Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989'
7
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík;
fjölskylduhátíð í Við-
ey á laugardaginn
SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Reykjavík efha til íjölskylduhá-
tíðar í yiðey laugardaginn 19.
ágúst. Á dagskrá hátíðarinnar
er meðal annars grillveisla, skoð-
unarferð, Qöldasöngur og varð-
eldur. Auk þess verður saga Við-
eyjar kynnt og sagt frá upp-
greftri fornminja þar. Aðgangs-
eyrir að hátíðinni verður ein-
göngu almenna gjaldið fyrir báts-
ferð út í eyjuna.
Ferðir á fjölskylduhátíðina í Við-
ey hefjast klukkan 12 á hádegi á
laugardaginn. Klukkan eitt mun
hljómsveit hefja leik og klukku-
stundu síðar verður efnt til grill-
veislu. Þá heldur Davíð Oddsson,
borgarstjóri, ávarp og að því loknu
verður farið í skoðunarferð. Mun
séra Þórir Stephensen, staðarhald-
ari, fræða hátíðargesti um eyna og
einnig verður sagt frá uppgreftri
fornminja, sem þar á sér stað.
Klukkan 15.15 verður efnt til
fjöldasöngs og verður honum stýrt
af Geir H. Haarde, alþingismanni
Reykvíkinga. Síðan verður efnt til
leikja fyrir yngri kynslóðina, en
hátíðinni lýkur með varðeldi og
ijöldasöng í fjörunni um klukkan
17 síðdegis.
Að sögn Guðmundar Magnússon-
ar hjá Sjálfstæðisflokknum eru allir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins velkomnir á fjölskylduhátíðina
á laugardaginn. Hátíðargestir þurfi
ekki að greiða annan aðgangseyri
en almenna gjaldið fyrir bátsferðir
út í eyjuna, en þær verði með reglu-
lega millibili allan daginn. Segir
Guðmundur að hátíðir af þessu tagi
hafi verið haldnar í Viðey á undanf-
örnum árum og séu að verða reglu-
legur viðburður í flokksstarfinu í
Reykjavík.
Operan „Mann hef ég
séð“ á Hundadögum
Verk Karólínu Eiríksdóttur flutt í
fyrsta sinn á Islandi
ÓPERAN „Mann hef ég séð“ eft-
ir Karólínu Eiríksdóttur verður
flutt I fyrsta sinn á íslandi nk.
sunnudagskvöld kl. 20.30 í Is-
lensku óperunni á dagskrá
Hundadaga ’89.
Karólína samdi óperuna við texta
sænsku skáldkonunnar Marie Lou-
ise Ramnefalk og var hún frum-
fluít í Stokkhólmi á síðasta ári. Það
eru Tónlistarfélag Kristskirkju og
Vadstena Akademien í samvinnu
við íslensku óperuna sem standa
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Þota danska utanríkisráðherrans Uffe Ellemans Jensens lendir á ísaQarðarflugvelIi.
Erlend þota lenti á Isafirði í fyrsta skipti
fyrir flutningi hennar hér á landi.
6 sænskir listamenn taka þátt í
flutningi óperunnar, söngvararnir
Ingegerd Nilsson, David Ankler,
Linnea Salby og Lars Pallerius, leik-
stjórinn Per-Erik Öhrn og hljóm-
sveitarstjórinn Per Borin. Hátíða-
hljómsveit Hundadaga leikur. Leik-
mynd við óperuna gerði Messíana
Tómasdóttir. .
Óperan verður flutt Ijórum sinn-
um á Hundadögum, 20., 22., 24.
og 25. ágúst.
ísafirði.
NOKKUR hópur fjölmiðlafólks
og flugmanna á ísafirði fylgdist
með þegar þota Uffe Ellemans
Jensen kom inn til lendingar á
mánudagskvöldið. Þetta var í
fyrsta sinn sem erlend þota
lenti á ísaflarðarflugvelli, en
áður hafði þota Flugfars lent
hér einu sinni. Lágskýjað var
og gerði það aðflugið erfiðara,
en danski flugstjórinn Iét það
ekki raska ró sinni. Hann fór
einn aðflugshring til að kanna
aðstæður, en kom svo inn og
lenti af slíkri snilld að menn
klöppuðu þegar vélin stöðvaðist
á miðri flugbraut.
Flugstjórinn Filip Hoffmann
sagði í viðtali við Morgunblaðið
að hann hefði aldrei til íslands
komið áður, þótt hann hafi flogið
víða um heiminn. Hann hefði
fengið þær upplýsingar að hér
væri frekar lélegur malarvöllur,
en ekki væri neitt annað að var-
ast. Það hefði því komið honum
nokkuð á óvart hve fjörðurinn var
þröngur. Þess vegna hefði hann
ákveðið að fara hring áður en
hann lenti. Aðflugshraði þotunnar
er um 260 km en lendingarhraði
um 210 km. Þrátt fyrir það gekk
aðflug og lending mjög vel og
sagði Filip að flugbrautin væri
ágæt af malarbraut að vera.
Þotan sem er í eigu leigufélags-
ins Alkair í Danmörku verður hér
til miðvikudags en flýgur þá aftur
til Kaupmannahafnar. Þær sögu-
sagnir komust á kreik að flugmað-
urinn væri þrautreyndur flug-
kappi frá danska flughernum.
Þegar það var borið undir flug-
stjórann brosti hann, sagðist aldr-
ei hafa í her verið. Hann lærði í
Bandaríkjunum, en er nú kominn
heim til starfa og vinnur hjá Alka-
ir sem flugstjóri. _ £lfer
Kortaupplýsingakerfi á vegum borgarinnar:
Brunnlok máluð gul
fyrir loftmyndatöku
BRUNNLOK víða í Reykjavík hafa verið máluð í áberandi gulum
lit, eins og vegfarendur hafa eflaust tekið eftir, en á næstunni stend-
ur til að taka loftmyndir af hverfum borgarinnar. Borgarráð hefur
nýlega samþykkt að setja skuli upp svokallað kortaupplýsingakerfi.
Kerfið verður tölvuvætt þannig að hægt verður að kalla fram kort
af tilteknum stað í bænum allt niður í ákveðnar lóðir. Hingað til
hafa kortin verið á pappír. Inn á tölvuvæddu kortin verða færðar
allar lagnir veitustofhana borgarinnar auk lagna Pósts og síma.
Kerfið mun auk þess nýtast embætti gatnamálasfjóra og Borgarskipu-
lagi.
og Rauðagerði. Núna er ráðgert að
mynda svæðið frá Snorrabraut og
vestur að bæjarmörkum Seltjarnar-
ness við Eiðisgranda. Eldri svæði í
austurbæ Reykjavíkur verða síðan
mynduð á næsta ári, en til eru full-
nægjandi upplýsingar um lagnir í
hinum yngri hverfum borgarinnar,
að sögn Heiðars.
Nýja kerfið mun einnig geta
geymt upplýsingar um byggingarár
húsa, fasteignamat, brunabótamat,
lóðarstærðir, kvaðir ef einhverjar
eru á lóðum eða byggingum og
hvort um einhvér sérákvæði sé að
Slitinn strengur olli rafmagnsleysi í flugstöð Leifs Eiríkssonar;
Straumrof eru allt of tíð
segir flugvallarstjóri
ALLT rafmagn fór af Flugstöð
Leifs Eiríkssonar og þjónustu-
byggingum hennar í gærmorgun
um áttaleytið. Rafmagn komst
ekki aftur á fyrr en á hádegi.
Aðalrafstrengur inn í flugstöðv-
arbygginguna fór í sundur þegar
verktakar á vegum Hitaveitu
Suðurnesja unnu að því að grafa
fyrir hitaveitulögn, sem Ieggja á
í flugstöðina. Rafmagnsstrengur-
inn var lagður þangað fyrir um
það bil flórum árum og á þeim
stað, þar sem hitaveitulögnin og
rafmagnsstrengurinn mætast,
vildi svo óheppilega til að grafa
annars verktakans fór í streng-
inn, að sögn Júlíusar Jónssonar,
ft-amkvæmdasljóra Ijármálasviðs
Hitaveitunnar. Strengurinn fór í
sundur við flugvallargirðinguna
rétt fyrir ofan Byggðaveginn,
sem liggur upp að flugstöðinni.
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það hefði verið lán í óláni
að búið var að afgreiða flestar vél-
ar, sem fljúga áttu út um morgun-
inn. Vararafstöð fer í gang þégar
straumrof verður í flugstöðinni
þannig að hægt er að halda uppi
lágmarksstarfsemi. Landgöngu-
brýrnar eru ekki sem stendur
tengdar vararafstöðinni, en áform
eru um að tengja þær henni.
„Ástæðan fyrir því er að straumrof
eru mjög tíð í flugstöðinni. í fyrra-
vetur þegar keyrði um þverbak ósk-
aði ég eftir skýringum hitaveitunn-
ar á þessum tíðu straumrofum, en
hef engin svör fengið. Ég reikna
með að flugstöðin sé, fyrir utan
Keflavíkurkaupstað, stærsti raf-
magnsnotandi á svæðinu. Við
keyptum t.d. rafmagn fyrir 19
millj. kr. í fyrra,“ sagði Pétur.
Þess má geta að Hitaveita Suður-
nesja hefur einkaleyfi á sölu raf-
magns og heits vatns á Suðurnesj-
um. Pétur sagði að skrásett hefði
verið hvert einasta straumrof og
ætlunin væri, áður en skammdegið
helltist yfir, að krefja hitaveituna
skýringa enn á ný. „Það má varla
blása á okkur þarna suður frá án
þess að straumrof verði," sagði
Pétur.
Júlíus sagði áð óhappinu fylgdi
ekkert beint fjárhagslegt tjón.
„Kostnaður við svona óhöpp liggur
ekki í beinum peningum heldur í
óþægindum viðskiptavinanna og
þau hörmum við vissulega."
ræða í skipulagi. Heiðar Hallgríms-
son, deildarverkfræðingur hjá emb-
ætti Borgarverkfræðings, segir að
seinna meir væri ekkert því til fyrir-
stöðu að önnur sveitarfélög, al-
menningur, verkfræði- og arki-
tektastofur tengdust hinu nýja
kerfi. Að sögn Heiðars mun hver
stofnun fá aðgang að kerfinu þann-
ig að þeir, sem þurfa á einhveijum
þessara upplýsinga að halda, geta
þá farið á einn stað og fengið kort
yfir allar lagnir á viðkomandi svæði.
„Stöðugt er verið að endurbæta
grunnkortin og þar sem borgarráð
hefur nú samþykkt kortaupplýs-
ingakerfið, notum við tækifærið og
merkjum inn punkta, sem sjáanleg-
ir eru úr lofti á holræsa-, vatns-
veitu- og hitaveitukerfinu fyrir nýja
kerfið. Með gula litnum fáum við
nákvæma staðsetningu á þessum
lögnum og getum síðan bætt frek-
ari upplýsingum inn á kortin þegar
farið er að vinna með kerfið,“ sagði
Heiðar.
Seljendur slíkra kortaupplýsinga-
kerfa hafa frest fram undir næstu
mánaðamót til að skila inn upplýs-
ingum um verð og tæknilega eigin-
leika sinna kerfa. í framhaldi af
því verður tekin ákvörðun um hvaða
kerfi verður fyrir valinu. Gert er
ráð fyrir að kerfið verði tekið í
notkun um áramót 1991/1992.
I fyrrasumar voru teknar loft-
myndir af svokölluðu Skuggahverfi
Ekki kröfu-
gerð skóg-
arbænda
Athugasemd frá Félagi
Skógarbænda á Héraði við
grein um nytjaskógrækt í
Morgunblaðinu fimmtudag-
inn 10. áúst:
Vegna greinar um nytja-
skógrækt á Fljótsdalshéraði vill
sjóm Félags Skógarbænda á
Héraði taka fram að þær heim-
ildir sem blaðamaður vitanar
til og fullyrðir að séu kröfur
Félags Skógarbænda, er aðeins
tillaga að samningi við skógar-
bændur, settar fram af einum
stjórnarmanni.
Á aðalfundi Félags Skógar-
bænda 12. júní sl. kynnti Bragi
Gunnlaugsson þessar tillögur í
eigin nafni og lýsti eftir við-
bótartillögum og/eða breytingu
við þær.
Aðalfundurinn tók ekki af-
stöðu til þessara tillagna og er
því ekki hægt að túlka þær sem
kröfugerð skógarbænda á Hér-
aði.
- Stjórn félags Skógar-
bænda á Héraði.