Morgunblaðið - 26.07.1989, Side 26
26
MÖltGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989
Borgarafundur um Hlíðarlund:
Framkvæmdirn-
ar í samræmi við
aðalskipulag
ÁGREININGUR sem risið hefiir í Lundahverfi vegna fyrirhugaðrar
byggingar verslunar- og íbúðarhúsnæðis í Hlíðarlundi 2, var efni
borgarafimdar, sem Akureyrarbær efiidi til á mánudagskvöldið.
Þar voru mættir fiilltrúar skipulagsnefiidar og bygginganefhdar,
svo og íbúar úr hverfinu, en í síðasta mánuði mótmæltu þeir þeim
skipulagsbreytingum sem þeir töldu hafa farið fram á lóðinni, en
upphaflega var hún einvörðungu ætluð undir verslunarhúsnæði.
Hluti ibúanna í kring vildi hins vegar að hún yrði notuð undir leik-
svæði, þar sem slíkt svæði vantaði tilfinnanlega.
skipulag," sagði Arni. „Það var
sjónarmið skipulagsnefndarinnar,
þegar hún tók afstöðu til umsókn-
ar SS-byggis um byggingarfram-
kvæmdir á lóðinni, að ekki væri
óeðlilegt að gert yrði ráð fyrir ein-
hvers konar íbúðarhúsnæði þar
ásamt verslunarhúsnæðinu, og því
var fallist á erindi fyrirtækisins
með ákveðnum fyrirvörum og skil-
yrðum,“ sagði Árni og benti á að
víða væri fordæmi fyrir því að
verslunar- og íbúðahúsnæði væri
byggt saman. Sigurður Sigurðs-
son, eigandi SS-byggis, sagði að
sér hefði virst fundarmenn ánægð-
ir með þær útskýringar og ástæður
sem gefnar voru og greinilegt að
einungis hefði þurft að kynna þetta
fyrir fólki.
„Ég veit ekki annað, en að fund-
armenn hafi verið tiltölulega sáttir
við þessar framkvæmdir þegar
fundinum la.uk,“ sagði Sigurður.
„Meiningin er sú, að þarna rísi 24
og 35 fermetra útleiguíbúðir, sem
henti skólafólki yfir veturinn, og
nýtist svo ferðafólki á sumrin. Það
er brýn þörf íyrir húsnæði af þessu
tagi og eigi Akureyrarbær að rísa
undir nafni sem skólabær, verður
hann geta séð nemendum fyrir
húsnæði.“
Sigurður sagði enn fremur að
ekkert ætti að vera því til fyrir-
stöðu að íbúðirnar yrðu flokkaðar
sem gistiíbúðir, þ.e. að tryggt yrði
að þær yrðu ekki seldar á frjálsum
markaði, og að engum vandkvæð-
um ætti að vera bundið að útbúa
aðstöðu fyrir starfsmann, sem
hefði eftirlit með húsinu. Sagði
hann að fyrirhugað væri að stofna
hlutafélag um rekstur íbúðarhús-
næðisins og að það myndi hafa
umsjón með útleigu íbúðanna.
Burkhardt Stoppel bjóst við að gista á tjaldstæðinu í 3-4 nætur.
Morgunblaðið/KJS
Veðrið eins og á Italíu
BURKHARDT Stoppel, frá Öhringen í Vestur-Þýskalandi, var
staddur á tjaldstæðinu á Akureyri, þegar blaðamaður átti þar leið
um. Þegar hann vissi að sá var á vegum Morgunblaðsins, brosti
hann út að eyrum, þreif fram gamalt Morgunblað frá árinu 1986,
og sýndi mynd af sér og viðtal, sem tekið hafði verið við hann
fyrir réttum þremur árum.
Burkhardt Stoppel sagðist hafa
verið að koma austan úr Skafta-
felli, þár sem hann hefði gist í fjóra
daga, og líkti hann hitanum og
veðursældinni þar við veðursæld-
ina á Ítalíu. Hann sagðist samt
lítinn áhuga hafa á því að dveljast
á suðlægari slóðum, því þar væri
svo margt um ferðamanninn.
„Það er miklu betra veður núna
heldur en þegar ég var hér á ferð-
inni 1986,“ sagði hann, og bætti
því við að hann yrði var við miklu
fleiri ferðamenn nú en þá.
„Einnig er það eftirtektarvert,
hvað miklu meira af íslendingum
er nú á ferðinni heldur en þá,“
sagði hann, og gaf í skyn að hann
vildi frekar vera innan um þá held-
ur en útlendingana. Hann kvaðst
þó kunna best við sig í fámenninu
og njóta náttúru landsins best
þannig. Hann var alveg staðráðinn
í að koma aftur að fáum árum liðn-
um, því hér væri svo margt að sjá,
og margt til að dást að.
dagsnóttina og nærri 650 sunnu-
dagsnóttina.
Árni Ólafsson, skipulagsstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að fundurinn sjálfur hefði auðvitað
ekki tekið neina ákvörðun í þessu
máli; hann hefði hins vegar verið
mjög gagnlegur og orðið til að
útskýra sjónarmið allra aðila. Hann
benti jafnframt á að ekki hefði
verið einhugur meðal íbúa í kring-
um Hlíðarlund, um það hvernig
lóðin skyldi nýtt.
„íbúar hverfisins vita nú hvernig
þessar framkvæmdir eru tilkomnar
og að þær eru í samræmi við aðal-
Stoppel var þó síður en svo í
fámenni á tjaldstæðinu á Akur-
eyri, því þar voru öll aðsóknarmet
slegin um helgina. Fjöldi skráðra
gistinátta aðfaranótt laugardags
og sunnudags var yfir 1.700. Það
sem af er júlímánuði eru gistinæt-
ur orðnar hátt á áttunda þúsund,
en undanfarin tvö ár hefur fjöldi
gistinátta á sama tíma í júlí ein-
ungis verið í kringum fimm þús-
und.
„Þetta er langmesta aðsókn sem
ég man eftir hér á tjaldstæðinu,
og er örugglega um aðsóknarmet
að ræða,“ sagði Unnur Stefáns-
dóttir, tjaldvörður, og sagði gistin-
áttaskýrsluna ekki gefa alveg hár-
rétta tölu, því alltaf mætti búast
við að einhveijir hefðu gist svæðið,
sem tjaldvörðum hefði sést yfir.
Unnur sagði að eftirtektarvert
væri að íslendingar væru mun
fleiri nú en áður; yfirleitt eru þeir
ekki fleiri en 200 talsins hveija
nótt, en nú brá svo við, að þeir
voru vel á áttunda hundrað laugar-
*
Húsnæði Alafoss
selt Sæborgu og
Hótel Stefaníu
GENGIÐ var frá sölu á stórum hluta Ullarþvottastöðvar Álafoss
hf. við Dalsbraut í gær, en kaupendur voru Sæborg hf. og Stef-
án Sigurðsson, eigandi Hótels Stefaníu. Sæborg hf. keypti rúm-
lega 500 fermetra á neðri liæð hússins, en Stefán Sigurðsson
700 fermetra á efri hæð. Þar með er búið að selja hátt í 5.000
fermetra af húseignum Álafoss, en óseldir eru á annað þúsund
fermetrar.
Þegar hefur hluti húseignarinn-
ar á Dalsbraut verið seldur til
prentsmiðjunnar Petit og flutti
hún starfsemi sína þangað í
síðasta mánuði. Þá var húsnæði
fataverksmiðjunnar Heklu selt
ríkinu í júní, en stærð þess var
um 2.500 fermetrar. Þá keypti
Vífilfell 360 fermetra lagerhús-
næði.
Iðnþróunarsjóður hefur hjálpað
kaupendum að fjármagna við-
skiptin við Álafoss með kaupum
á skuldabréfum og að sögn Pét-
urs Jósepssonar, hjá Fasteigna og
skipasölu Norðurlands hefur hún
jafnvel fjármagnað öll kaupin, ef
um hefur samist.
Sembal-
tónleikar
á Akureyri
ROBYN Kom semballeikari held-
ur tónleika í Akureyrarkirkju
fimmtudagskvöldið 27. júlí kl.
20.30.
Þar leikur hún verk eftir Byrd,
Frescobaldi, Rameau, Scarlatti og
Bach. Þessi verk flutti Robyn Koh
á tónleikum í Skálholti nú nýverið
þar sem hún hlaut mjög góðar við-
tökur og lofsamlega dóma.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn. (Fréttatilkynning)
INNLENT
Stærðarinnar terta hafði verið bökuð í tiiefni endurfundanna, og heiðurinn af gerð hennar átti Helga Halldórsdóttir, sem hér sést lengst til
vinstri. Aðrir á myndinni eru Gunnar Austfjörð, Guðrún Bergs, Sigríður Gísladóttir, Egill Jónsson, Herdís María Júlíusdóttir og Gullý H. Ragn-
arsdóttir.
Endurfíindir
’49kyn-
slóðarinnar
SKÓLASYSTKINI af ’49 ár-
gerðinni komu saman á Jaðri
um helgina, og var tilgangur-
inn sá að endurnýja kynnin og
riQa upp gamla daga.
Alls voru um 100 manns mætt-
ir til gleðskaparins í golfskálanum
á Jaðri, hvaðanæva að, og þar af
voru 37 makar. Var dansað og
sungið, og farið í leiki, auk þess
sem söngsextett, sem tróð upp í
gamla daga, var endurvakinn.
Agóði varð af veislunni og verður
honum varið til líknarmála.