Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
5
Eru
þeir að
fá 'ann
-?
■
26 punda úr Víðidalsá
„Það er rétt, það veiddist 26
punda fiskur hjá okkur fyrir nokkr-
um dögum, það var finnskur veiði-
maður sem veiddi laxinn á maðk í
Galtanesfljóti," sagði Benedikt
Grétarsson kokkur í veiðihúsinu við
Víðidalsá í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hópur Finna renndi
fyrstur maðki eftir fluguveiðitím-
ann og komu 102 laxar á þurrt og
voru þá 640 laxar komnir á land.
Síðan hefur veiði verið lítil, enda
stólparok og kuldi nyrðra.
Þokkalegl í Andakílsá
Bærileg veiði hefur verið í Anda-
kílsá í Borgarfirði í sumar og eitt-
hvað um 100 laxar komnir á land
eftir því sem veiðimenn sem rætt
var við gáfu upp. Sögðu þeir reyt-
ing vera af laxi víðast í ánni, hvergi
mikið, en alls staðar eitthvað. Þeir
fengu tvo á veiðidegi sínum og
urðu þess varir að nýr lax gekk í
ána. Meðalþunginn er heldur lítill,
en veiðst hafa' allt að 17 punda
fiskar.
Gljúfúrá
Síðustu fregnir herma að um 100
laxar hafi veiðst í Gljúfurá í Borg-
arfirði og þeir séu heldur erfiðir
viðureignar þeir laxar sem þar eru
óveiddir og heldur lítið beri á nýjum
fiskum úr sjó. Það ku vera reyting-
ur af fiski víða um ána. Drjúgur
tími er enn eftir af veiðitíma Gljúf-
urár og því ómögulegt að segja
hvernig fer, lax gæti gengið í Höf-
uðdagsstraumnum sem er um mán-
aðamótin, frægur laxastraumur og
Hvítárnetin komin á þurrt.
Lífí Miðá
Um það bil 7.0 laxar hafa veiðst
í Miðá í Dölum í sumar, flestir í
smærri kantinum, 4 til 5 punda.
Eitthvað er af laxi í ánni og hollin
eru að slíta upp nokkra fiska hvert.
En mikil bleikja er gengin í ána
og ýmsir hafa híft upp aflatölurnar
er þeir hafa lent í ævintýralegri
bleikjuveiði. Fyrir skömmu var t.d.
holl með aðeins fjóra laxa, en á
sjötta tug sjóbleikja, sem flestar
voru 2-3 punda og þær stærstu
allt að 5 pund. Það henti einn veiði-
manninn, að hann þreytti slíkan
fisk í rúmar tíu mínútur og hélt
sig vera með lax á flugunni. Þegar
hann landaði loks, dró hann fiskinn
upp í sandfjöru. Það var ekki fyrr
en hann skolaði sandinn af dauðrot-
uðum fiskinum að hann sá að Iax-
inn var 5 punda sjóbleikja. Bleikjan
vildi helst þingeysku fluguna
Draumadísina, en laxinn var sólgn-
astur í rauða Frances.
Enn líflítið í Svartá
Það munu aðeins vera komnir
um 50 laxar úr Svartá sem er auð-
vitað sáralítill afli, en það er um
langan og strangan veg að fara
fyrir Svartárlaxinn. Allt síðasta
sumar veiddust þar 274 laxar sem
er nærri meðalveiði. Það gæti
glæðst enn, en margur er svartsýnn
á það og bendir á að Blanda hefur
verið laxlítil.
Þjóðleikhúsið:
Snævar Guðmundsson ráð-
inn framkvæmdastjóri
SNÆVAR Guðmundsson við-
skiptafræðingur hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri Þjóðleik-
hússins til tveggja ára firá 1. sept-
ember næstkomandi að telja.
í áfangaskýrslu, sem nefnd um
rekstur Þjóðleikhússins lagði fram í
síðasta mánuði, er lagt til að ráðinn
verði tímabundið framkvæmdastjóri
rekstrar hússins. Menntamálaráð-
herra féllst á tillöguna og sendi í gær
frá sér tilkynningu um ráðningu
Snævars.
Snævar Guðmundsson er fæddur
árið 1950 og lauk prófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla íslands árið 1976.
Árin 1976-1983 starfaði hann í fjár-
reiðudeild og síðar hagdeild Flug-
leiða, unz hann réðist til Miklagarðs
árið 1983 sem fjármála- og starfs-
mannastjóri. Frá árinu 1988 hefur
hann starfað sem fjármálastjóri Mik-
lagarðs og KRON.
Kjartan af-
hendir trún-
aðarbréf
Hinn 8. ágúst sl. afhenti
Kjartan Jóhannsson, sendiherra,
Jan Martenson, framkvæmda-
stjóra skrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í Genf, trúnaðarbréf
sitt sem fastafulltrúi íslands hjá
alþjóðastofnunum í Gefn.
Þorskaflinn í júlí
svipaður og í fyrra
Heildarþorskafli togara var 16.216 tonn í júlímánuði samkvæmt
bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands, en það er nánast það sama
og togarnir öfluðu af þorski í júlí í fyrra. Heildarþorskaflinn í júlímán-
uði var 27.903 tonn, en var í fyrra 28.188 tonn. Heildaraflinn í júlí
var 58.528 samanborið við 56.415 tonn í fyrra eða rúmum 2 þúsund
tonnum meiri. Þar gætir einkum 1.800 tonna meiri ýsuafla í ár, en
hann var samtals rúm 5 þúsund tonn. Einnig öfluðust rúmlega 5
þúsund tonn af ufsa, rúm 10 þúsund tonn af karfa og 3.545 tonn af
rækju, sem er nær þúsund tonnum minna en í fyrra.
Fyrstu sjö mánuði ársins veiddu og þorskafli smábáta nær 2 þúsund
togararnir 97.998 tonn af þorski
samanborið við 115.250 tonn fyrstu
sjö mánuðina í fyrra. Þeir veiddu
hins vegar rúmlega 8 þúsund tonn-
um meira af grálúðu eða tæp 50
þúsund tonn, þannig að heildarafli
þeirra er um 15 þúsund tonnum
minni en í fyrra. Þorskafli báta er
hins vegar 10 þúsund tonnum meiri
en í fyrra eða rúm 112 þúsund tonn
tonnum meiri en í fyrra, samtals
rúm 24 þúsund tonn. Rækjuaflinn
er samtals nær þriðjungi minni en
í fyrra eða tæp 12 þúsund tonn
samanborið við tæp 18 þúsund tonn
í fyrra.
Heildaraflinn fyrstu sjö mánuði
ársins er svipaður eða 1.059.328
tonn samanborið við 1.067.515 tonn
í fyrra.
SUBARU JUSTY
Gagnrýnendur segja:
Hefur allt sem þarf
(JR, DV, 24.6.1989)
Smár og knár
fjórhjóladrifsbíll
BETRI STJÓRNTÆKI
í þessari nýju gerð af Justy
er helsta breytingin, sem
sést inni í bílnum, nýtt og
betra mælaborð. í eldri
gerðinni var rúðuþurrkum
til dæmis stýrt með
hnapparöð hægra megin
við mælaborðið. Nú er
þurrkunum stýrt með stöng
í staðinn líkt og á flestum
öðrum bílum. Mun þægi-
legra fyrir ökumann.
Einn stærsti kosturinn við
Justy er skiptingin yfir í fjór-
hjóladrif. Aðeins þarf að ýta
á hnapp sem felldur er inn
í hnúðinn á gírstönginni og
þá er skipt yfir í fjórhjóladrif.
Hemlarnir eru mjög góðir
og auðvelt er að stýra heml-
um frá því rétt að taka upp
í það að krosshemla.
ALLT SEM ÞARF
Niðurstaðan eftir reynslu-
akstur á Subaru Justy er sú
BÍLASÝNIIMGAR
laugardag og
sunnudag kl. 14-17
Réttur bíli á
réttum stað
(JT.Mbl., 8.7.1989)
að þetta er smábíll með allt
sem þarf til að hann nýtist
við hvaða aðstæður sem er.
Bíllinn er lipur í innanbæjar-
akstri, fjöðrunin nægilega
mjúk til að hann sé þokka-
legur í þjóðvegaakstri. Fjór-
hjóladrifið nýtist vel í
snöggri vetrarhálku eða
snjókomu og þægileg við-
bót hjá þeim sem storma
vilja á skíði í Bláfjöllin eða
Skálafellið á veturna.
(JR, DV, 24.6.1989)
J-12 vegur frá 815 til 835
kg og er bíllinn vel snöggur
í viðbragðinu og aflmikill.
Fimm gíra skiptingin er góð
og eins og áður hefur verið
nefnt hér fær fimmti gírinn
að mestu að hvíla í friði í
borgarumferðinni en gott
er að grípa til hans á viðeig-
andi köflum utanbæjar.
Fjórhjóladrifsbíll sem þessi
nýtur sín að sjálfsögðu
mest í hálku og erfiðri færð
og er smíðaður sem slíkur
en hann er annars framdrif-
inn. Fullyrða má að hin auð-
velda skipting í fjórhjóladrif-
ið auki öryggistilfinningu í
vetrarakstri þótt það hafi
ekki verið unnt að sann-
reyna þessa sumardaga í
síðustu viku. En sem venju-
legur framhjóladrifsbíll er
hann skemmtilegur í akstri,
lipur og snöggur.
J-12 er búinn sjálfstæðri
gormafjöðrun á öllum hjól-
um sem er mjúk. Það kemur
einkum fram þegar ekið er
á holóttum malarvegum og
ekki verður vart við að hann
sé laus á vegi. Hann er rás-
fastari í fjórhjóladrifi á mal-
arvegum en við venjulegar
aðstæður gerist þó engin
þörf á að nota það.
(JT, Mbl., 8.7.1989)
Þriggja ára ábyrgð
=j Helgason I
Sævarhöfða 2,
sími 67-4000
p iOT0'ITOWí1ÍÚÍ®I
1 Metsölublað á hvetjum degi!