Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 4

Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 Heimsókn forseta Islands í Kanada: Gróðursetti tré og heiðraði miimingu fallinna hermanna Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) yfirlandsstjóra. Síðan hélt írú Vigdís í bílalest til Listasafiis Kanada og yfir Ottawa-fljót til borgarinnar Hull í Quebec þar sem hún skoðaði Kanadasafnið svonefnda. Þaðan var haldið aftur til Ottawa og blómsveigur lagður að minnisvarða um fallna her- menn. Hvar sem forsetinn hefúr komið hefúr mátt sjá fána íslands og Kanada. Fánarnir í Ottawa munu hafa verið um 200 að tölu en ekki tókst að fá uppgefið hvort ríkisstjórn Kanada átti birgðir fyrirliggjandi eða hvort ráða þurfnti fjölda manna í fánasaum vegna heimsóknarinnar. Nokkuð hefur verið íjallað um heimsókn Vigdísar í kandadískum fjolmiðlum. Stærsta dagblað Öttawa, The Daily Globé and Mail, birti þriggja dálka frétt um förseta- komuna og fréttastofa Kanada, CP, sendi út fréttaskeyti þar sem lögð var áhersla á að forseti íslands væri Reuter Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, ásamt Brian Mulroney, forsæt- isráðherra Kanada. Myndin var tekin er þau sátu boð Jeanne Sauvé, landsstjóra Kanada í Ottawa. einlægur friðarsinni og andstæðing- ur kjarnorkuvopna. Einnig var greint frá því að Vigdís hefði hafið mánudaginn í Halifax í Nova Scotia á því að fara út að skokka með tvo öryggisverði móða og másandi á eftir sér. Vigdís sat á mánudagskvöld boð Jeanne Sauvé. Meðal gesta var Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada. Hann er ekki tíður gestur hjá Iands- stjóranum og vakti vera hans þar verulega athygli. Sauvé hefur um árabil verið áberandi í kanadísku stjórnmálalífi. Hún hefur bæði gegnt enibætti ráðherra sem og setið á þingi. Hún var á síðasta áratug umhverfismálaráðherra og sagði Vigdís.Finnbogadóttir að í viðræðum þeirra hefði komið fram áð skilning- ur manna á þessum málaflokki hefði aukist mjög á síðustu árum. Sauvé var forseti öldungádeildar þingsins áður en hún varð yfirlandsstjóri, sem í raun er yfirmaður með umboð krúnunnar í landi innan Breska sam- veldisins. Hún var skipuð í lands- stjóraembættið árið 1984 og emb- ættistími hennar var síðan fram- lengdur um eitt ár sem er afar óvenjulegt. Sauvé er úr Fijálslynda- flokknum en Mulroney er íhaldsmað- ur og því kom á óvart að hann skyldi skipa hana til að sitja áfram. Sauvé hélt ræðu undir borðum á mánudagskvöld þar sem hún lagði áherslu á samskipti íslands og Kanada. Sagði hún að einkum væri mikilvægt að þjóðir landanna skipt- ust á nýrri fiskvinnslutækni og deildu með sér niðurstöðum um fæðukeðjuna á heimsskautaslóð. Hún benti einnig á að aðildin að Atlantshafsbandalaginu og sameig- inleg markmið styrktu grundvöllinn á samstarfi þjóðanna. Vigdís Finnbogadóttir hóf mál sitt á stuttri kennslustund í íslandssögu frá landnámi til vorra daga. Hún drap éinnig á minjar um komu víkinga til Norður-Ameríku sem hún skoðaði í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi og sagði að gaman væri að trúa því að þar hefði Leifur heppni komið og þannig farið sömu leið og tíu þúsund íslenskir innflytj- endur til Kanada á 19. öld sem bætt hefðu sfnum sérstæðu litbrigð- um í mósaík innflytjendalandsins, Kanada. Forseti íslands hélt í gær frá Ottawa til Toronto og hitti íslend- inga sem þar búa. 1 dag, miðviku- dag, fer Vigdís til Penhold í Alberta- fylki og mun þar m.a. skoða hús Stephans G. Stephanssbnar skfilds. Á næstu dögum mun forsetinn fara til Edmonton, höfuðborgar Alberta og þaðan tii Regina í Saskatchewan. Á fimmtudag kemur hún til Man- itoba þar sem hún verður til loka Kanada-heimsóknarinn á þriðjudag í næstu viku. Búist er við að há- punktur heimsóknarinnar verði ís- lendingadagurinn sem haldinn verð- ur hátíðlegur í hundraðasta skiptið í Gimli 6. ágúst. í DAG kl. 12.00: Ottawa. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunbladsins. SEINNI dagur heimsóknar Kanada, hófst í gærmorgun er Vígdísar Finnbogadóttur, forseta hún gróðursetti tré fyrir utan íslands, til Ottawa, höfúðborgar embættisbústað Jeanne Sauvé, Vigdísi Finnbogadóttur var gerð heiðursmóttaka að hermannasið er hún kom til höíúðborgar Kanada, Ottawa, á mánudag en myndin var tekin við embættisbústað landsstjóra Kanada. VEÐURHORFUR í DAG, 2. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 1.000 mb. lægð, sem þokast norðaustur og fer heldur vaxandi. Hiti breyt- ist lítið. SPÁ: Hæg breytileg átt og víðast skýjað. Sums staðar dálítil rign- ing. Hiti 7-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Vestan- og norðvestan- átt. Smáskúrir eða súld með köflum á annesjum vestan- og norðan- lands, en annars þurrt. Víða léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti á bilinu 8-18 stig. Þyrla Landhelgisgæslunnar á Kolbeinsey. Gerð þyrlupallsins á Kolbeinsey lokið ÞYRLA Landhelgisgæslunnar Ienti í fyrsta skipti á nýjum þyrlupalli á Kolbeinsey á mánudag, en þá var lokið við að steypa upp og ganga firá pallinum. Tók verkið innan við tvær vikur. Eins og kunnugt er er Kolbeinsey mikilvægur punktur í grunnlínu landhelginnar og þar sem hætta var talin vera á því að eyjan hyrfi í hafið var gripið til þess ráðs að byggja þar þyrlupall. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 17 skýjað Reykjavík 13 skýjað Bergen 12 rigning Helslnki 17 skúr Kaupmannah. 14 skúr Narssarssuaq 9 skýjað Nuuk 6 alskýjað Osló rigning Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 12 hálfskýjað * Algarve 32 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 18 skúr Chicago 18 þokumóða Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 16 skýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 15 skúr Las Palmas 26 léttskýjað London 18 skýjað Los Angeles 18 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Madríd 37 mistur Malaga 33 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað New York 20 skýjað Orlando 24 léttskýjað París 21 háffskýjað Róm 27 léttskýjað Vln 17 þrumuveður Washington 21 þokumóða Winnipeg vantar Að sögn Sigurðar Steinars Ket- ilssonar, skipherra á varðskipinu Óðni, hafa 22 skipveijar varðskips- ins og átta starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunar unnið að verk- inu. Þá hafa þrír flugliðar á þyrlu Landhelgisgæslunnar verið meira eða minna viðloðandi framkvæmd- ina, þar sem þyrlan var notuð til að flytja steypu úr Óðni að eyj- unni. Nokkur tími fór til spillis við smíðina, þar sem leiðindaveður hamlaði framkvæmdum í nokkra daga, en þess á milli nutu þeir sem unnu að verkinu þeirrar veðurblíðu sem leikið hefur við Norðlendinga undanfarnar vikur. Þó var komin þokusúld á Kolbeinseyjarsvæðinu á mánudag, svo sem meðfylgjandi mynd ber með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.