Morgunblaðið - 16.08.1989, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
Ferðamenn
flykkjast í
Nonnahús
MUN meiri aðsókn hefur verið
að Nonnahúsi nú i sumar en und-
anfarin ár og segir Hannveig
Valtýsdóttir safnvörður að það
0 sem mestu skipti þar um sé sjón-
varpsmyndaflokkurinn um bræð-
urna Nonna og Manna sem sýnd-
ur var í sjónvarpinu um siðustu
jól.
Hannveig segir að bæði hafi
fjölgað útlendingum sem skoði
safnið og einnig komi mun fleiri
• íslendingar við í Nonnahúsi. Það
er Zontaklúbbur Akureyrar sem
umsjá hefur með Nonnahúsi, en þar
er m.a. að finna ýmsa muni sem
tilheyrt hafa Jóni Sveinssyni,
Nonna, eða fjölskyldu hans. Hann-
veig segir að sjónvarpsmyndaflokk-
urinn um þá bræður hafi greinilega
haft mikil áhrif á aðsóknina og
þegar mest hefur verið, hafi allt
* að 130 manns komið á safnið á
einum degi.
Bókin Nonni var endurútgefin
um síðustu jól og segir Hannveig
að talsvert sé um að fólk sem komi
á safnið kaupi bókina.
Zontakonur áttu von á aukinni
aðsókn í Nonnahús í sumar og því
var safnvörðum fjölgað um helm-
ing, úr einum í tvo. Safnið var einn-
ig opnað fyrr í sumar en venja er
til, eða í byijun júní og verður það
opið til ágústloka.
Fjölmargir ferðamenn hafa lagt
leið sína í Nonnahús og hafa allt
að 130 manns komið í safnið á
einum degi. Sjónvarpsmynda-
flokkurinn um bræðurna Nonna
og Manna á stærstan þátt í auk-
inni aðsókn að safninu.
Drykkir
innbyrðis
í Sjallanum
HLJÓMSVEITIN Drykkir inn-
byrðis heldur tónleika í Sjallan-
um á Akureyri, annað kvöld,
fimmtudagskvöld og hefjast þeir
kl. 22.00.
Á tónleikunum flytur hljómsveit-
in frumsamið efni, en Drykkir inn-
byrðis hefur ekki einbeitt sér að
einni ákveðinni tegund tónlistar
heldur er hún af ýmsu tagi, popp,
jass, samba svo eitthvað sé nefnt.
Hljómsveitin Drykkir innbyrðis
er akureyrsk og heldur upp á
þriggja ára afmæli sitt um þessar
mundir. Hljómsveitina skipa: Rúnar
Friðriksson, söngur, Geir Rafnsson,
trommur, Viðar Garðarsson, bassi,
Haukur Eiríksson, hljómborð og
Gísli Aðalsteinsson, gítar. Á tón-
leikunum mun einnig -koma fram
gestaspilari, en hver það er verður
ekki upplýst fyrr en á tónleikunum.
Skólarnir
byrja 6.
september
ÁKVEÐIÐ hefúr verið að nem-
endur í grunnskólunum á Akur-
eyri mæti í skólana 6. september
næstkomandi.
Ingólfur Ármannsson skólafull-
trúi sagði að næsta vetur yrðu nem-
endur í grunnskólum Akureyrar
tæplega 2.500, sem er svipað og
undanfarin ár. Nú í haust hefja
örlítið færri nám en á síðastliðnu
hausti, en stórir árgangar hafa far-
ið úr skólunum og minni komið í
staðinn. Ingólfur sagði að nú í haust
yrði um 50 nemendum færra í skól-
unum en síðastliðið haust.
Óvenjuvel hefur gengið að ráða
kennara og er nú búið að ráða í svo
til allar stöður, einungis er eftir að
ráða í eina stöðu smíðakennara, en
nokkrar fyrirspurnir hafa borist, að
sögn Ingólfs. „Þetta hefur gengið
mjög vel og að langmestu leyti er
um að ræða réttindakennara,“ sagði
Ingólfur.
Dalvík:
Dalbær
tíu ára
A Iðavöllum
Krökkunum á Ieikskólanum Iðavöllum þótti pollagallamir ekki nægja til að veijast rigningunni
og skriðu í skjól í stóm röri. Þeir em kannski að ráðslaga eitthvað eins og æsir, sem eiga að hafa
hitzt á Iðavöllum í íyradinni eins og segir frá í Völuspá. Þeir hafa þó varla fúndað í röri.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Samþykkt að reisa verslun
og gistiíbúðir við Hlíðarlund
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fúndi sínum í gær
erindi frá SS-Byggi þar sem
fyrirtækið sótti um lóð við
Hlíðarlund 2 til að reisa verslun
og gistiheimili. Erindinu var
vísað til skipulags- og bygging-
arnefndar á síðasta fundi bæjar-
stjórnar sem haldinn var í júlí
síðastliðnum. Fundur bæjar-
stjórnar var snaggaralegur og
umræður fremur litlar.
Á fundi byggingarnefndar fyrr
í þessum mánuði var fallist á er-
indi SS-Byggis um byggingu
verslunar og gistiíbúða við Hlíðar-
lund 2 með nokkrum skilyrðum.
Meðal annars er gert að skilyrði
að nýtingarhlutfall lóðar fari ekki
yfir 35%, að aðalstigahús verði
látið ná niður á kjallaragólf og að
geymslurými í kjallara verði aðski-
lið frá göngum með B-60 veggjum
og hurðum. Þá leggur nefndin
einnig áherslu á að vandað verði
tii hönnunar hússins.
Sigríður Stefánsdóttir (G) sat
hjá við afgreiðslu málsins, en hún
sagði erfitt að samþykkja bygg-
inguna vegna mótmæla íbúanna
sem hún sagði eiga við rök að
styðjast. Hún sagði að mjög væri
prengt að svæðinu og lítið væri
um opin svæði í grenndinni.
Þá samþykkti bæjarstjórn að
útsvör utan staðgreiðslu álögð
BYGGINGARNEFND Akur-
eyrar átaldi harðlega á fundi
sírjum fyrir skömmu, að ýmis
öryggisatriði í byggingu húss-
ins númer 24 við Víðilund hafí
setið á hakanum á byggingart-
ímanum og að flutt hafí verið í
hluta íbúðanna án þess að ýms-
um grundvallaröryggisatriðum
hafí verið fúllnægt. Húsið, sem
um er að ræða, er fímm hæða
fjölbýlishús þar sem í em íbúðir
fyrir aldraða.
Jón Geir Ágústsson bygginga-
1989 sem lægri væru en 500 krón-
ur verði felld niður. Sigfús Jónsson
bæjarstjóri sagði að þarna væri
um að ræða upphæð á bilinu 10-15
þúsund krónur, en á móti kæmi
sparnaður vegna innheimtu.
fulltrúi segir að ekki sé heimilt
að taka hús í notkun fyrr en fram
hafi farið heildarúttekt á því. „Slík
lokaúttekt hefur ekki farið fram
enn,“ segir Jón Geir.
„Vegna þess að íbúarnir eni
fullorðið fólk sem ekki er eins frátt
á fæti og hinir yngri, þá höfum
við enn meiri áhyggjur af þessu.“
Jón Geir sagðist vona að bygging-
unni yrði lokið sem skjótast og að
öllum öryggisatriðum yrði full-
nægt.
Heimir- Ingimarsson bæjarfull-
TÍU ár em um þessar mundir
liðin frá því fyrstu íbúarnir fluttu
inn í Dalbæ, dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík og verður þess
minnst næstkomandi sunnudag,
en þá verður opið hús þar sem
starfsemin verður kynnt og húsið
verður til sýnis.
Jafnt heimamönnum sem öðrum
gefst kostur á að kynna sér starf-
semi Dalbæjar á milli kl. 14.00 og
18.00 á sunnudaginn kemur. Boðið
verður upp á skemmtiatriði, kaffi-
hlaðborð og auk þess verður grillað.
Gestum verða veittar upplýsingar
um alla þætti starfseminnar, en á
Dalbæ eru nú 44 íbúar á tveimur
deildum, hjúkrunardeild og al-
mennri deild.
Á Dalbæ er félagslíf með miklum
blóma, þar er boðið upp á dagvist
og þangað geta eldri Dalvíkingar
leitað varðandi ýmiss konar þjón-
ustu. Frá því í maí hefur verið í
gangi tilraunaverkefni á heimilinu
sem hefur það markmið að auka
fjárhagslegt og persónulegt sjálf-
stæði íbúanna, en það er gert með
þeim hætti að sumir íbúanna búa
í nokkurs konar vernduðum þjón-
ustuíbúðum í stað þess að búa á
dvalarheimlinu, en þetta er nýlunda
hér á landi.
trúi og byggingarnefndarmaður
sagði á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær, að framkvæmdir við
bygginguna hefðu verið á eftir
áætlun og því hefði fólki verði leyft
að flytja inn í húsið í neyð, en
margir hefðu verið búnir að selja
eignir sínar og ekki haft í önnur
hús að venda. „Byggingarnefnd
er að minna byggingarverktaka á
að grundvallaratriði varðandi ör-
yggismál verða að vera í lagi,
ekki síst þegar aldraðir eiga í
hlut,“ sagðj Heimir.
íbúðir aldraðra við Víðilund:
íbúar fluttir inn þó lokaúttekt
á öryggismálum hafi ekki verið gerð