Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 36
SJOVAOloALMENNAR FELAG FOLKSINS A Q C* ® tuwiun HVÍTLAUKS PERLUR !Með haustkomunni MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Mikill samdráttur í afla verði farið að tillögum Hafrannsóknastofiiunar um hámarksafla 1990: Þorskafli minnki um 26,5% og grálúðuafli um 50% á næstu tveimur árum Útflutningsverðmæti grálúðu- og þorskafurða á næsta ári verða tíu til tólf milljörðum króna lægri en á þessu ári, ef tillögur Haf- rannsóknastofnunar ganga eftir um hámarksafla þessara fiskteg- unda árið 1990. Lagt er til að þorskaflinn á næsta ári verði 250 þúsund tonn, en áætlað er að 340 þúsund tonn veiðist í ár. Grá- lúðuaflinn er áætlaður 60 þúsund tonn og lagt er til að hann verði minnkaður um helming á næstu tveimur árum. Miðað við útflutningsverðmæti þessara fisktegunda núna, þýðir 90 þúsund tonna samdráttur í þorskveiðum tekjutap sem nemur nálægt átta milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. 30 þúsund tonna minnk- un grálúðuafíans, sem á að deilast á næstu tvö ár, 1990 og 1991, þýðir á sömu forsendum tekjutap sem nemur allt að 4,5 milljörðum ^Jón Li sigr- aði í einvíginu gegn Margeiri JÓN L. Árnason varð skákmeist- ari Islands árið 1988 er hann vann í gærkvöldi áttundu ein- vígisskákina í einvígi við Margeir Pétursson. Margeir lék af sér peði í byijun skákarinnar og tókst ekki að vinna það upp. Boltafiskur á Hombanka MOK VEIÐI hefur verið norð- austur af Horni síðustu daga. Tíu til tólf togarar eru á veið- um norður og norðaustur af Hornbanka og eru þau öll að fá góðan afla. Togararnir hafa fengið allt upp í 30 tonn i hali. Akureyrin EA hefur verið í hálfan mánuð við veiðar fyrir vestan. Skipstjórinn, Þorsteinn Vilhelmsson, sagðist í gær- kvöldi hafa fengið boltafisk að undanförnu. Á milli léti hann reka meðan verið væri að vinna aflann um borð. „Það er búið að aflast vel núna í lengri tíma. Þegar við komum út fyrir hálf- um mánuði var rosalegt fiskerí vestur í Djúpál. Það kláraðist og síðan gerði vitlaust veður, brælu og kulda. Svo fór að fiskast vel hér við Horn,“ sagði Þorsteinn. Júlíus Geirmundsson IS hafði fengið 70 tonn í gær- kvöldi eftir að hafa verið sólar- hring á miðunum. „Við erum með sjöunda halið núna og afla- brögð hljóta að teljast mjög góð,“ sagði Sveinn Benedikts- son, skipstjóri. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað tók Júlíus Geirmundsson ÍS á leigu fyrir skömmu og er hann nú skipað- ur áhöfn Bjarts NK, sem verið hefur í slipp á Akureyri frá því í byijun aprfl. króna. Samanlagt mun því tekju- skerðing þjóðarbúsins nema allt að 12 milljörðum króna á næsta ári, verði farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Á þessu ári hefur verið veitt nokkuð umfram tillögur stofnunar- innar. Spáð er að þorskaflinn verði 40 þúsund tonnum meiri en fiski- fræðingar lögðu til í fyrra og grá- lúðuaflinn 30 þúsund tonnum meiri. Á sömu forsendum og tekju- tap á næsta ári er reiknað, má segja að útflutningstekjurnar á þessu ári verði sjö til átta milljörð- um króna meiri í ár, en orðið hefði ef farið hefði verið eftir tillögum um hámárksafla. Óskar'Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir þessar tillögur vera geysilegt áfall. „Þetta er ekkert smáræði ofan á að vera með allt of stóran fiski- skipaflota og þar af leiðandi minna til skiptanna,“ segir hann. Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, segir að verði farið eftir tillögunum muni það hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir fiskvinnsluna og allan sjávarútveg. „Þessi niðurstaða kemur mér verulega á óvart,“ seg- ir hann. Sjá ágrip af skýrslu fiskifræð- inga og viðtöl á miðopnu. Morgiinblaðið/Bjami Berglind Reynisdóttir lög- regluþjónn við hluta skart- gripanna. Funduþýfi í kirkju- garðinum UNGLINGAR í bæjarvinnu rákust síðdegis í gær á niikið af skartgripum í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Um var að ræða hringi, men og keðj- ur sem einhver hafði falið í garðinum og að sögn lög- reglu virtist góssið hafa legið þarna lengi. Rannsóknarlögregla ríkisins fær hlutina í sínar hendur og kemur í hennar hlut að finna réttan eiganda. Ekki var ljóst í gær hvaðan skartgripunum hafði verið stolið. Iðnaðarmenn að störfúm í Grafarvogi í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg' Gijóthran lok- aði Múlanum ÓlafsQarðarmúla var lokað í gærkvöldi vegna mikils gijót- hruns. Valdimar Steingrímsson, verk- stjóri Vegagerðar ríkisins á Ólafs- firði, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Múlinn væri mjög viðsjár- verður. Mikil og þétt rigning var í Ólafsijarðarmúlanum í gærkvöldi. Þoka hefur legið yfir í tvo til þijá daga og gijóthrun var orðið það ört á tíunda tímanum í gærkvöldi að Múlinn lokaðist. Lögreglan á Ólafs- firði vaktaði Múlann fram á nótt. Valdimar sagði að reynt yrði að opna hann í dag ef veður leyfði. 5-10% samdráttur í byggingariðnaði það sem af er árinu: Aukning í byggingum íbúða TALSVERT minna er um að vera í byggingariðnaði nú en síðustu sumur að sögn Pálma Kristins- sonar framkvæmdastjóra Verk- takasambands íslands. Meira hef- ur verið byggt af félagslegu hús- næði en árin á undan og bygging- ar íbúðarhúsnæðis hafa aukist lítillega í ár að sögn Pálma. Hann giskar á að heildarsamdrátturinn nemi um 5-10% og telur að frek- ari samdráttar megi vænta á næstunni. Pálmi segir að sam- dráttur í byggingu atvinnuhús- næðis, sem hafist hafi síðsumars í fyrra, hafi haldið áfram og að stór hluti verktakaframkvæmda við byggingu íbúðahúsnæðis á þessu ári felist í að ljúka verkefn- um sem byijað hafi verið á í fyrra. Pálmi Kristinsson segir að lang- stærstur hluti almennra söluíbúða sé á suðvesturhorni landsins. „Fjöldi almennra söluíbúða í byggingu á landsbyggðinni er nánast hverf- andi. Víðast úti á landi er ekki annað byggt en félagslegt íbúðar- húsnæði og opinberar byggingar." Hann segir að nú sé mikið byggt af sérhönnuðu húsnæði, fyrir aldr- aða, fyrir fatlaða og fyrir náms- menn svo dæmi séu tekin. Pálmi segir að miðað við síðasta ár hafi nú heldur dregið úr framkvæmdum hins opinbera en bygging íbúðahús- næðis hafi aukist lítillega. Hann segir að þrátt fyrir tal um miklar fjárfestingar árin 1987 og 1988 hafi fjárfesting þá verið í heild minni en að jafnaði 10-15 árin þar á undan. Meginbreytingin 1987 og 1988 hafi verið sú að íbúðabyggingar og opinberar fram- kvæmdir hafi aukist um sama leyti og samdráttur í byggingu atvinnu- húsnæðis gerði vart við sig. Hann segir að þáttur félagslegs húsnæðis hafi aukist, einkum á kostnað bygg- ingaframkvæmda einstaklinga. Hins vegar hafi meginbreytingin á byggingamarkaðinum undanfarin ár verið fólgin í því að þáttur al- mennra verktakafyrirtækja hefði aukist. Það tengdist meðal annars breyttri lóðaúthlutun. Lóðum undir fjölbýlishús væri nú yfirleitt úthlut- að til verktaka en ekki til einstakl- inga sem síðar mynduðu félag um framkvæmdir eins og áður. Sjá ennfremur blaðsíðu 3. Tekjutap þjóðarbúsins áætlað yfir 10 miUjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.