Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JULI 1989 Við hljótum að búa okkur undir Qölbreytt veðurfar - segja ferðalangar á tjaldstæðinu í Laugardal GRUNNT hefur verið á votviðrinu á höfuðborgarsvæðinu undan- farna daga á meðan Norðlendingar og Austfirðingar hafa getað baðað sig í sólskini. Eins og svo oft áður, viðraði ekki vel til útiveru í borginni í gær, en þeir erlendu ferðamenn sem Morgunblaðsmenn ræddu þá við á tjaldstæðinu í Laugardal létu súldina og rigninguna ekki á sig fá. Viðmælendur sögðust hafa vitað það fyrirfram að þeir hlytu að þurfa að búa sig undir fjölbreytt veðurfar á íslandi. „Þeir stoppa yfirleitt stutt hér í Reykjavík, þetta einn til tvo daga, og fara svo út á land. Fjölmennast er hér um helgar. Aðsóknin í ár á tjaldstæðin er mun meiri en til dæmis í fyrrasumar þannig að svo virðist sem fleiri og fleiri erlendir ferðamenn velji sér þennan ferða- máta,“ sagði Arni Pétursson, tjald- stæðavörður, í samtali við Morgun- blaðið. Úr kofaræflinum Tjaldstæðin í Laugardal voru opnuð 15. maí, nokkru fyrr en VEÐUR venjulega, og að líkindum verður þeim lokað um miðjan september. Árni segir að umgengni sé yfirleitt í mjög góðu lagi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á tjaldstæðunum og er aðstaða þar öll hin glæsileg- asta. Tjaldstæðið tekur hátt í 600 manns. Ámi segir að það hafi sér- staklega verið gaman að flytja yfir í nýju þjónustumiðstöðina í júlí í fyrra eftir sautján ár í kofaræfli, sem látinn hefði verið duga í öll þau ár. Aðstaða er öll hin snyrtilegasta. Snyrtiaðstaða er mikil og góð, sturtur eru svo og þvottavélar og þurrkarar, eldunarhellur, þurrk- hjallur og útigrill svo eitthvað sé nefnt. Allir aldurshópar „Fólkið er vel útbúið og veit fyrir- fram að það getur búist við alls konar veðráttu hér. Það spyr hins- vegar mikið um veðurfar og veður- spár og hagar sínum ferðum auðvit- að með tilliti til þess. Gestir okkar hér em á öllum aldri, allt frá korna- börnum og upp í gamalmenni. Langmestur hluti tjaldgestanna em Þjóðvetjar og síðan koma Frakkar. Bandaríkjamenn sækja mjög lítið í Ijaldferðir þó þeir séu í meirihluta þeirra ferðamanna, sem heimsækja Island. Þeir virðast kjósa annan ferðamáta og gista á hótelum," sagði Ámi. Á tjaldstæðið kostar 125 krónur fyrir manninn og 125 krón- VEÐURHORFUR I DAG, 14. JULI YFIRLIT í GÆR: Um 900 km suður í hafi er 1.035 mb hæð en lægðardrag austur af landinu þokast suðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Vestlæg átt, víöast gola eða kaldi en hvassara á stöku stað suðaustanlands. Bjart veður víða um land, þó líklega skýjað á Vest- urlandi og ef til vill þokuslæðingur eða dálítil súld fram eftir morgni. Allt að 20 stiga hiti á Suöausturlandi en einna svalast vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg vestlæg átt um land allt. Skýjað vestanlands og þokuloft við ströndina en léttskýjað austanlands. Hiti 11-20 stig að deginum, hlýjast á Norður- og Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Gengur í vaxandi suðaustanátt. Lóttskýjað fram eftir degi á Norður- og Austurlandi en skýjaö og rigning und- ir kvöldið suðvestanlands. Hiti 11-20 stig, hlýjast austan til. x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r t Rigning / / / * / » / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \j Skúrir 'v' Él — Þoka = Þokumóða Súld •> •> 5 OO Mistur —j- Skafrenningur [T Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tíma hltl veftur Akureyri 21 skýjað Reykjavlk 10 súld Bergen 12 skýjað Helsinki 22 hálfskýjað Kaupmannah. 16 skúr Narssarssuaq 13 rigning Nuuk 8 rigning Osló 18 hálfskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 30 helðskírt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 28 mistur Berlfn 17 skúr Chicago 17 hálfskýjað Feneyjar 25 skýjað Frankfurt 18 skýjað Gtasgow 18 skýjað Hamborg 14 skúr Las Palmas 26 mistur London 18 skýjað Lós Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madríd 34 heiðskírt Malaga 27 helðskírt Mallorca 29 helðskírt Montreal 18 skýjað New York 21 mistur Orlando 24 þokumóða Paris 21 skýjeð Róm 27 léttskýjað Vin 17 skruggur Washington 21 léttskýjað Winnipeg vantar ur fyrir hvert tjald. „Þetta verðlag finnst fólki afskaplega sanngjarnt og jafnvel ódýrt,“ segir Ámi. Skyr og svartbaksegg Þau Göran, Karin, Kerstin og Mariana frá Stokkhólmi vom að næra sig á svartbakseggjum og íslensku skyri, sem þau höfðu heyrt mikil hrósyrði um frá vinum sínum sem heimsótt höfðu ísland áður. „Okkur er sagt að skyrið sé gott með ijóma og jafnvel einhverskonar sultu. Skyrið er sérstaklega ljúf- fengt og svartbakseggin líka. Við fáum ekkert nema hænuegg heima,“ sögðu sænsku fjórmenn- ingarnir, sem ætla að ferðast um landið í tvær vikur. „Við leggjum í’ann um leið og máltíðinni er lokið — fömm norður til að byija með til að leita að skárra veðri, stoppum á fallegum stöðum og skoðum fugla. Við höfum nefnilega mikinn áhuga á fuglaskoðun. Annars eig- um við von á hvaða veðri sem er enda er bílaleigubíllinn hlaðinn regnfatnaði. Við emm að heim- sækja ísland í fyrsta skipti, en höf- um oft haft hug á að koma hingað. Hinsvegar var miklu dýrara að koma til íslands fyrir nokkmm ámm. Verðlag hefur greinilega Iækkað eitthvað,“ segja Svíarnir. Fjórir sólardagar Danimir Tina, Anna Sofia, Peter og Vicki komu frá Þingvöllum í gær og höfðu þá verið á ferðalagi frá 1. júlí. Ferðinni lýkur á morgun, en þá halda þau heim á leið. „Við höfum ferðast um Suðurland, en aðeins fengið íjóra sólardaga.“ Þau sögðust hafa gert mikið af því að Árni Pétursson, tjaldstæðavörð- ur í Laugardal. Morgunblaðiö/Einar Falur Wolfgang Brandenburg er að heimsækja ísland í annað sinn. ferðast, m.a. farið til Noregs og Svíþjóðar og notað sama ferðamát- ann. „Maður getur ekki notið villtr- ar náttúmnnar nema að ferðast á þennan hátt. Heima í Danmörku er þetta ekki mögulegt. Þar er bannað að tjalda nema á einhveijum afmörkuðum tjaldsvæðum. Hér er hægt að vera hvar sem er.“ Þau sögðust hafa ætlað í Land- „Gula froðanu í Adríahafi: Ströndin í Rimini er iðandi af mannlífi - seg-ir Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar UNDANFARNA daga hafa birst fregnir um svonefiida „Gula froðu" í Adríahafi, sem fælt hafi ferðamenn frá, en þar ræðir um gulbrúna þörunga, sem rekur að landi með síðdegisaðfallinu. Samvinnuferðir- Landsýn hafa staðið fyrir hópferðum til Rimini við Adríahaf og eru um 120 íslendingar nú staddir þar, Að sögn Helga Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Samvinnuferða- Landsýnar, hafa fréttir frá Adríahafi verið mjög orðum auknar og hljóðið í Islendingunum þar mjög gott. í gær tilkynnti Heilbrigðisráð Ítalíu að þörungamir væru ekki hættuleg- ir heilsu manna. „Ströndin er opin eftir sem áður og iðar af lffi, þrátt fyrir að fólk fari ekki jafnmikið í sjóinn og áður. Fólk notar morguninn til þess að fara í sjóinn, enda rekur þörunga- brákina ekki að fyrr en eftir hádegi. Þarna eru líka sundlaugar og steypiböð ef fólk vill kæla sig niður, en staðreynd málsins er nú sú — að minnsta kosti hvað íslendinga varðar — að við erum ekkert sérstaklega gefnir fyrir sjóböð og notum tímann frekar til þess að sóla okkur,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er nýkominn frá Rim- ini, þar sem hann kynnti sér ástand mála. „Það hafa verið sagðar fréttir um að ströndinni hafi verið lokað, en það er alrangt," sagði Helgi. „Staðreynd málsins er, að heilbrigðisráðherra Ítalíu beindi þeim tilmælum til fólks, að það færi ekki í sjóinn með opin sár eða húðsjúkdóma, fyrr en búið væri að rannsaka þörungana betur." Samkvæmt fréttaskeyti frá Reuter tilkynnti Dr. Alessahdro Beretta Anguissola, formaður Heilbrigðisr- áðs Ítalíu í gær, að vísindamenn hefðu ekki fundið neitt sem benti til þess að þörungamir væru heilsuspill- andi. Hann ráðlagði fólki með opin sár eða húðsjúkdóma þó að láta sjób- öð eiga sig. Anguissola sagði þörun- gapláguna ekki stafa af mengun, heldur væru óvenjumildur vetur og lítil hreyfing á sjónum ástæðan. Helgi Jóhansson sagði ljóst að umferð ítala og Þjóðveija til Rimini myndi minnka eitthvað í ágúst, enda sækja þeir sérstaklega í sjóböð, en bætti því við að örtröðin gæti verið slík í ágústmánuði að það sakaði ekki þó fólksfjöldinn minnkaði eitt- hvað. Helgi sagði þörungapláguna hafa komið upp í ágúst í fyrra, en eftir nokkra daga hefði vindátt breyst og hann hert aðeins og á einni nóttu hefðu þörungamir horfið og ekki sést aftur fyrr en nú fyrir nokkrum dögum. „Ástandið er vitaskuld mismun- andi eftir stöðum og er mun verra fyrir norðan í Lido de Jésolo og Lign- ano. Þetta er vissulega mikill vandi fyrir ítali, sem þeir vilja leysa sem allra fyrst og hafa varið jafnvirði 58 milljarða íslenskra króna til.“ Helgi sagði síðan spursmál hvort þetta tækist eða hvort ekki þyrfti meira en í fyrra — að vindátt breyttist. „íslendingamir spóka sig bara á ströndinni eins og vanalega og fara í skoðunarferðir," sagði Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.