Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 @ r rW b Gabrie m HÖGGDEYFAR 1 NÝ JW sróRSENDiNGi^ar HÁB G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 -8 47 88 Kajaknámskeið Nú gefst einstakt tækifæri til að læra að sigla kajak. Námskeiðið verður haldið í Farfuglaheimilinu Reykholti, Biskupstungum. Námskeiðið stendur yfir í 10 daga og hefst föstudaginn 4. ágúst nk. Innifalið í námskeiðinu eru ferðir, gisting, fullt fæði, afnot af öllum nauðsynlegum búnaði, auk annarra kennslugagna. Námskeiðið hefst 4. ágúst 1989. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá FERÐASKRIFSTOFU FARFIIGLA, Laufásvegi 41, 101 Reykjavík, sími (91) 10490. Slæm móttökuskilyrði Þessir hrin^du . . vinnslu en lengi mátti sjá þarna ýmislegt brak úr henni. Ég fór þarna síðast í fyrra og var þá lítið orðið eftir enda skilst mér að varn- arliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafi safnað þarna ýmsu dóti til minningar um Andrews og áhöfn vélarinnar." Verðmætum fleygt Sigríður hringdi: „Þátt fyrir versnandi tíma höld- Flug-vélin fórst á um við áfram að fleygja verðmæt- Hlíðarfjalli um eins og meðalaglösum og Bjarni Bergsson hringdi: „Spurt var um hvar flugvél Andrews hershöfðingja hafi farist í Velvakanda 21. júlí. Þessi flug- vél fórst á Fagradalsfjalli en ekki Þorbjarnarfelli, nánar til tekið við svonefnt Kast í Fagradalsfjalli. Flugvélin brotlenti -efst í fjallinu en valt svo niður í tveimur hlut- um. Framhlutinn stæðnæmdist í miðju fjallinu en stélhlutinn valt alveg niður á jafnsléttu. Menn undruðust þvi að skyttan, sem var í stélinu, skyldi komast lífs af en allir aðrir í áhöfn flugvélarinnar fórust. Ég held að flakið af vél- inni hafi verið hirt til endur- ■ Fyrirspum til fróos> Grindvfldngs ^langar að koma þeim| im á framfæri tu frö'TB Sgs hvar flugv^ vs hershöfðingja hafi fanst á ÞorbjamarfeJU og hvort áist einhver verksuminerk Mig uúmur að þetoflu| «« átt sér s flöskum sem mætti endurnýta. Margt smátt gerir eitt stórt. Ein- hverjir gætu fengið atvinnu við að skola þetta og þá þyrfti ekki að flytja eins mikið inn.“ Góðir útvarpsþættir 0.0. hringdi: „Ég vil þakka fyrir þijá út- varpsþætti sem mér finnst mjög góðir. Það er alltaf verið að kvarta og röfla og veitir varla af að tala líka um það sem vel er gert. Fyrst vil ég nefna þátt Lísu Pálsdóttur á Rás 2, Fyrirmyndarfólk. Sér- staklega voru það góðir þættir þegar hún spjallaði við Svein Rúnar Hauksson lækni og Sverrir Ibrahim Agnarsson. Þá er Skúli Helgasson með ágæta þætti á Rás 2 um Paul McCartney og tónlist- arferil hans. Þá er ágætur þáttur á Rás 1 kl. 8.30 á sunnudags- morgnum þar sem Bernharður Guðmundsson ræðir við leikmenn um guðspjall dagsins. Þetta eru uppbyggilegir þættir á þessum efnishyggjutímum og mikill feng- ur að þeim. Dagskrá sjónvarps- stöðvanna tveggja er hins vegar afar léleg um þessar mundir." Til Velvakanda. í haust eru þijú ár síðan hin ágæta sjónvarpsstöð Stöð_ 2 hóf útsendingu hér á íslandi. í byijun voru áskrifendur einungis á stór Reykjavíkursvæðinu. En vegna góðra skilyrða náðist hún á fleiri stöðum, t.d. í Stykkishólmi, en ekki voru þau upp á allra besta en fólk keypti sér rándýr loftnet og magn- ara og alls konar tæki og tól til að geta horft á þetta undur. Við þetta hófu svo margir að kaupa sér af- ruglara til að geta horft á meira en gallinn er bara sá að stundum nær afruglarinn ekki að afrugla efnið (þeir skilja þetta á Stöð 2) og alltaf þessi leiðinda snjókoma á myndinni og alls konar truflanir. Við eigum ekkert að ná stöðinni, en samt fór sem fór. Alltaf ijölgar áskrifendum héðan en fólk er nú orðið þreytt á þessum skilyrðum. Þeir þarna á Stöð 2 vita ofur vel um okkur því við höfum verið iðin við að láta okkar óánægju í ljós. Við þurfum að borga jafnmikið fyr- ir áskrift og þeir sem eiga að ná sendingum og oft hefur verið geng- ið með undirskriftalista í öll hús og fólk hefur skrifað undir til þess að fá móttökudisk. En ekki er heldur komið til móts við okkur þar. Það nýjasta hjá þeim á Stöð 2 er Stöðin á staðnum. Þá ferðast þeir um landið og koma á móti fólkinu í landinu, en þeir sneiða fram hjá þeim þar sem vandinn er. Hvað hafa þeir á móti okkur? spyr fólk. Þeir óku hér í gegnum bæinn. Þeir voru hér en bara yfir blánóttina. Svona sýndarmennska! Blásið út YASHICA YASHtCA VASHICA LENS jgK90C£R3 32mm 1-3.5 YASHíCA lens i 32 mm 1:3.5 <;i;V TVÆR GÓÐAR FRÁ YASHICA YASHICA MOTOR J Handhæg myndavél og einföld í notkun. Fastur fókus, innbyggt leifturljós, sjálfvirk filmufærsla, sjálfvirk ASA stilling á filmu og auðveld filmuþræðing. Eins árs ábyrgð. í gjafakassa, ásamt tösku, rafhlöðum og albúmi: aðeins kr. 4.950. § YASHICA AF-J Myndavél sem búin er öllum helstu kostum sem völ er á. Sjálfvirkur fókus, sjálfvirk filmufærsla, innbyggt leifturljós og sjálfvirk ASA stilling á filmu. Eins árs ábyrgð. Myndavél og taska: kr. 7.200. HANS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! um allt á fijálsu útvarpsstöðvunum um þetta fræga _ ferðalag en allt kemur fyrir ekki. íbúar hér í Stykk- ishólmi eru um 1.600 manns. Það þarf ekki mikið til að ná góðum skilyrðum því staðsetning s’taðarins er góð. Um 200 heimili eru með stöð 2 og þeim myndi fjölga til muna ef eitthvað yrði gert og plús allir ánægðu viðskiptavinirnir sem eru skilvísir að sjálfsögðu. Spurningu minni er að sjálfsögðu beint til áhrifamanna Stöðvar 2 — hvernær fáum við Stykkishólms- búar móttökuskerm? Áskrifandi Týndur regnhattur Kæri Velvakandi Hinn 20. júlí týndi ég regnhatti, já, regnhatti, sem ég hefi elskað lengi. Hann er afskaplega ómerki- legur fyrir aðra en bara mig, og sumum finnst hann blátt áfram ljót- ur, en við höfum verið óaðskiljanleg í mörg ár. Hann er úr þunnu efni, blá/gráköflóttur, og það er hægt að vöðla honum saman og stinga í vasann. Ég tapaði þessari elsku fyrir utan dyrnar hjá versluninni Hans Petersen í Bankastræti. Ég hringdi strax, en hann hafði ekki komið þar, svo að einhver hefir fundið hann og kannski sett hann upp í rigningunni! Sá eða sú fengju mikið hrós hjá undirritaðri og að sjálfsögðu fundarlaun, ef viðkom- andi léti mig vita um afdrif vinar- ins. Sími minn er: 35081 eða 29333. Anna S. Snorradóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.