Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 35

Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUH 2. ÁQÚ&T ,19^9 Guðrún Guðjóns- dóttír — Kveðjuorð Fædd 24. desember 1903 Dáin 25. júlí 1989 Það var árið 1951, eða fyrir hart- nær 40 árum, sem ég kynntist þeirri fjölhæfu listakonu og hugsjónakonu, Guðrúnu Guðjónsdóttur. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna voru þá nýstofnuð og við vorum báð- ar í stjórn s.amtakanna. Það duldist engum við fyrstu kynni við Guðrúnu Guðjónsdóttur, að þar fór engin hversdagskona. Þar var kona athafna ekki síður en orða og áætlana. Mér er það minnisstætt, að þegar samtök okkar, nýstofnuð og févana að sjálfsögðu, ákváðu að þýða skýrslu kvennanefndar sem Alþjóða- samband lýðræðissinnaðra kvenna sendi til Kóreu til að kanna stríðsglæpi í Kóreustytjöldinni var Guðrún einn helsti hvatamaðurinn að því að við gæfum hana út og hæfum þar með starf okkar. Það var úr að við gerðum það, og reyndist útgáfan okkur nokkru kostnaðar- samari en við var búist, auk þess sem okkur gekk verr að .selja skýrsluna en við höfðum reiknað með. Þegar við komum saman á næsta stjórnar- fund eftir útgáfu skýrslunnar vorum við því heidur framlágar og svartsýn- ar á peningamálin, það var ekki gæfulegt fyrir nýstofnað félag að byrja starfsferil sinn með skuldir í prentsmiðju. Þá sagði Guðrún Guð- jónsdóttir: „Þetta lagast, við þurfum bara að hafa tíma.“ Þetta sagði hún með svo miklum sannfæringarkrafti, að okkur létti mikið. Ég spurði hana hvernig hún hyggðist bjarga þessum málum. „Það eru til svo margir góð- ir menn, sem vilja leggja góðu mál- efni lið að ég veit okkur tekst það“ var hið sannfærandi svar hennar. Og okkur tókst þetta. Guðrún hafði forgöngu um það, að við fórum af stað og gengum milli manna og báð- um um fjárstyrk fyrir þetta fyrsta verkefni samtakanna. Og nokkrum mánuðum seinna gátum við borgað allar okkar skuldir vegna skýrslunp- ar. Þessarar gerðar var Guðrún. Hun gafst aldrei upp þegar hún var að vinna að hugsjónum sínum. Og ég held að hún hafi sannað okkur að oftast er „vilji allt sem þarf“. Við Guðrún sátum árum saman í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, og við unnum mik- ið saman þar fyrir utan, og á ég margar góðar minningar um sam- starf okkar. Eitt af hugsjónamálum Guðrúnar var að koma upp tómstundaheimili fyrir börn, en þetta var á þeim árum sem húsmæður voru að fara út á vinnumarkaðinn, og algengt að börn- in væru eftirlitslítil heima með lykil um hálsinn. Að tilhlutan Guðrúnar stofnuðu Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna, ásamt Mæðra- félaginu, nefnd til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Nefnd þessi starf- aði nokkur ár, og safnaði peningum í fyrirhugað tómstundaheimili. Eitt af því sem við gerðum var að hafa skyndihappdrætti, og hafði Guðrún forgöngu um það eins og margt ann- að. Hún ákvað að happdrættisvinn- ingarnir allir skyldu vera listmunir, og minnir mig að hún hafi safnað þeim öllum, eða a.m.k. flestu sjálf. Happdrættið gekk vel, og þá vildi Guðrún að við hæfum starfsemi, þó í litlu formi yrði til að byija með. Hún bauðst til að láta í té húsnæði og sjá um börnin, endurgjaldslaust. Þá var að útvega húsgögn og annað sem rekstrinum þyrfti óhjákvæmi- lega að fylgja. En eftir að við höfðum látið gera kostnaðaráætlun, þar sem í ljós kom að við yrðum að taka all- nokkurt lán til að koma jafnvel þess- um frumstæða rekstri á laggirnar, var það skoðun meirihluta nefndar- kvenna og stjórna félaganna, að ekki væri hægt að leggja í þessa áhættu að svo stöddu. Við héldum því áfram að safna peningum, en það varð í litlum mæli eftir þetta, og peningarn- ir sem við áttum brunnu á báli verð- bólgu, og voru síðar notaðir í annað. Man ég hvað það voru Guðrúnu mik- il vonbrigði. Enn í dag sé ég eftir því að við skyldum ekki leggja út í þetta. Þetta er fátt eitt af því sem er að minnast af samvinnu minni við Guðrúnu, en þetta lýsir vel þeim stór- hug sem þessi óvenjulega kona var gædd. Þá var Guðrún fjölhæf listakona, hún samdi bækur, málaði og hann- aði pijóna- og vefnaðarmynstur, og hefur mér oft verið hugað til þess hve mörg tækifæri kona með hennar hæfileika hefði átt, ef hún hefði ver- ið ung í dag, en ekki á árum kreppu og örbirgðar. Að síðustu þakka ég Guðrúnu fyr- ir allt okkar samstarf, sem aldreibar skugga á í hartnær 40 ár. Ég votta aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. María Þorsteinsdóttir Amma mín, Guðrún Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1903. Foreldrar hennar voru Guðjón Brynjólfsson, verkamaður og Guð- laug Eyjólfsdóttir, húsmóðir. Guðrún ólst upp í Reykjavík og lauk þar barnaskólanámi. Árið 1919 tók hún inntökupróf í Verslunarskólann í Reykjavík en fátækt kom í veg fyrir lengri skðlagöngu. Námsferill henn- ar hélt þó áfram því hjá Guðrúnu fór saman opinn hugur og góðar gáfur. Hún var gædd heilbrigðu sjálfs- trausti og horfðist óhrædd í augu yfir heiminn. Á unglingsárum réðst hún eitt sinn í vist á „betra heimili" í Reykjavík. Þegar hún komst að því að henni var ekki ætlað að matast við sama borð og Qölskyldán, hætti hún .í vistinni og sagði móður sinni að þangað færi hún aldrei aftur. Þetta litla atvik sem Guðrún sagði mér frá, finnst mér lýsa vel skap- gerðareiginleikum hennar. Henni var í blóð borin sterk réttlætiskennd og vakandi áhugi fyrir mannlegu sam- félagi. Hún ólst upp við kröpp kjör og hreifst ung af hugsjónum sósíal- ismans. Sósíalistahreyfingin varð vettvangur hennar í löngu og miklu félagsstarfi og starfaði hún m.a. með Kvenfélagi sósíalista, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og MÍR. Aðalstarf hennar á sviði félags- mála var þó innan KRON en hún sat í stjórn félagsins frá 1945 til 1969. Guðrún var verslunarmaður í Reykjavík 1919—1923 og símakona hjá Bæjarsímanum í Reykjavík 1923—1932, með nokkrum hléum. Árið 1926 giftist Guðrún Stefáni Jakobssyni (f. 1895, d. 1964). Fyrsta árið eftir að þau giftu sig bjuggu þau að Galtafelli í Hrunamanna- hreppi, þar sem Stefán hafði tekið við búi eftir föður sinn. Ári síðar fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Stefán lagði fyrir sig múraraiðn og varð múrara- meistari um 1940. Þau eignuðust þijá syni, Hreggvið (f. 1927), Hrafn- kel (f. 1930, d. 1983) og Stefán Má (f. 1938). Mikil vandvirkni einkenndi öll störf Guðrúnar og á heimili þeirra Stefáns ríkti smekkvísi og reglu- semi. Þó grunar mig að húsmóður- störf hafi aldrei verið ömmu minni sérstaklega hugleikin. Áhugi hennar á lífinu var óþijótandi og listir og menning skipuðu stóran sess í liuga hennar. Guðrún hafði ákveðnar skoð- anir og var hreinskilin og hreinskipt- in í orði og verki. Hún lá ekki á skoðunum sínum og átti það til að segja mönnum óþvegið til syndanna og fór þá ekki í manngreinarálit. En þó Guðrún væri skapmikil kona var hún manna sáttfúsust og tók aldrei þátt í illdeilum. Heiðarleiki var henn- ar einkunnarorð. Hún hafði eigin sannfæringu að leiðarljósi • í hveiju því sem hún tók sér fyrir hendur og máttu þá aðrir hugsa og segja hvað þeir vildu. Allur heimurinn og allir menn komu henni við. Með sama hlýhug orti hún til bræðra sinna í Víetnam og Afríku, til japanskrar móður, drengs í Kóreu og til vina sinna og ættingja. Hún trúði á stórar hugsjónir. Og þó framkvæmd þeirra færi stundum á annan veg en hún óskaði, og stríð og böl mannkynsins gengi henni nærri, kom uppgjöf aldr- ei til greina. Mér finnst sálarstyrkur hennar koma vel fram í vísu sem hún orti um ljósið: Þú ert ljósið, sem lýsir mér skærast, þú ert ljósið sem yfir mér skín, ég mun sýna og sanna öllum heimi, að um síðir ég kemst upp til þín. Stundum þegar ég kom úr heim- sókn frá Guðrúnu ömmu minni, gat ég ekki varist því að bera saman stöðu okkar í tilverunni. Ég stóð ein en hún í fylkingu hugsjónamanna og barðist með fulltingi almættisins. Það var ekki auðvelt að deila við slíka konu. Þó lífskraftur Guðrúnar væri mik- ill átti hún einnig til þíða og við- kvæma strengi. Hún var listhneigð og hafði yndi af ljóðum. Þegar tími gafst, undi hún við ljóðalestur, ljóða- þýðingar og ljóðagerð. Tvær ljóðabækur komu út eftir Guðrúnu, Opnir gluggar (1976) og Gluggar mót sól (1988). Hún skrifað einnig og þýddi barnasögur og ævintýri. Alls birtust 10 bækur eftir Guðrúnu á prenti, frumsamdar og þýddar. Vefnaður og handíð var Guðrúnu áhugamál. Hún litaði band úr íslenskum jurtum og óf úr því dúka og myndir. Einnig pijónaði hún og hannaði fatnað úr íslenskri ull. Sam- hliða þessum hugðarefnum sínum og félagsstörfum vann Guðrún við mót- töku ferðamanna fyrir Ferðaskrif- stofu ríkisins 1950—1968, og var gæslukona á Þjóðminjasafninu og Listasafni Einars Jónssonar í nokkur ár eftir 1971. Nú er komið að leiðarlokum. Að baki er löng og starfsöm ævi. Lífið færði Guðrúnu sigra og eflaust einn- ig vonbrigði. Sigrarnir voru þó miklu stærri, því með lífsreynslunni óx þroski hennar og skilningur á mönn- unum. Það var því gaman og lær- dómsríkt að tala við ömmu. Andi hennar hélst ungur þó líkaminn hrömaði. Fram undir það síðasta bjó Guðrún í eigin íbúð en naut nábýlis við fjöl- skyldu Stefáns Más, yngsta sonar síns, á Háteigsvegi 30. Síðastliðinn vetur fór heilsu hennar hrakandi. í vor fluttist Guðrún á heimili Stefáns Más og konu hans Kristínar Ragn- arsdóttur í Stigahlíð 93. Ég fann vel að það var henni léttir þó sambúðin hafi orðið styttri en við hugðum. v Þegar Gleym-mér-ei lokar auga sínu og blærinn sefur rótt í kvöldkyrrðinni dreymir þröstinn í trénu og við mætumst í himinblámanum. (Guðrún Guðjónsdóttir) Af heilum hug þakka ég Guðrúnu ömmu minni samfylgdina, og bið henni velfarnaðar á vegferð sinni til ljóssins. Ragnheiður Hrafhkelsdóttir IBREfl Bútsagir VER2LUNIN Laugavegi 29 Simar 24320 - Hótel, veitingahús, sölu- skálar og mötuneyti. Hjá RV fáiö þiö servíettur, dúka, kerti, diska- og glasa- rpottur á ótrúlega lágu veröi. REKSTRARVÖRUR Draghálsi 14-16 • 110 Rvfk • Simar: 31956 - 685554 suet«m ssíSS®: FUJ.coL°e )!| FUJICOLOR I CO^.OR 498.00. ^rf mKÖ\\unar- .SSEssssr---. KiiecfflMEetim Skipholti31 - Simi 680450 Er þetta ekki ofninn sem þú hefur beðið eftir? Frábær og ánægjuleg nýjung — stórt og mikilvirkt tæki jafnt fyrir heimilið sem sumarbústaðinn. • Örbylgjuofn* Blástursofn* Grillofn — Allt i samatæk- inu. 1929 %60 ÁRA^i989 AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 39.600, nú kr. 33.660. Staðgreitt kr. 31.975 — spamaður 7.625! Borgartúni 20, sími 26788 Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboösmönnum okkar um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.