Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 +- Toyota Hilux Burðarmikill o g flölnota jeppi Bílar JóhannesTómasson Toyota Hilux jeppinn hefur alllengi verið á íslenskum bílamarkaði. Hann er fáanlegur í ýmsum gerðum og þar að auki hafa íslenskir bíleig- endur og bílasmiðir útfært hús og yfirbyggingar á þá með ýmsu móti. Hilux er fáanlegur með bensín- eða dísilvél, húsið getur verið fyrir tvo eða fimm og pallurinn mislangur eftir því, hægt er að kaupa á pall- inn sérstök ódýr hús og lengi tíðkaðist að menn smíðuðu yfir- byggingar yfir þessa bíla en sú leið er nú á undanhaldi. Við skoðum í dag Hilux af svonefndri Double Cab-gerð en það er eiginlega fernra dyra, fimm manna jeppi með dísil- vél og allstórum palli. Við köllum hann hér eftir Hilux.með tvöföldu húsi. Nýtilegur vagn til margra hluta, fyrir fisksalaijölskylduna, ferðalangana og bara þá sem vilja jeppa. Hilux hefur tekið nokkrum breyt- ingum og nú síðast má segja að hann hafi verið endurhannaður að verulegu leyti. Tekur það til undir- vagns sem yfirbyggingar. Hilux með tvöföldu húsi og palli er ósköp hlutlaus bíll, hvorki fallegur né ljót- ur, þarna er kannskl á ferðinni eins konar nytjalist ef svo má að orði komast, bíll sem ætlaður er til ákveðinna verka. Odýrasta gerðin, eindrifs bensín- bíllinn, kostar um 865 þúsund krón- ur kominn á götuna, Hilux Xtra Cab, fjórhjóladrifinn með bensínvél, kringum 1.370 þús. kr. og sami bíll með dísilvél um 100 þúsund krónum meira og Hilux með tvö- földu húsi, fjórhjóladrifinn með dísilvél, nærri 1.420 þús. kr. kominn á götuna. Hljóðlát dísilvél Toyota Hilux útgáfan sem er ein- ungis afturdrifinn pallbíll er 4,725 m langur, fjórhjólabíllinn með stóru tvennra dyra húsi er 4,905 m lang- ur og Hilux með tvöföldu húsi er 4,720 m að lengd. Breiddin á bílnum með litla húsinu er 1,650 m en hin- ar gerðimar eru 1,690 á breidd. Hæð bílsins með tvöfalda húsinu er 1,785 m og lengd milli hjóla 2,850 m. Innanmál pallsins er 1,405 m á lengdina og breidd hans 1,465 metrar. Pallbjllinn, sá með minnsta hús- inu, er einungis fáanlegur með bensínvél, sá I miðið með bensín- eða dísilvél en Hilux með tvöföldu húsi aðeins með dísilvél. Það er 2,4 lítra vél, fjögurra strokka með 8 ventla og er 83 hestöfl. Verður hún að teljast með hljóðlátari dísilvélum. Bíllinn vegur 1.680 kg og með fullri hleðslu 2.460 kg og ber hann því nærri 800 kg. Hann er búinn blaðfjöðrum að framan og aftan. Beygjuradíus er 6,6 m og olíutank- ur tekur 65 lítra. Hæfilega hastur Toyota Hilux er laus við allan óþarfa að innan og allt er þar einf- alt í sniðum. Hér er ekki á ferðinni borgarbíll með alls konar þægindum en heldur ekki einfalt og ómerkileg landbúnaðar- eða vinnutæki heldur einhver blanda þama á milli. Ekki verður sagt að sætin séu þægileg hvorki jramstólar né aftursæti en þau eru hæfilega mjúk fyrir þennan hæfilega hasta jeppa og veita ágæt- an stuðning. Á framsætum er höf- uðpúði og hefðbundin stilling á baki. Það er ágætt að sitja undir stýri og plássið er nóg. Bíllinn er skráður fimm manna. Búast má við að farþegar í aftursæti óski þess að staðnæmast með reglulegu milli- bili sé ekið á langleiðum. Líklegt er einnig að sumum finnist nokkuð hátt að klifra um borð en það er nokkuð sem aldrei verður komist hjá á háreistum jeppa. í mælaborði er allt sem þarf og ekkert umfram það - ekki einu sinni klukka sem er nú að verða staðalút- búnaður í mörgum bílum. Miðstöð blæs vel og virðist hita fljótt. Hanskahólf er á sínum stað og mættu gjarnan vera hólf í hurðum eða annars staðar til að geyma í smádót. Sem fyrr segir er gott að sitja undir stýri, veltistýri, og ekki þarf að kvarta yfir útsýni. Það er gott og útispeglar eru ágætir. Útsýni um afturrúðu er nokkuð truflað af grindinni milli palls og húss og má segja að ökumaður fái eins konar vörubílatilfinningu þegar hann þarf að aka aftur á bak. Er sjálfsagt að minna ökumenn á að bakka með fullri aðgát á bíl sem þessum. Þolir ýmislegt Toyota Hilux með dísilvél er þokkalega lipur og léttur í akstri enda með vökvastýri. Vinnslan er allsæmileg og ekki þarf hún að vera meiri í bæjarakstri en þegar leggja skal í langar brekkur á þjóð- vegum þarf fljótt að skipta niður. Bíllinn er fimm gíra og má segja að þriðji gírinn hafi einna mestan teygjanleika eða svigrúm. Skipting- in sjálf er góð og má óhikað telja bílinn fremur lipran og góðan í meðförum þrátt fyrir stærðina. Enda þarf hann sitt pláss og engar refjar þegar lagt er í stæði. Þetta er með öðrum orðum ekki smábíll fyrir borgarumferð heldur hentugri til annarra nota. Toyota Hilux verður seint talinn mjúkur enda er hann á stífum blað- fjöðrum og er burðarklár. Þetta finnst ekki svo mjög á sæmilega sléttum götum höfuðborgarinnar. Hann hagar sér vel úti á vegum og má segja að hann njóti sín einna best á grófum og ósléttum malar- Hér er bíllinn til hægri kominn með plasthús frá Mart en þannig bíl rekur til dæmis bilaleiga Flugleiða. vegum. Þar er líka hægt að aka án þess að vera hræddur um bílinn, hann mylur eiginlega undir sig gijó- tið og gróft yfirborð vegar án þess að þess verði svö mikið vart. Þess vegna nýtur hann sín einna best við þær aðstæður og má segja að reynsla af Hilux hafi líka sýnt að þetta er fjaðrakerfi sem endist og þolir ýmislegt misjafnt. Hús á pallinn Hilux með tvöföldu húsi er bíll sem býður upp á fjölbreytilega möguleika. Það er ekkert út í hött að tala um bíl fisksalafjölskyldunn- ar, bíl fyrir þá sem þurfa t.d. vinn- unnar vegna að flytja eitt og ann- að. Burðargetan er næg, nærri 800 kg og með þessu tvöfalda húsi geta menn sameinað notagildið fyrir vinnuna óg fjölskyldubílinn. Þurfi menn lokaðan pall er næsta auð- velt að verða sér úti um segl eða aðra yfirbreiðslu sem hægt er að krækja á pallbrúnina. Þá hefur verið boðið upp á ýmsar gerðir húsa á palla sem þennan. Fyrirtækið Mart í Reykjavík hefur þannig flutt inn plasthús sem boltuð eru á pallinn. Eru þau með hliðar- gluggum sem hægt er að opna og hlera að aftan sem opnast upp á við en neðri hluti pallsins opnast niður. Hægt er að læsa þessum húsum og kosta þau liðlega 70 þúsund krónur staðgreidd. Atvinnutæki og ferðabíll Toyota Hilux með tvöföldu húsi er alvöru jeppi fyrir þá sem vilja bíl sem leggja má á ýmsar þrautir og ýmsa vinnu með árangri. Hann er engan veginn mjúkur eða íburð- armikill enda hugsaður fyrst og fremst sem atvinnutæki og ferðabíll fyrir erfiðar aðstæður. Við venju- legan akstur kemur þó í ljós ákveð- in lipurð og færir það bílinn aftur í átt til fólksbíls þó' hér sé lögð áhersla á það að Hilux er fyrst og Nýr Daihatsu í næsta mánuði Applause heitir ný gerð af Daihatsu sem komin er á markað og kynnt verður hérlendis í næsta mánuði. Hér er á ferðinni nýr bíll frá grunni, meðalstór fimm manna bíll með aldrifi eða sídrifi sem verður nýr valkostur með öðrum Daihatsu bílum, Couore og Charade. Endanlegt verð á Daihatsu App- Daihatsu Applause virðist álit- legur bíll. lause liggur ekki ljóst fyrir en gera má ráð fyrir að það verði á bilinu 800 til 900 þúsund krónur. Vélin í Applause er 1,6 lítra, 16 ventla og rúm 90 hestöfl. Brimborg hefur þegar pantað allstóra sendingu og verður bíllinn kynntur einhvern tíma í næsta’mánuði. Brimborgarmenn stóðu nýlega fyrir mikilli véla- og tækjasýningu í þjónustumiðstöð fyrirtækisins við Bíldshöfða. Sýndir voru allir helstu vörubílar frá Volvo og meðal ann- ars tveir stærstu vörubílar landsins af gerðinni F 16. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.