Halldóra Ingólfsdóttir, Ólafur Björgúlfsson
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og ómaelda hjálp við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
ÞÓRODDAR INGVARS JÓHANNSSONAR,
Eikarlundi 22,
Akureyri,
sem lést 2. júlí sl. Guð blessi ykkur öll.
Margrét Magnúsdóttir,
Ingvar Þóroddsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Svandfs Þóroddsdóttir, Gretar Örlygsson,
Berghildur Þóroddsdóttir, Vignir Már Þormóðsson,
Eydís Ingvarsdóttir, Birkir Örn Gretarsson.