Morgunblaðið - 16.08.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
23
Jóhanna B. Guðjóns-
dóttir - Minning
Fædd 25. september 1900
Dáin 9. ágúst 1989
I dag kveðjum við okkar ástkæru
ömmu Jóu. Ömmu sem veitti okkur
öllum svo óskaplega mikið. Hún
umvafði okkur ást sinni og kær-
leika. þar er svo margs að minnast
og margs að sakna. Alltaf var hug-
ur hennar hjá okkur, hún fylgdist
með öllu í okkar lífi, gleði, sorgum
og framförum barna okkar. Hún
bjó út okkar vöggur, hjónasængur,
vöggur barna okkar og fermingar-
barna. Við prýddum heimili okkar
hannyrðum hennar, sönnum meist-
arastykkjum. Enginn var skilinn
útundan, allir voru jafnir. Hún var
eilíft að hugsa um aðra en krafðist
einskis á móti. Aldrei var svo farið
í ferðalag að amma fylgdist ekki
með að vel væri farið af stað og
hvort ferðin hafi ekki verið ánægju-
leg þegar heim var komið. Ef ein-
hver veikindi voru á heimilum okk-
ar, var vel fylgst með framvindu
og góð ráð gefin.
Amma bjó hjá Mundu frænku og
Jónasi, á yndislegu heimili, þar sem
okkur barnabörnum og ijölskyldum
var ætíð tekið opnum örmum. Við
vitum öll að það var ömmu mikil
gæfa að taka þátt í Iífi og starfi
þessa heimiiis, sem hefur verið
„miðstöð" fjölskyldnanna um ára-
raðir, og hún þar með sameiningar-
tákn okkar allra. Erum við sann-
færð um að þannig hafi hún viljað
að fjölskylduböndin haldist áfram
jafn sterk og þegar hún var hér
hjá okkur.
Minning hennar mun lifa.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Br.)
Dísu- og Nonnabörn
Mildi, hjartahlýja og móðurleg
umhyggja er mér efst í huga þegar
ég minnist Jóu frænku minnar. Hún
hafði þessa góðu eiginleika í svo
ríkum mæli að þeir munu ávallt
geymast í huga mér þegar ég minn-
ist hennar. Það var ómetanlegt fyr-
ir óharðnaðan ungling, sem var að
stíga sín fyrstu spor í Reykjavík
að hafa aðhlynningu hjá henni. Og
svo var í mörg ár sem þar fóru á
eftir, eða þar til ég stofnaði mitt
eigið heimili. Fékk ég sjaldnast að
greiða nokkuð fyrir, þrátt fyrir að
fjárhagsgeta hennar væri ekki mik-
il á nútíma mælikvarða, en hjart-
hlýjan og umhyggja var þeim mun
meiri.
Jóhanna Bjarney fæddist að Arn-
arnúpi í Keldudal í Dýrafirði 25.
september 1900. Foreldrar hennar
voru Elínborg Guðmundsdóttir og
Guðjón Þorgeirsson sem þar
bjuggu.
Jóhanna var þriðja í röðinni af
13 systkinum, sjö systrum og 6
bræðrum. Jóhanna er sú sjöunda
af þeim systkinum sem hverfur yfir
móðuna miklu. Jóhanna ólst upp á
Arnarnúpi til fullorðinsára eða þar
til hún giftist Þorleifi Eggertssyni
kennara frá Árholti í Haukadal 19.
janúar 1924 og stofnuðu þau sitt
heimili í Haukadal og bjuggu þar
fyrstu árin. En Þorleifur var kenn-
ari við skólana í Haukadal og
Keldudal.
1934 veiktist Þorleifur af berkl-
um og varð að fara á Vífilsstaða-
hælið þar sem hann dvaldi í 134 ár.
Þá hafði hann fengið það góðan
bata að hann kom heim og var
heima í tvö ár en þá tók sjúk-
dómurinn sig upp aftur og var hann
eftir það sjúklingur og dvaldi ýmist
á Vífilsstöðum eða á Reykjalundi,
þar til hann lést 1983.
Jóhanna og Þorleifur eignuðust
íjögur börn. Fyrst stúlkubarn sem
fæddist andvana, þá Þórdísi, fædd
1926, Jón Snorra, fæddur 1929, og
Guðmundu, fædd 1938.
Þegar Þorleifur veiktist í seinna
skiptið fluttist Jóhanna til
Reykjavíkur og bjó með börnum
sínum þar til þau stofnuðu sín heim-
ili. Þá dvaldi hún fyrst hjá Jóni
Snorra og hans konu, Benediktu
Sigmundsdóttuir, en þegar Guð-
munda giftist og stofnaði heimili
fluttist hún til hennar og eigin-
manns hennar, Jónasar Jóhanns-
sonar flugumferðarstjóra, óg dvaldi
þar þar til hún veiktist og fór á
Landspítalann nú í júlímánuði.
Umhyggja þeirra Guðmundu og
Jónasar fyrir henni var svo einstök
að betra er ekki hægt að hugsa
sér. Þar komu svo sannarlega fram
þeir bestu kostir þeirra hjóna. Um-
hyggja, nærgætni og mildi sem ég
lýsti í upphafi þessara fátæklegu
minningarorða. Aldamótakynslóðin
er nú sem óðast að hverfa yfir
móðuna miklu. Það alþýðufólk sem
byggði undirstöðuna undir það vel-
ferðarríki sem við búum við í dag.
Það er ómetanlegur arfur sem þetta
fólk hefur skilað þjóð sinni.
Engin orð kann ég til að lýsa
þakklæti mínu fyrir það sem Jóa
frænka mín var mér, en ég vona
að æðri máttarvöld veiti henni þá
móttöku sem góðri og göfugri móð-
ur sæmir.
Megi minningin um þessa góðu
konu lifa meðal okkar sem lengst.
Innilegar samúðarkveðjur.
Markús Stefánsson
Hún amma Jóa var fædd þann
25. september árið 1900 á Arnar-
núpi, Keldudal í Dýrafirði. Hún var
þriðja elst í hópi 13 systkina. Amma
lést 9. ágúst í Landspítalanum í
Reykjavík. Amma Jóa bjó á heimili
foreldra okkar bræðranna, þeirra
Guðmundu Þorleifsdóttur og Jónas-
ar Jóhannssonar.
Amma Jóa hefur verið á heimili
okkar alla tíð og má kannski segja
að hún hafi verið önnur mamma
okkar. Þar sem foreldrar okkar
unnu vaktavinnu kom það í hlut
ömmu að hugsa um okkur og gefa
okkur að borða. Við döfnuðum auð-
vitað vel hjá ömmu Jóu og brátt
voru litlu guttarnir komnir á ungl-
ingsárin. Það hefur sjálfsagt ekki
verið öfundsvert oft á tíðum fyrir
gamla konu að hugsa um 4 spræka
drengi á þessum viðkvæma aldri.
Þegar við fórum að skemmta okkur
og komum heim seint um kvöld eða
um miðjar nætur þá vakti hún eftir
okkur, það var skilyrði að hún væri
alltaf látin vita. „Hvurra manna er
hann?“ spurði amma svo oft þegar
maður sat hjá henni og taldi upp
fólkið sem var í partýinu. „Sástu
nokkuð Benna frænda þinn, eða
Bökku eða kannsku Sturlu?" sagði
amma, allt eftir því við hvern hún
var að tala. Svo þegar rabbi okkar
var lokið og við kannski búnir að
uppgötva nýjan frænda eða frænku
þá var náð í eitthvað heitt handa
ömmu að drekka, því þá fannst
henni hún sofna svo vel. Stundum
gleymdi amma sér með bókina sína
í rúminu og sofnaði. Þegar maður
kom heim þá var læðst inn til ömmu,
bókin sett á borðið og gleraugun
tekin varlega af nefinu á henni,
læðst út og slökkt. „Þorleifur
minn ..., nei hérna Matti minn ...,
nei Júlli minn, æ hérna Heimir
minn, færðu mér nú eitthvað heitt
að drekka", heyrðist allt í einu og
maður var ekki einu sinni búinn að
sleppa hurðarhúninum á herberginu
hennar. Já, amma Jóa sofnaði ekki
fast þó hún dytti út af þegar hún
vakti eftir drengjunum sínum.
Það var víst engin hætta á að
okkur bræðrunum yrði kalt í vetrar-
gaddinum enda sáu lopapeysurnar,
húfurnar, vettlingarnir og lopa-
sokkarnir hennar ömmu fyrir því.
Hún hafði yndi af því að pijóna og
gefa okkur föt og hún var alltaf
tilbúin að hjálpa okkur með allt sem
okkur vantaði, það var sama hvað
það var.
Það var sérstakt með hana
ömmu, þótt hún væri komin nálægt
níræðu þá yngdist hún alltaf um
10-15 ár þegar hún klæddi sig upp
og setti skartið sitt á sig, hún var
glæsileg gömul kona. Amma Jóa
var næm kona sem fylgdist vel með
öllu sem var að gerast í kringum
hana, enda hefur það sjálfsagt átt
stóran þátt í því hversu ung í anda
hún var. Hún fann alltaf strax á
sér ef eitthvað var að hjá okkur
bræðrum — það þurfti enginn að
segja henni neitt, hún vissi það og
þá komu góð ráð frá henni sér allt-
af vel.
Það var alltaf stutt í húmorinn
hjá ömmu. Þegar öll fjölskyldan sat
að snæðingi og amma misheyrði
eitthvað eða sagði eitthvað óvart
sem okkur þótti fyndið þá vorum
við bræðurnir oft svo miskunnar-
lausir og við gerðum grín að því
sem hún sagði rétt eins og maður
lætur stundum við jafnaldra sína.
Þá tárfelldi amma jafnan af hlátri
og hristi bara hausinn á móti litlu
prökkurunum sínum. Hún átti það
kannski til að segja við okkur, „lát-
ið ykkur nú falla strákar mínir" og
jafnskjótt létum við okkur detta í
gólfið með tilþrifum. Þá skellti
amma uppúr og rétt hélt jafnvægi
á stólnum.
Einu sinni var haldið partí heima
og íbúðin var full af 17 og 18 ára
unglingum með gítar og léttar veig-
ar. Amma lét sig ekki vanta í hóp-
inn, þá líklega 75 ára gömul. Hún
smakkaði aldrei vín og reykti aldrei
tóbak, hún sat heldur með pijónana
sína og spjallaði.
Amma skipti okkur bræðrum nið-
ur í stöður á heimilinu. Heimir átti
alltaf að setja dropana í augun og
búa til heitan súkkulaðidrykk. Júlli
spilaði handbolta og var „alltaf svo
þreyttur auminginn". Amma fylgd-
ist náið með öllum leikjum sem
hann spilaði og gagnrýndi jafnan
innáskiptingar Bogdans landsliðs-
þjálfara. Þorleifur var elstur og
treysti ömmu fyrir sínum dýrmæt-
ustu leyndarmálum og unglinga-^
vandamálum á unglingsárunum.
Matti var alltaf í sveitinni og vann
svo mikið, veiddi fisk á lítilli trillu
og hugsaði svo vel um kýrnár —
hann kunni þess vegna ekkert á
örbýlgjuofninn svo að Heimir var
beðinn um að hita fyrir hann mat-
inn.
Svona var nú Amma Jóa góð og
yndisleg amma. Það er henni að
þakka að við urðum aldrei lyklabörn
eins og svo algengt er í dag. Við
nutum hlýju og ráðlegginga
lífsreyndrar ömmu sem klæddi okk-
ur og gaf okkur að borða. Við erum
sannfærðir um að ekki hefði verið
hægt að hugsa sér betri aðstæður
en þær að þijár kynslóðir skyIduSr
fylgjast að svo lengi á einu heimili.
Daginn sem amma kvaddi okkur
eignuðust Matti og Eyrún kona
hans lítinn dreng. Einn deyr og
annar fæðist, það er víst gangur
lífsins.
Elsku amma Jóa hefur skilað sinu
hlutverki vel. Hún mun lifa áfram
í hugum okkar allra og börnin okk-
ar munu fá að kynnast henni og
hennar hlýju jafnvel og við.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(2. og 3. er. V. Briem)
Þorleifúr, Matthías Einar,
Júlíus og Heimir Jónassynir
+
MINNINGARKORT
t Dóttir mín, HÓLMFRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, Meðalholti 13, andaðist í Landspítalanum 1. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Fyrir mína hönd, sonar hinnar látnu, systkina og annarra vanda- manna. Daniel Joensen. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR FRÍMANN rithöfundur, lést að morgni 14. ágúst. Valgerður Frímann, Karl Jörundsson, Gunnhildur Frfmann, Sverrir Gunnlaugsson, Hrefna Frímann, Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson.
t Eiginmaður minn, JÖRGEN P. LANGE, Digranesvegi 8, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 12. ágúst 1989. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Lúthersdóttir Lange. t Faðir okkar og tengdafaðir, RAGNARÁ. MAGNÚSSON, löggiltur endurskoðandi, Rofabæ 43, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 13. ágúst. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Marta G. Ragnarsdótttir, Þorsteinn Eggertsson, Hrafnhildur Ragnardóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Keld Gall Jörgensen.
t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- t
langamma, Eiginkona mín,
JÓSEFÍNA KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR, GYÐA PÁLSDÓTTIR,
Seljahlíð, Sandabraut 8,
áður Háteigsvegi 11, Akranesi,
lést í Landspítalanum að kvöldi mánudags 14. ágúst. er látin.
Fyrir hönd vandamanna Fyrir hönd vandamanna,
börnin. Sveinn Guðbjarnarson.