Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 34
34
__
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989
fclk í
fréttum
OKUFERÐ
120 ELDRI BORGARAR
í BOÐI HREYFILS
Það var hressandi að fá sér ís eftir fyrsta áfanga ferðarinnar.
Sumir
Iétu líða
úr sér
undir
suðræn-
um
gróðri.
Þessar kunnu vel að meta ferð þeirra Hreyfilsmanna.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hreyfilsmenn buðu vistfólki frá Seljahlíð í
Reykjavík, Hrafnistu og Sólvangi í Hafnarfirði
í dagsferð austur fyrir fjall í vikunni. Alls voru um
120 manns í ferðinni.
Komið var við í Eden í Hveragerði þar sem fólk-
ið settist niður og lét sér líða vel í skemmtilegu
umhverfi. Margir fengu sér sumarís í brauðformi
og spjölluðu á léttu nótunum við ferðafélagana.
„Þetta er alveg prýðilegt framtak hjá strákunum,"
sagði einn ferðalanganna og undir það tóku allir
sem spurðir voru. Fólki þótti þetta skemmtileg
upplyfting frá hversdagsleikanum. Veður var hið
besta, bjart og sól öðru hverju.
Frá Hveragerði var svo haldið á Selfoss þar sem
drukkið var kaffi í Hótel Selfoss í boði Hreyfils-
manna. Sigurður Sigurðarson sóknarprestur og
Brynleifur H. Steingrímsson forseti bæjarstjórnar
ávörpuðu fólkið áður en það hélt ferð sinni áfram
niður að ströndinni þar sem farið var um Stokks-
eyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn á leiðinni til
Reykjavíkur.
Hreyfilsmenn hyggjast gera ferð sem þessa að
árlegum viðburði en fyrr á árum var fólki af Vífils-
stöðum og Reykjalundi boðið í slíkar dagsferðir.
—Sig. Jóns.
HÁRGREIÐSLA
Alþjóðleg ráðsteftia
um dómgæslu
Alþjóðleg ráðstefna þar sem fjallað var um
dómgæslu á heimsmeistaramótum í hár-
greiðslu var haldin hér á landi fyrir skömmu.
Tuttugu og fimm manns sóttu ráðstefnuna sem
var kostuð af Wella-fyrirtækinu í Þýskalandi. í
lok ráðstefnunnar var fjórum íslendingum veitt
viðurkenning frá Alþjóðasambandi hárgreiðslu-
fólko. Arnfríður ísaksdóttir og Torfi Geirmunds-
son fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu Al-
þjóðasambandsins og Kristján Sigmundsson tók
við viðurkenningu fyrir hönd Wella-fyrirtækisins.
Að sögn Torfa Geirmundssonar hefur sjaldan
verið betri þátttaka á ráðstefnúm um dómgæslu.
Síðasta ráðstefna var haldin í Brasilíu en þá voru
þátttakendur örfáir.
Félagar í Alþjóðlegu sambandi hárgreiðslufólks
eru frá 60 löndum hvaðanæva úr heiminum.
Morgunblaðið/Þorkell
Torfi Geirmundsson með Marcel Lamy orðu sem
honum var veitt á ráðstefnu sem haldin var hér
á landi um dómgæslu i hárgreiðslukeppnum.