Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 35
MORGUNHLAOIÐ LÁUGÁRDAGUR 15. JÚO 1989 ÍÍ85* VINABÆJAMÓT Fóru að æfa sund til að geta keppt fyrir Keflavík Ungir og efnilegir sundmenn úr Keflavík keppa þessa dagana á vinabæjamóti í Hjörring í Danmörku. Þátttaka sundmanna komst inn á bæjarstjórnarfund í vetur þegar fram kom tillaga um að sunddeild UMFN í Njarðvík lánaði Kefivík- ingum sitt fólk til keppninnar. Sú tillaga var felld, en önnur samþykkt þar sem stungið var uppá að leitað yrði að ungum og efnilegum sund- mönnum í skólasundinu, þeir þjálfaðir og sendir til keppninnar. Haukur Ottesen sundkennari var fenginn til að sjá um að þjálfa og velja hópinn. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að krakkarnir í skólun- um hefðu þegar sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og þau sem valin voru hefðu æft tvisvar til þrisvar í viku síðan í febrúar. Krakkarnir hefðu sýnt miklar framfarir á þessum tíma og hann vonaði að þau myndu öll halda áfram að æfa og keppa í sundi. Komið hefur verið á árlegum vinabæjamótum Keflavíkur og vinabæja á Norðurlöndunum og er keppt í einni íþróttagrein. Mótið var haldið í Keflavík fyrir tveim árum og þá keppt í körfu- bolta og voru heimamenn sigursælir í þeirri grein eins og vænta mátti. Sundíþróttin stendur með miklum blóma í Hjörring og því má' vænta að róðurinn geti orðið þungur fyrir okkar fólk sem segist samt hvergi vera bangið. BB Haukur Otte- sen sundþjálf- ari með sund- fólkið sem æft hefiir síðan í febrúar til að geta keppt fyrir hönd Keflavíkur i Danmörku. Myndin var tekiná síðustu æfing- unni áður en hópurinn hélt út og á hana vantar nokkra sem voru að vinna og áttu þess ekki kost að mæta á æf- inguna sem var í hádeg- inu. - Morgunblaðið/Bjöm Blöndal APAVINA KITLANDI DJÁSN Aur-api, klifrar hér á höfði og kitlar nef Limors Kahana, starfsmanns dýragarðs fyrir utan Tel Aviv í ísrael. Stúlkan tók apann f fóstur, en foreldrar hans höfðu hafnað honum og enginn Kata Lamur-apanna f dýragarðinum skipti sér af honum. Að sögn kunn- ugi-a unir apinn sér vel með stúlk- unni og þykir skottið hans fara henni prýðilega, eins og sjá má. 3UARANTÍSD iHffi a pfmvnn mWmm 1 SMIHUTSS B eef O rienlal licff f Im j/fil Ul'f wifh yjt$ffabUf BOU/IN-BAG SHR'IN'SEASONINO 'HÍQIIUCI Of' USA \..KX 10 MKHOWWt Bragðgóður hrísgrjónaréttur með nautakjötskrafti og ör- litlu hvítlauksbragði. Saman- við er bætt ferskum grænum baunum og gulrótum. Sérlega góð uppfylling. Fyrir 4 - suðutimi 8 min. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Rcykjavik, sími 62 32 32 ■Hróóleikur og J- skemmtun fyrirháa semlága! Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vináttu og hlýhug á 75 ára afmœli mínu 9. júlí sl. Björgvin G. Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.