Morgunblaðið - 02.08.1989, Qupperneq 18
ttj
18
esei islhjA .t; MU&Aaoy[ivqiw..(ii(iAjaMooaoM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
Islandsbanki verður til:
Flýtir því að ríkis-
bankarnir verði gerð-
ir að hlutafélögum
- segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
JON Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í ræðu sinni á hluthafa-
fundi Utvegsbanka íslands í gær að sameining fjögurra banka í hinn
nýja Islandsbanka myndi án efa ýta á eftir því að rekstrarformi ríkis-
bankanna yrði breytt og þeir gerðir að hlutafélögum, sem fyrst um
sinn yrðu í eigu ríkisins en gætu síðar aflað sér aukins eigin fjár
með útgáfu hlutabréfa á almennum markaði. Ráðherra sagðist telja
að nýi bankinn myndi veita rlkisbönkunum aukna samkeppni, leiða
til hagræðingar í bankarekstri og lækkunar á vaxtamun.
Ráðherra sagði að æskiiegt væri lífs hér á landi í framtíðinni, jafn-
að sparisjóðirnir tækju með einum
eða öðrum hætti þátt í endurskipu-
lagningu bankakerfisins. Þá nefndi
hann sérstaklega aukinn þátt
verkalýðshreyfingarinnar og lífeyr-
issjóðanna í íslenzka bankakerfinu,
bæði vegna kaupa Alþýðubankans
á hlutafé í Útvegsbankanum og
aðildar lífeyrissjóða að hinum bönk-
unum tveimur, sem þátt tækju í
kaupunum.
„Lífeyrissjóðirnir, sem eru
stærsta uppspretta sparnaðar í
landinu, eru nú þegar umsvifamikl-
ir á innlendum lánsfjármarkaði,
einkum þó í húsnæðiskerfinu,"
sagði ráðherra. „Ráðstöfunarfé
lífeyrissjóðanna mun aukast hröð-
um skrefum á næstu árum. Það er
mikilvægt fyrir hagsmuni þjóðar-
innar í heild að lífeyrissjóðirnir taki
aukinn þátt í uppbyggingu atvinnu-
Isagörður:
Böggtmarstöð
kynnt sveit-
arstjórnum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að kynna
sveitarstjórum á Isafirði, Bolung-
arvík og á Suðureyri auk annarra
nágranna sveitarsfjórna hugmynd
Mengunarsviðs Holiustuverndar
rikisins um sameiginlega sorp-
böggunarstöð í Hnífsdal. Heildar-
kostnaður við böggun og urðun
sorps á svæðinu er áætlaður um
27 milljónir króna en kostnaður
við sorpbrennslustöð sem búinn
er fullkomnum mengunarbúnaði
er áætlaður um 50 milljónir króna.
Að sögn Einars Guðmundssonar
heilbrigðisfulltrúa á ísafirði, hefur
Hollustuvernd ríkisins unnið skýrslu
um hugsanlegar leiðir til lausnar á
sorpmálum sveitarfélaganna. Hefur
verið ákveðið að kynna þær í sveitar-
stjórnunum og þá sérstaklega með
tilliti til böggunar og urðunar á sorpi.
Þá eru uppi hugmyndir um að kynna
skýrsluna í nágrannasveitarfélögum,
sem hugsanlega hefðu áhuga á að
taka þátt í rekstrinum með tilkomu
jarðganga. Reiknað er með að kynn-
ingu verið lokið um miðjan septemb-
er.
framt því sem það er hagsmunamál
félaga í lífeyrissjóðum að geta
þeirra til að greiða lífeyri með því
að lífeyrissparnaður verði ávaxtað-
ur víðar en í húsakosti þjóðarinnar.
Þátttaka lífeyrissjóðanna í íslands-
banka hf. með þeim tengslum sem
sá banki mun hafa við atvinnulíf
landsmanna getur orðið upphafið
að slíkri framþróun."
Frá hluthafafiindi Útvegsbanka íslands í gær.
Ekkjur og ekklar ætla að krefl-
ast leiðréttingar á eignarskatti
SAMTÖK ekkna, ekkla og einstaklinga ætla í samvinnu við Húseigenda-
félagið að ganga á fund allra þingmanna Reykjavíkur og Reykjaness
og krefjast leiðréttingar á eignarskatti. Fasteignamat er hæst á þessu
svæði og því eru eignarskattar hlutfallslega hæstir.
Mikil reiði ríkir meðal fólks sem
misst hefur maka sinn vegna álagn-
ingar eignarskatta, en við hækkun
eignarskatts um síðustu áramót, og
upptöku sérstaks stóreignaþreps,
hafa eignarskattar ekkna og ekkla
stórhækkað í mörgum tilfellum.
„Þetta eru um 5000 einstaklingar
sem lenda í hærra þrepinu og eiga
því að bera þessa byrði fram yfir
alla aðra. Þetta er fullorðið fólk sem
unnið hefur margfalda vinnu alla
sína ævi. Og þetta eru að stórum
hluta konur, sem sumar eru veikar
og geta lítið unnið,“ sagði Þuríður
Páisdóttir söngkona, sem verið hefur
í forsvari fyrir hópinn.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu, hefur heildar-
álagning eignarskatta meira en tvö-
faldast frá síðasta ári, að mestu leyti
vegna skattalagabreytinganna.
Þuríður sagði, að eftir að álagning
skatta var birt nú um mánaðamótin
hefði hún orðið var við mikil viðbrögð
hjá ekkjum sem brugðið hefði í brún
þegar þær sáu álagðan eignarskatt.
Gestur Steinþórsson skattstjóri í
Reykjavík sagði við Morgunblaðið,
að á Skattstofu Reykjavíkur hefði
verið óvenju mikið annríki, síðan
skattskráin var birt, ekki hvað síst
vegna fyrirspuma um eignarskatt.
Eignarskattfrelsismörk einstakl-
inga eru nú 2,5 milljónir króna, en
5 milljónir hjá hjðnum. Stóreignaþrep
einstaklinga er 7 milljónir en 14
milljónir hjá hjónum. Samkvæmt
núgildandi lögum greiða ekkjur og
ekklar eignarskatta sem einstakling-
ar, þótt hjón hafi aflað eignanna,
með þeirri undantekningu að eignar-
skattur eftirlifandi maka, sem situr
í óskiptu búi, er reiknaður eins og
hjá hjónum næstu 5 ár eftir andlát
maka.
Sú breyting var gerð á eignar-
skattslögunum í maí, og ekki vannst
tími til að taka tillit til þessa við
álagninguna nú, hjá þeim sem misstu
maka á árinum 1984-1987. Verður
það leiðrétt á næstunni, en Þuríður
sagði að í gær hefðu hringt í sig
margar konur sem sætu í óskiþtu
búi og hefðu verið gersamlega miður
sín, eftir að hafa fengið álagningar-
seðilinn.
En Þuríður sagði að þrátt fyrir
þessa breytingu, ríkti mjög mikið
óréttlæti í álagningu eignarskattsins.
„Það er óþolandi árátta hjá stjórn-
málamönnum að stýra og ráða örlög-
um fólks og nota við það sem ég
kalla rússnesku rúllettu formúluna.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom í
vor inn.breytingartillögu við eignar-
skattslögin, þrátt fyrir andstöðu fy'ár-
málaráðherra, um að ekkjur fengju
frið í 5 ár, þurftu kvennalistakonur
að koma því inn að til þess þyrftu
ekkjumar að sitja í óskiptu búi. Þær
sem höfðu skipt búi áttu greinilega
ekkert gott skilið,“ sagði Þuríður.
Hún sagði að þessi firnm ára regla
væri einnig óréttlát. „Ég veit dæmi
um unga ekkju sem á stóra íbúð
uppi í Hlíðum og býr þar með þrjá
unglinga. Hún fær þessa hrikalegu
skatta af því hún hefur verið ekkja
í fimm og hálft ár.
Þá er þjóðarbókhlöðuskatturinn
hneyksli. Hann var fyrst lagður á
1985 og átti að vera þjóðarátak til
að Ijúka þjóðarbókhlöðunni. Þessi
skattur er lagður á þá sem eiga 4,25
milljóna eignir og hjón sem eiga 8,5
milljónir. Þetta er því ekkert þjóðará-
tak þar sem skatturinn leggst ekki
jafnt á fólk.
Og auk þess kemur það í ljós að
þessi skattur fer ekki í þjóðarbók-
hlöðuna. Við erum því skattlögð und-
ir fölsku yfirskyni og ríkið stelur
þessu í annað. Þetta finnst mér vera
meiri þjófnaður en söluskattskuldir,"
sagði Þuríður Pálsdóttir.
Skáksamband Norðurlanda:
Jóhann valinn skák-
maður Norðurlanda
JÓHANN Hjartarson var valinn skákmaður Norðurlanda árið 1988,
á aðalíundi Skáksambands Norðurlanda. Er þetta í fyrsta skipti sem
þessi nafhbót er veitt.
Á aðalfundinum, sem haldinn var
jafnhliða Norðurlandamótinu í
skák, var ákveðið að halda Norður-
landamótið eftirleiðis þriðja hvert
ár, næst árið 1992 í Svíþjóð. Er
þessi breyting gerð vegna þess hve
opnum mótum í Evrópu hefur fjölg-
að.
Finninn Eero Helme varð á aðal-
fundinum við áskorunum um að
gegna starfi svæðisforseta FIDE í
eitt ár í viðbót, en hann. hafði áður
VARIO
GAMMA/4
ProMinent
Skömmtunardælur
Eigum fyrirliggjandi skömmtunar-
dælur og fylgihluti fyrir allar tegundir
af vökvum t.d. klór, hreinsiefni, áburð-
arlausnir o.s.frv.
Útvegum einnig sjálfvirk stýritæki
fyrir klór, sýrustig og leiðni.
Helstu notkunarstaðir: fiskvinnsla,
matvælaiðnaður, sundlaugar og heitir
pottar, gróðurhús, efnaiðnaður og
annars staðar þar sem nákvæmrar
skömmtunar er krafist.
Það borgar sig að velja það besta.
Einkaumboð á Íslandi:
Þeiœing Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
sagt af sér emb-
ættinu af heilsu:
farsástæðum. í
frétt frá Skák-
sambandi Is-
lands segir að
Helme hafi fal-
list á að sitja út
kjörtímabil sitt,
til að afstýra því_________________
að í odda skærist Jóhann Rjartarson
í norrænu sam-
starfi.
Svíar, sem áttu að taka við for-
mennsku í Skáksambandi Norður-
landa, kröfðust þess að Crister
Wánéus yrði einnig útnefndur
svæðisforseti en hann naut aðeins
stuðnings Svía til þess. Danir
stungu upp á Einari S. Einarssyni
forseta Skáksambands íslands til
starfsins og studdu Norðmenn,
Færeyingar og íslendingar það.
Svíar létu þá að því liggja að svo
gæti farið að þeir segðu sig úr
Skáksambandi Norðurlanda ef
þeirra maður yrði ekki útnefndur
án atkvæðagreiðslu. Einnig kröfð-
ust þeir þess að atkvæðisréttur
færi eftir meðlimafjölda landanna
í stað þess að hvert land hefði eitt
atkvæði. Þá töldu þeir vafasamt að
þeir myndu skipuleggja næsta
Norðurlandamót ef Wánéus yrði
ekki kjörinn svæðisforseti. Til að
höggva á þennan hnút varð sáttatil-
lagan um Helme niðurstaðan.
Einar S. Einarsson mun þó sækja
ársþing FIDE í Puerto Rico í næstu
viku, þar sem Helme getur ekki
sótt þingið og hefur tilnefnt Einar
staðgengil sinn.