Morgunblaðið - 02.08.1989, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1989
Hafís á
Húnaflóa
TVÖ skip tilkynntu um hafís á
siglingaleiðum um Húnaílóa í
gær.
Hofsjökull tilkynnti hafísdeild
Veðurstofunnar um ísrek á átta
sjómílna svæði norður af Óðinsboða
í gærmorgun. Eftir hádegi barst
hafísdeildinni önnur tilkynning um
hafís á Húnaflóa. Það var varðskip
sem tilkynnti um tvo smáa borgarís-
jaka sex og hálfa sjómílu frá Gjögri.
Norðan við borgarísjakana er hafís
á dreif.
Hagstæðar vindáttir beina hafís
á Grænlandssundi frá landinu.
Beck’s bjór
valinn frá
Þýskalandi
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríkisins hefur ákveðið að heija
sölu á Beck’s-bjór, sem kemur frá
Bremen í Þýskalandi. Eins og
fram hefiir komið í Morgunblað-
inu bárust tilboð frá fjórtán þýsk-
um bjórframleiðendum, en
ÁTVR ákvað fyrir skömmu að
taka inn þýska bjórtegund í stað
austurríska bjórsins Kaiser, sem
ætlunin er að hætta sölu á.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tilboð frá Beck’s hefði
verið það næstlægsta sem borist
hefði. Tilboð frá Holsten hefði verið
lægst. Aðeins hefði munað tæpum
eitt hundrað þúsund krónum í verði
á milljón lítrum ef gengið var út
frá því að sala á flöskum næmi 25%
og dósum 75%, eins og útboðslýsing
gerði reyndar ráð fyrir. „Við töldum
atriði í boði Holsten varðandi pökk-
un mjög óljós og auk þess kynntum
við okkur verð á þessum tveimur
bjórtegundum í Þýskalandi. Beck’s
var alls staðar verðlagður þar hærra
en Holsten og töldum við það marka
einskonar gæðamat Þjóðverja á
þessum tveimur tegundum. Að
teknu tilliti til þessara atriða, töld-
um við jafnframt að sá litli mismun-
ur, sem var á tilboðunum, gæti
ekki ráðið úrslitum," sagði Hös-
kuldur.
Höskuldur sagði að í útboðs-
gögnum hefði verið gert ráð fyrir
að sala þýska bjórsins hæfist hér á
landi í októbermánuði næstkom-
andi. Beck’s er fyrsti þýski bjórinn,
sem kemur inn á íslenskan markað.
Umboðsaðili Beck’s á íslandi
fyrirtækið Bræðumir Ormsson hf.
Hættir í slökkviliðinu eftir 43 ár
Morgunblaðið/BAR
Guðmundur Guðmundsson lét af störfum slökkviliðsstjóra á
Reykjavíkurflugvelli í gær efltir rúmlega 43 ára starf. Eftirmaður
hans er Birgir Ólafsson. Guðmundur var annar tveggja manna
sem stofnsettu slökkvilið flugvallarins 10. apríl 1946 þegar Islend-
ingar tóku við stjóm vallarins af breska hernámsliðinu. Ári síðar
varð hann slökkviliðsstjóri.
Guðmundur sagði að miklar breytingar hefðu orðið á flugvellin;
um, flugumferð og starfsemi slökkviliðsins á starfsævi sinni. í
upphafí voru slökkviliðsmenn tveir en eru nú sautján. „Það eru
ýmis atvik í starfi mínu sem slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflug-
velli sem standa upp úr,“ sagði Guðmundur. „Atvik þar sem illa
fór og menn létust. Ég vil ekki rifja þau upp. En að mörgu leyti
höfum við verið ákaflega heppnir, menn fetuðu sig áfram og
lærðu af reynslunni en til að byrja með urðu ýmis óhöpp vegna
þess að menn voru ekki nógu vanir.“ Guðmundur segist munu
hafa nóg að gera þótt hann láti nú af störfum vegna aldurs.
„Mér mun ekki Ieiðast, ég hef að ýmsu að hverfa og ætla að njóta
þess að vera frjáls eins og fuglinn."
Guðmundur var kvaddur með athöfíi á Reykjavíkurflugvelli og
er hann fyrir miðri mynd i fremstu röð. Við hlið hans standa
Pétur Einarsson flugmálastjóri og Jóhann H. Jónsson fram-
kvæmdastjóri flugvalladeildar flugmálastjórnar. Fyrir afltan þá
standa starfsmenn flugvallarslökkviliðsins.
Grænfriðungar hætta herferð
gegn íslenskum sjávarafurðum
GRÆNFRIÐUNGAR hafa hætt herferð gegn íslenskum sjávarafurð-
ljósi þess að engar hvalveiðar eru fyrirhugaðar hér við land
um í
til ársins 1991. En fulltrúar þeirra segja að ef íslendingar hefji afltur
hvalveiðar muni grænfriðungar taka upp baráttuna að nýju, burtséð
frá því hvort Alþjóðahvalveiðiráðið aflétti hvalveiðibanni sínu eða
ekki.
er
Campbell Plowden, sem stjórnað
hefur herferð grænfriðunga í
Bandaríkjunum, sagði á frétta-
mannafundi í gær að þeim fyrir-
tækjum, sem hætt hefðu að kaupa
íslenskar sjávarafurðir, yrði skrifað
bréf og þeim skýrt frá að herferð-
inni hefði verið hætt. Það væri svo
á valdi fyrirtækjanna hvort þau
tækju aftur upp viðskipti með
íslenskar afurðir.
Gjaldþrot Hraðfrystihúss Patreksfiarðar:
Forsætisráðherra
heldur fiind með
Patreksfírðingum
RÍKISSTJÓRNIN ræddi málefíii PatreksQarðar á ftindi sínum í gær,
og sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Morgunblaðið að
ftindi loknum að hann hefði kynnt ríkisstjórninni sjónarmið sín varð-
andi hugmyndir Patreksfirðinga um leiðir til að halda þeim tveimur
skipum sem gerð voru út á vegum Hraðfrystihúss Patreksfiarðar á
staðnum. Eins og kunnugt er var fyrirtækið lýst gjaldþrota í vik-
unni. Heimamenn óttast nú mjög að missa skipin tvö, og þar með
verulegan aflakvóta, úr byggðarlaginu. Forsætisráðherra mun hitta
forsvarsmenn þeirra í dag.
Patreksfirðingar hafa sótt um
aðstoð hlutafjársjóðs Byggðastofn-
unar og hyggjast stofna nýtt hluta-
félag með þátttöku útgerðaraðila á
staðnum til reksturs atvinnutælqa
þeirra er voru í eigu Hraðfiystihúss-
ins. í fyrrakvöld hélt hreppsnefnd
Patreksfjarðar fund með útgerðar-
aðilum þar sem áform hreppsnefnd-
arinnar og staða mála hjá Hrað-
frystihúsinu voru kynnt, og fund-
uðu útgerðaraðilamir sín á milli í
gærkvöldi.
Ríkisstjómin tók enga afstöðu í
málinu á fundi sínum í gær, en
Steingrímur sagðist sjá mikilvægi
þess að togaramir hyrfu ekki á
brott úr byggðarlaginu. Hann sagði
að málefni Patreksfjarðar hefðu
verið rædd á fundi ríkisstjómarinn-
ar, og eins hefði hann rætt málið
við Byggðastofnun. Hann mun
síðan eiga fund með Patreksfirðing-
um í dag. „I samtölum mínum við
Byggðastofnun hefur komið í ljós
að málið er í athugun þar. Einnig
mun Landsbankinn vera að athuga
hvemig hann gæti lagt sitt af mörk-
um, eftir því sem ég best veit,“
sagði Steingrímúr Hermannsson.
„Við teljum það ekki vera okkar
hlutverk að sjá til þess að fyrirtæk-
in kaupi aftur íslenskan fisk. Her-
ferðin hefur gefið fyrirtækjum
tækifæri til að kanna aðra mögu-
leika, svo sem að kaupa kanadískan
fisk. Og Xannski hafa þau komist
að því að þau vilja frekar kanadísk-
an fisk eða fá hann á betra verði.
En gæði íslenska fisksins era kunn
víða um heim, svo við sjáum ekkert
í vegi fyrii því að tapaðir samning-
ar verði endurnýjaðir, nú þegar
hvalamálið er ekki lengur fyrir-
staða,“ sagði Plowden sem nú mun
stjórna herferð grænfriðunga gegn
eyðingu regnskóga.
Peter Melchett lávarður, fram-
kvæmdastjóri Greenpeace í Bret-
landi, sagði á fréttamannafundinum
að stórar hótelkeðjur og verslanir
í Bretlandi hefðu verið í þann mund
að hætta að kaupa íslenskar sjávar-
afurðir í sumar, en Greenpeace
hefði hvatt þessi fyrirtæki til þess
að bíða með þá ákvörðun í ljósi
þess að vísindaveiðunum væri að
ljúka.
Fulltrúar grænfriðunga lögðu
meðal annars fram bréf, dagsett
26. júlí, frá breska fjárfestingarfyr-
irtækinu Grand Metropolitan. Það
fyrirtæki hefur nýlega yfirtekið
Pilsbury’s, móðurfyrirtæki Burger
King-veitingahúsakeðjunnar í
Bandaríkjunum, en mótmæli græn-
friðunga þar í landi beindust aðal-
lega gegn Burger King.
í bréfinu segir Tim Halford, upp-
lýsingafulltrúi Grand Metropolitan,
að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta
að kaupa íslenskan fisk fyrir breska
veitingastaði sína. Eru Green-
peace-samtökin beðin að láta vita
um leið og þau sjái einhver merki
þess að Islendingar ætli á ný að
hefja hvaiveiðar í atvinnuskyni, svo
Grand Metropolitan geti ákveðið
hvaða stefna verður tekin.
Fúlitrúar grænfriðunga vora
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Campbell Plowden og Peter Melchett lávarður á fréttamannafúndi
í gær þar sem þeir lýstu því yfir að grænfriðungar hefðu hætt her-
ferð gegn íslenskum sjávarafurðum.
ítrekað spurðir hvort samtökin
myndu berjast gegn hvalveiðum
íslendinga í framtíðinni, ef Alþjóða-
hvalveiðiráðið teldi að hvalastofnar
væru ekki í hættu og leyfði veiðar
á ný. Sögðu þeir, að Greenpeace-
samtökin berðust gegn hvalveiðum
í atvinnuskyni og ekkert væri fyrir-
sjáanlegt sem breytti þeirri afstöðu.
„Við teljum ekki að hægt sé að
stunda hvalveiðar án þess að setja
hvalastofnana í hættu. Það hefur
ekki verið hægt hingað til og við
sjáum ekki fram á að það verði
hægt. Við munum vissulega hvetja
Alþjóðahvalveiðiráðið til að standa
áfram við hvalveiðibannið sem nú
er í gildi,“ sagði Plowden.
Fulltrúar grænfriðunga voru
spurðir hvers vegna þeir teldu það
sigur fyrir samtökin og herferðina,
að hvalveiðum í vísindaskyni væri
nú hætt, þar sem vísindaáætlunin
náði ekki lengra en til ársins í ár.
Plowden sagði að upprunalega
áætlunin hefði að vísu aðeins náð
yfir fjögur ár. Hins vegar væri ljóst,
að það yrði ekki auðvelt fyrir ein-
stök lönd að stunda hvalveiðar í
framtíðinni þar sem meirihluti þjóð-
anna í Alþjóðahvalveiðiráðinu væri
á móti hvalveiðum.
„Við trúum því, að án þrýstings-
ins frá herferðinni, hefði vel verið
mögulegt að íslendingar og aðrar
hvalveiðiþjóðir hefðu kynnt nýjar
áætlanir um vísindaveiðar," sagði
Plowden.
Fulltráar grænfriðunga sögðust
síðan vona að samtökin gætu nú
átt samstarf við íslendinga í ýmsum
málum, og nefndu sérstaklega her-
ferð gegn mengun sjávar og kjarna-
vopnavæðingu í Norðurhöfum.
„Hagsmunir íslendinga ættu að
fara saman við flest allt sem Green-
peace-samtökin eru að gera,“ sagði
Peter Melchett.
Sjá einnig á bls. 19.
Hilmir SU
á loðnumið
eftir helgi
HILMIR SU fer á loðnumið úti
fyrir norðurlandi á mánudaginn.
Þar eru nú um tuttugu erlend
skip að veiðum.
Loðnubáturinn Hilmir er frá
Eskifirði en gerður út frá
Reykjavík. Ekki er enn vitað til að
fleiri bátar fari á loðnumið á næst-
unni en gæftir hafa verið heldur
lélegar fyrir norðan land.