Morgunblaðið - 02.08.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 02.08.1989, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 JMwgiiitMMþtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hrossakjöt og kanínur Engin þjóð, allra síst smá- þjóð, hefur efni á því að greiða niður útflutning. Það er eitt að styrkja útflutning með óbeinum hætti í gegnum skattakerfið, og annað að styrkja beint úr ríkissjóði til að greiða niður vörur sem framleiðendur telja sig verða að losna við vegna þess að þeir framleiða of mikið. Slíkt kemur engum til góða nema erlendum kaupendum. Hvorki íslenskir neytendur né fram- leiðendur sjálfir, þegar til lengri tíma er litið, njóta slíkra niðurgreiðslna. Kjarni málsins er að við íslendingar höfum ekki efni á því að niðurgreiða neySluvörur fyrir aðrar þjóðir. Um miðjan síðasta- mánuð greindi Morgunblaðið frá því, að Félag hrossabænda og bú- vörudeild Sambandá'íslenskra samvinnufélaga ættu í samn- ingaviðræðum við japanska kaupendur um sölu á fitu- sprengdu hrossakjöti. í frétt- inni er það haft eftir Halldóri Gunnarssyni, formanni mark- aðsnefndar Félags hrossa- bænda, að Japanir væru til- búnir til þess að greiða 5-6 Bandaríkjadali (um 291-349 krónur) fyrir kílóið af kjötinu. Þetta taldi Halldór Gunnars- son vera gott verðog „nálgist það að þurfa ekki neinar út- flutningsbætur“. Hér er talað eins og það sé eðlilegur hlutur að greiða niður útflutning á hrossakjöti! Skattgreiðendur hafa í ára- tugi staðið undir útflutnings- uppbótum á dilkakjöt. Á nú líka að greiða útflutningsupp- bætur með hrossakjöti?! Þegar upp er staðið eru útflutnings- uppbætur sóun á almannafé, péningum sem aðrir hafa afl- að. Uppbætur á útflutning kunna að vera réttlætanlegar um skamman tíma, ef nauð- syn krefst þess að ákveðinni atvinnugrein sé hjálpað að komast yfir tímabundna erfið- leika, en sem meginregla eru þær sóun. Útflutningsupp- bætur á dilkakjöt eiga sér langa og sérstaka sögu. En það er ekki sjálfsagt mál að greiða líka uppbætur með út- flutningi á hrossakjöti. Fram- leiðendur þess verða að standa á eigin fótum. Það er einkenni of margra á íslandi að vera gjöfulir á annarra manna fé. Stjórn- málamenn skammta úr hnefa til gæluverkefna og þrýstihóp- ar atvinnulífsins gera kröfur sem kalla á aukna skatt- heimtu og álögur á almenn- ing. Atvinnurekendum þykir sjálfsagt að fá fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum í formi hlutafjár eða styrkja af ýmsu tagi. Það er hægt og bítandi verið að ríkisvæða fyrirtækin, gera þau háð opinberum aðil- um og stjórnmálamönnum, og ríkisspeninn verður lífsnauð- synlegur. Síðastliðinn sunnu- dag greindi Morgunblaðið frá vanda sem kanínubændur eiga við að glíma. Þar er haft eftir Auðunni Hafsteinssyni, formanni Landssambands kanínubænda, að umbjóðend- ur hans þurfi að fá tuttugu milljónir króna fyrirgreiðslu frá hinu opinbera til að koma í veg fyrir að rekstur Fínullar hf. stöðvist. Fínull er í eigu kanínubænda, Álafoss og Byggðastofnunar og vinnur fatnað úr ull af angórakanin- um. Hvar ætli þessi vitleysa endi? Hvenær ætlar atvinnu- lífið að hætta að leita undir pilsfald ríkisins, í hvert skipti sem eitthvað á bjátar? Át- vinnurekendur, bændur sem aðrir, geta ekki gert kröfur um stöðuga og aukna opin- bera aðstoð, ekki aðeins vegna skattgreiðenda, heldur einnig sjálfra sín vegna. Þeir eins og skattgreiðendur geta og eiga að gera kröfur til þess að vel sé búið um atvinnulífið og að því sé skapað heilbrigt og stöðugt umhverfi. Hvorki meira né minna. Útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörum eru jafn slæmar og uppbætur á allar aðrar vörur. Það er enginn munur á því að greiða niður hrossakjöt í Japani og niður- greiða lopapeysur á Banda- ríkjamenn, eða fisk í sömu þjóð. En það sem er verra, útflutningsuppbætur líkt og niðurgreiðslur, brengla allar upplýsingar og blekkja fram- leiðendur til þess að framleiða það sem í raun er engin eftir- spurn eftir. Slíkt er sóun á vinnuafli og fjárfestingum. ' MU&U’NBÍÁDÍD' .ttlDVrkl'DAÍÁÍR; 2 ’ AGf^f :1989 ‘r ? 23 í takt við tilveruna Heimsókn til lundaveiðimanna í Álsey þá þagnar hún. Það var notalegt að skríða í kojuna og sofna við söng skrofunnar sem hljómaði vel í takt við hroturnar í þeim er fyrstir sofn- uðu. Með nesti í poka og háfí hendi Veiðimennirnir í Álsey voru ekki að ærast á fætur fyrir allar aldir. Hlustað var á veðrið kl. 10 en síðan fóru menn að finna morgunmatinn og smyija nesti fyrir daginn. Laust eftir hádegi var haldið til veiða. Aust- an kaldi var og skiptu menn sér nið- ur á veiðistaðina. Síðan var haldið af stað með nesti í bakpoka, striga- poka undir veiðina í belti og háf í hendi. Ekki var mikill fugl við, en með því er átt við að ekki hafi mikið verið af fugli á flugi. Veiðimennirnir komu sér fyrir í stöðunum með háf- ana en veiðistaðirnir eru flestir úti á bjargbrún. Þar situr yeiðimaðurinn bak við brík falinn fýrir fuglinum. Þegar fuglinn svífur yfir bríkina sveiflar veiðimaðurinn háfnum elds- nöggt upp, fuglinn situr fastur í net- inu og innan tíðar hefur veiðimaður- inn snúið hann úr hálsliðnum og sent hann inn í eilífðina. Þannig situr veiðimaðurinn við allan daginn og oft á tíðum liggja nokkuð hundruð lunda í valnum eftir daginn. Það bætti hressilega í vindinn þeg- ar leið á daginn og voru menn orðn- ir vindbarðir þegar þeim komu til bóls klukkan að verða fimm, en veiði- mennirnir kalla veiðihúsin í eyjunum ból. Smellt var upp mikilli veislu um kvöldið. Humarforréttur, nautasteik og rjómakruðerí á eftir. Síðan var það gufubaðið og spjall á léttu nótun- um fram eftir. Nýr dagur tók síðan við og leið eins og sá fyrri. Farið í veiði laust fyrir hádegi, komið til bóls seinni part dags og síðan dýrindis steik og Humarveisla í eldhúsi veiðihússins í Álsey. ast með nema lundarnir sem sátu á þúfum sínum í brekkunni fyrir ofan húsið. Þegar kvöldkyrrðin færðist yfir og lundinn var sestur til hvíldar þá fóru aðrir fuglar á stjá. Sæsvalan var farin að tístá og skrofan farin að bæra á sér. Þessir fuglar nætur- innar fara á stjá þegar aðrir hvílast. Undir veiðihúsinu í Álsey hefur skrofa átt hreíður í áraraðir og þeg- ar veiðimennirnir ganga til náða á kvöldin þá er hún að vakna til lífsins og kyijar söngva sína af miklum móð þar til dagur rennur á ný en gufubað með tilheyrandi spjalli á eftir. Þannig líða dagarnir hjá veiði- mönnunum. Hver dagur er þó sér- stakt ævintýr sem ber eitthvað nýtt í skauti sér. Vindáttinn breytist, veitt er á öðrum stað á morgun en í dag. Ef til vill verður meiri veiði eða þá bara engin veiði en þess í stað sólbað og snudd heima við ból. Karlaveldi Veiðifélögin í eyjunum eru karla- veldi þar sem kvenfólk hefur mjög takmarkaðan aðgang að. Þarna fá menn að njóta sín til fullnustu, Lundinn pokaður fyrir heimsendingu á flánum í Alsey. Ágúst Halldórsson að veiða í Ámabring. BJARGVEIÐIMENN í Eyjum er hópur manna sem stundar fugla- veiði og eggjatöku í björgum Eyj- anna. Þessi hópur færist allur í aukana þegar vora tekur, þá fara þeir að kíkja eftir því hvort lund- inn er tekinn heima og hvort svartfuglinn og fyllinn eru orpnir. Eftir að eggjatíma lýkur hefst undirbúningur lundaveiðinnar, en lundaveiði er stunduð í flestum úteyjum við Eyjar og á Heimaey sjálfri. Áður fyrr taldist lundaveiði til hlunninda við jarðir og skiptist eggja- og fuglatekja í hinum ýmsu eyjum á milli þeirra. Þessi háttur er nú löngu aflagður en í staðinn hafa hópar manna stofnað með sér veiðifélög sem nýta Eyjarnar. Kjarninn í þess- um veiðifélögum eru menn sem stundað hafa lundaveiði saman í ára- tugi en síðan bætist í hópinn og hann endurnýjast. Þeir sem stunda lundaveiði í úteyj- unum eru einu nafni nefndir úteying- ar en síðan eru þeir flokkaðir niður og kenndir við þær eyjar sem þeir stunda veiðar í, s.s. Suðureyingar, Álseyingar o.s.frv. Aftur á móti er talað um að þeir sem stunda veiðar á Heimaey séu á heimalandinu. Lundatíminn hefst í byijun júlí og stendur fram undir miðjan ágúst. Allan þann tíma eru menn við veiðar í eyjunum og þeir hörðustu fara út í byijun lundatíma og koma ekki heim aftur fyrr en honum lýkur. í flestum eyjum eru veiðihús sem veiði- félögin hafa byggt og er sífellt verið að breyta og bæta þessi hús þannig að flest eru þau orðin eins og sno- trustu sumarbústaðir. Lundakarlar segja að úteyja- mennskan sé eitt samfellt ævintýr. Ólýsandi unaður sem ekki eigi sér neinn samanburð. Þeir sjá eyjuna sína í hillingum og mestu sælustund- ir ársins eiga þeir meðan á lundatí- manum stendur. Lundakarlarnir rækta með sér ákveðið skopskyn, Lundinn „vel við“ í Álsey. Júlíus Steinarsson; Karl Birgisson, Ágúst Halldórsson og Grímur Gislason tilbúnir að leggja af stað í veiði. sem jaðrar oft á tíðum við að vera svokallaður gálgahúmor. Það er ákveðið kapp og metingur milli eyja og menn láta ýmislegt flakka sín á milli en allt er það þó í góðu gert og menn skilja húmorinn sem felst í pillunum sem þeir senda sín á milli er þeir rabba saman í talstöðina eða þegar þeir hittast. Fréttaritari Morgunblaðsins fékk að fljóta með veiðimönnum í Álsey eina sókn, en svo kalla þeir tímann sem líður á milli þess sem bátar koma að sækja fugl til þeirra og færa þeim vistir, til þess að upplifa þennan draumaheim bjargveiðimanna í Eyj- um. í sturtu undir berum himni Haldið var frá bryggju í Eyjum eftir kvöldmat á föstudegi. Farkost- urinn var Zodiak-tuðra sem ber nafn- ið Álseyjar-Gráni. Siglt var norður fyrir Eyjar og stefnan tekin í vestur- átt. Suðvestan kaldi blés á móti þeg- ar komið var í Smáeyjasund og Áls- eyjar-Gráni skoppaði á bárunni. Framundan var Álsey, draumap- aradís Álseyinga. Eftir góða hálftíma siglingu var siglt inn á Pollinn í Áls- ey. Rennt var að Steðjanum, en svo heitir lendingarstaðurinn við eyna. Farangrinum var hent í land og síðan stukku menn á Steðjann. Uppganga í Álsey er ekki erfið en stuðst er við band þegar tipplað er upp bergið. Veiðihúsið í Álsey er skammt frá uppgöngunni í eyna og innan lítillar stundar vorum við sestir við kaffi- drykkju í eldhúsinu í Álséy. Þegar menn höfðu rifjað upp atburði dags- ins var farið að taka upp farangurinn og koma sér fyrir en síðan beið mannskapsins gufubað. Álseyingar byggðu við veiðihús sitt fyrir fjórum árum og þá settu þeir upp gufubaðsklefa í húsinu. Þeir sögðu að það væri meiriháttar unaður að hafa þetta bað. Eftir að, hafa setið við veiði að deginum til, oft í kalsaveðri og rigningu, þá liðu strengirnir úr skrokknum þegar búið væri að sitja í baðinu í smá stund. Það var afslappandi að sitja í bað- inu og taka þátt í hinu rómaða úteyjaspjalli. Eftir gufubaðið var far- ið í sturtu á pallinum utan við veiði- húsið. Þar böðuðu menn sig undir berum himni og svöl golan lék um kroppinn. Ekkert þurfti að fela því ’ enginn nágranni var til þess að fylgj- bregða á leik, vera veiðimenn að degi og sjá síðan um matseldina þeg- ar komið er heim að kveldi. Jafnvel harðsvíruðustu karlrembur sem aldr- ei koma inn í eldhús heima hjá sér til annars en að borða og kunna ekki að elda eða vaska upp á heima- slóð verða æðstu kokkar í úteyjum með viskustykkið klárt á öxlinni fyr- ir uppvaskið. Hinn sérstaki andi sem ríkir í sam- félaginu einkennist af því að menn eru fljótir að grípa það ef félögunum verður fótaskortur á tungunni og menn fá óspart að heyra mismæli sín eða afbakanir á orðum. Skot- hríðin gengur manna á milli og síðan er hlegið dátt að öllu saman. Það er annar andi sem ríkir þarna en í því samfélagi sem menn eiga að venj- ast. Það telst mikill styrkleiki að hijóta hátt og mikið og menn eru stoltir af því ef þeir ná að vekja félag- ana með því að hijóta hæst allra. Það er því þokkalegur söngur sem. dynur í veiðihúsinu þegar allur hóp- urinn er svifinn til draumalandsins. Þetta er hið ljúfa líf veiðimanns- ins. Þeir lifa þarna fijálsir og óháð- ir, lausir við allt stress og hlaup. Enginn sími truflar. Þeir eru þarna í sambýli við náttúruna, gefa veiði- eðlinu lausan tauminn og njóta þess að vera til í hópi góðra félaga. Borð- aður er góður matur sem menn hjálp- ast að við að laga og það er ekki hægt að hafa áhyggjur af neinu, nema ef til vill því að full margar kalóríur séu innbyrtar á degi hveijum í veislumatnum. Alla vega hafði einn veiðimaðurinn í Álsey orðið nokkrar áhyggjur af því að hann færi að fitna af öllum veislumatnúm og voru félag- ar hans þá fljótir að skjóta á hann að liann væri kominn með kalóríu- móral. 100 kippur legnar Lundaveiðimenn telja feng sinn í kippum. í hverri kippu eru 100 fugl- ar og veiða hörðustu veiðimenn nokkrar kippur á dag ef vel veiðist en veiðimetið á einum degi er um 12 kippur og á Sigurgeir Jónasson veiðimaður í Álsey jiað met. Eftir þriggja daga veru í Álsey var komið að sókn. Sókningsbáturinn, en svo kalla úteyingar bátinn sem sækir fuglinn til þeirra, kom og fór í land með 22 kippur. Þá voru Álseyingar búnir að senda í land um 100 kippur á tveimur vikum, þokkaleg veiði það. Sprangað um bergið og spjallað við lundann Morgunblaðið kvaddi veiðimenn- ina í Alsey og þegar báturinn sigldi frá eynni þá upphófu veiðimennirnir á brúninni mikil húrrahróp. Þeir voru að kveðja sókningsbátinn en þeir hafa það fyrir sið að kveðja bátinn með ferföldu húrrahrópi sem síðan er svarað frá þeim er í sóknings- bátnum eru. Siglt var í átt til Heimaeyjar og smám saman færðist Álsey úr aug- sýn. Veiðimennirnir héldu í kvöld- spjall sitt í veiðihúsinu en við fórum með veiðina til lands fullir skilnings á því hvers vegna lundakarlar fyllast af þessum fiðringi þegar vora tekur. Því hvað er hægt að hugsa sér ljú- fara en líf veiðimannanna sem lifa í takt við tilveruna, spranga um björg- in og spjalla við lundann, lausir við eril hversdagsins. Texti: Grímur Gíslason Myndir: Sigurgeir Jónasson Miklibær í Skagafirði: Niðjar sr. Bjöms Jónssonar og Guðfinnu Jensdóttur hittast Sauöárkróki. ÞEGAR sumarveðrið lék hvað blíðast við Norðlendinga um miðjan júlí hittust í Skagafírði niðjar sr. Björns Jónssonar prófasts á Miklabæ og konu hans, frú Guðfinnu Jensdóttur. Sr. Björn fæddist 15. júlí 1858 og hóf prestsstörf að Miklabæ í Blönduhlíð þann sama dag árið 1889 og því voru nákvæmlega eitthundrað ár frá fyrstu prestsverkum hans þar þegar sungin var messa í Miklabæjarkirkju þann 15. júlí sl. Fimm prestar, afkomendur sr. Björns, önnuðust helgihaldið ásamt þjónandi sóknarpresti á Miklabæ, sr. Döllu Þórðardóttur. Sr. Birni Jónssyni prófasti er svo lýst af einu sóknarbarni hans: „Breytni hans var til fyrirmyndar, bæði utan kirkju og innan. Alls staðar ávann hann sér traust og virðingu þeirra sem kynntust hon- um. Hann var einlægur trúmaður, en þó fijálslyndur og umburðar- lyndur í trúmálum, framúrskarandi skyldurækinn við embættisstörf sín og vildi þar ekki vamm sitt vita, fremur en í öðru. Sr. Björn var hár maður vexti en ávallt heldur grann- leitur. Hann var hinn höfðingleg- asti ásýndum og var auðséð að þar fór fyrirmaður.“ T Þau hjón, sr. Björn og Guðfinna, eignuðust ellefu börn sem öll kom- ust til fullorðinsára og er út af þeim komin mikil ætt. Um 200 manns komu til niðjamótsins í Skagafirði, sem hófst með kvöldvöku í Ár- garði, félagsheimili Lýtingsstaða- hrepps, á laugardagskvöldi, en á sunnudeginum var áðurnefnd guðs- þjónusta í Miklabæjarkirkju. Ritn- ingargreinar lásu þeir sr. Rágnar Fl'alar Lárusson, sr. Þórsteinn Ragnarsson og sr. Jón Bjarman en sr. Stefán Lárusson.prestur í Odda predikaði. Dr. Björn Jónsson lauk svo helgiathöfninni óg fékk til liðs við sig öll yngstu ættmennin sem viðstödd voru. Að guðsþjónustunni lokinni var gengið úí í kirkjugarðinn þar sem blómsveigar voru lagðir á leiði þeirra sr. Björns og Guðfinnu, og leiði sr. Lárusar Arnórssonar, tengdasonar sr. Björns og eftir- manns, og Björns sonar hans. Síðdegis á sunnudag var svo komið saman til Iokahófs í Miðgarði. Að sögn sr. Björns Jónssonar tókst þetta ættarmót í alla staði ágætlega og ekki spillti fyrir að Skagafjörður skaitaði sínu fegursta þessa dagana. Þakkaði sr. Björn öllum þeim sem hönd höfðu lagt á plóginn til þess að gera þetta mót mögulegt, sérstaklega sr. Þórsteini Ragnarssyni, sem áður var sóknar- prestur á Miklabæ, en á hans herð- um hvíldi að miklum hluta undir- búningur mótsins, svo og núverándi sóknarpresti þar, sr. Döllu Þórðar- dóttur, en sr. Þórsteinn er fimmti þjónandi prestur í beinan karllegg föður síns, sr. Ragnars Fjalars Lár- ussonar. - BB. Morgunblaðið/Björn Björnsson Afkomendur sr. Björns Jónssonar og Guðfinnu Jensdóttur saniankonmir í Miklabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.