Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989
21
Nunnuklaustrið í
Auschwitz:
Kirkjan sótti
of seint um
nýtt klaustur
Varsjá. Reuter.
POLSKA stjórnin blandaði sér
í gær í deiluna um nunnuklau-
strið í fyrrum dauðabúðum nas-
ista í Auschwitz og gaf í skyn
að katólska kirkjan hefði tregð-
ast við að standa við samning
sem hún gerði við gyðinga um
að klaustrið yrði flutt.
í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem
birt var í öllum helstu dagblöðum
landsins, segir að katólska kirkjan
hafi ekki sótt um að fá að stofna
nýtt klaustur fyrr en 10. mars,
eða tveimur vikum eftir að frestur
til að loka nunnuklaustrinu í
Auschwitz rann út samkvæmt
samningi sem hún gerði við leið-
toga gyðinga í Genf í febrúar árið
1987. Bæjaryfirvöld í Oswiecim,
sem er pólska nafnið yfir Ausch-
witz, hefðu ekki fallist á umsókn-
ina fyrr en 15. júní. „Pólsk stjórn-
völd eiga hér ekki hlut að máli en
samt er þeim mjög í mun að deil-
an verði leyst sem fyrst í anda
Genfar-samningsins,“ segir í yfir-
lýsingunni.
Pólskir verkamenn réðust á sjö
bandaríska gyðinga, sem klifruðu
yfir girðingu klaustursins fýrir
tveimur vikum. Um 95 gyðingar
frá Evrópu efndu á sunnudag til
mótmæla við klaustrið en um 200
Pólveijar söfnuðust saman fyrir
framan það og vörnuðu þeim inn-
göngu. Margir íbúa Oswiecim eru
andvígir því að klaustrinu verði
lokað og hafnar hafa verið við-
gerðir á byggingunni.
ERLENT
Filippseyjar:
Vilja minnka er-
lendar skuldir sínar
Reuter
Manila. Reuter.
SAMNINGUR sá sem Mexíkanar
gerðu við lánardrottna sína á
sunnudag hefúr glætt vonir
Filippseyinga um að þeir geti
grynnkað á erlendum skuldum
sínum.
Mörg ríki sem eru skuldum vafin
biðu þess með eftirvæntingu að
þriggja mánaða samningaviðræð-
um Mexíkana og alþjóðlegra banka
lyki. Fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna, Nicholas Brady, hefur
beitt sér fyrir því að minnka erlend-
ar skuldir þróunarríkja og mexí-
Giulio Andreotti, hinn nýi forsætisráðherra Ítalíu (lengst til vinstri),
Carmelo Conte, ráðherra þéttbýlisvandamálá, og Francesco Cossiga,
forseti Ítalíu.
Ítalía:
Andreotti þykir hafa mynd-
að lífvænlega ríkissljórn
Utanríkissteftian kynnt á diskóteki
Róm. Reuter.
TVEGGJA mánaða stjórnarkreppu lauk á Ítalíu um helgina þegar
hin aldna kempa, Giulio Andreotti, úr flokki kristilegra demókrata,
myndaði nýja ríkissljórn. Sömu fímm flokkarnir standa að nýju sfjórn-
inni og verið hefiir undanfarinn áratug, kristilegir demókratar, sósía-
listar, repúblikanar, sósíaldemókratar og ftjálslyndir. Þegar Andre-
otti tilkynnti myndun nýrrar stjórnar sagðist hann vonast til að
geta leitt þjóðina út kjörtímabilið en því lýkur árið 1992. Við utanrík-
isráðherraembættinu tekur sósíalistinn Gianni De Michelis, kunnur
glaumgosi. Hann gerði hlé á dansi sínum á diskóteki á Rimini í gær
til að kynna stefhu sína.
Þetta er í sjötta skipti sem Andre-
otti, sem er sjötugur að aldri, gegn-
ir embætti forsætisráðherra. Ríkis-
stjórnin er hin 49. í landinu frá
stríðslokum og þykir all lífvænleg.
Banamein ítalskra ríkisstjóma und-
anfarin ár hefur verið eilíf deila
tveggja stærstu flokkanna, kristi-
legra demókrata, stærsta flokks
landsins, og sósíalista undir forystu
Bettinos Craxis.
Andreotti dró úr hættunni á
klofningi í nýju ríkisstjóminni með
því að setja Ciriaco De Mita, fyrmm
forsætisráðherra, út í kuldann.
Ríkisstjórn De Mita, sem er sam-
flokksmaður Andreottis, fór frá 19.
maí síðastliðinn eftir tæpa árs setu
og er stjórnarkreppan undanfarið
ein sú lengsta í sögu landsins.
Andreotti þykir einnig hafa tekist
vel upp þegar hann skipaði Guido
Carli, sem var bankastjóri Italíu-
banka árin 1960-75, í embætti ijár-
málaráðherra. Er það mat margra
að enginn sé hæfari til að stýra
Tímamót í norsku lúðueldi
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
FISKELDISSTÖÐ fyrir sunnan
Björgvin hefiir tekist að Qölda-
framleiða lúðuseiði til áframeld-
is. Mikil bjartsýni ríkir vegna
þessa og er talað um, að nýtt
ævintýri á borð við laxaeldisæv-
intýrið í upphafi níunda áratug-
arins sé í uppsiglingu.
Það er fyrirtækið Sea Farm á
eyjunni Storð fyrir sunnan Bergen,
sem unnið hefur þetta brautryðj-
endaverk. Vaxtarferlið skiptist í
sex stig eftir að hrogn og svil
hafa verið kreist úr fiskinum. 130
dögum seinna er unnt að selja
seiðin til áframeldis. Eins árs vega
þau 250 grömm, og eftir þijú ár
em þau söluhæf matvara. Búist
er við, að hvert lúðuseiði muni
kosta um 30 norskar krónur (um
250 ísl. kr.).
Gefin hafa verið út 50 rekstrar-
leyfí til lúðueldis í Noregi, en talið
er, að varlega verði farið í fjárfest-
ingar vegna hinna mörgu gjald-
þrota, sem dunið hafa yfir í laxeld-
inu að undanförnu.
Aðalmarkaðirnir fyrir lúðuna
verða í Bandaríkjunum og Japan,
eins og var með eldislaxinn.
landinu farsællega í átt til sameig-
inlegs, innri markaðar Evrópu-
bandalagsins árið 1992. Meðal ráð-
stafana sem fyrirsjáanlega verður
að .gera fyrir þann tíma er sam-
dráttur opinberra útgjalda og skatt-
kerfisumbætur.
Það er kaldhæðni örlaganna að
Andreotti verður að treysta á stuðn-
ing sósíalista því Craxi leiðtogi
þeirra hefur gengið svo langt að
kalla Andreotti „kölska sjálfan". í
sameiningu tókst þeim að fella
ríkisstjórn De Mita. Andreotti hjó
að stoðum hennar á landsfundi
kristilegra demókrata í febrúar og
Craxi greiddi henni náðarhöggið
um miðjan maí.
Andreotti þykir hafa leyst sam-
búðarvandamálið við sósíalista af
mikilli kænsku. Sósíalistar fengu
tvö mikilvæg embætti í nýju stjórn-
inni; Claudio Martelli verður vara-
forsætisráðherra og Gianni De
Michelis utanríkisráðherra en því
starfí gegndi Andreotti undanfarin
sex ár.
De Michelis er tæplega fimmtug:
ur piparsveinn frá Feneyjum. í
síðustu ríkisstjórn gegndi hann
embætti varaforsætisráðherra.
Hans besta skemmtun er að dansa
við ungar meyjar fram undir morg-
un og þannig heilsaði hann fyrsta
embættisdeginum 'a mánudags-
morgun á Rimini. Sagðist hann dá
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta
mest af öllum leiðtogum heims. Að
öðru leyti sagði hann að ekki yrði
um neina umtalsverða stefnubreyt-
ingu að ræða frá tíð Andreottis.
kanski samningurinn sem hann
hafði milligöngu um að yrði gerður
kvað á um að bankar ættu mögu-
leika á að afskrifa 35% af þeirri
upphæð sem þeir höfðu lánað Mex-
íkönum.
Filippseyingar skulda erlendum
bönkum 13.6 milljarða Banda-
ríkjadala, eða jafnvirði 815 millj-
arða ísl. króna. Þeir vonast til að
fá 1.7 milljarða dala til viðbótar að
láni og vilja semja um að eldri
skuldir verði afskrifaðar. Erlendir
fjármálasérfræðingar telja þó að
engin lausn á efnahagsvanda
Filippseyja sé í sjónmáli. Takist
þeim að gera samning svipaðari
þeim sem Mexíkanar gerðu, fái
þeir þriggja til fjögurra ára svigrúm
til að koma skuldamálum sínum á
réttan kjöl en jafnframt gefíst
skammsýnum stjórnmálamönnum
færi á að auka enn á vandann.
Bankamenn benda einnig á að þró-
unarríkin séu ólík og geti því ekki
vænst þess að gera öll eins samn-
inga við lánardrottna sína og Mex-
íkanar gerðu.
immn
STERKA RYKSUGAN
SEM ENDIST LENGUR
SÉRTILBOÐ
stórlœkkað verð, nú aðeins
(stgr. 14.999,-)
>FOmx
HATUNI 6A SIMI (91)24420
LOKAÐIDAG
ÚTSALAN HEFST Á MORGUN
Polarn&Pyret
KRINGLUNNI 8—12, SÍMI 681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00, OG LAUGARD. KL. 10:00-14:00