Morgunblaðið - 16.08.1989, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
segja ekki þurfi alltaf merkilega
ættartölu til að hljóta frama á
keppnisvellinum. En þrátt fyrir lítt
þekkta ætt skutust þeir upp á
stjörnuhimininn þegar þeir sigruðu
í A-flokki gæðinga á Hvítasunnu-
móti Fáks í vor. Atli og Fjalar keppa
í tölti, fimmgangi, gæðingaskeiði
og líklega í 250 metra skeiði. Hik-
laust má veðja á þá í fimmgangnum
en hinsvegar er spurning um skeið-
ið. Þó má minnast þess að Fjalar
sýndi þó nokkra skeiðgetu í úrtök-
unni í sumar svo telja verður hann
til alls vísan á þeim vígstöðvunum.
Baldvin Ari Guðlaugsson
og Tryggur frá Vallanesi
Það var á íslandsmótinu 1984
sem ungur Akureyringur vakti á
sér athygli fyrir góða frammistöðu
á hesti sínum Senjor frá Glæsibæ.
Þar var á ferðinni Baldvin Ari og
fór ekki milli mála að þar var á
ferðinni efnilegur' reiðmaður. Nú
fimm árum seinna kemur hann
fram með gæðing sinn sem hann
hefur byggt upp í þijú ár með ein-
mitt þetta markmið í huga. Baldvin
hefur unnið við tamningar síðustu
árin og þar á meðal hefur hann
verið talsvert við slíka iðju í Banda-
ríkjunum. Tók hann þátt í hinni
umtöluðu sýningu þegar íslenskir
hestar komu í fyrsta skipti fram á
Madison Square Garden. Baldvin
hefur átt velgengni að fagna í
keppni norðan heiða á hesti sínum
Trygg frá Vallanesi, sem er níu
vetra bleikur undan Sindra 889 frá
Álftagerði og Fjöruga-Bleik frá
Vallanesi. Þeir keppa í tölti og ijór-
gangi og ef klárinn verður eitthvað
líkur því sem hann var í úrtökunni
er. næsta víst að hann verður í einu
af þremur efstu sætunum í þessum
greinum.
Hinrik Bragason og Vafi
frá Hvassafelli
Árangur Hinriks er gott dæmi
um hið öfluga unglinga- og fræðslu-
starf sem rekið er af miklum mynd-
arskap í mörgum hestamannafélög-
um. Segja má að hann sé að hálfu
alinn upp hjá hestamannafélaginu
Fáki og frænda sínum Ragnari Hin-
rikssyni, þeim kunna hestamanni
og fyrrverandi Evrópumeistara.
Hefur Hinrik verið að vasast í
hestamennsku síðan hann var smá
gutti og byijaði snemma að taka
þátt í keppni. Lá því beint við að
hann legði fyrir sig tamningar sem
og varð. Hefur hann fyrir all nokkru
sannað sig sem góðan keppnismann
og þá sérstaklega á skeiðhestum.
Virðist hann ekkert ætla að gefa
frænda sínum og læriföður eftir í
þeim efnum.
Hinrik keppir á Vafa frá Hvassa-
felli sem er tíu vetra leirljós undan
Þyrni frá Stóra-Dal og gæðinga-
móðurinni Rós frá Hvassafelli. Hef-
ur hann keppt á Vafa síðastliðin tvö
ár og hafa þeir ávallt verið í fremstu
röð og meðal annars urðu þeir Is-
landsmeistarar í gæðingaskeiði í
fyrra ásamt Sigurði Marínussyni.
Þeir Hinrik og Vafi keppa í fimm-
gangi' og skeiðgreinum og má
reikna með þeim sterkum í öllum
greinunum og þá sérstaklega gæð-
ingaskeiði.
Einar Öder Magnússon og
Fjalar frá Hafsteinsstöðum
Það var á íslandsmótinu 1984
sem Einar Öder tryggði sig í sessi
„Opidhús“ í Norræna húsinu:
Þjóðminjavörður talar um torf-
bæi o g gömul hús í „Opnu húsi“
Næstsíðasti fyrirlesturinn í
„Opnu húsi“ í Norræna húsinu
verður fimmtudaginn 17. ágúst
klukkan 20.30. Þá mun Þór
Magnússon þjóðminjavörður
tala um íslenska torfbæi og
gömul hús og sýna litskyggnur.
Fyrirlesturinn er fluttur á
sænsku, en dagskráin er eink-
um ætluð norrænum ferða-
mönnum. Að Ioknu kaffihléi
verður sýnd kvikmyndin Sveit-
in milli sanda og er hún með
norsku tali.
Síðasti fyrirlesturinn í „Opnu
húsi“ verður fimmtudaginn 24.
ágúst og þá talar Ari Trausti Guð-
mundsson jarðfræðingur um eld-
virkni og jarðfræði íslands.
Bókasafnið er opið til klukkan
22 eins og venja er á fimmtudög-
um eða svo lengi sem „Opið hús“
verður á dagskrá í sumar. I bóka-
safninu liggja frammi bækur um
ísland og þýðingar íslenskra bók-
mennta á önnur norræn mál.
Kaffistofa hússins er opin til
klukkan 22.30 á fimmtudags-
kvöldum.
Atli Guðmundsson og Fjalar fi*á Fossvöllum.
Evrópumót eigenda íslenskra hesta:
Sterkasta landsliðið til þessa?
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sigurbjörn Bárðarson og Skelmir frá Krossanesi.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snjall frá Gerðum.
■r_________Hestar______________
Valdimar Kristinsson
Enn á ný leggja íslenskir hesta-
menn land undir fót til að fylgj-
ast með og taka þátt í Evrópu-
móti eigenda íslenskra hesta sem
haldhl er í Vilhelmsborg skammt
frá Árósum í Danmörku. Þeir
skipta hundruðum sem fara á
mótið sem áhorfendur ensjö út-
valdir keppa þar fyrir Islands
hönd.
^ Þessir sjö útverðir íslenskrar
nestamennsku voru valdir í úrtöku-
keppni í byrjun júlí og komu þar
berlega í ljós þau kynslóðaskipti
sem eiga sér stað í hestamennsk-
unni um þessar mundir. Fimm ný-
liðar unnu sér sæti í landsliði Is-
lands, er þá átt við að þeir hafi
ekki aður keppt á Evrópumótum
fyrir Island, en eigi að síður reynd-
ir knapar í keppni bæði hér heima
og erlendis. Tveir liðsmanna eru
með margra ára reynslu að baki
og hvor um sig tvöfaldir Evrópu-
meistarar.
Sigurbjörn Bárðarson og
Skelmir frá Krossanesi
Ekki er á neinn hallað þótt full-
*^rt sé að Sigurbjörn Bárðarson sé
sá af liðsmönnum sem mesta keppn-
isreynslu hefur og til flestra verð-
launa hefur unnið á sínum langa
keppnisferli sem spannar yfir tvo
áratugi. Hefur hann unnið flesta
þá titla sem hægt er að vinna í
íslenskri hestamennsku og ber þar
hæst EM-titilinn í tölti sem hann
vann á síðasta Evrópumóti í Aust-
urríki á Bijáni frá Hólum. Þá varð
hann Evrópumeistari í samanlagðri
stigasöfnun á Evrópumót.inu í Lar-
vik í Noregi 1981 á Adam frá Hól-
um. Alls hefur Sigurbjörn keppt á
fimm evrópumótum og staðið sig
þar með prýði. Sigurbjörn hefur
hestamennskuna að lifibrauði, tem-
ur hesta fyrir sjálfan sig og aðra,
sinnir reiðkennslu og er afkasta-
mikill sölumaður og skipta þeir
hundruðum hestarnir sem farið
hafa í gegnum hendur hans. Sigur-
bjöm keppir á Skelmi frá Krossa-
nesi sem er níu vetra rauðblesóttur
undan Rauðblesa og Rauðstjörnu
frá Krossanesi. Eru þeir félagar
núverandi íslandsmeistarar í fjór-
gangi og munu þeir keppa í tölti
og fjórgangi og ef til vill í hlýðni-
keppninni. Sigurbjörn er eins og
áður sagði núverandi Evrópumeist-
ari í tölti og hefur því titil að veija.
Má fastlega reikna með því að hann
geri sitt ýtrasta til að haida honum.
Um möguleika hans í töltinu er
erfitt að spá og best að vera hóf-
lega bjartsýnn því þótt Skelmir sé
sterkur keppnishestur er ekki hægt
að horfa framhjá því að hann er
ekki, eða hefur ekki verið, sá yfir-
burða hestur í keppni hérlendis sem
Bijánn var á sínum tíma.
Aðalsteinn Aðalsteinsson
og Snjall frá Gerðum
Sína stærstu sigra í hestaíþrótt-
inni hefur Aðalsteinn unnið á skeið-
hestum en nú kveður við nýjan tón
því hann keppir að þessu sinni á
fjórgangshesti. Ekki er þó með
þessu sagt að Aðalsteinn hafi lítið
komið nálægt slíkum hestum áður.
Aðalsteinn hefur fimm Evrópu-
mót að baki eins og Sigurbjörn og
tvo EM-titla en það var í Roderath
sem hann sigraði í fimmgangi og
gæðingaskeiði á Baldri frá Sand-
hólum. Hann er án efa einn alsnjall-
asti skeiðreiðarmaður landsins og
hefur það löngum verið hlutskipti
Baldvin Ari Guðlaugsson og Tryggur frá Vallanesi.
hans að sitja fljótustu kappreiða-
vekringa landsins og má þar nefna
þá Skjóna frá Móeiðarhvoli og
Fannar frá Reykjavík sem voru
ósigrandi með Aðalstein við stjórn-
völinn. Aðalsteinn sem starfar við
tamningar, þjálfun og reiðkennslu
keppir nú á þeim kunna gæðingi
Snjalli frá Gerðum sem er sennilega
einn sigursælasti hestur landsins
síðustu árin. Tvisvar hefur honum
verið riðið til sigurs í tölti á íslands-
móti og á síðasta Landsmóti varð
hann í öðru sæti í B-flokki gæðinga
og efstur á fjórðungsmótinu ’85.
Þá eru ónefndir fjölmargir sigrar á
félagsmótum og öðrum smærri
mótum. Snjall er tólf vetra bleikál-
óttur undan Ófeigi 882 frá Flugu-
mýri og Gömlu-Mósu frá Gerðum.
Gera má ráð fyrir að Aðalsteinn
líti tölthornið eftirsótta girndaraug-
um og vissulega má ætla að hann
eigi raunhæfan möguleika. Ekki eru
menn þó vissir um hvernig Snjall
leggst í erlendu dómarana en telja
má víst að þeir félagar kómist ör-
ugglega í úrslitin í töltinu. Einnig
má gera ráð fyrir þeim sterkum í
fjórgangi.
Atli Guðmundsson og
Fjalar frá Fossvöllum
Hægt og sígandi hefur Atli sem
starfar við tamningar og járningar
verið að vinna sig upp metorðastiga
hestaíþróttanna síðustu árin og má
segja að núlíðandi keppnistímabil
sé það árangursríkasta hjá honum
fram að þessu. Hefur hann átt góðu
gengi að fagna í keppni hjá félagi
sínu, Sörla í Hafnarfirði, undanfar-
in ár og af og til náð að blancfa sér-
í baráttuna um efstu sætin á stærri
mótum.
Hesturinn sem Atli keppir á er
Fjalar frá Fossvöllum, átta vetra
jarpur undan gráum hesti og bleikri
hiyssu frá Hallgeirsstöðum og má