Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26, JÚLÍ 4#89' Bjórsala 40% minni í Fríhöfiiinni en í fyrra HÆTT VERÐUR að selja bjór í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli 1. september, á þeim forsendum aðallejja að ríkissjóður hagnist Pilsner Urquell á boðstólum TÉKKNESKI bjórinn Pilsner Urquell er nú seldur í Heið- rúnu, verslun ÁTVR á Stuðlahálsi. Þangað kom hann inn á gólf í fyrramorg- un. Pilsner Urquell er seldur eins og annar bjór hérlendis í sex flösku einingum. Kostar kippan 700 krónur, en kassi af hinum nýja bjór 2.800 krónur. Enn er óráðið hvaða þýski bjór mun koma í stað hins austurríska Kaiser, sem hverfur af márkað- inum af tæknilegum ástæðum. ekki lengur á bjórsölu þar, hún dragi úr sölu í verslunum ÁTVR. Guðmundur Karl Jónsson forstjóri fríhafharinnar kveðst draga í efa að það sé til bóta fyrir ríkissjóð að bjórsölu sé hætt til komufar- þega, salan í verslunum ÁTVR muni ekki aukast við það. Hann segir að 40% minna hafi selst af bjór í fríhöfhinni í vor, eftir að almenn sala hans var leyfð hér- lendis, heldur en í fyrravor. Að sögn Guðmundar Vigfússonar skrifstofustjóra í fríhöfninni var bjór- salan fyrstu sex mánuði ársins tæp- lega 30% minni en á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er hins vegar um 40% milli ára ef miðað er við mánuðina apríl, maí og júní. Á þessu tímabili í fyrra voru seldir 220.000 lítrar af bjór í fríhöfninni, en 130.000 lítrar í ár eftir að bjórsala hafði ver- ið leyfð hérlendis. Guðmundur segir að fólk kaupi nú vín í stað bjórs, flest- ir taki sérrí eða léttvín og tegundirn- ar Campari og Baily’s. Ákvörðun um að hætta bjórsölu í fríhöfninni var tekin nýlega í utanrík- isráðuneytinu að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið. Snorri Olsen deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu segir að ástæðumar séu aðallega þær að ríkissjóður hagnist ekki lengur á að bjór sé seldur farþegum við komu til landsins, þá dragi slík sala úr bjór- sö!u í verslunum ÁTVR og loks þyrfti að reisa birgðaskemmu fyrir tugi milljóna ef bjór yrði áfram seld-_ ur í fríhöfninni. Jafnframt spilar inn í að sögn Snorra að tekjur ÁTVR af bjórsölu í fríhöfninni verða að líkindum 250.000.000 krónum minni eftir árið en gert var ráð fyrir. Guðmundur Karl Jónsson telur það ekki standast áð fólk kaupi minna af bjór hjá ÁTVR meðan hann sé seldur í fríhöfninni. Fríhafnarsalan sé aukaneysla og ferðamenn geti áfram borið bjór með sér inn í landið úr erlendum fríhöfnum. Þannig sé ekki tekið fyrir fríhafnarverslun á bjór með þessari ráðstöfun, hún flytj- ist aðeins úr landi. Guðmundur segir ljóst að fljótlega þurfi að byggja við birgðageymslu fríhafnarinnár sem reist var fyrir tuttugu árum. Því megi einungis slá á frest í svo sem tvö ár ef bjórsölu verði hætt. VEÐURHORFUR í DAG, 26. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Kl. 15 var suðaustangola eða kaldi norðaustan- lands en norðaustanátt í öðrum landshlutum, kaldi eða stinnings- kaldi suðaustanlands en hægari annars staðar. Rigning var um allt land nema við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, þar var skýjað en þurrt. Hiti var á bilinu 8 til 16 stig. SPÁ: Norðlæg eða norðvestlæg átt, víða strekkingsvindur og rign- ing um vestanvert landið en suðlæg átt, heldur hægari og úrkomu- lítið austanlands. Búist er við að lægð verði nánast yfir miðju landinu um hádegisbil, og þokist vestur. Hiti víðast á bilinu 7-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Norðlæg átt um vestanvert landið en suðvestlæg annars staðar. Skýjað og dálítil súld við strendur norð- vestanlands en skýjað meðköfiumannarsstaðar. Hiti 11-20stig. HORFUR Á FÖSTUDAG:Norðlæg átt, víða bjart veður sunnanlands en skýjað með köflum norðanlands. Hiti 11-20 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / ■* / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 V y Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður 'lgí VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 16 skýjað Reykjavik 13 rigning Bergen 23 léttskýjað Helsinki 26 leftskýjað Kaupmannah. 25 léttskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 4 alskýjað Osló 28 léttskýjað Stokkhólmur 26 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 20 mistur Barcelona 28 léttskýjað Berlín 28 . léttskýjað Chicago 23 þokumóða Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 26 skýjað Hamborg 27 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 27 heiðskírt Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 25 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Montreal 24 léttskýjað New York 26 mistur Oriando 25 léttskýjað París 27 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Vfn 23 mistur Washington 26 mistur Winnipeg vantar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tveir af bílunum sem lentu í árekstrinum í Ártúnsbrekku. Fj ög’urra bíla árekst- ur í Artúnsbrekku FJÖGURRA bíla árekstur varð ofarlega í Artúnsbrekku um kl. 14.30 í gærdag. Þrátt fyrir að um harðan árekstur væri að ræða var aðeins einn ökumanna fluttur á slysadeild með skurð í andliti. Fékk hann að fara h< Áreksturinn var með þeim hætti að ökumaður bíls á leið nið- ur brekkuna hemlaði snögglega við skilti sem sýndi vegafram- kvæmdir framundan. Við þetta n eftir skoðun. skullu tveir bflar aftan á hann, annar þeirra svo harkalega að hann kastaðist yfir á hinn vegar- helminginn í veg fyrir vörubíl, sem kom úr gagnstæðri átt. Borgarráð: Bókanir vegna um- mæla borgarstjóra FULLTRÚAR minnihlutans í borgarráði lögðu fram bókun á fúndi ráðsins í gær vegna ummæla Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Helgar- blaði Þjóðviljáns. Þ,ar er eftir honum haft að fulltrúar minnihlutans séu yfirleitt ánægðir með það sem hann gerir. . ■ í bókun Alfreðs Þorsteinssonar fulltrúa Framsóknarflokksins segir: „Vegna ummæla Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Helgarblaði Þjóðvilj- ans síðastliðinn föstudag, þar sem eftir honum er haft að borgarfull- trúar minnihlutans séu oftast nær afskaplega hrifnir af embættis- færslu hans, tel ég nauðsynlegt að fram komi að málflutningur og gagnrýni framsóknarmanna • á vinnubrögð borgarstjóra á yfir- standandi kjörtímabili gefur ekki minnsta tilefni til áðurnefndrar full- yrðingar, að minnsta kosti hvað Framsóknarflokkinn varðar. Er borgarstjóri vinsamlegast beðinn um að vera ekki að bendla borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins við aðdáendaklúbb sinn.“ í bókun Sigurjóns Péturssonar fulltrúa Alþýðubandalagsins segir: „Ég tek undir mótmæli fulltrúa Framsóknarflokksins við ummæli borgarstjóra. Ummælin eiga enga stoð í raunveruleikanum eins og fundargerðir borgarráðs, borgar- stjórnar og flestra nefnda borgar- innar sýna.“ Elín Ólafsdóttir fulltrúi Kvennalistans óskaði eftir að bókað yrði að hún tæki undir bókun Sigur- jóns Péturssonar. Þyrla Landhelgisgæslunnar: Leitað að biluninni VÉLARBILUN hamlar enn starfsemi TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Þorkell Guðmundsson flugrekstrarstjóri LHG segir að þeir séu enn að leita að biluninni í þyrlunni og hafi verið í sambandi við framleiðanda vélarinnar ytra. Samt munu enn líða nokkrir dag- ar þar til lausn fæst á vandamáli þessu. TF-SIF sinnir ekki gæslustörfum undanförnu. Þorkell segir að þar fyrr en vélarbilunin er úr sögunni. sé um að ræða reynsluflug og þátt Hún er samt flugfær og hefur ver- í viðgerðinni. ið flogið um höfuðborgarsvæðið að Borgarráð: Bifreiðastæði í stað lögreglustöðvar BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að veita 2,2 miHjónum króna til fram- kvæmda við nýtt bifreiðastæði við Arabakka 1 í Mjóddinni í Breið- holti, en þar er frátekin lóð fyrir lögreglustöð. Að sögn Hjörleifs Kvarans fram- fé til framkvæmdanna og ekkert kvæmdastjóra lögfræði- og stjóm- sýsludeildar, hefur lengi staðið til að lögreglustöð yrði byggð við Þönglabakka 1, og lóðin meðal ann- ars talin ákjósanleg fyrir stöðina. Ríkið hefur hins vegar ekki veitt útlit fyrir að svo verði á næstunni og því ákvað borgarráð að ganga frá lóðinni og gera þar bifreiða- stæði þar til annað hefur verið ákveðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.