Morgunblaðið - 02.08.1989, Qupperneq 27
W ra-JÍ>A $ 3U0ACIUFIVHIW enöA.I3M!J£»ÍI0M
MORGUNBLAÐIÐ MIÐyiKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
27
Jóna S. Guðmunds-
dóttir — Minning
Fædd 21. nóvember 1948
Dáin 21. júlí 1989
í dag verður til moldar borin á
Hofi í Vopnafirði; hún Jóna Sigríð-
ur, hún Jóna sem loksins var búin
að láta stóra drauminn rætast, að
kaupa sér íbúð sem fylgdi sérgarð-
ur, þar sem hún gat stundað bú-
skap með blóm, tré og að ógleymd-
um rabbabaranum sínum, ásamt
smákartöflubeði í einu horninu.
Ekki datt okkur í hug, þegar við
sem svo oft áður heimsóttum Jónu
og hún var alsæl að raka saman
töðunni á nýslegnum garðinum og
bauð okkur sem fyrrum sveitafólki
að lykta úr fallegri heyvisk, og
fannst verst að enginn væri skepn-
an til að nýta hana, að þá rúmum
mánuði síðar, kom sú ógnþrungna
harmafregn að Jóna væri dáin,
hefði dáið heima hjá sér, í nýja
sælureitnum sem hún var að mestu
búin að ganga frá af sínu þekkta
hugviti og snyrtimennsku.
Jóna var fædd á Vopnafirði 1948,
dóttir Guðmundar Stefánssonar og
Guðrúnar Kristinsdóttur, sú þriðja
í röðinni af fimm systkinum. Olst
hún upp hjá foreldrum sínum í
Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Jóna fór
ung að sjá sjálfri sér farborða, að-
eins 15 ára þegar hún flutti að
heiman til Reykjavíkur, þar sem
hún vann á nokkrum stöðum, en
lengst af í versluninni Hamborg
sem verslunarstjóri og hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
sem skrifstofustúlka í ýmsum deild-
um þess, síðast og til dauðadags í
skipadeild.
Ekki síst munu litlu frændsystk-
ini hennar sakna Jónu sem hafði
einstakt lag á að láta þau gleyma
tímanum við ærsl og gamanmál,
hvort sem það var heima hjá henni
sjálfri eða hvar sem fundum bar
saman. Þess vegna fannst okkur
synd að Jóna skyldi engin eiga, en
hún var alla tíð einhleyp og barn-
laus, eins og undarlega oft, er með
þá sem eru sérstaklega vel af guði
gerðir andlega og líkamlega.
Vandfyllt verður skarðið hennar
Jónu í augum 2 ára drengsins okk-
ar Sveins Mána sem ekki finnur
lengur hana Nónu frænku eins og
hann kallar hana til að leika sér
við og þiggja af ýmiss konar gjafir.
Það vonum við af heilum hug að
Jóna fái hinum megin smá garð-
blett til eigin nota sem hún geti
unað sér við líkt og áður var. Jóna
lifir þótt hún hverfi úr tilvist okkar
að sinni minningarnar ylja um góða
systir, mágkonu og frænku þótt
árin hérna megin væru alltof fá,
en stundum hefur verið sagt að
þeir dæju ungir sem guðirnir elsk-
uðu heitast.
Við fiytjum Jónu hjartans þakkir
fyrir allt.
Birna, Jói og Sveinn Máni
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja Jónu Sigríði Guð-
mnndsdóttur, sem var okkur góð
vinkona og ógleymanlegur sam-
starfsfélagi úr Skipadeild Sam-
bandsins.
Okkur setti hljóðar þegar við
fengum fréttir af andláti hennar
og fyrsta hugsunin var, af hveiju
Jóna? Hún sem var svo skemmtileg
og lífsglöð, en vegir Guðs eru
órannsakanlegir. Við munum ávallt
geyma í hjörtum okkar minninguna
um glaðværð hennar og umhyggju,
sem einkenndi hana. Við vitum að
hver og einn, sem þekkti hana,
getur rifjað eitthvað upp sem gerir
minninguna um hana bjarta og
kærleiksríka.
Megi almáttugur Guð veita henni
blessun sína og styrkja ástvini í
sorg.
í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin gull af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
Steinn Steinarr.
Fyrir hönd samstarfsmanna
Skipadeildar Sambandsins.
Ester S., Björk R. og Guðrún
Á.
Síminn hringir, það er svarað,
fréttin er: Jóna er dáin. Ung hraust
falleg kona er horfin, það er erfitt
að skilja það.
í dag er til moldar borin Jóna
Sigríður Guðmundsdóttir frá
Vopnafirði, fædd 21. nóvember
1948. Ég kynntist Jónu, þegar hún
kom fyrst til Reykjavíkur með syst-
ur -minni. Vinkonurnar, fimmtán
ára komu til að vinna. Þær fengu
fljótt vinnu og Jóna varð eins og
stóra dóttir mín. Hugur hennar
beindist að verslunarstörfum, hún
fékk vinnu við verslun. Árin liðu,
Jóna var komin í verslunina Ham-
borg, hún var alltaf velkomin á
mitt heimili, og hún kom oft eftir
vinnu, og við spjölluðum mikið. Hún
var ekki lengur eins og dóttir, hún
var orðin vinkona mín. Jóna var í
nokkur ár í Hamborg, en hana lang-
aði utan og hún fór til New York
og var þar í eitt ár að læra málið.
Þegar hún kom heim, bjó hún hjá
mér og fór að vinna í versluninni
Hamborg í Bankastræti. Hún var
þar verslunarstjóri. Nokkru síðar
fór hún að vinna hjá Sambandi *»
íslenskra samvinnufélaga, og vann
þar til síðasta dags. Jóna átti íbúð
á Grettisgötu, en var nýlega flutt
í aðra íbúð sem hún keypti, og var
mjög ánægð með. Hún var dugleg
og ákveðin, og glaðlynd þó eitthvað
blési á móti. Að lokum vil ég þakka
Jónu allar samverustundir okkar.
Foreldrum hennar, systkinum og
öðrum ættingum, votta ég og allar
vinkonurnar hennar okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Ninna
LANCIA
RÝMINGA
■
Bílakaup ársins!
Við eigum til nokkra MAZDA og LANCIA bíla árgerð 1989, sem við seljum í dag og
næstu daga á sérstöku verði til að rýma til fyrir 1990 árgerðunum, sem eru væntanlegar
í haust.
Dæmi um verö: Fullt verð Verð nú Þú sparar
MAZDA 32Í3 dyra LX 1.3L 5 gíra Super sport 727.000 662.000 65.000
MAZDA 32Í3 dyra GLX 1.51 sj.sk. Super Special 856.000 757.000 99.000
MAZDA 323 5 dyra LX 1.3L sj.sk. Super Special ! 801.000 718.000 83.000
MAZDA 323 4 dyra GLX 1.5L sj.sk. vökvast. Super Special 929.000 . 827.000 102.000
MAZDA 323 3 dyra GTi 1.6i 5 gíra m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.049.000 927.000 122.000
MAZDA 323 4 dyra TURBO 5 gíra 150 hö. m/vökvast./álfegum/vindsk. 1.236.000 1.093.000 143.000
MAZDA 626 4 dyra GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.198.000 1.103.000 95.000
MAZDA 626 5 dyra Station GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.300.000 1.181.000 119.000
MAZDA 626 2 dyra Coupe GLX 2.0L 5 gíra/vökvast. 1.150.000 1.026.000 124.000
MAZDA 626 2 dyra Coupe GTi 2.0L 148 hö. m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.415.000 1.270.000 145.000
MAZDA 929 4 dyra GLX 2.2L m/sj.sk./vökvast. 1.550.000 1.257.000 193.000
LANCIA SKUTLA Deluxe (’88 árg.) 501.000 416.000 85.000
LANCIA SKUTLA „FILA“ (’88 árg.) 515.000 425.000 86.000
Greiðslukjör við allra hæfi — Lánstími allt upp í 21/2 ár!
Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax, því aðeins er um tak
markað magn að ræða!
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1.S 6812 99