Morgunblaðið - 04.08.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 04.08.1989, Síða 12
n 12 «861 TSÍfOA l mnwr'nröl &WÁWnÍ3B0tt' -MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. AGUST-1989 Reykingar í sjúkrahúsum eftir Daníel Ágústínusson Tóbaksvarnarlögin Með setningu tóbaksvarnarlag- anna nr. 74/1984 er markaður mik- ilvægur áfangi í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Lögin vernda fólk fyrir tóbaksreykingum í samgöngutækj- um og mörgum stofnunum, óski það eftir. Þau eiga vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á reykingavenjur fólks og breyta almenningsálitinu gagnvart reykingum, einkum og sér í lagi, ef sem flestir einstaklingar nýta sér þann rétt, sem Iögin leggja þeim í hendur. Matthías Bjarnason á heiður og þökk skilið vegna skeleggrar bar- áttu sinnar fyrir framgangi málsins á Alþingi, er hann var heilbrigðis- ráðherra 1984. Það var alls ekki einfalt mál. Almenningsálitið skellti lengi vel skolleyrunum við aðvörun- um sérfræðinga um hættur af tóbaksreykingum og allar viðvaran- ir gegn þeim þóttu sérviskulegar og gamaldags. Krabbameinsfélagið og margir ágætir læknar töluðu lengi fyrir daufum eyrum. Það þótti svo dæmalaust fínt að reykja. Laga- setning á þeim árum hefði verið flokkuð undir brot á almennum mannréttindum. Lögin bera það með sér að þau eru fyrsti áfangi á þeirri löngu leið að gera ísland reyklaust land. Und- anþágur eru margar og linlega til orða tekið. Áreiðanlega hefur verið tekið mið af því hvað talið var fram- kvæmanlegt á þeim árum. Sjálfsagt hefur ekki verið hægt að komast lengrá þá, enda engin fordæmi um slíka löggjöf. Lögunum ber því sannarlega að fagna og halda síðan baráttunni áfram, jafnt og þétt, þar til fullur sigur er unninn. Framkvæmd tóbaksvamarlag- anna skiptir miklu máli. Hér eiga hlut að máli heilbrigðisráðuneytið, skólar, fjöldi stofnana og allir þeir einstaklingar sem vilja skipa sér í sveit gegn þeirri hættu sem tóbaks- reykingar valda. Stöðug kynning á lögunum og tilgangi þeirra þarf að fara fram í fjölmiðium, enda rökin næg hvert sem litið er. Það er ófuil- nægjandi að halda bara uppi áróðri á reyklausa deginum 12. apríl ár hvert. Hér þarf miklu meira starf enda gert ráð fyrir því í lögunum. Mér finnst að kynning á lögunum og hlutverki þeirra hafi verið öflug- ra fyrstu árin eftir setningu þeirra, en síðan dregið úr því. Er það illa farið. Reykmengun í sjúkrahúsunum Það eru margir undrandi á því, sem komaí sjúkrahúsin í Reykjavík að víða leggur reykjarsvæluna á móti þeim í göngum sjúkrahúsanna. Það sama má segja um ýmis sjúkra- hús úti á landi. Almennt hefur fólk haldið að tóbaksvarnarlögin tryggðu sjúkrahúsunum hreint og ómengað loft. Hvar er þess frekar þörf? Lögin banna reykingar í heil- sugæslustöðvum en ekki sjúkrahús- um, eins og virðist þó vera eðlilegt. Um það segir svo í 10. gr. lag- anna: „Á sjúkrahúsum má einungis leyfa reykingar á tilteknum stöðum, þar sem þær eru ekki til óþæginda fyrir þá, sem reykja ekki.“ í sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík er þetta þannig í fram- kvæmd: Tekin eru ákveðin hom á göngum eða í setustofum á flestum hæðum, þar sem reykingar eru leyfðar. Þar er reykt mikið eða lítið eftir atvikum, bæði af sjúklingum og gestum á heimsóknartímum. Tóbaksreykurinn virðir engin landamæri. Hann smýgur ekki að- eins um alla setustofuna heldur og inn um dyr á næstu deildum og jafnvel inn í sjúkrastofur. Reyking- ar í sjúkrahúsum eru alger plága fyrir þann fjölda sjúklinga, sem ekki reykir og hefur jafnvel and- styggð á reykingum. Sjúklingar eru í erfiðri aðstöðu til afskipta af máli þessu, en þarna er réttur þeirra skv. 10. gr. 1. ótvírætt fyrir borð borinn. Kemur mörgum á óvart hvað reykingar í sjúkrahúsum eru í hávegum hafðar 5 árum eftir gild- Daníel Ágústínusson „Tóbaksreykurinn virð- ir engin landamæri. Hann smýgur ekki að- eins um alla setustofima heldur og inn um dyr á næstu deildum ogjafn- vel inn í sjúkrastofiir.“ istöku tóbaksvarnarlaganna. Reykingar í sjúkrahúsum verða því að fara fram í sértökum herbergj- um, svo lengi sem þær eru taldar óhjákvæmilegar. Reykur frá til- teknum hornum eða svæðum í setu- stofum og göngum veldur þeim „óþægindum" sem ekki reykja og þar með brot á 10. gr. 1. Það ligg- ur alveg ljóst fyrir. Barnadeild Hringsins Framanritað er mælt af reynslu. í nóv. 1988 dvaldi ég í 17 daga í Landspítalanum. Nánar tiltekið á 3. hæð, deild 13. Á ganginum beint á móti er barnadeild Hringsins en handlækningadeild Landspítalans í hinum éndanum. Framan við hana er komið fyrir þægilegum sætum og borðum alsettum öskubökkum. Þar eru reykingar leyfðar. Svonefnt reykingahorn. Allur þessi stóri salur verður því meira og minna mengað- ur af tóbaksreyk. Hjá því getur ekki farið. Magnið fer eftir því, hversu margir púa í einu. Á heim- sóknartímum getur hópurinn orðið stór. Óþefinn leggur síðan inn á næstu deildir, bæði barnadeildina og deild 13, því hurðir standa iðu- lega opnar. Sjúklingar þurfa að hafa sig alla við til að loka næstu sjúkrastofum eigi þeir að losna við óþægindin. Það versta er þó ósagt. Nokkuð er að því gert að flytja rúm af bamadeildinni fram á ganginn eink- um á heimsóknartímum. Þar gefst starfsfólki og vandamönnum barn- anna betra svigrúm að leika við börnin. Iðulega er þar verið með 5-10 rúm. Yfir þeim svífur tóbaks- loftið frá reykingahorninu í hinum enda gangsins. Eg var furðu lostinn í 17 daga að horfa á þetta tillits- leysi við blessuð bömin. Jafn undr- andi þann síðasta sem hinn fyrsta. Mér finnst endilega að börn og ekki síst veik, eigi að vera í órafjar- lægð frá tóbakssvælu. Enn lifir svo mikið éftir af dekrinu víð tóbaks- reykingarnar hjá þeim sem stjórna Landspítalanum að hin sjálfsagða skylda við börnin og bandamenn þeirra víkur til hliðar. Þetta gerist á sama tíma og það er staðfest af opinbemm stofnunum að nær 300 íslendingar deyi árlega af völdum reykinga. Er ekki mál að linni og a.m.k. sjúkrahúsin verði alfriðuð af tóbakssvælu? Á síðari árum hefur þeim lækn- um fjölgað sem lagt hafa niður reykingar og tekið myndarlegan þátt í tóbaksvörnum, enda hafa þeir afleiðingar langvarandi tóbaksreykin'ga fyrir augunum dag- lega. Þetta er stéttinni til mikils sóma. Jafnframt er það undrunar- efni að reykingar skuli sjást á al- mannafæri innan sjúkrahúsanna. Jafn óviðeigandi og fráleitar sem þær em á slíkum stofnunum. Reykingavenjur þær sem hér hafa Islenskur sigur í flögurra landa keppni unglingalandsliða ___________Skák______________ Karl Þorsteins Unglingastarf stendur með miklum blóma í skáklífinu inn- anlands um þessar mundir. Áhuginn er mikill hjá yngri kynslóðinni og efhiviðurinn nægur. Kunnugir telja að aldrei fyrr hafi ungir skákmenn staðið jafti framarlega í leyndardóm- um skáklistarinnar og einmitt um þessar mundir hér á landi. Glæstir sigrar innanlands og utan eru til marks um þá þróun sem hér ríkir og er ánægjuleg. Norrænir kollegar hafa einkum orðir fyrir barðinu á baráttu- þyrstu ungviðinu. Samskiptin eru líka viðamikil í allskyns einstaklings- og sveitakeppn- um. í byrjun sumars hélt unglinga- landsliðið til leiks í fjögurra landa keppni unglingalandsliða íslands, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar sem haldin var í Malmö í Svíþjóð. Teflt var á tíu borðum, einföld umferð þar sem sveitirnar tefldu innbyrðis einfalda umferð. Fyrir- komulag keppninnar var þannig að á sex efstu borðunum tefldu skákmenn fæddir 1969 og síðar en keppendur fæddir 1973 og síðar skipuðu neðri borðin. Til að gera langa sögu stutta sigraði íslenska sveitin á mótinu, hlaut 17 vinninga en annað sætið kom i hlut norsku sveitarinnar með 15 vinninga. Öruggur og glæsilegur sigur kemur í hugann ef mótstaflan er skoðuð. Úrslitin voru þó hvergi ljós og keppnin mjög spennandi allt fram til loka- viðureignar. í lokaumferðinni áttu íslensku keppendurnir í höggi við dönsku sveitina og útlitið virtist ekki ýkja bjart þegar nokkuð var liðið á viðureignirnar. I hugann koma óhjákvæmilega óþægilegar minningar um skráveifur á mikil- vægum stundum frá norrænum félögum en íslensku drengjunum tókst að bjarga sínu skinni. Eftir harða baráttu endaði viðureign sveitanna með skiptum hlut og íslenskur sigur á mótinu var tryggður. Það er rétt að íhuga að á Norð- urlöndunum er unglingastarfið í hávegum haft og flestar sveitinar voru skipaðar sterkum skákmönn- um. Meiri breidd hefur löngum skort hjá íslensku sveitinni til frekari árangurs því keppni á tíu borðum krefst meira en alþjóð- legra titilhafa á efstu borðunum. í fyrra lenti sveitin í þriðja sæti á mótinu en bragarbót varð nú á. ) 2 3 4 vinn l.ísland X 5 S4 17 2.Noregur 34 X 6 S4 15 3.Danmörk 5 4 X 5 14 4.Svíþjóð 414 4/z 5 X 14 íslensku sveitina skipuðu Hannes H. Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Sigurður Daði Sigf- ússon, Andri Áss Grétarsson, Þröstur Árnason, Tómas Bjöms- son, Héðinn Steingrímsson, Snorri Karlsson, Helgi Áss Grétarsson og Ragnar Fjalar Sævarsson. Far- arstjórar í ferðinni voru Ólafur H. Ólafsson og Hilmar Thors. Þröstur Árnason og Helgi Áss Grétarsson náðu bestum árangri íslensku keppendanna. Þeir hlutu báðir 214 vinning úr viðureignun- um þremur. Að lokum kemur sýn- ishorn af taflmennskunni. Hvítt: Rikard Backelin (Svíþjóð) Svart: Þröstur Árnason Frönsk vörn I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - RfB, 4. e5 - Rfd7, 5. Bd3 - c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — cxd4, 8. cxd4 — fl>, 9. Rf4?! Öruggara er 9. exf6. Hvítur vinnur nú skiptamun en svartur fær dálag- Iegar bætur í formi umframpeðs og í sterkum miðborðspeðum. 9. Rxd4, 10. Dh5+ - Ke7, 11. Rg6+?! í eina tíð þótti 11. exf6+ nákvæmari leikur því nú á svartur möguleika að drepa peðið í 12. leik með kóngi. Virtir fræðimenn hafa mælt með þeirri leikjaröð en Þröstur hefur aðrar skoðanir. — hxg6 12. exí6+ — Rxfli 13. Dxh8 — Kf7 14. Dh4?! Nákvæmrar taflmennsku er þörf. 14. 0-0 var betri leikur og eftir 14. e5, 15. Rf3! — Rxf3+, 16. gxf3 eru mögu- leikarnir á báða bóga. í fram- haldinu lætur hvítur hjá líða að koma kóngi sínum í öruggt skjól og geldur þess dýru verði. — e5, 15. Rf3 — Rxf3+, 16. gxfB - Bf5, 17. Bxf5 - gxf5, 18. Bg5?! - Da5+, 19. Kfl - Be7, 20. Kg2 - d4, 21. Hacl? Betra var 21. Hhel — Rd5! Staðan eftir 21. leik svarts. Riddarinn veldur miklum usla eftir uppskiptin á biskupunum. Líklegast væri nú skást að leika 22. Dh5+ - Kg8, 23. Hhgl og úrslitin eru hvergi Ijós. 22. Hhdl? - Rf4+, 23. Khl - Dd5! 24. Hc3 - d3, 25. Hdxd3 - Rxd3, 26. Bxe7 - Dxf3+, 27. Kgl - Ddl+, 28. Kg2 - Rf4+, 29. Kg3 - Dgl+, 30. Kf3 - Dhl+!, 31. Ke3 — Rg2+ Hvítur gafst upp. verið gerðar að umtalsefni og gagn- rýndar munu vera svipaðar í öllum sjúkrahúsunum í Reykjavík og víða úti á landi. Ég spurði hjúkrunarfólk á deild 13 hveiju það sætti að reykingar væru leyfðar með þeim hætti sem greint er frá hér að framan. Hélt satt að segja að tími þeirra væri liðinn á sjúkrahúsum. Svarið var ósköp einfalt: Þetta eru reglur spítalans, sem sjúklingar verða að sætta sig við. Forustuhlutverk sjúkrahúsanna Ég hef skrifað grein þessa í þeirri einlægu von að einn þátturinn í tóbaksvörnunum — reykingar í sjúkrahúsum — verði tekinn til end- urskoðunar af þeim sem sjúkrahús- unum stjórna. Að í sjúkrahúsunum í landinu verði settar samræmdar reglur, þar sem réttur fólks, skv. 10. gr. 1. nr. 74/1984 væri að fullu virtur, en ekki meira og minna fót- um troðinn eins og nú er. Baráttan gegn reykingum er stærsta slysa- varnarmálið í dag. Sjúkrahúsin hafa þar miklu hlutverki að gegna. Taki þau myndarlega á málinu getur fordæmi þeirra haft víðtæk áhrif. Núverandi ástand vinnur gegn tóbaksvörnum og sannfærir marga sem eru hikandi að reykingar séu ekki jafn hættulegar og af er látið. Heilbrigðisráðuneytið kemst heldur ekki hjá því að láta reyking- ar á sjúkrahúsum til sín taka. Það hefur með höndum yfirstjórn tóbaksvarnarlaganna og greiðir rekstur sjúkrahúsanna að mestu leyti. Jafnframt því sem hér er um mikilvægt heilbrigðismál að ræða. Tóbaksvarnir hafa verið brenn- andi áhugamál mitt frá æskudög- um. Þá talaði hins vegar enginn um krabbamein. Rökin gegn reyk- ingum voru mengað andrúmsloft, sóðaskapur og óskynsamleg með- ferð á fjármunum. Á síðari áratug- um hafa vísindin komið fram af fullum þunga og sannað svo ekki verður um villst að reykifigar valda krabbameini í lungum, ennfremur æða- og hjartasjúkdómum. Margir standa nú frammi fyrir þeim kosti að velja lífið og hætta reykingum eða hverfa af þessum heimi eftir fá ár. Er það ekki heilög skylda allra að halda uppi baráttu fyrir lífinu? Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi. Upplýsinga- miðstöð um- ferðarmála um helgina UMFERÐARRÁÐ og lögreglan um allt land starfrælqa upplýs- ingamiðstöð um verslunar- mannahelgina eins og mörg und- anfarin ár. Þar verður saftiað upplýsingum um umferð á öllu landinu og þeim komið á fram- færi við almenning með hjálp Qölmiðla, einkum þó útvarps- stöðvanna. Má þar nefna ástand vega og umferð um allt land. Upplýsingamiðstöðin verður opin sem hér segir: Föstudaginn 4. ágúst kl. 9-22, laugardaginn 5. ágúst kl. 10-19, mánudaginn 7. ágúst kl. 12-19. í frétt frá Umferðarráði segir m.a.: „Um verslunarmannahelgina má búast við mikilli umferð um allt land og eru vegfarendur hvatt- ir til að sýna tillitssemi og varúð. Á undanförnum árum hafa hátt í eitt hundrað manns verið teknir fyrir ölvun við akstur um verslunar- mannahelgar. Þess vegna bendir Umferðarráð ökumönnum sérstak- lega á að neysla áfengis og akstur eiga aldrei samleið. Þá er rétt að geta þess að bjór er áfengi og hann ber að umgangast sem slíkan. Umferðarráð óskar öllu ferða- fólki góðrar og slysalausrar ferðar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.