Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 14
f'
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1989
Gullkista Mjólkursamsölunnar
eftirÞórð
Asgeirsson
Forstjóri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík (MS), Guðlaugur Björg-
vinsson, sagði nýlega í viðtali við
Stöð 2 að Baula hf. ætti í rekstrar-
erfiðleikum þar sem jógúrtgerð
hafi ekki reynst sú gullksita sem
menn höfðu haldið. Nú veit Guð-
laugur ekkert um rekstrarafkomu
Baulu og það er ekki hún sem ég
ætla að ræða hér. — En það er
þetta með gullkistuna. Þar veit
Guðlaugur um hvað hann er að
tala. Áður en Baula hf. kom til
skjalanna var jógúrtgerðin nefni-
lega ein gullkista MS. Gullkista
sem einokunarherrarnir hjá MS
hafa nú ákveðið að loka hið snar-
asta meðan verið er að drepa þann
óþægilega keppinaut sem Baula
er. Þeir hjá MS eiga nóg af öðrum
gróðakistum sem hægt er að nota
á meðan. Og þeir hafa verið nokk-
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Skipasund 47-92
Fossvogur
Selvogsgrunnur
Drekavogur
Langagerði
VESTURBÆR
Lynghagi
KOPAVOGUR
Hófgerði
BREIÐHOLT
Þverársel
GRAFARVOGUR
Dverghamrar
Pt0r@nsnlila&ið
uð stórstígir upp á síðkastið. Þegar
mjólkin lækkaði í verði í júní sl.
vegna þrýstings frá launþegasam-
tökum og neytendum þá lækkaði
raunverulegt framleiðsluverð á
jógúrt um kr. 2,20 hvert kg sem
þýðir að hver 180 g jógúrtdós hefði
mátt lækka um 45 aura í smásölu.
MS lækkaði þá jógúrtið um kr.
7,45 hvert kg þannig að smásölu-
verðið lækkaði um 2 kr. hver dós.
Skyrið hins vegar lækkaði ekkert
og ekki rjóminn eða sýrði ijóminn
né fjölmargar aðrar mjólkurvörur
þótt hráefnið í þær hafi að sjálf-
sögðu lækkað eins og hráefnið í
jógúrt — enda þarf að auka álagn-
inguna á einokunarvörumar eftir
því sem hún er minnkuð í sam-
keppnisvörunni jógúrt.
Og Guðlaugur telur að þessar
aðgerðir hafi heppnast og sett
Baulu í rekstrarerfiðleika eins og
að er stefnt. Okkur Baulumönnum
finnst nú fullsnemmt hjá Guðlaugi
að hrósa sigri og þykjumst við eiga
eitthvað eftir í pokahominu.
En það er ekki þetta sem deila
Baulu og MS snýst um. Við Baulu-
menn kvörtum ekki undan of lágu
jógúrtverði til neytenda og erum
staðráðnir í því að halda því áfram
eins lágu og hægt er. En það er
grundvallarkrafa okkar og for-
senda fýrir lágu jógúrtverði að við
fáum hráefnið mjólk á sama verði
og keppinautarnir. í dag borgum
við kr. 14,64 meira fyrir hvern
mjólkurlítra en þeir vegna þess að
MS tekur þessa fjárhæð í kostnað
fyrir vinnslu á mjólkinni sem kem-
„Við Baulumenn kvört-
um ekki undan of lágu
jógúrtverði til neytenda
og erum staðráðnir í
því að halda því áfram
eins lágu og hægt er.
En það er grundvallar-
krafa okkar og for-
senda fyrir lágu jógúrt-
verði að við fáum hrá-
efinið mjólk á sama
verði og keppinautarn-
ir.“
ur Baulu að engum notum og vill
alls ekki að sé framkvæmd. Baula
vill fá mjólkina ógerilsneydda og
ófitusprengda en MS vill ekki selja
hána öðru vísi en fullunna til þess
að geta hirt þessar kr. 14,64 per
lítra í vinnslukostnað. Baula notar
árlega um 500.000 lítra af mjólk
í framleiðslu sína svo um er að
ræða 7,3 milljónir króna á ári sem
Baula greiðir í þennan óþarfa
framleiðslukostnað. Auðvitað er
ekki hægt að una því og þess vegna
hyggst Baula nú stofna eina mjólk-
urbú landsins í einkaeign og kaupa
mjólkina beint frá bændum. Með
því móti einu getum við keppt á
jafnréttisgrundvelli við þann einok-
unarhring sem mjólkursamlög
landsins eru. Baula hf. framleiðir
nú tæp 25% af allri jógúrt á
landinu. Samkvæmt skýrslum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
jókst jógúrtsalan um 69 tonn
fyrstu 5 mánuði þessa árs. Af
þeirri aukningu á Baula 52 tonn
og ef Baulu tekst áfram að fá
fleiri og fleiri neytendur til að velja
Þórður Ásgeirsson
Baulu-merkið þá mun okkur takast
að rjúfa einokunina þannig að
bæði mjólkurframleiðendur og
neytendur njóti góðs af.
Höfundur er forstjóri Baulu hf.
Norrænu félögin sjá um
framkvæmd Nordjobb
eftirSighvat
Björgvinsson
í Morgunblaðinu sunnudaginn
24. júlí birtist frásögn um dvöl nor-
rænna ungmenna á íslandi, sem
Villa í Skerjafirði
Glæsilegt stórt einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er
í mjög góðu ástandi. Á efri hæð eru 5 svefnherb., öll
góð. Innaf hjónaherb. er fataherb. og stórt baðherb.
Sérbaðherb. fyrir önnur svefnherb.
Neðri hæð: Stórar stofur, húsbóndaherb., stórt eldhús,
rúmgott hol með arni, þvottaherb., geymsla og vinnu-
konuherb.
Suðursvalir. Stórar vestursvalir. Ca 40 fm glerhýsi.
Mjög stór tvöfaldur bílskúr. Verð kr. 20,0 millj.
Hugsanleg skipti á ódýrari eign.
26600 Fasteignaþjónustan
Auttuntrmti 17,«. 26600
Þorsteinn Steingrímsson
lögg. tasteignasali
Sölumenn:
Davíð Sigurðsson, hs. 667616, Kristján Kristjánsson, hs. 40396.
allir þurfa þak yfír höfuáið
TILSÖLU
SÉRHÆÐ
VIÐ HAGAMEL
Til sölu er stórglæsileg efri hæð við Hagamel,
á móti sundlaug vesturbæjar.
íbúðin er 5 herbergi og með þvottahúsi á hæðinni.
Rúmgóð geymsla fylgir í kjallara.
Þá fylgir íbúðinni óvenju stór og rúmgóður bílskúr.
Fyrir þá sem kynnu að haf^áhuga á getur einnig
verið um að ræða sölu á 2ja herbergja íbúð
á jarðhæð í sama húsi ásamt rúmgóðri geymslu.
Upplýsingar í síma 62 46 67.
hingað hafa komið til sumarstarfa
á vegum Nordjobb-verkefnisins.
Um leið og ég þakka Morgunblað-
inu fyrir að hafa sagt frá þessari
starfsemi langar mig að biðja blað-
ið um leiðréttingu á missögn, sem
fram kemur í frásögninni. Missögn-
in er í því fólgin, að stofnunin
Nordjobb sjái um atvinnumiðlun
unga fólksins, um að útvega því
húsnæði og um skipulagningu tóm-
stundastarfs. Einnig er rætt um
starfsfólk Nordjobb-stofnunarinnar
á íslandi.
Nordjobb-stofnunin, sem er að
miklum meirihluta í eigu norrænu
félaganna á Norðurlöndum, er að-
eins samræmingaraðili Nordjobb-
samstarfsins á Norðurlöndum.
Framkvæmdir allar eru hins vegar
í umsjá norrænu félaganna í hveiju
landi fyrir sig. Þannig er það Nor-
ræna félagið á Islandi sem sér alfar-
ið um atvinnumiðlunina hérlendis,
um útvegun húsnæðis og um skipu-
lagningu tómstundastarfs og öll
þau verk, sem lúta að Nordjobb-
starfseminni á íslandi. Þetta gerir
Norræna félagið, með sama hætti
og hin norrænu félögin, á grund-
velli sérstaks samnings við
Nordjobb-stofnunina og með sér-
stöku leyfi frá félagsmálaráðuneyt-
inu. Starfsfólk Norræna félagsins
vinnur þessi verk. Nordjobb-stofn-
unin hefur ekkert starfsfólk, hvorki
hér á landi né annars staðar. Það
starfsfólk norrænu félaganna á
„Það eru því norrænu
félögin hvert í sínu
landi, sem hafa allan
veg og vanda af
Nordjobb-atvinnumiðl-
uninni og öll störf að
undirbúningi, skipu-
lagningu og fram-
kvæmd Nordjobb-verk-
eftiisins eru unnin af
starfsfólki norrænu fé-
laganna.“
Norðurlöndum, gem starfar að
Nordjobb-verkefninu, hefur svo
með sér reglulega samstarfsfundi.
Það eru því norrænu félögin
hvert í sínu landi, sem hafa allan
veg og vanda af Nordjobb-atvinnu-
miðluninni og öll störf að undirbún-
ingi, skipulagningu og framkvæmd
Nordjobb-verkefnisins eru unnin af
starfsfólki norrænu félaganna.
Nordjobb-stofnunin sinnir engum
slíkum verkefnum og hefur ekkert
starfsfólk á sínum snærum. Mér
þætti vænt um ef þessi leiðrétting
fengi að koma fram í Morgunblað-
inu.
Með beztu kveðju.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Norræna félagsins íReykjavík.
Osta- og smjörsalan hf.:
Ostabúðin á Snorra-
braut hættir starf-
semi um helgina
OSTABÚÐIN á Snorrabraut 54 mun eftir næstu helgi heyra sög-
unni til. Að sögn Óskars H. Gunnarssonar, framkvæmdasljóra Osta-
og smjörsölunnar, eru ástæður þessa sú breyting sem orðið hefur á
rekstri fyrirtækisins á þeim 30 árum sem búðin hefur verið starf-
rækt, auk þess sem sala þar hefiir dvínað á liðnum árum.
„Ostabúðirnar hafa ekki síst ver- ið hefur og þær sæju fyrir þeirri
JMtogiiiiMfihtfr
Askriftarsíminn er 83033
ið hugsaðar sem vettvangur til að
kynna vörur okkar og starfsemi
fyrir almenningi,“ sagði Óskar í
samtali við Morgunblaðið. „Þetta
hlutverk hafa almennar kjörbúðir
og stórmarkaðir tekið æ meira til
sín og í seinni tíð hefur borið nokk-
uð á áhuga þannig aðila til að setja
upp sérstök ostaborð eða jafnvel
ofetadeildir." Hann sagði, að osta-
búðirnar í Kringlunni og í aðal-
stöðvunum við Bitruháls yrðu áfram
starfrækíar með sama móti og ver-
þörf sem fyrirtækið hefur á kynn-
ingarstarfsemi á eigin vegum.
„Okkar sjónarmið er fyrst og fremst
að versla í heildsölu en ekki í smá-
sölu,“ sagði Óskar ennfremur.
Þrír starfsmenn hafa verið í fullu
starfi við Ostabúðina á Snorrabraut
og einn í hálfu starfi. Óskar sagði,
að búið væri að útvega þeirri mann-
eskju sem hefur lengstan starfsald-
ur atvinnu innan fyrirtækisins en
mál hinna væru í skoðun.