Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/C 175. tbl. 77. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ungverjaland: Austur-Þjóðveijum veitt pólitískt hæli? Búdapest. Reuter. UNGVERJAR kunna senn að veita austur-þýskum flóttamönnum pólitískt hæli, að sögn Judit Toth, sem er háttsettur embættismaður í þeirri deild innanríkisráðuneytis Ungverjalands er Qallar um málefhi flóttamanna. I viðtali við ungverska útvarpið sagði Toth að verið væri að undirbúa lög um meðferð flóttamanna sem senn yrðu lögð fram á þingi. Sá tími væri líklega ekki langt undan að austur-þýskum flóttamönnum yrði veitt pólitískt hæli í Ungverjalandi. Helmut Scháfer, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu í Bonn, sagði að vestur-þýsk stjórnvöld styddu áform Ungveija um að taka á máli austur-þýskra flóttamanna. Sendi- Rekinnfyrir að gagnrýna Thatcher Lundúiium. Reuter. AGANEFND bresku utanríkis- þjónustunnar hefur úrskurðað að Patrick Haseldine, annar sendi- ráðsritari, hafi með gagnrýni sinni á Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, brotið starfsreglur um afskipti af sljórn- málum og samskipti við fjöliniðla og verði því leystur frá störfum. Haseldine hefur undanfarin ár starfað í utanríkisráðuneytinu í Lon- don eftir að hafa m.a. gegnt starfi í breska sendiráðinu í Siérra Leone og verið í láni hjá breskum neytenda- samtökum. I desember síðastliðnum gagnrýndi hann Margaret Thatcher í lesendabréfi til dagblaðsins Guar- dian fyrir tvöfeldni í utanríkismál- um. Hann sagði m.a. að Thatcher sakaði Belgíumenn og íra um að sýna hryðjuverkamönnum miskunn á meðan hún sjálf sýndi stjórnvöld- um í Suður-Afríku linkind. herra Þýskalands í Búdapest myndi senn heija viðræður um þetta mál við innan- og utanríkisráðherra Ung- veijalands. Frá því Ungveijar hófu að rífa niður ,járntjaldið“ á landa- mærum sínum er liggja að Aust- urríki hafa þeir haft afskipti af um 500 Austur-Þjóðveijum, sem reynt hafa að komast til Austurríkis með ólöglegum hætti. Þá eru nú í Ung- veijalandi 30 þúsund rúmenskir flóttamenn, sem þangað hafa flúið frá 1986. Rúmenar kölluðu í gær heim sendiherra sinn í landinu í mótmælaskyni við það að birt skyldi viðtal við Mikael, fyrrum Rúmeníu- konung, í ungverska sjónvarpinu. Fyrr á þessu ári undirrituðu Ung- veijar flóttamannasamþykkt Sam- einuðu þjóðanna en það hafa önnur austantjaldsríki ekki gert. í næsta mánuði verða opnaðar tvennar flótta- mannabúðir í Ungveijalandi. Reuter Hundruð líbanskra flóttamanna sjást hér á leið suður til landræmu á mörkum Líbanons og ísraels sem Israelsstjórn hefúr hernumið til að hindra að skæruliðar laumist að norðan inn í landið. Flóttamennirn- ir sögðust óttast að Bandaríkjamenn myndu gera loftárásir á bækistöðvar islamskra skæruliða sem hliðhollir eru írönum. Islamskir skæruliðar um mál Bandaríkjamannsins Josephs Cicippios: Segjast fresta aftökunni að beiðni vinveittra ríkja Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir íransstjóm vinna að lausn málsins af einlægni Beirút, Washington, Damaskus, Teheran. Reuter. SKÆRULIÐAHOPUR íslamskra ofsatrúarmanna í Líbanon sagði í gær að aftöku bandaríska gíslsins Josephs Cicippios, sem boðuð Pósthús- svalir hrynja í Kíev 11 manns fórust og tveir slösuðust al- varlegaþegar svalir á þakbrún aðalpósthússins í borginni Kiev í Sovétríkjunum hrundu á miðviku- dag. Fjöldi fólks hafði stansað undir svölunum til að bíða af sér rigning- arhryðju. Að sögn dagblaðsins Pröv- du hafa íbúar borgarinnar löng- um varað við slæmu ásigkomu- lagi hússins en við- gerðum ætíð verið slegið á frest. Talið er að titringur frá steinborum hafi m.a. veikt steyp- una í svöfunum. Reuter hafði verið í gærkvöldi, hefði ver- ið frestað. Yfirlýsing Samtaka byltingar og réttlætis, eins og hópurinn nefnir sig, var birt um hálftíma áður en frestur, er sam- tökin höfðu veitt, rann út. í henni segir að þetta hafi verið gert til að sýna virðingu „þeim ríkjum sem reynt hafa að miðla málum vegna þess að Bandaríkjamenn grátbáðu þau um slíka hjálp“. Samtökin setja enn sem skilyrði fyrir lausn Bandaríkjamannsins úr haldi að sheik Abdel-Karim Obeid, leiðtoga Hizbollah-samtak- anna, verði sleppt. ísraelar rændu Obeid í síðustu viku til að reyna að koma á fangaskiptum við íslamska skæruliðahópa í Líban- on. Margaret Tutweiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, gaf í skyn í gærkvöldi að íranir hefðu haft milligöngu um frestun aftök- unnar en stjórnmálasamband er ekki milli ríkjanna. „Við höfum haft sam- band við Iransstjórn með ýmsum aðferðum og höfum ekki ástæðu til að efast um að íranir vinni að lausn málsins af einlægni.“ Tutweiler bætti því við að Sýrlendingar og Sovét- menn hefðu einnig látið í ljós ósk um að stuðla að lausn deilunnar. Nokkuð hefur slaknað á spennu vegna gíslamálsins eftir yfirlýsingu skæruliðanna en Bandaríkjastjórn hefur stefnt gífurlegum flota her- skipa, þ. á m. flugvélamóðurskipum, að ströndum Líbanons. Önnur her- skip eru á leið til Persaflóa en klerka- stjórnin í íran er talin geta haft mik- il áhrif á framvindu mála þar sem margir af skæraliðahópunum í Líbanon njóta stuðnings Irana. Heimildarmenn í íran sögðu í gær að Bandaríkjastjórn hefði komið þeim skilaboðum aleiðis til stjórn- valda í Teheran að íranir yrðu dregn- ir til ábyrgðar ef fleiri bandarískir gíslar yrðu drepnir í Líbanon. Á mánudag sögðu samtök, er tengjast Hizbollah, að þau hefðu drepið bandarískan gísl, William Higgins ofursta. íranir styðja Hizbollah sem eru samtök shíta-múslima. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa iitla möguleika á því að frelsa níu .bandaríska gísla í Líbanon með vopnavaldi þar sem þeir vita ekki hvar gíslarnir eru hafðir í haldi. Tak- markaðar loftárásir á skæruliðabúðir í Líbanon eða herbækistöðvar í íran eru taldar myndu hafa lítil áhrif. Sjá ennfremur „Orlög gíslanna sögð ... “ á bls. 16. Flugslys í Grikklandi: Óttast að 34 hafi farist með vélinni Aþenu, Reuter. FARÞEGAVÉL frá gríska flug- félaginu Olympic Airways brot- lenti á eynni Samos í gærkvöldi og var óttast að allir um borð, 31 farþegi og þriggja manna áhöfn, hefðu farist er síðast fréttist. Vélin var bresksmíðuð, tveggja hreyfla skrúfúþota af gerðinni Short Brothers. Vélin var á leið frá Saloniki á meginlandi Grikklands og flug- mennirnir farnir að búa sig undir lendingu á eynni þegar hún hvarf skyndilega af ratsjá, að sögn tals- manns flugfélagsins. Björgunar- menn úr her og flota héldu þegar af stað til leitar í bátum og þyrlum en slysið varð á Ijöllóttum stað sem erfitt er að nálgast á bíl. Skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma höfðu fundist nokkur lík og benti allt til þess að enginn hefði lifað af. Olympic Airways neitaði að skýra frá þjóðerni farþeganna fyrr en vitað væri um örlög þeirra en nöfnin voru lesin upp í útvarpsstöð og virtust öll vera grísk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.