Morgunblaðið - 02.08.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
33
Mirming:
Þorvaldur Guðmundsson
fyrrum bóndi Deplum
Fæddur 10. maí 1899
Dáinn 21. júlí 1989
Þorvaldur Guðmundsson lést í
Sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. júlí sl.,
90 ára að aldri. Hann átti við van-
heilsu að stríða síðustu árin og eft-
ir að hann missti konu sína Krist-
jönu, sem lést í maí sl., var honum
efst í huga að fá hvíld og fylgja
henni eftir.
Þorvaldur fæddist að Þrasastöð-
um í Stíflu 10. maí 1899, ættaijörð
forfeðra sinna, kominn af rótgrón-
um skagfirskum bændaættum.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Bergsson, bóndi á Þrasastöðum og
kona hans Guðný Jóhannsdóttir, en
hún dó 41 árs að aldri frá átta
börnum, það yngsta þriggja ára.
Föðurforeldrar Þorvaldar voru
hjónin Bergur Jónsson, bóndi á
Þrasastöðum og Katrín Þorfinns-
dóttir, Jónssonar útvegsbónda á
Hóli í Siglufirði. Móðurforeldrar
Þorvaldar voru Jóhann Magnússon,
bóndi á Sléttu í Fljótum og kona
hans Sigríður Jónsdóttir, bónda á
Sléttu, Olafssonar.
Þann 20. september 1920 gekk
Þorvaldur að eiga Kristjönu Magn-
úsdóttur frá Koti í Svarfaðardal, f.
að Skuggabjörgum í Deildardal, 26.
september 1899, en hún lést í
sjúkrahúsinu á Siglufirði 27. maí
1989.
Þorvaldur og Kristjana bjuggu á
Deplum, næsta bæ við Þrasastaði,
til ársins 1943, eða tæp tuttugu ár,
og síðar nokkur ár í Tungu í sömu
sveit, en fluttu þá til Siglufjarðar.
Þorvaldur var farsæll bóndi. Depiar
voru ekki stór jörð, en með dugn-
aði og eljusemi kornust þau hjón
vel af. Þeim var báðum í blóð borið
að hirða vel um skepnur sínar og
láta sér annt um þær.
Á þessu tímabili var Sigluíjörður
í miklum uppgangi og sogaði til sín
vinnuafl úr nærliggjandi sveitum.
Bændur stóðu uppi liðfáir, þegar
unga fólkið tindist burtu. Vélvæð-
MINOLTA
Netta
Ijóspitunapválin
sem ekkert fer
fyrir
Lítil og handhæg vél sem ávallt
skilar hámarksgæöum.
Auðveld í notkun og viðhaldi.
T ekur ýmsar gerðir og stærðir
pappírs.
Sterk vél sem óhætt er að reiða
sig á.
Útkoman verður
oaöfmnanleg með
Minoltaff-30
[kiaran
Síðumúla 14,108 Reykjavík, s:(91) 83022
ing var þá ekki komin til sögunnar
nema að litlu leyti, og margir bænd-
ur gáfust upp á búskapnum.
Þorvaldur átti trausta og dug-
mikla búkonu. Þegar hann brá bú-
skap, studdu þau hvort annað í
gegnum erfiðleika sem því fylgdi
að laga sig að gerbreyttum lifnaðar-
háttum eftir að þau fluttu í þétt-
býlið. Á Siglufirði stundaði Þoi-vald-
ur algenga verkamannavinnu á
meðan heilsa hans leyfði. Við litla
snyrtilega húsið þeirra á Túngötu.
33 var stór viðarköstur í einu horni
lóðarinnar. Þar voru spýtur og
sprek, sem Þorvaldur safnaði sam-
an og notaði til þess að drýgja með
kolin sem þá voru notuð til upphit-
unar húsa.
Komu þar fram eðliskostir ætt-
menna hans margra, sem voru nýtni
og búhyggindi.
Síðustu æviárin dvöldu Þorvaldur
og Kristjana á ellideild Sjúkrahúss
Sigluíjarðar. Þar var vel hugsað
um þau og starfsfólkið sérstaklega
alúðlegt og nærgætið við það aldur-
hnigna fólk, sem þar dvelur.
Börn Þorvaldar og Kristjönu eru:
Guðmundur; bóndi á Laugarbökk-
um í Ölfusi, giftur Gunnhildi
Davíðsdóttur, Eggertssonar bónda
frá Litla-Hamri í Eyjafirði, og konu
hans Sigríðar Sigurðardóttur.
Magnús; rafvirkjameistari búsettur
í Osló. Guðný; húsfreyja í
Reykjavík, gift Eiríki Ásgeirssyni,
vélvirkja og verkstjóra hjá Land-
smiðjunni, Guðmundssonar frá
Þorfinnsstöðum, Önundarfirði og
konu hans Ingibjargar Jóhannes-
dóttur. Anna Snjólaug; starfaði
lengst af við hjúkmn í Arnarholti
á Kjalarnesi, lést 5. nóv. 1967, 28
ára að aldri, ógift og barnlaus.
Hörður; bifvélavirkjameistari, rekur
bílaverkstæði í Kópavogi, giftur
Ingibjörgu Þ. Hallgrímsson hjúkr-
unarfræðingi, Jóns Þ. Hallgríms-
sonar læknis í Reykjavík og konu
hans Steingerðar Þórisdóttur.
Afkomendur Þorvaldar og Kristj-
önu eru nú nær því 40 talsins.
Þegar Þorvaldur er nú kvaddur
hinstu kveðju, munu margir hugsa
með hlýhug og þakklæti til þeirra
hjóna. Þau voru gestrisin og góð
heim að sækja.
Þoi-valdi föðurbróður mínum vil
ég þakka fyrir vinsemd og tryggð
við föður minn á meðan hann lifði.
Samband þeirra bræðra var náið,
bújarðir þeirra lágu saman í sveit-
inni, og eftir að þeir voru báðir flutt-
ir til Siglufjarðar lágu leiðir þeirra
þar saman.
Börnum þeirra og barnabörnum
sendi ég samúðarkveðjur.
Gyða Jóhannsdóttir
Það er fátt sem kemur í veg fýrir
að Renault 19 verði mikíls metinn á íslandi.
Hann keppir við þá vinsælustu
í sínum flokki.
Samkeppnin á markaönum
Hönnun og þróun Renault 19 miöaö-
ist strax í upphafi viö samkeppni frá
Evrópskum og Japönskum bílum.
Kröfur bílkaupenda aukast jafnt og
þétt, þess vegna er þörfin fyrir
Renault 19 til staöar.
Tæknilegur tímamótabíll
Renault 19 GT5, er meö nýja 80
hestafla „Energy" véi, meö 2ja hólfa
blöndungi. Vélin er 1390 cc, Ara
strokka og smíðuö til aö standast
ströngustu kröfur um mengunarvarnir
í Evrópu og Bandarikjunum. Spar-
neytnin er ótrúleg, bensíneyöslan er
milli 5 og 6 lítrar á hundað kílómetr-
um. Hámarkshraöi er 173 km/klst.
Fjöörunin er sérstaklega styrkt til aö
gefa bilnum góöa aksturseiginleika,
jafnt í innanbæjarakstri sem á malar-
vegum.
Gírkassinn er 5 gíra og er gírskipting-
in eins og best gerist í dýrari bílum.
GTrkassi og drif hafa sérstakt smur-
olíukerfi sem aldrei þarf aö bæta á
eöa skipta um olíu.
Renault 19 GTS
kostar frá
799.399.-
Óbreytt kynningarverö
Þrátt fyrir gengisbreytingu aö undan-
förnu, veröur Renault 19 enn um
sinn á óbreyttu kynningarveröi.
Einfalt mál aö semja
Þú semur um þau kjör sem henta
þér best. Viö tökum notaöa bíla í
góöu ástandi sem greiðslu upp í nýj-
an Renault 19.
Greiðslukjörin eru til allt aö 2A mán-
aöa.
Engin áhætta
Þú tekur enga áhættu þegar þú
kaupir Renault 19. Bílinn kaupir þú
meö 30 daga skilarétti, sem þú getur
notaö til aö kynnast bílnum nánar.
Sértu ekki ánægö(ur) meö kaupin
getur þú einfaldlega skilað bílnum
innan 30 daga frá kaupdegi. Nánari
upplýsingar um skilaréttinn á Renault
19 færöu hjá sölumönnum.
Bílaumboðið hf
Krókhðlsi 1, Reykjavík, sími 686633
Renault 19 er meö 6 ára ryövarnarábyrgö