Morgunblaðið - 16.08.1989, Page 32

Morgunblaðið - 16.08.1989, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 1989 ,N£/, neí,nei- Bentu á. /Ifriku ó- hrxfttt LÍkraninu." ^ • Así er... að sá í sinn akur. TM Reg U.S. Pat Off —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Hvernig gekk þér á fjar- skiptanámskeiðinu for- stjóri góður? það? Bústaður forsetans Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu 5. ágúst var birt fréttagrein. Upphaf greinar- innar var á þá leið, að bústaður forsetans yrði ekki í Bessastaða- stofu í framtíðinni. Byggingu Bessastaðastofu lauk 1766 og er hún því 223 ára. Ég er algjörlega á móti því að forsetinn fái aðra íbúð vegna þess að Bessastaðastofa hefur verið notuð sem embættisbústaður for- s'etanna og annarra embættis- manna sem sátu á Bessastöðum. Frá því lýðveldið var stofnað 1944 hafa forsetarnir átt heima á Bessa- stöðum. Áður fyrr sátu þar dan- skir embættismenn eins og fógeti ogamtmaður. í greininni var líka tekið fram að Bessastaðastofa væri ekki heppilegt húsnæði og varla boðlegt fyrir forsetann að búa á efri hæð- inni. Það verður að athuga það að húsin á Bessastöðum eru söguleg. Þessu gamla virðulega húsi væri því sómi sýndur, ef forsetinn fengi að búa þarna. 15 ára mótmælandi Siðlaus og ólögleg skerðing Heill og sæll Velvakandi. Fyrir nokkru var eftir nokkurt þref stjórnvalda ákveðið að greiða bætur á laun ellilífeyrisþega vegna síðustu kjarasamninga. Mig minnir, að nefnd væri taian 6000 kr. í því sambandi. Þá var aftur þrefað um hvort greiða ætti bæturnar í einu lagi eða skipta greiðslum á fleiri útborgunardaga. Við næstu greiðslu, sem ég fæ frá Tryggingastofnun ríkisins eftir þessa ákvörðun stjórnvalda, tek ég eftir því að búið er að lækka mína tekjutryggingu um kr. 3768 kr. á mánuði. Næst hringi ég í Trygg- ingastofnun og fæ þær upplýsing- ar, að þetta sé gert samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins. Hvers vegna vissi viðmælandi minn ekki, en það veit ég. Það var nefni- lega líka ákveðið að þessar bætur skyldi ekki greiða þeim, sem væru með skerta tekjutryggingu! Nú man ég ekki eftir því, að sett hafi verið lög um það á síðasta þingi að lækka skyldi lífeyris- greiðslurtil aldraðra, svojafnframt því að vera siðlaust, tel ég þetta líka ólöglegar aðgerðir. í dag fæ ég greitt frá Trygginga- stofnun kr. 27.857 á mánuði + 11.195 frá lífeyrissjóði, samtals 39.052 kr. á mánuði. Af þessum tekjum er mér gert að greiða skatta að upphæð 28.300 kr. á mánuði til áramóta. Þá á ég eftir 10.752 kr. til að lifa af á mánuði næstu fimm mánuðina og nú spyr ég. Er ég virkilega eini ellilífeyrisþeginn á landinu, sem lendi í þessu?! Ég hef verið að líta í blöð undanfarið en ekki fundið eitt orð um þessi mál, utan grein, sem Þuríður Pálsdóttir skrifar í Morgunblaðið 2. ágúst s.l. og á hún miklar þakkir skilið fyrir þá grein. Næsta viðfangsefni mitt verður svo auðvitað að setja saman mat- seðil með hliðsjón af fjárhagnum en svo sem einn ijómapeli til jól- anna verður varla inni í þeirri mynd. Jóna Víkverji skrifar , ÉG ER HVOKKI HRIFIM /F nVjA VFU?- VAKASKeGSIMU þ>lN(J AJÉ fUrVjA PINDINU ÞiMO.' iu HÖGNI HREKKVtSI Eftir að hafa ekið þvert í gegn- um Frakkland frá Bretagne við Atlantshaf suður undir Miðjarð- arhaf til Avignon og þaðan norður Rhone-dalinn til Sviss hikar Víkverji ekki við að mæla með landinu sem einstaklega fallegu og þægilegu til ferðalaga. Frakkland hefur upp á flest ef ekki allt að bjóða sem gleður ferðamenn. Þar eru strendur jafnt við Atlantshaf sem Miðjarðarhaf. Þar er unnt að njóta sveitasælu og fara í fjallaferð- ir í Ölpum. Menningarverðmætin eru mikil og merkileg. Svisslendingar segja, að þeim létti þegar þeir komist út í franskar sveitir, því að þar losni þeir við inni- lokunarkenndina, sem þeir hafi í þröngu landi sínu, þar sem allt sé skipulagt út í ystu æsar og í föstum skorðum. Yfir víðáttunum í miðju Frakklandi hvílir ró og þögn. Hrað- brautirnar eru fjarri með skarkalan- um sem þeim fylgir. Borgarbúar kaupa sveitabæi sem komnir eru í eyði og innrétta þá eftir sínu höfði. Tjós og hlaða verða að snyrtilegum stofum og svefnlofti. Verðið á þess- um hálfhrundu býlum hækkar og útlendingar sýna þeim æ meiri áhuga. Innap Eyrópubnndalaggins eru eyðibýli á sameiginlegum mark- aði eins og annað. xxx Víkveiji hafði gert sér þá hug- mynd um sveitir Frakklands að þar væri allt frumstæðara en raun bar vitni. Ástæðan fyrir því er helst að rekja til franskra kvik- mynda, sem oft leggja áherslu á, hve gífurlegt stökk sé frá lands- byggðinni til Parísar. Og fúslega skal viðurkennt að Víkverji heim- sótti ekki aðra sveitabæi en þá sem borgarbúar höfðu endurnýjað eftir eigin höfði. Hann kynntist því landsbyggðarfólkinu ekki nema lítiljega. Á vegunum mátti hvarvetna sjá auglýsingar frá bændum, sem buðu ferðamönnum að sækja sig heim og kaupa af sér afurðir, hvort held- ur gæsalifur eða hunang og ávexti. í vínræktarhéruðunum er hægt að smakka á framleiðslunni, áður en gengið er til viðskiptanna. Auglýs- ingablærinn á þeirri starfsemi var mestur í hinu fræga þorpi Chate- uneuf-du-Pape, skammt fyrir norð- an Avignon. Skammt þar frá keypti Víkvetji rajaðyín sem hafði verið sett.á sér-, stakar flöskur í tilefni af 200 ára afmæli stjórnarbyltingarinnar. Síðar var honum sagt, að upphaf- lega hafði verið ætlunin að tappa á 200.000 slíkar flöskur en eftir- spurnin hefði orðið svo mikil, að þær væru orðnar 4 milljónirtalsins. xxx, Víkveiji hugsaði um allar þessar flöskur, þegar hann kynntist því enn einu sinni, hve Svisslending- um er annt um að spilla ekki um- hverfinu. Þeir ganga nú lengra en nokkru þjóð önnur í því að flokka sorp á heimilum til að unnt sé að endurvinna það eða koma því sem mestri mengun veldur örugglega fyrir kattarnef. í bæklingi sem svissneska ríkis- stjórnin hefur dreift til landsmanna um meðferð á sorpi er meðal ann- ars fjallað um flöskur og áldósir. Þar segir að það kosti 20 sinnum meiri orku að framleiða áldós en flösku, sem þar að auki megi nota allt að 40 sinnum en dósina aðeins einu sinni. Að nota flösku spari þannig í senn orku og minnki sorp. Með rökum af þessu tagi hafa Sviss- lendingar orðið ein ríkasta þjóð í heimi og þeir ætla ekki að láta litla íjfillalandið-sitt þreytasti sorphaug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.