Morgunblaðið - 16.08.1989, Side 2

Morgunblaðið - 16.08.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 Hagvirki greiðir meinta söluskattsskuld: Ríkið og Kópavogsbær kaupa eignir af Hagvirki JÓHANN G. Bergþórsson, forsljóri Hagvirkis, aflienti um Qögurleyt- ið í gær Snorra Olsen, deildars^jóra í fjármálaráðuneytinu, ávísun upp á rúmlega 108 milljónir króna sem greiðslu á áætlaðri sölu- skattsskuld fyrirtækisins. Jóhann sagði við Morgunblaðið að fyrirtæk- ið teldi sig ekki skulda þessi gjöld en ekki hefði verið vinnufriður í fyrirtækinu með þetta mál á bakinu. Engar samningaviðræður við ríkið hefðu fengið hljómgrunn, sama hvað um væri talað. Til þess að geta greitt þessar 108 milljónir hefur Hagvirki selt ríkinu og Kópavogsbæ fasteignir í eigu fyrirtækisins og einnig eru fleiri fast- eignir og lóðir í eigu fyrirtækisins á söluskrá. Þá hefur Hagvirki fengið fé ót á tryggingarbréf. I gær var undirritaður kaup- samningur á milli fyrirtækisins Þórs sf., sem Hagvirki er eignaraðili að, og Kópavogskaupstaðar um kaup á eigninni Fannborg 4 og Þors og fjármálaráðuneytisins, fýrir hönd ríkisgóðs, um kaup á fasteigninni Fannborg 6. Kristján Guðmunds- son, bæjarstjóri Kópavogs, sagði Kópavog hafa átt í viðræðum um kaup á fasteigninni Fannborg 4 um langt skeið og tengdust þær viðræð- ur ekki söluskattssmálum Hagvirk- is. Hefði bæjarfélagið hug á að koma þama fyrir starfsemi Félags- málastofnunar Kópavogs, skóla- skrifstofu bæjarins og heilbrigðis- eftirlits. Á Þor sf. að skila bygging- unni tilbúinni undir tréverk 15. febrúar nk. Ríkið á hinn bóginn fyrirhugar að koma fyrir starfsemi Bæjarfógetans í Kópavogi í Fann- borg 6. Ekki var hægt að fá upp- gefið kaupverð á fasteignunum í gær. I yfirlýsingu sem Hagvirki hefur sent frá sér vegna greiðslu sölu- skattsskuldarinnar segir: „Þrátt Ölduselsskóli: Ráðningin úrskurðuð brot á jafnréttislögum Jafiiréttisráð úrskurðaði á Svavar Gestsson, menntamála- íundi sínum í gær að ráðning Reynis Daníels Gunnarssonar í stað Valgerðar Selmu Guðna- dóttur í stöðu skólasfjóra Öldu- selsskóla hafi verið brot á.jafn- réttislögum. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, segist vera mjög undrandi á þessum úrskurði Jafiiréttisráðs. Jafnréttisráð rökstyður úrskurð sinn þannig að samkvæmt jafnrétt- islögum beri að ráða þann umsækj- anda sem er af því kyni sem er í minnihluta í starfsgreininni svo fremi viðkomandi uppfylli skilyrði til starfans. Væru konur í minni- hluta í skólastjórastöðum og hefði Valgerður Selma menntun og stjómunarreynsiu umfram þann sem ráðinn var. Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, sagði menntamálaráðherra hafa vísað til þess að báðir aðilarnir væru jafn hæfir en Reynir Daníei hefði verið valinn vegna þess ástands sem ríkti í Ölduselsskóla og þess stuðnings sem hann nyti þar. Ráðið hefði hins vegar hafnað þessari röksemda- færslu. Samkvæmt gögnum máls- ins virtust aðstæður í Ölduseisskóla nokkuð sérstakar en hins vegar hefði að mati Jafnréttisráðs ekkert það komið fram í málinu sem benti til þess að Valgerður Selma, sem tvímælaiaust hefði meiri stjómun- arreynslu í skóla, hefði ekki getað komið á góðu skólastarfi í Öldusels- skóla. Menntamálaráðherra: Krefst hugsan- lega nýs fiindar í fræðsluráði SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra segir að til greina komi að hann krefjist þess að Fræðslu- ráð Reykjavíkur fimdi að nýju til að gefa umsögn um starfsleyfí Miðskólans, sem fyrirhugað er að taki til starfa í Reykjavík í haust. „Ég hef ekki enn séð umsögn þessa fundár, sem var í raun meiri- hlutafundur því fulltrúi minnihlutans var ekki boðaður," sagði ráðherra. Aðspurður sagði hann að forráða- mönnum skólans yrði gefið endanlegt svar á næstu dögum en auk fræðs- luráðs þurfa fræðslustjóri í Reykjavík og kennarasamtökin að gefa umsögn sína. ráðherra, sagðist vera mjög undr- andi á þessum úrskurði. Honum fyndist undarlegt að Jafnréttisráð skyldi ekki taka tillit til þeirra erf- iðu og óvenjulegu aðstæðna sem vom í Ölduselsskóla. Benti hann á að foreldrafélag, allir kennarar og starfsmenn skólans hefðu óskað eftir því í fyrra og svo aftur nú í ár að Reynir Daníel Gunnarsson yrði ráðinn sem skólastjóri. fyrir að aldrei hafi verið innheimtur söluskattur af verkum Hagvirkis hf. þá fellst fyrirtækið á, til þess að unnt sé að starfrækja það áfram, að greiða áætlaðan söíuskatt á fyr- irtækið." Hagvirki gerir ráð fyrir að ríkis- sjóður endurgreiði fyrirtækinu þann hluta söluskattsins ásamt álagi og dráttarvöxtum, sem kynni að verða niðurfellt af ríkisskattanefnd við þá endurupptöku á söluskattsmálinu, sem Hagvirki hefur óskað eftir. Fer fyrirtækið fram á að endurgreiðslan verði með dráttarvöxtum, er reikn- ist frá deginum í gær til greiðsiu- dags, í samræmi við jafnræðisreglu ríkis og borgara. Þessi endur- greiðsla skuli fara fram þegar eftir að úrskurður ríkisskattanefndar hefur verið uppkveðinn, að svo miklu leyti, sem hann kann að kveða á um lækkun framannefndra gjalda. „Ákveði ríkisskattanefnd enga lækkun ofangreindra gjalda, þá mun Hagvirki hf. leita méð málið til almenns dómstóls (bæjarþings) og skal þá ríkissjóður á sama hátt og áður segir um úrskurð ríkis- skattanefndar, endurgreiða Hag- virki hf. þá Ijárhæð, sem dómstóll- inn kynni að lækka margnefnd gjöld, þegar er dómur hans liggur fyrir,“ segir loks í yfirlýsingunni. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu, sagði fjármála- ráðuneytið í sjálfu sér ekkert hafa við það að athuga að Hagvirki ætl- aði að reka þetta mál áfram. Fyrir- tækið hefði fijálsar hendur til að leita til dómstóla og ríkisskatta- nefndar. „Þeir eru búnir að greiða þessa skuíd að fullu með ávísun og það er auðvitað það sem að okkur snýr.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gísli Kristján ÁR 35 á strandstað í Steinafiöru undan Eyjafiöllum. Lóðsinn frá Vestmannaeyjum sést í fjarlægð. Á veiðar af strandstað Selfossi. „ÞETTA var engin neyð,“ sagði Heimir Gíslason skipsljóri á Gísla Krisljáni ÁR 35 frá Þorlákshöfti sem strandaði á Steinafiöru und- an Eyjafiöllum um sexleytið í gærmorgun. Báturinn var dreginn út um klukkan 14 og hélt beint til veiða. Mjög gott veður var þegar bát- sem Farsæll fór með tóg til þeirra urinn strandaði, heiðskírt, logn og gott í sjóinn. Báturinn var á austurleið til veiða á Reynisdýpi þegar óhappið varð. Fjögurra manna áhöfn er á Gísla Kristjáni en engan sakaði. Gísli Kristján er 30 tonna stálbátur smíðaður í Svíþjóð 1984. Að sögn Heimis skipstjóra og eiganda Gísla Kristjáns kom bát- urinn flatur að ströndinni og ekk- ert var hægt að snúa honum þó aðdjúpt væri á strandstaðnum. „Þetta gerðist svo fljótt að maður gat ekkert gert,“ sagði Heimir. „Svo féll út og báturinn var nán- ast á þurru.“ Eftir strandið var beðið um aðstoð frá Vestmannaeyjum og Lóðsinn kom á vettvang urtí átta- leytið ásamt björgunarbátnum Farsæl. Það var svo um tvöleytið á Gísla Kristjáni og Lóðsinn dró hann á flot. Lítið sem ekkert þurfti að toga í bátinn til að ná honum úr fjöruborðinu. Um leið og slakinn fór af dráttartauginni valt hann á hliðina og var laus úr hvíldarstöðunni við sandinn. „Það er viss lífsreynsla að lenda í svona þar sem ekkert þessu líkt hefur komið fyrir áður,“ sagði Heimir Gíslason skipstjóri. Um orsakir strandsins sagði Heimir að um mannleg mistök væri að ræða en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Báturinn hélt áfram til veiða eftir að hann losn- aði af strandstað. Félagar í Bróðurhöndinni, slysavarnasveit Eyfellinga, fóru á strandstað en aðhöfðust ekki ann- að en að fá sér kaffjsopa rrjeð áhöfninni um borð. — Sig. Jóns. Bankaráðsfundur íslandsbanka staðfestir samkomulag um yfírstjórn: Skipurit o g verkaskipting liggi fyrir eftir tvær vikur Viðræður framkvæmdastj óraefna og bankastjóra næsta skref Á FYRSTA fúndi nýkjörins bankaráðs íslandsbanka voru samþykkt þau samkomulags- drög, sem formenn bankaráða Iðnaðarbanka, Verzlunarbanka og Alþýðubanka höfðu gert með sér og áður hefúr verið skýrt frá í Morgunblaðinu. Ásmundur Stefánsson var kjörinn formaður bankaráðs, Gísli V. Einarsson varaformaður og Brynjólfúr Bjarnason ritari. Endanlegt skipurit bankans á að liggja fyrir á næsta bankaráðsfúndi, ásamt verkaskiptingu bankastjóra og fiögurra framkvæmdasljóra. Verðandi bankastjórar Islands- banka, þeir Valur Valsson, Tryggvi Pálsson og Bjöm Björnsson, munu fram að áramótum mynda sam- starfsnefnd með Guðmundi Hauks- syni, núverandi bankastjóra Út- vegsbankans. Nefndin mun íjalla um meiriháttar ákvarðarnir í bank- anum, þar á meðal lánamál. Sam- starfsnefndin á að sitja fundi bankaráðs. Þremenningunum verð- ur einnig falið að undirbúa samein- ingu bankanna fjögurra undir yfir- stjórn bankaráðs. Að sameining- unni lokinni_ munu þeir mynda bankastjórn Islandsbanka, þar sem Valur verður formaður, og lána- nefnd, sem taka mun ákvarðanir um stærstu lánveitingar. Ásmundur Stefánsson, nýkjörinn Morgunblaðið/Bjarni Spáð í spilin fyrir fyrsta bankaráðsfúnd íslandsbanka. Frá vinstri eru Guðmundur Hauksson, núverandi bankastjóri Útvegsbanka, Valur Valsson, nýkjörinn formaður bankastjórnar, Björn Björnsson, banka- stjóri, Kristján Ragnarsson bankaráðsmaður, Tryggvi Pálsson, bankastjóri, og Þorvaldur Guðmunds- son, bankaráðsmaður. formaður bankaráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki Væri búið að ganga frá ráðningu mannanna ijögurra, sem á að bjóða stöður framkvæmdastjóra yfir sér- sviðum, en sér væri þó óhætt að segja að þeir væru allir tilbúnir til viðræðna. Þessir menn eru Kristján Oddsson, Guðmundur Hauksson, Jóhannes Siggeirsson og Ragnar Önundarson. Asmundur sagði að næsta skref yrði að þeir, ásamt bankastjórum, settust niður og legðu skýrar niður fyrir sér hvernig þeir ættu að leggja til að þeirra verkefnum yrði skipt, hver ætti að fara með hvaða svið og hvernig þau ættu að vera samsett. Niðurstaðan myndi liggja fyrir á öðrum banka- ráðsfundi að tveimur vikum liðnum. Ásmundur sagði að bankastjórarnir þrír myndu einnig stýra vinnu nokk- urra nefnda, sem ijölluðu um ein- staka þætti í sameiningunni. Ljóst væri að það yrði að vinna hratt, þar sem skammur tími væri til ára- móta. í drögum að sameiginlegum efnahagsreikningi bankanna ijög- urra, sem renna munu saman í Is- landsbanka, kemur fram að eignir hans verða í heild 51,3 milljarðar króna. Innlán og bankabréf munu nema 33,5 milljörðum og eigið fé bankans verður 3,3 milljarðar. Bankinn verður annar öflugasti banki landsins með um 900 starfs- menn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.