Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 15

Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. AGUST 1989 15 Ölfus: Breytti Qósi og hlöðu í veitinga- og skemmtistað Básinn á Efstalandi formlega opnaður Selfossi. „HÉR ÁTTU auðvitað að baula kýr og kálfar,“ sagði Björn Kristjánsson sem ásamt konu sinni, Svövu Guðmundsdóttur, hefur breytt Qósi sínu á Efsta- landi í Olfusi í veitingastað. Staðurinn var formlega vígður föstudaginn 28. júlí og honum gefið nafiiið Básinn. Þau hjónin hafa í ein þijú ár unnið að því að breyta fjósinu og hlöðunni í veitingastað og staður- inn smátt og smátt tekið á sig nýtt form. Þau Björn og Sólveig hafa nú fengið fast veitingaleyfi fyrir staðinn og þar með fullgilda viðurkenningu á honum sem veit- inga- og skemmtistað. Þar með má segja að fjósið hafi í vissum skilningi fengið sinn kvóta. Hugmyndin að veitingastað í fjósinu varð til í Spánarferð þeirra hjóna með vinum og kunningjum. í sjálfu fjósinu eru borð með veggjum og dansgólf í miðjunni,í „flórnum“. Fjósbarinn er á sínum stað og sama er að segja um hlöðubarinn í hlöðunni inn af fjós- inu. Þar er upphækkaður hljóm- sveitarpallur í öðrum endanum og fyrirhugað er að innrétta vinalega setustofu uppi undir risinu í hinum endanum. Undir fjósveggnum úti er afmarkað svæði fyrir grillveisl- ur. Að sögn þeirra Björns og Sól- veigar verður Básinn opinn fyrir félagasamtök og fyrirtæki að halda veislur og ýmsar smá- skemmtanir. Annars hefur staður- inn þegar fengið sinn reynslutíma því félög og fyrirtæki á Selfossi og víðar hafa haldið þar árshátí- ðir og fleiri samkomur og líkað vel. Þá hefur ekki ómerkari hljóm- sveit en Sykurmolarnir haldið þar dansleik og tónleika. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Veitinga- og skemmtistaðurinn Básinn að Efstalandi í Olfusi. Björn og Sólveig á Efstalandi. Mjólkurbrúsar eru óþarfir í þeirra fjósi. Gestir gæddu sér á veitingum þegar Básinn var formlega opnaður. Þeir sem dvelja kvöldstund í ijósinu á Efstalandi eru sammála um að þar ríki alltaf sérstök stemmning það er líkt og fólk sé nær náttúrunni enda hanga í loft- inu gömul áhöld tengd búskap og út um fjósgluggana sést guðs- græn náttúran og búsmali á beit í ijarska. — Sig. Jóns. % FUJICOLOR Vetb "I.SmSePlaxatramg"^. t nniMiAn næstaWra l^umaraa" FIUKOIOR vu,„„,oe FILMA-, - MYNDAVEL FYLGIR. Skipholti 31 - Sími 680450 • LJÓSMYMDASAMKEPPNI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUMAR OG VIKUMMAR • I LÁTTU OKKUR FRAMKALLA SUMARBROSIÐI Allir geta tekið þátt í Sumarbrosinu, hinum einfalda sumarleik. Hann felst einfaldlega í því að skila inn myndum af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða broslegri mynd. í hverjum mánuði verða birtar fjórar athyglisverðustu myndirnar og besta mynd sumarsins verður valin í september úr öllum innsendum myndum. Vegleg verðlaun eru í boði: utanlandsferö, 17 myndavélar o.fl. Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak filma og framkallað hjá Kodak Express Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum • Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan, Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi • Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík • Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi. AUK/SÍA k91-214

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.