Morgunblaðið - 16.08.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
Raunavextir
hagfræðingsins
eftir Bjarna Braga
Jónsson
Gunnar Tómasson, hagfræðing-
ur, skrifar í Morgunblaðið 28. júlí
sl. grein, sem hann nefnir „Raun-
vextir atvinnulífs" en reynist vera
um allt annað. Aðferð Gunnars er
ofureinföld og þar með of einföld
til þess að varpa ljósi á málið, held-
ur er aðferð hans sú, sem kunn er
í hernaði, að þyrla upp reykskýi.
Gunnar ber saman annars vegar
árlega hækkun á gengi erlendra
gjaldmiðla gagnvart krónu og hins
vegar ársvexti viðskiptavíxla og
telur sig þannig fá fram raunvexti
atvinnulífs, sbr. töflu hans, sem
myndar kjarna greinarinnar.
Vísitala gengis
Árs- „Raun-
vextir vextir“
Staða Breyt. viðsk.- atvinnu-
víxla lífs
1983 100,0
1984 116,3 16,3% 23,2% 6,9%
1985 148,7 27,8% 36,0% 8,1%
1986 171,0 15,0% 20,3% 5,3%
1987 177,3 3,1% 28,7% 25,0%
1988 177,7 0,2% 34,0% 33,8%
Hvorug hlið þessa samanburðar
sýnir raunrétta mynd þess, sem
túlka skal. Gengi gjaldmiðla stend-
ur þarna fyrir tekjuverðlag útflutn-
ingsgreina, þ.e. hina jákvæðu hlið
fyrir atvinnuvegina. Hvert manns-
barn skilur, að gengið er aðeins
þáttur í tekjuverðlagi þessara
greina, og túlkar í meginatriðum
mismun innlendrar og erlendrar
verðbólgu. Hinn meginþátturinn er
erlend verðþróun, sem getur að
jafnaði numið nokkrum prósentum
á ári, eða nánar tiltekið þróun af-
urðaverðs, sem getur sveiflast milli
tugprósenta hækkunar og lækkun-
ar, en heldur þó til jafnaðar í við
almenna verðþróun. Gegnir furðu
að þurfa að rekja slík undirstöðuat-
riði fyrir hagfræðingi með reynslu
af starfi fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn.
Á hinn bóginn eru viðskiptavíxlar
mjög sérstætt form til fjármögnun-
ar innlendra viðskipta, einkum í
verslun og þjónustugreinum. í
bland við önnur viðeigandi lánaform
á innlendum vettvangi eru þessi
kjör til samanburðar við hérlenda
verðbólgu, en snerta almennt ekki
fjármögnun útflutningsgreina.
Nokkur umskipti hafa verið á því
gegnum tíðina, hvort afurðalána-
kjör útflutningsgreina hafa verið
af innlendum eða erlendum rótum.
Um árabil hefur verið komið til
móts við útflutningsgreinarnar með
heimild til erlendrar lántöku í þessu
skyni, auk þess sem stofnlán sjávar-
útvegs eru að meginhluta gengis-
tengd og háð erlendum vöxtum. Á
heildina litið reiknast mönnum svo
til, að u.þ.b. þrír fjórðu lána sjávar-
útvegsins séu með þess háttar kjör-
um. Gengisþáttur þessa meginhluta
lánanna samsvarar þannig gengis-
þætti tekjuverðlags, sem Gunnar
gerir að heila málinu, að frátöldum
mun á landasamsetningu afurða-
oglánamarkaða.
í greinargerð Seðlabankans um
peninga-, gjaldeyris- og og gengis-
mál frá 7. desember 1988 var reynt
að gera þeim samanburði, sem hér
um ræðir, skil í kafla VI: Rekstrar-
grundvöllur og fjárhagsstaða at-
vinnuvega, og þá sérstaklega í
þeirri töflu, sem hér er tekin upp.
Metin uppfærsla og ávöxtun allra
lána sjávarútvegs er sett fram í
fýrsta dálki og í næstu tveimur
verðlagsmælikvarðar til mats á
raunvöxtum, annars vegar mark-
aðsverð sjávarafurða á einingu í
krónum, þ.e. yfirfært um gengið,
hins vegar hækkun lánskjaravísi-
tölu sem mælikvarða á almennt
verðlag í landinu. Með þessu fást
tvenns konar raunvextir, miðað við
markaðsverð eða tekjuverðlag sjáv-
arútvegsins og innlent verðlag, en
útflutningsgreinar horfa til beggja
átta og geta við hvort tveggja mið-
að eftir atvikum.
velkomið að leita skýringa hjá und-
irrituðum.) Þar sem gengisskilyrði
uppgangstímans gátu ekki reynst
varanleg, má líta svo á, að erlend
lánskjör 1986-87 hafi verið van-
metin, og að jafna þurfi sveiflum í
fjármagnskostnaði eftir skynsam-
legu matí eða sjálfvirkri reglu.
Raunvextir m.v. almennt verðlag
(lánskjaravísitölu) eru einnig lang-
hæstir síðasta árið, en neikvæðir
yfir öll fjögur árin í heild. Kemur
það heim við, að þetta eru þau ár,
þegar erlend lán voru mun léttari
en innlend og raunar með neikvæða
raunvexti á innlendan verðkvarða,
sbr. grein mína þess efnis í 1. hefti
Fjármálatiðinda þ.á. og styttingu
hennar í marshefti Hagtalna mán-
aðarins. Hið gagnstæða átti sér
hins vegar stað frá 1979 til 1985
eða í heild til 1988.
Þar sem mati Gunnars Tómas-
sonar á raunvöxtum atvinnulífs er
þannig hnekkt á hreinum rök-
semdagrundvelli og með betra
talnaefni, skiptir litlu að leiðrétta
talnameðferð hans. Þó má geta
þess, að sökum villu í töfluviðauka
ársskýrslu Seðlabanka er gengis-
breytingin 1988 röng og á að vera
14,2% enda má kunnugum ljóst
vera, að gengið var þá komið á
skrið, svo að breytingin yfir árið
nam 21,8%. Einnig að í samanburði
sem þessum á gengisbreyting yfir
árið betur við til samanburðar við
Raunvextir sjávarútvegs 1985-1988
Uppfærsla Markaðsv.
% á ári: og ávöxtun í krónum
1985 23,5 25,2
1986 16,8 11,2
1987 15,3 9,1
1988' 30,1 10,4
Meðaltal,
beint 21,4 14,0
1 Bráðabirgðatölur.
Raunvextir á kvarða markaðs-
eða tekjuverðlags eru að sjálfsögðu
þýðingarmeiri í rekstrarsamhengi.
Þeir voru lágir eða bærilegir
1985-87, meðan tekjuauki fékkst
úr hækkun afurðaverðs, svo ekki
sé talað um samtíma afla- og fram-
leiðniaukningu. Dæmið snýst hins
vegar við með verðfalli á árinu
1988 og gengisfalli, sem lagðist á
erlendu skuldirnar. Þetta hafði í för
með sér mikinn skell í fjárhagslegu
uppgjöri ársins 1988, langtumfram
eðlilegt mat á framleiðslukostnaði
við gengisskilyrði ársins eða árs-
loka, sbr. afkomuuppgjör Þjóð-
hagsstofnunar eða vísitölu sam-
keppnisstöðu á vegum Seðlabanka.
(Þeim, sem ekki skilja þetta, er
Hækkun Raunvextir m.v.
lánskv. markaðsv. lánskjarav.
35,6 -1,3 -8,9
14,7 5,0 1,8
22,2 5,7 -5,6
19,1 17,8 9,2
22,9 6,8 -0,9
ávöxtun yfir árið. Loks, að raun-
vextir fást ekki með beinum frá-
drætti aukningartalna, heldur með
deilingu vísitalna að meðtöldum
stofni og síðan frádrætti stofnsins
(1 eða 100), þar sem raunvextir
merkja hlutfallsaukningu á upp-
færðu raunvirði. Enda þótt erlendar
kennslubækur sýni frádráttarform-
úlur, er þar um rökræna framsetn-
ingu á stærðfræðilegu „kontinuum“
að ræða en ekki raunréttan reikn-
ingsmáta.
Önnur eftiisatriði
Vöxtur lánakerfis að tiltölu við
þjóðarframleiðslu og þjóðarauð er
Gunnari áhyggjuefni og sjálfsagt
fleirum. Fram til þessa hefur aukn-
Bjarni Bragi Jónsson
„Það er annars út-
breiddur misskilning-
ur, að háir raunvextir
séu Seðlabankamönn-
um sérstaklega kærir.
Það sem máli skiptir er
að þeir gegni hlutverki
sínu og stuðli að jafii-
vægi á § ármagnsmark-
aði og í efiiahagslífinu
með tilliti til ríkjandi
aðstæðna.“
ing fjáreigna, eða stöðu innlends
sparnaðar, þó verið talin æskileg
og heilbrigð niðurstaða af varð-
veislu og ávöxtun sparifjár lands-
manna, sem jafnframt auki getu
lánakerfisins til nýrra átaka. Gera
mér ráð fyrir, að sú hlutfallsaukn-
íng dvíni, þegar fjáreignir nálgast
mettunargildi að tiltölu við raun-
éignir og sú staða hefur áhrif til
lækkunar raunvaxta. Að auki verð-
ur tímabundin og snögg hækkun
af völdum gengissveiflna og áhrif-
um þenslu á raunvexti. Slík öfl leita
jafnvægis með tímanum fremur en
að öll „verðmætasköpun í þjóðarbú-
inu myndi stöðvast“ eins og Gunnar
orðaði það. Varðandi hlutfall lána
af lands- eða þjóðarframleiðslu ber
þess að gæta, að þjóðarauður í
rauneignum er hátt í þrefalt hærri
stærð. Skuldir við lánakerfi voru
því ekki nema um helmingur á
móti þjóðarauð í árslok 1987.
Ekki er útskýrt, hvernig „leik-
reglur Seðlabanka“ valdi háum
vöxtum, sem sé haldið uppi af
„handafli" Seðlabankamanna. Leik-
reglur þessar eru í litlu frábrugðnar
sams konar reglum erlendis, í öðru
en þeirri tiltölulegu hæð stýri-
stærða, sem verður að ráðast af
sérkennum og efnahagsástandi.
Sumt er mildara hér, svo sem 2%
raunvextir af bindifé. Það skyldi
þó ekki vera, að leikreglurnar og
handaflið felist í því, að Seðlabank-
inn veitir ekki fjármagn vaxtalaust
í krafti þess, að prentun peninga
kosti sama sem ekki neitt, svo sem
Gunnar taldi snjalla nýlundu á ráð-
stefnu hér um árið. Maður lendir
stundum í að útskýra fyrir börnum,
hvers vegna slíkt getur ekki geng-
ið, og að peningastefna helgist af
markmiðum hagstjórnar en ekki
framleiðslukostnaði peninga, sem í
umræddu tilviki yrðu raunar ekki
lengi neinir peningar.
Það er annars útbreiddur mis-
skilningur, að háir raunvextir séu
Seðlabankamönnum sérstaklega
kærir. Það sem máli skiptir er að
þeir gegni hlutverki sínu og stuðli
að jafnvægi á ijármagnsmarkaði
og í efnahagslífinu með tilliti til
ríkjandi aðstæðna, hvort sem þeir
þurfa til þess að vera prósentunni
hærri eða lægri.
Lokst telur Gunnar Tómasson sig
þess umkominn að kveða upp dóm
yfir vöxtum ávísanareikninga og
skyldra innlánsreikninga. Rétt er,
sem hann segir, að mörkin milli
reikninga með miskmikið reiðufjár-
gildi, þ.á m. sparibóka, hafa verið
að mást út, ekki aðeins hér heldur
einnig erlendis. Af þessu er almennt
dregin sú ályktun, að markaðurinn
verði sjálfur að meta greiðsluhag-
ræði á móti ■ sparifjárgildi þessara
innistæðna, m.a. með hliðsjón af
breytilegri notkun þeirra. Við-
skiptabankar og sparisjóðir hafa
lagt verulega vinnu í að meta kostn-
að og Hagræði þessara innláns-
forma. Kæmi mér því á óvart, að
þeir yrðu uppnæmir fyrir tilfinn-
ingarökum Gunnars í þessu efni.
Enda fer oftast svo, að sé einum
vöxtum þrýst niður, fara aðrir upp
til heildaijafnvægis.
Eggerts þáttur Haukdal
Það sem að framan var sagt um
gengissamanburð, getur einnig gilt
sem svar við þeirri linnulausu bá-
bilju Eggerts Haukdal, að gengis-
tenging sé fullnægjandi verðtrygg-
ing, að einn þáttur veruleikans sé
veruleikinn allur. Ætti að nægja
að benda honum á þær skýringar
dr. Magna Guðmundssonar, sem
mun vera hans gúrú í þessum efn-
um, að nafnvaxtahugtakið rúmi alla
virðisuppfærslu, hveiju nafni sem
nefnist. Sú kenning að miða verði
við gengið, af því að útflutningur
sé undirstaða alls, er hugtakarugl-
ingur milli óskyldra efna, mæling-
arfræði og kerfisfræði, en að auki
vanvirða við alla sem framleiða fyr-
ir innlendan markað, þar með sunn-
lenska bændur.
Er þá um leið svarað vígamanni
nokki-um, sem hefur haslað sér rit-
völl með persónulegu níði um mig
og fleiri, ásamt brigslum um stað-
hæfingar, sem eru ekki mínar, um
tjón af nýju lánskjaravísitölunni.
Má í því sambandi vísa til greinar
minnar í 1. hefti Pjármálatíðinda
um feril og gildi lánskjaravsitölu á
fyrri og nýjum grunni. Annars er
skrifum ritsóða ekki svarandi,
a.m.k. ekki á ritvelli.
Höfunriur eraðstoðarbankastjórí
Seðlabanka íslands.
Helgi Hálfdanarson:
Dómur um Macbeth
í Dagblaðinu Vísi, 14. þ.m., birtist rit-
dómur eftir Öm Ólafsson um þýðingu
Sverris Hólmarssonar á leikritinu Macbeth
eftir William Shakespeare. Mig langar til
að gera eina smáathugasemd við þennan
ritdóm.
Öm vitnar til nokkurra staða í þýðingu
minni á verki þessu til samanburðar, en
hefur því miður farið útgáfnavillt, því
hann notast þar við fyrstu gerð þýðingar-
innar, sem út var gefin fyrir réttum aldar-
ijórðungi. í útgáfu Almenna bókafélagsins
frá 1984 eru gerðar ýmsar lagfæringar á
textanum, og skipta sumar þeirra að
minum dómi þó nokkru máli. Ekki dettur
mér í hug að áfellast Örn fyrir þessa
vangá; hún er eins og hvert annað smá-
slys. Og fyrst hann hafði ekki nýju útgáf-
una við höndina, var ekki von að til hans
næði klausa sú, sem þar er prentuð aftan
á titilblað og hljóðar svo: „Ef þýðing á
Shakespeares-leikriti, sem mér er eignuð,
er höfð til flutnings eða til hennar er vitn-
að, skal ævinlega fylgt texta þessarar
endurskoðuðu útgáfu en ekki neinum öðr-
um texta.“
Vegna breytinga á línunum 5.5.16-28,(
sem Om tilfærir í grein sinni, langar mig
til að birta þær eins og þær eru í útgáf-
unni frá 1984:
Hún hefði dáið samt þó síðar yrði,
og tími fengizt fyrir þvílikt orð. —
Á morgun, og á morgun, og á morgun,
þumlungast þessi smáspor dag frá degi
til loka hinztu línu á tímans bók;
og gærdagarnir allir lýstu leið
flónum, í dauðans duft. Slökk, slökk
þig, skar;
Sljór farandskuggi er lífið, leikari
sem fremur kæki á fjölunum um stund
• og þegir uppfrá því, stutt lygasaga
þulin af vitfirringi, haldlaust geip,
óráð, sem merkir ekkert.
Flestir munu telja, að mikilsverðasti
þátturinn í þeim stíl, sem Shakespeare er
ekki sízt frægur fyrir, sé auk orðavals og
myndmáls það aðskorna form sem í brag
hans er fólgið og umfram allt merkileg
beiting hans á stakhendunni. Þess vegna
leitast þýðing mín við að halda sama
ljóðlínufjölda, sama bragliðaijölda í ljóðlín-
um, og sama atkvæðafjökla í sams konar
bragliðum. Því er það, að mér þykir lak-
ara, að línurnar 1.4.6-8 eru slitnar upp
úr bragnum og síðan prentaðar sem lausa-
mál, og þannig hafðar til samanburðar
við texta Sverris, sem að mestu er á Iausa-
máli, en til skilningsauka prentaður í mis-
löngum línum. Raunar er ljóst, að um
prentvillu er að ræða, því önnur dæmi eru
prentuð með línuskilum. Þarna hefði átt
að prenta:
... ekkert
vann hann í lífi sínu sér jafn-vel
til sæmdar og að kveðja það ...
í þýðingu minni er stuðlasetningu að
jafnaði hagað eftir hefðbundnum íslenzk-
um bragreglum (og þyrfti hún þó frekari
skýringa við). Þess vegna þykir mér mið-
ur, að línurnar 1.3.79-80 hafa brenglazt
svo í prentun greinarinnar, að stuðlasetn-
ing verður af svívirðilegasta tagi („Jörðin
gýs einatt bólum eins og vatnið;“!) Réttar
eru línur þessar svo (í báðum útgáfum):
Jörðin gýs bólum einatt einsog vatnið;
svo var um þessar hér. Hvert hurfu þær?
Eg bið Örn Ólafsson að afsaka þessa
rekistefnu, sem kann að virðast hégómleg,
þó að mér þyki hún nokkru máli skipta.
Loks þakka ég Erni mjög lofsamleg um-
mæli um þýðingartilraun mína, og nota
einnig tækifærið til að óska Sverri Hólm-
arssyni til hamingju með gott verk. Þýð-
ingar á Shakespeare verða seint of marg-
ar. Og Alþýðuleikhúsinu þakka ég merki-
lega sýningu.