Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
3
Námskeið í verk-
fræðideild:
Einkunnaskíl
hafa dregist
um níu vikur
EINKUNNUM úr prófí í tölvu-
tækni á þriðja ári rafmagnsverk-
fræðiskorar í Háskóla íslands
hefur ekki enn verið skilað, þótt
níu vikur séu liðnar frá því að
frestur til þess rann út. Hefur
Réttindaskrifstofa stúdenta aug-
lýst eftir einkunnunum í smáaug-
lýsingum DV.
Próf í tölvutækni á þriðja ári í
rafmagnsverkfræði fór fram 23.
maí í vor og gengu undir það 20
stúdentar. Skila átti einkunnum 13.
júní því samkvæmt reglum Háskól-
ans er skilafresturinn þijár vikur.
Þeim hefur ekki enn verið skilað
og auglýsti Réttindaskrifstofa
stúdenta, sem starfrækt er af Stúd-
entaráði Háskóla íslands, eftir
þeim í DV í gær. Jónas Fr. Jóns-
son, formaður Stúdentaráðs, segir
að til þess hafi verið gripið, vegna
þess að þessi dráttur á einkunna-
skilunum hafi veruleg óþægindi í
för með sér fyrir stúdentana. Til
dæmis eigi þeir nemendur, sem
kunni að hafa fallið á prófinu, ekki
kost á að skrá sig í endurtekningar-
próf í haust, þar sem frestur til
þess sé nú liðinn. Jónas segir að
þetta mál verði tekið upp í Háskól-
aráði á næstunni.
Valdimar K. Jónsson, forseti
verkfræðideildar, segist skilja við-
horf stúdenta í málinu. Deildin
brygðist almennt mjög illa við því,
þegar einkunnaskil drægjust með
þessum hætti. Bæði stundakennur-
um og föstum kennurum væri send
áminning eftir próf um að skila á
réttum tíma en í raun væri ekki
hægt að gera mikið meira. Deildin
ætti í erfiðleikum með að fá menn
til kennslu; kennarar væru orðnir
láglaunastétt og verkfræðingar
fengjust ekki til starfa í deildinni
nema sem stundakennarar. Vegna
manneklu gætu þeir nánast hagað
sér eins og þeir vildu.
Jóhann teflir
fyrir Bayern
Miinchen
JÓHANN Hjartarson, stórmeist-
ari, mun tefla með skáksveit
Bayern Múnchen í haust í lands-
keppninni í Vestur-Þýskalandi.
Jóhann teflir á þriðja borði, en
Vestur-Þjóðverjinn Hubner og
Ungverjinn Ribli á 1. og 2. borði.
Jóhann mun aðeins tefla gegn
sterkustu sveitunum, en ekki í
keppninni í heild.
Jóhann sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þetta hefði komið til
umræðu milli hans og styrktaraðila
þýsku skáksveitarinnar á móti sem
hann hefði teflt á í Múnchen í fyrra.
Hann sagði að einungis hefði verið
rætt um að hann tefldi í þýsku
deildakepnninni. Bayern eru núver-
andi meistarar í Vestur-Þýskalandi
og voru slegnir út úr Evrópukeppn-
inni af sveit Taflfélags Reykjavíkur
á dögunum, sem þar með komst í
átta liða úrslit.
Jóhann teflir næst á hinu sterka
Interpolis-skákmóti í Hollandi, en
það hefst um miðjan september.
Það verður þó ekki eins sterkt og
undanfarið vegna kandídataein-
víganna sem fara fram á svipuðum
tima. Þannig geta hvorki Karpov
né Timman tekið þátt í mótinu, en
þeir hafa verið þar fastagestir und-
anfarin ár. Heimsmeistarinn Kasp-
arov verður meðal þátttakenda en
auk hans og Jóhanns tefla á mótinu
Ivanchuk, Kortsnoj, Sax, Agde-
stein, Ljubojevic og Hollendingur-
inn Piket.
Byggingaframkvæmdir á höfiiðborgarsvæðinu
Mikið hefur verið byggt í Suðurhliðum Kópavogs í sumar.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Reykjavík:
Fleiri hús
byggð nú en
í fyrrasumar
FLEIRI hús eru nú byggð í
Reykjavík en á sama tíma í
fyrra, að sögn Gunnars Sig-
urðssonar byggingafulltrúa.
Aukningin er í íbúðarhúsnæði
en minna er byggt af atvinnu-
húsnæði en undanfarin ár.
Einkum segir byggingafulltrúi
að miklar framkvæmdir hafi
verið í júnímánuði. Endanlegar
tölur liggja ekki fyrir um mun-
inn milli ára.
Að sögn byggingafulltrúa er
nokkuð um framkvæmdir á veg-
um opinberra aðila, einkum
Verkamannabústaða.
Af íbúðabyggingum einstakl-
inga ber helst á framkvæmdum í
nýju hverfi í Grafarvogi þár sem
uppbygging hefur gengið hratt,
að sögn Gunnars Sigurðssonar,
sem segir að sér virðist að sá
samdráttur sem um hefur verið
rætt í efnahagslífinu hafi enn
ekki sagt til sín í byggingariðnaði
í borginni. Svo virðist sem gangur
íbúðabyginga í Reykjavík sé háð-
ari lóðaframboði en efnahags-
ástandi og umræðu. Nú er verið
að vinna að undirbúningi stórs
byggingarsvæðis í Borgarholti.
Lóðum verður úthlutað fljótlega
og stefnt er að því að framkvæmd-
ir geti hafist næsta vor.
Seltjarnarnes:
Mest byggt
í Kolbeins-
staðamýri
SELTJARNARNESBÆR út-
hlutar engum lóðum til íbúða-
bygginga því land er allt í
einkaeign og selt á frjálsum
markaði. Nýlokið er byggingu
íþróttahúss á vegum bæjarins
en aðrar opinberar firam-
kvæmdir eru engar sem stend-
ur. Framkvæmdir á vegum
einkaaðila eru miklar, aðallega
á tveimur svæðum; í Kolbeins-
staðamýri og á Bollagarðatúni.
Mun fleiri byggingaleyfi hafa
verið gefin út á þessu ári en
síðasta, að sögn Hrafns Jóhanns-
sonar verkfræðings hjá Seltjarn-
arnesbæ, og munar þar mest um
Kolbeinsstaðamýri, þar sem
nokkrir tugir húsa eru í bygg-
ingu. Hagvirki hf. keypti og skipu-
lagði það svæði en þar verða 165
íbúðir. 20—30 raðhús eru nú í
byggingu á svæðinu og búið er
að leggja inn til bygginganefndar
umsókn um byggingarleyfi fyrir
fjölbýlishús.
Á Bollagarðatúni verða einung-
is tvílyft einbýlishús. 16 hús eru
í byggingu þar og fljótlega verður
byijað á 11 til viðbótar. Þar er
nú unnið að gatnagerð á vegum
bæjarins.
Við Bakkavör er verið að ljúka
við nokkur hús, nokkur eru í
byggingu og framkvæmdir við
nokkur hús eru enn ekki hafnar.
Hagvirki á lóðir undir 18 einbýlis-
hús við Kirkjubraut og er bygging
á tveimur fyrstu húsunum hafin.
Þau svæði önnur sem hugsanlega
verður byggt á á Seltjarnarnesi
hafa ekki enn verið skipulögð.
Kópavogur:
Litlar breyt-
ingar á
milli ára
HÚS í smíðum í Kópavogi eru
flest í Suðurhlíðum eins og í
fyrra og hefur ástand í bygg-
ingarmálum lítið breyst á milli
ára, að sögn Gísla Nordal bygg-
ingarfulltrúa. Fjöldi lóðaúthlut-
ana og útgefinna byggingar-
leyfa hefur verið svipaður frá
ári til árs.
Framkvæmdir við húsbygging-
ar eru um það bil að hefjast í
síðasta hluta Suðurhlíðanna en
gatnagerð hefur staðið yfir frá
því snemma í vor. í þessum
síðasta hluta verða um 50 ein-
býlis- og parhús og fjórar blokkir
með 90-100 íbúðum. Á Suðurhlí-
ðasvæðinu verða alls um 600 íbúð-
ir þegar það verður fullbyggt.
Af öðrum framkvæmdum í
Kópavogi má nefna að við Huldu-
braut verða byggð 35 einbýlis-
og parhús og eru framkvæmdir
við nokkur þeirra hafnar. Búið er
að skipuleggja íbúðarhverfi í
Kópavogsdal og gatnagerð er haf-
in í landi Fijáls framtaks í Smára-
hvammi.
Helstu framkvæmdir á vegum
Kópavogsbæjar eru bygging
sundlaugar og listasafns. Ekki er
vitað hvenær þeim framkvæmd-
um lýkur. Bærinn byggir nú einn-
ig áfanga vi_ð Hjallaskóla og dag-
heimili við Álfaheiði.
Haftiarfl örður-
Garðabær:
Minna um
byggingar-
framkvæmdir
MINNA er um nýframkvæmdir
í Hafiiarfirði og Garðabæ í sum-
ar en í fyrrasumar. Fleiri íbúða-
eigendur láta hins vegar
byggja við hús sín.
Að sögn Eyjólfs Valgarðssonar
á bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar
er minna um byggingarfram-
kvæmdir í bænum í sumar en á
sama tíma í fyrra. I sumar hefur
aðallega verið unnið að íbúðar:
húsnæði og viðbyggingum. í
haust hefjast framkvæmdir við
16 íbúðir við Setberg.
í Garðabæ hafa byggingar-
framkvæmdir einnig dregist sam-
an. Þó er unnið að nokkrum opin-
berum byggingum og íbúðum fyr-
ir aldraða. Að sögn Egils Jónsson-
ar tæknifræðings er ekki óhugs-
andi að komi til atvinnuleysis í
byggingariðnaðinum með haust-
inu. Uppúr næstu áramótum verð-
ur hafist handa við uppbyggingu
iðnaðarsvæðis og íbúðarhverfa í
bænum svo búast má við að nóg
verkefni verði fyrir byggingariðn-
aðinn næsta sumar. Egill sagði
að mikið hefði verið um viðbygg-
ingar við íbúðarhúsnæði í sumar.
Spáð er 13%
samdrætti
í steypu sölu
á árinu
STEYPUSALA hjá B.M Vallá
hefur, fyrstu sjö mánuði ársins,
dregist saman um 19% frá sama
tíma á fyrra ári, að sögn
Víglundar Þorsteinssonar, for-
stjóra fyrirtækisins. Fyrst og
fremst er um að kenna hörðum
og löngum vetri en fyrstu fjóra
mánuði ársins var samdráttur-
inn 38%. í maí, júní og júlí er
samdráttur 8% frá sama tíma í
fyrra. Víglundur Þorsteinsson
spáir að heildarsamdráttur árs-
ins frá 1988 verði um 13%.
Samdráttar gætir helst í bygg-
ingu atvinnuhúsnæði, að sögn
Víglundar. Marktæks samdráttar
hefur enn ekki orðið vart í fram-
kvæmdum á vegum hins opinbera
en hann telur að meira sé nú
byggt af almennu íbúðarhúsnæði
en í fyrra.
Víglundur segist telja að hús-
næðislánakerfið jafni út sveiflur
í byggingu íbúðarhúsnæðis. „Það
er talsvert af lánsloforðum á
markaðnum og það er byggt til
að mæta þeim lánsloforðum. í
öðru lagi er húsnæðisskortur á
höfuðborgarsvæðinu. Þótt nokkuð
hægist á eftirspurn frá mánuði
til mánaðar eftir umræðu um
efnahagsástand þá er mjög sterk
eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði
þegar horft er yfir nokkra mánuði
í senn,“ sagði hann.
Halldór Jónsson forstjóri
Steypustöðvarinnar sagði að salan
hefði verið viðunandi í maí, júní
og júlí eftir erfiðan vetur. Að öðru
leyti vildi hann ekki-tjá sig um
málið. Hvorki náðist í forstjóra
né framkvæmdastjóra Steypu-
stöðvarinnar Óss.