Morgunblaðið - 16.08.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
33 ”
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
UunSUMiUááBUUL
Þessir hringdu . .
Týndir kettir
Snúður, sem er svartur og
hvítur köttur hvarf fyrir um það
bil mánuði en þá var hann í gæzlu
í Fossvoginum. Hann á reyndar
heima í Laugarneshverfinu og
hefur því hugsanlega reynt að
komast heim til sín. Hann er
ómerktur en með rauða hálsól,
rangeygður og vel í holdum. Ef
einhver hefur orðið var við Snúð,
þá er hann vinsamlegast beðinn
um að hafa samband við Lísu í
síma 84709 eða 33941.
Gulli, gulbröndóttur fresskött-
ur, hvítsokkóttur og með hvíta
bringu tapaðist í Vesturbæ Kópa-
vogs fyrir um það bil viku. Hann
er ungur og spengilegur, hefur
gula ól um hálsinn og er merkt-
ur. Ef einhver hefur orðið var við
Gulla, er viðkomandi vinsamleg-
ast beðinn um að hafa samband
við Björn í síma 42615.
Bröndóttur fressköttur sást í
nágrenni sumarbústaðar í Gnúp-
verjahreppi í Árnessýslu. Hann
var greinilega villtur og svangur
en var gæfur. Ef einhver kannast
við kött þannan, er hægt að fá
nánari upplýsingar um ferðir hans
í síma 27557.
Kvenúr
Kvenúr fannst á bílastæðunum
við Nýju hjónagarðana við Suður--
götu þann 25. júlí. Nánari upplýs-
ingar er að fá í síma 15384 eða
hjá Garðprófasti.
Telpuhjól
Bleikt telpuhjól hefur verið í
óskilum í Gróðrarstöðinni Mörk í
rúma viku. Eigandinn getur vitjað
þess þar.
Kettlingur gefins
Þriggja mánaða högni, svartur
með hvíta bringu, fæst gefins.
Upplýsingar í síma 40496.
íspinnum ábótavant
Elín Jóhannesdóttir hringdi:
„Ég ætla að kvarta yfir topp-
pinnunum frá Emmess. Sam-
kvæmt því, sem auglýst er, á að
vera hríshúð utan á þeim en ótú-
lega oft vantar hana. Við vorum
til dæmis þijú að fá okkur svona
pinna. Á einum voru tveir hrísmol-
ar en aðeins einn á hvorum hinna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
svona lagað fyrir."
Þorsteinn var einnig með
Jón Gunnarsson hringdi:
„í grein minni um útvarpslaga-
fmmvarpið, sem birtist í dálkum
Velvakanda 10. ágúst, voru nafn-
greindir þeir, sem tóku þátt í fróð-
legum umræðuþætti um útvarps-
mál á Stöð 2. Þar féll óvart niður
nafn eins viðmælandans, Þor-
steins Pálssonar. Aðrir sem þátt
tóku í umræðunum voru Jón Bald-
vin Hannibalsson, Svavar Gests-
son, Arnþrúður Karlsdóttir og Jón
Óttar Ragnarsson.“
Peningaveski
Svart peningaveski týndist í
miðbæ Reykjavikur um síðustu
mánaðamót. í veskinu voru
skilríki og er þeirra sárlega sakn-
að. Finnandi er vinsamlegast beð-
inn um að hafa samband við Rut
í síma 74889 um kvöld.
Bruðl og misrétti
Kæri Velvakandi.
Eg er að hugsa um hve misrét-
tið er mikið hér. Ég var í strætis-
vagni nýlega og þar komu inn fjór-
ir unglingar og voru í vandræðum
með að tína saman aura til að
hafa fyrir farinu, sem er 50 kr.
Unglingarnir voru á aldrinum
12-14 ára og þurftu að sinna nauð-
synlegum erindum i bænum (en
voru úr Breiðholti).
Mér finnst ósanngjarnt að láta
unglinga, sem hafa litla eða enga
vinnu að sumrinu en eru vitanlega
í skóla að vetrinum, borga fullorð-
insgjald og vil ég endilega hvetja
ráðamenn til að láta þá aðeins
borga hálft gjald eins og við gamla
fólkið gerum.
- Mér er sagt, að í Kópavogi fái
eldra fólkið að fara frítt í vagnana
innanbæjar en maður getur ekki
búist við svoleiðis rausnarskap hér.
Svo eru það nú ráðherrarnir í
ríkisstjórninni, sem alltaf eru að
prédika um að fólk þurfi að spara
og herða sultarólina. Það ætti nú
að setja þá frá sem fyrst. Þeir gjöra
nú lítið af því að spara en eru á
fullu í utanlandsferðum af minnsta
tilefni með frúr og ráðuneyti og
það sem manni finnst ótrúlegt en
er satt, er að frúrnar fá dagpen-
inga og auðvitað allt frítt.
Svo talar maður ekki um ef það
er einhver, sem þeir bjóða. Þá
verða veislurnar fyrir þá tvær til
þrjár, að ekki sé talað um vínveit-
ingarnar og laxveiðitúrana. Svona
er bruðlað á allan hátt. Er þetta
hægt?
E.E.
FORELDRAR!
Munið að börnin í umferðinni
eru börnin okkar. ÖIl viljum
við vernda bömin fyrir hætt-
um í umferðinni.
Skrifið eða hringið til
Yelvakanda
Velvakandi hvetur lesendur tii
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Nýtt námskeið
INNHVERF ÍHUGUN er liuglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 og annað kvöld, fimmtudag, kl. 18.30á Laugavegi 18a. Aðgangur er ókeypis. Uppl. í síma 16662. íslcnska íhugunarfélagið. ... .
Maharishi Mahesh Yogi
Lausnin
fyrir
lagerinn
STAKAR HILLUR EÐA
HEIL HILLUKERFI
Lagerinnþarfaðverarétt
skipulagðurtil
aðréttnýting náistfram.
Kynntuþérmöguleikana
sem við bjóðum.
LAGERKERFIFYRIR
VÖRUBRETTI
Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við
mismunandi aöstæður. Greiður
aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna.
STÁLHILLUR FYRIR
SMÆRRIEININGAR
SSr&zsmzsr
BIIDSHOFDA 16SÍMI6724 44 TELEFAX6726 60
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Vélsmiðjur
SUSTAMID nælon og
pólyethylen í stöngum til
smíða á h-verskonar véla-
hlutumo.fi.
G.J. Fossberg
vélaverslun hf.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Símar 18560-13027
safei linplíihrihi
ÚO .
OQ Utvegsbanki Islandshf
ÞOR
Stórslagur fimmtudag kl. 19