Morgunblaðið - 26.07.1989, Side 29

Morgunblaðið - 26.07.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐt MIÐVIKUDAGUR, 26. JÚLÍ 1989 29 Það er gömul kona sem dansar . . . Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Mette Hansen: Det danser en gamniel dame pa Sagene Utg. Cappelen 1988 Erna Pettersen er rösklega sjö- tug, hefur verið ekkja í ein tólf ár, börnin löngu flogin og lífið er að glata lit sínum og ljóma. Samt hungrar hana og þyrstir í upplifun, að skipta einhvern máli, láta til sín taka. Hún tekur upp á ýmsu í þessu skyni, skrifar lesendabréf og fær við sig viðtal í blöðunum, af því að hún kveðst hafa verið í Hiroshima, þegar sprengjunni var kastað. Börnin hennar eru í hálfgerðum vandræðum með móðurina, þeim er ekki alveg ljóst, hvort hún er farin að tapa sér í alvöru eða hvað af þessu er leikur. Segja má að framan af hafi lesandi það ekki heldur á hreinu, kannski ekki fyrr en undir lok bókarinnar. Svo kynnist sú fullorðna ástinni. Hann heitir Erling, fyllibytta og henni miklu yngri. Erna hafði lifað í siðsömu og leiðinlegu hjónabandi með Alf og nú loksins á áttræðis- aldrinum er hún að upplifa ró- mantíkina. Erling er óvirkur drykkjumaður, segir hún börnum sínum. Þau fara út að ganga og skrafa saman, segir hún líka. Börn- in eru að sumu leyti fegin, það er í sjálfu sér ekki nema gott að móð- ir þeirra gamla hafi fengið félags- skap. Það dregur úr þeirra sektar- kennd og skylduheimsóknunum til hennar getur fækkað í bili. En hvað sem Erna segir um Erl- ing er eitt víst að ekki er hann hættur að líta í glas og henni fínnst raunar góður sopinn líka. Hann reynist almennt ekki allur þar sem hann er séður — eða öllu heldur eins og Ernu finnst hann vera. Hann fær lánaða peninga hjá henni, svo- að innistæðurnar eru orðnar harla rýrar. Hann misbýður henni margoft og loks þegar hann ryðst inn til hennar um jól með nokkra heldur ógeðþekka félaga sína hefur Erna fengið nóg og gefur hann upp á bátinn. En áfallið — sem hún gengst raunar aldrei almennilega við — hefur orðið henni þungbært. Hún á að því er henni finnst, svo mikla orku, býr yfir krafti og kjarki og hvert á hún að beina öllum þessum hæfileikum. Hún gengur í samtök með friðarömmum sem berjast gegn kjarnorkuvá. Það er gott og blessað til að byija með, en hún fer yfir strikið þar og hrökklast úr þeim félagsskap við heldur rýran orðstír. Um tíma passar hún lítinn dreng meðan fráskilin ung móðir hans vinnur úti og finnst lífið brosa við sér á nýjan leik. En eins og annað ræður hún ekki við það til lengdar og þyngsta áfallið verður þegar börn hennar sjá ekki aðra leið en setja hana á geðsjúkrahús. Mette Hansen Þar heldur hún „leiknum“ áfram á sinn hátt, en hann er hættur að vera spaugilegur, hvað þá gleðileg- ur; smám saman hefur harmurinn og eymdin náð yfirhöndinni. Þessi bók Mette Hansen er skrif- uð af miklum skilningi á hugsana- gangi og aðstöðu gamals fólks. Hún nær að lýsa því átakanlega og þó hnyttilega hversu félagsþörfin er rík, en ekki síður því að gamla konan hefur misst hæfnina til sveigjanleika og dómgreind hennar er farin veg allrar veraldar. Blekk- ingin sem hún lifir í er henni skjól og hrelling í senn. Höfundur skrifar umbúðalaust en af næmri tilfinningu og því er einatt svo varið að lesandi sveiflast á milli hláturs og gráts. Norrænt sálfræðinga- þing hefst í Reykja- vík í næstu viku NORRÆNA sálfræðingaþingið verður haldið í Reykjavík dagana 31. júlí til 4. ágúst nk. Slík þing eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Síðast var þetta þing haldið hér á landi fyrir tíu árum. Þessi þing eru stærstu og helstu samkomur noi-rænna sálfræðinga. Um 300 sálfræðingar hafa látið skrá sig á þingið. Á þinginu verða haldin 14 nám- skeið um sérfagleg sálfræðileg málefni og þar að auki verða flutt- ir nokkrir fyrirlestrar. Stjórnendur námskeiðanna eru sálfræðingar úr röðum virtustu fræðimanna á Norðurlöndum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar má nefna Ragnar Gunnars- son sálfræðing, sem starfar í Dan- mörku og nefnist fyrirlestur hans: „Sálfræðileg aðstoð við HlV-smit- aða og eyðnisjúklinga og aðstand- endur þeirra", Júlíus K. Björnsson sálfræðing á geðdeild Landspítala, sem heldur fyrirlestur um svefn- rannsóknir á Islandi, Atle Dyrgrov frá Noregi með námskeið um „áfalla- og stórslysasálfræði“, Elk- honen Goldberg frá Bandaríkjun- um, sem heldur námskeið um klíníska taugasálfræði, Halldóru Gunnarsdóttur og Bjama Arn- grímsson, bæði starfandi sálfræð- ingar í Gautaborg, sem kalla nám- skeið sitt „Fjölskyldusöguna enda- lausu“, Vibeke Götzche frá Dan- mörku, sem heldur námskeið í sál- fræðilegri meðferð sársauka, Ingrid Leth frá Kaupmannahöfn, sem heldur námskeið um „orsakir, einkenni og meðferð í sifjaspells- málum“, Robert L. Selman frá Hai*vard Graduate School of Educ- ation, sem heldur námskeið um meðferð barna og unglinga, byggt á kenningum hans um samskipti og þroska þessa aidurshóps, og Ame Öhman frá Uppsölum, sem heldur námskeið um heilsugæs- lusálfræði. Þingið verður haldið í husakynn- um Háskóla íslands og verður setningarathöfn í Háskólabíói 31. júlí kl. 10.00. Formaður undirbún- ingsnefndar er Húgó Þórisson for- maður Sálfræðingafélags íslands. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþötf dagsins á stóum Moggans! Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana Arnar og Örvar. Staðgreiðum hæsta gangverð. Upplýsingar í símum 95-22690, 95-22620 og 95-22761. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. SJÁLF5TIEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Vörður Akureyri Almennur fundur miðvikudaginn 26. júlí kl. 20.00 um komandi SUS þing á Sauðárkróki. Þeir félagar, er áhuga hafa á að fara sem fulltrú- ar Varðar, eru hvattir til að mæta á fundinn. Ungir Vestfirðingar! Ungir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum efna til skemmtiferðar til Birki- mels á Barðaströnd á laugardaginn. Dagskrá: Kl. 16.00 Sameiginlegur fundur ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörð- um í félagsheimilinu Birkimel. Kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður í Flókalundi. Kl. 23.00 Dansleikur i Félagsheimilinu Birkimel. Hljómsveitin Upparn- ir leikur fyrir dansi. Ath: Rúta leggur af stað kl. 09.00 frá Bolungarvík og ekur sem leið liggur til Barðastrandar. Þátttaka tilkynnist til: ísafjörður, Jakob F. Garðarsson, símar 3030 og 3670. Bolunarvík, Ásgeir Þór Jónsson, símar 7158 og 7353. Vestur-isafjarðarsýsla, Steinþór B. Kristjánsson, Flateyri, simi 7837. Barðastrandarsýsla, Ásgeir Ólason, Patreksfirði, sími 1141. ■í Stjórnin. Félög ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. ¥élagslíf FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins 28.-30. júlí: Þórsmörk - gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir i Þórsmörk með far- arstjóra. Landmannalaugar - gist i sælu- húsl Ferðafélagsins í Laugum. Gönguferðir í spennandi um- hverfi í grennd Lauga. Brottför kl. 20 föstudag. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 28. júlí-2. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. Nokkur sæti laus. Fararstjóri: Hreinn Magnússon. 3.-8. ágúst: Eldgjá - Strútslaug -Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 9.-13. ágúst: Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Geir. 11.-17. ágúst: Kirkjubæjar- klaustur - Fljótsdalshérað - Borgarfjörður eystri - Vopna- fjörður - Laugar í Reykjadal -Sprengisandur. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. 11.-16. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Sigurðsson. 16. -20. ágúst: Þórsmörk - Landmannalaugar. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Fariö til Þórsmerkur á miðviku- degi og sámdægurs á Emstrur. Síðan sem leið liggur að Álfta- vatni næsta dag, á þriðja degi verður komið i Hrafntinnusker og á fjórða degi til Landmanna- lauga. 17. -20. ágúst: Núpsstaðar- skógur. Gist i tjöldum. Gönguferðir m.a. á Súlutinda. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 18. -23. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Þráinn Þórisson. 23.-27. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 26.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, öldu- götu 3. Feröafélag íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. ÍBJj Útivist Ferðir um verslunar- mannahelgi 4.-7. ágúst. 1) Þórsmörk. Heim á sunnudegi eða mánudegi. Gist í Útivistarskálanum Básum. Gönguferðir. 2) Langisjór-Sveinstindur- Lakagfgar-Fjallabaksleið syðri. Gist í svefnpokaplássi í hinu vinalega félagsheimili Skaftár- tungumanna, Tunguseli. Dags- ferðir þaðan. Fararstj. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. 3) Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessu margrómaða svæði. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. 4) Hólaskógur-Landmanna- laugar-Gljúfurleit. Ný ferð. Gist í húsum. M.a. skoðaðir tilkomu- miklir fossar í Þjórsá: Gljúfurleit- arfoss og Dynkur. Ennfremur dagsferðir í Þórs- mörk á sunnudag og mánudag. Munið fjölskylduhelgina í Þórs- mörk 11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Ath: Nauðsynlegt er að panta tjaldgistingu í Básum fyrir versl- unarmannahelgina. Sjáumst. Útivist.ferðafélag. [Síj Útivist Miðvikudagur 26. júlí: Kl. 08.00 Þórsmörk - Goðaland. Munið miðvikudagsferðirnar. Kynnið ykkur tilboðsverð á sum- ardvöl í sumarleyfisparadis Úti- vistar i Básum. Kl. 20.00 Selför á Almenninga. Létt ganga um fallegt kjarri vax- ið hraunsvæði. Skoðaðar selja- rústir o.fl. Verð 600,- kr. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. i^íj Útivist Ferðist innanlands með Útivist Fjölbreyttar sumarleyfisferðir: 1) 28/7-2/8 Eldgjá-Þórsmörk. Bakpokaferð fyrir þá sem vilja kynnast nýrri leið til Þórsmerkur. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdótt- ir. 2) 3.-8. ágúst. Hornstrandir- Hornvik. 4 eða 6 dagar. Tjald- bækistöð með gönguferðum. Fararstjóri: Vernharður Guðna- son. 3) 3.-7. ágúst. Laugar-Þórs- mörk. Gist í húsum. 4) 3.-11. ágúst. Hornstrandir VII: Hornvík-Lónafjörður- Grunnavík. Hornbjargsganga, en síðan 4 daga bakpokaferð til Grunnavík- ur. Fararstjóri: Gisli Hjartarson. 5) 9.-15. ágúst. í Fjörðum- Flateyjardalur. Bakpokaferð. 6) 10.-15. ágúst. Sfðsumars- ferð á Norð-Austurlandi. Ný og skemmtileg Útivistarferð. Kjal- vegur, Hrísey, Tjörnes, Keldu- hverfi, Jökulsárgljúfur, Melrakka- slétta, Langanes, Vopnafjörður, Mývatn, Sprengisandur. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjórar: Þorleifur Guðm. og Jóhanna Sigmarsdóttir. 7) 18.-27. ágúst. Noregsferð. Ferð við allra hæfi. Gönguferð um Jötunheima, eitt fjölbreytf- asta fjallasvæði Noregs. Gist tvær nætur á hóteli í Osló og 7 naetur í velbúnum fjallaskálum. Ódýrt. Allt innifalið. Upplýsingablað á skrifst. Pantið strax. Komið með i sól og sumar í Noregi. Hægt að framlengja dvölina úti. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Krossinn Auðbrekku 2,200 Köpavogur Brooks-hjónin frá USA verða gestir okkar á samkomu i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Sam Daniel Glad. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðir F.í. miðvikudaginn 26. júlí: Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Kynnið ykkur afslátt af kostnaði við dvöl í Þórsmörk. Sumarleyfi hjá Ferðafélaginu í Langadal /Þórsmörk er peninganna virði. Kl. 20. Óttarstaðir - Lónakot. Létt kvöldganga. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ferðafélag islands. [KJJ Útivist Helgarferðir 28.-30. júlí: 1. Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Eldgjá - Álftavatnakrókur. Gist í húsi. Skoðað fjölbreytt svæði hjá Eldgjá, einni stórkost- legustu náttúrusmiö jarðar. Gönguferðir. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni .1, simar 14606 oh 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. ■t % i b ú A á. ■%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.