Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 21 V estmannaeyj ar: Utvarpsrekstur í tilefiii þjóðhátíðar ■ Vestmannaejjum. ÚTVARPSSTÖÐ hefur verið rekin í Eyjum síðustu viku. Það eru 6 ungir Eyjamenn sem standa að rekstrinum og hafa þeir gefið útvarps- stöðinni nafnið Gufan FM 103. Gufan hóf útsendingu sl. föstu- dag og hefur verið sent út allan sólarhringinn síðan. Verður haldið áfram með útsendingar þar til þjóð- hátíðin gengur í garð, en þá verður ævintýrið úti. Sexmenningarnir sem að stöðinni standa sögðu að þetta væri bara upphitun fýrir þjóðhátíðina og gert til þess að ná upp svolítilli stemmn- ingu hjá Eyjabúum. Dagskrá út- varpsins hefur byggst upp á tón- list, fréttum, viðtölum og fyrir- tækjaþáttum, þar sem starfsmenn fyrirtækja hafa fengið að silja við stjórnvölinn á stöðinni um stund. Sexmenningarnir hafa að mestu séð urp dagskrárgerðina en hafa fengið nokkra aðra Eyjabúa til liðs við sig í einstaka þáttum. Þeir voru ánægðir með þær undirtektir sem Gufan hefði fengið hjá Eyjabúum og sögðu greinilegt að Eyjabúar kynnu að meta þetta framtak þeirra. Grímur Morgunbladid/Sigurgeir Jónasson Dagskrárgerðarmenn Gufiinnar í Vestmannaeyjum í stúdíóinu. Ftugtak: Stöðugar ferð- ir til Eyja og í Þórsmörk Flugtak h/f verður með stöð- ugar ferðir ft,á Selfossi og Reykjavík til Vestmannaeyja og Þórsmerkur um Verslunar- mannahelgina. Fjórar flugvélar verða í ferðun- um. Þrjár tíusæta vélar og ein nítján manna Twin-otter vél. Twin-otter vélin, sem er sérstaklega hönnuð fyrir erfiðar flugbrautir, mun verða í ferðum milli Reykjavíkur og Þórs- merkur. Að sögn Alberts Baldurssonar hjá Flugtaki er þetta í fyrsta sinn sem flogið er skipulega í Þórsmörk. Upplýsingar um flugið fást hjá Flugtaki. Hljómsveitin Greifamir spilar i Logalandi í Borgarfirði um verslunar- mannahelgina. Greifarnir í Logalandi HLJÓMSVEITIN Greifarnir leikur fyrir dansi í Logalándi í Borgar- firði um verslunarmannahelgina. Greifamir hafa átt mörg vinsæl lög undanfarin þijú ár. Nægir þar að nefna verslunarmannahelgarlagið Útihátíð. Nú í sumar komu út tvö ný lög með hljómsveitinni, á plötunni Bandalögum, sem heita Dag eftir dag (Loðnurokk) og Strákarnir í götunni og hafa þau notið tölu- verðra vinsælda. Sætaferðir verða frá BSÍ og víða að úr Borgarfirði og nágrenni og mun Sæmundur sjá um þær, segir í fréttatilkynningu frá Greifunum. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 37,00 41,04 9,992 410.075 Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,015 233 Ýsa 82,00 35,00 56,13 10,429 606.306 Karfi 35,00 15,00 32,30 1,066 34.454 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,988 13.333 Steinbítur 48,00 20,00 37,02 2,967 109.854 Langa 36,00 36,00 36,00 0,809 29.143 Lúða 190,00 120,00 143,85 0,488 70.228 Koli 31,00 31,00 31,00 0,224 6.971 Skata 67,00 67,00 67,00 0,065 4.382 Keila 10,00 10,00 10,00 1,085 10.854 Skötuselur 161,00 148,00 151,52 0,699 106.039 Samtals 48,75 28,733 1.401.877 1 dag verður seldur bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 54,00 39,00 40,29 135,248 5.449.103 Ýsa 97,00 57,00 89,95 5,173 465.325 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,182 5.460 Ufsi 14,00 14,00 14,00 0,507 7.098 Ufsi(undir- máls) 8,00 8,00 8,00 0,270 7.098 Steinbítur 36,00 36,00 36,00 0,120 4.320 Langa 32,00 32,00 32,00 0,625 20.000 Skötuselur 360,00 180,00 202,97 0,175 35.520 Samtals 42,09 142,301 5.988.986 Selt var úr Ásgeiri RE Húnaröst o.fl. Næsta uppboö verður þriðjudaginn 8. ágúst og verður þá m.a. selt úr Engey, 200 t þorskur o.fl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 51,00 44,50 48,21 2,609 125.776 Ýsa 35,00 22,00 26,09 0,035 913 Karfi 26,50 21,50 25,41 2,697 68.522 Ufsi 28,00 15,00 25,51 0,277 7.067 Steinbítur 40,50 26,00 33,73 0,524 17.673 Langa 30,00 28,00 29,27 0,829 24.297 Lúða 265,00 220,00 242,28 0,177 43,005 Hlýri/Steinbí- 26,00 26,00 26,00 0,049 1.274 tur Skata 38,00 38,00 38,00 0,004 152 Langlúra 20,00 15,00 16,33 0,153 2.515 Grálúða 29,00 29,00 29,00 0,533 15.457 Öfugkjafta 17,00 15,00 16,15 0,616 9.946 Lax 200,00 200,00 200,00 0,064 12.800 Humar 999,00 461,00 770,82 0,257 198.101 Skötuselur 300,00 120,00 195,96 0,109 21.360 Samtals 61,42 8,935 548.858 Selt var úr humarbátum. í dag verður ekkert uppboð. Næsta uppboð verður þriöjudaginn 8. ágúst. Japis-rall BÍKR: Steingrímur og Witek sigruðu STEINGRÍMUR Ingason og Wit- ek Bogdanski sigmðu í Japis- ralli sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hélt í samvinnu við Japis og fór fram nú um helgina. 17 keppendur héldu af stað kl. 20.00 á laugardagskvöldinu frá Kringlunni áleiðis að fyrstu sérleið við Úlfarsfell og þaðan austur í Þingvallasveit á leið upp Kjöl, sem ekinn var upp undir Hveravelli, en þar voru áfangaskipti í -keppninni. Kl. 6.00 á sunnudeginum voru Steingrímur og Witek ræstir fyrstir eftir rásröð sem valin er eftir árangri í fyrri áfanga en þeir voru þá í fyrsta sæti og Olafur og Hall- dór í öðru og Ævar og Ari í því þriðja. Var sama leið og í fyrri áfanga ekin en nú í gagnstæða átt og endað á sérleið við Litlu kaffi- stofuna í mynni Jósefsdals og var þar fjölmenni að fylgjast með kepp- endum, sem sýndu snilldartakta sem fyrr, þrátt fyrir að úrslit væru þá þegar ráðin en röð fyrstu bíla breyttist ekkert f seinni áfanganum. Tíu af sautján bílum sem hófu keppnina luku henni við Japis í Brautarholti kl. 15.00 á sunnudeg- inum. Ymis óhöpp eltu þá er helt- ust úr lestinni á þeim 470 km sem eknir voru á þeim 19 klukkustund- um sem keppnin stóð og er þá helst að nefna tvær veltur, einn bruna og fjórar bilanir af öðrum toga. Staða i íslandsmeistarakeppn- inni eftir Japis-rall: 1. Olafur Sigurjónsson — Halldór Siguijónsson 55 stig. 2. Steingrímur Ingason — Witek Bogdanski *43 stig. 3. Ævar Hjartarson — Ari Arnórsson 37 stig. Einnig óku þijár síðustu sérleið- irnar fjögur vélhjól og sýndu öku- menn þeirra tilþrif og varð árangur Úrslit: Röð Nr. Ökumenn þeirra sem hér greinir: RöðNr. Ökumenn Refsist. 1 66 Ragnar Bjarnas. 0:15:11 2 22 Ágúst Guðmundss. 0:15:17 3 55 Kristinn Kristinss. 0:16:28 4 33 Bjami Þ. Ólafss. 0:17:34 Bíll Samt. refsií 1 1 Steingrímur Ingason/Witek Bogdanski Nissan 1:58:05 2 2 Ólafur Siguijónsson/Halldór Sigutjónsson Talbot 2:00:13 3 3 Ævar Hjartarson/Ari Arnórsson Suzuki 2:08:44 4 6 Rúnar Jónsson/Jón Ragnarsson Nissan 2:15:05 5 8 Páll Halldórsson/Hafliði Maggason Subaru 2:15:27 6 9 ÞórðurÞórmundsson/JónÞórmundsson Opel 2:19:52 7 13 Sigurður Helgason/Mickael Reynis Escort 2:28:11 8 17 Ómar Guðbrandsson/Sigmundur Guðnason Toyota 2:31:51 9 14 Guðný Úlfarsdóttir/Stefán Úlfarsson Subaru 2:43:33 10 7 Páll Harðarson/Ásgeir Ásgeirsson Escort 2:45:25 Morgunblaðið/Bjami Steingrímur og Witek á fyrstu sérleiðinni við Úlfarsfell, þar sem þeir tóku forystuna og héldu henni það sem eftir var keppninnar. Góður fyrripartur í Rangánum „Það eru komnir um 40 laxar úr Rangánum og það er býsna gott vegna þess að yfirleitt kemur lítið inn af laxi í júlí og oft sáralí- tið fyrr en síðsumars," sagði Lúðvík Gizurarson í samtali við Morgun- blaðið í fyrrakvöld, en hann var þá nýstiginn inn á gólf ásamt syni sínum í veiðihúsi þeirra efst við Eystri Rangá, með tvo nýrunna laxa veidda á Bergsnefi. Sagði Lúðvík að talsvert bæri á merktum smálöxum sem væru heimtur úr sleppingu gönguseiða í fyrra. Góð útkoma í Laugardalsá „Það eru komnir rúmlega 200 laxar á land úr Laugardalsá við Djúp“, sagði Ólafur Jóhannsson fréttamaður glaðbeittur í gærdag á leið heim úr ánni með sjö væna laxa í bílskottinu. Ólafur sagði að stærsti laxinn í sumar hefði verið 20 punda, en í Blámýraf\jóti væru tveir eða þrir risar. Góður kippur í Fljótaá í Skagafirði Mjög góð veiði hefur verið í Fljótaá í Skagafirði að undanförnu einhver besta hrota sem menn muna þar um slóðir. Hafa veiðst allt að 10 til 20 laxar á dag í ánni sem er fágæt veiði í þeirri á. Margt af laxinum hefur verið vær.n og fallegur fiskur. Menn mæta í Norðlingafljót og vita ekkert Brögð hafa verið að því að veiði- menn hafa komið í Norðlingafljót í Borgarfirði í góðri trú og ekki botnað í því hvers vegna þeir hafa ekki séð þar lax hvað þá veitt slíkan fisk eftir heilu og hálfu daganna. Eða þangað til að einhver segir þeim fyrir tilviljun að sleppingar hafbeitarlaxa í ána hafi verið bann- aðar af landbúnaðarráðuneytinu að ósk Veiðifélags Borgarfjarðar. Svo brátt bar bannið að, að leigutakar, sem höfðu selt öll veiðileyfi sumars- ins, náðu ekki til allra sem ætluðu sér að veiða í ánni og hlaut því svona að fara. Bannið á rætur að rekja til reglugerðar sem bannar flutning á laxastofnum landshluta á milli nema að fenginni undan- þágu frá ráðuneytinu sem aftur veitir undanþágu ef vilyrði viðkom- andi veiðifélags og fisksjúkdóma- nefndar liggja fyrir. í þessu tilviki gaf sjúkdómanefndin grænt ljós svo fremi sem ákveðnum skilyrðum væri framfylgt og þótti bæði leigu- tökum og ráðuneytinu skilyrðin aðgengileg. En Veiðifélaginu ekki. gg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.