Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
Mjólkurfræðingar sam-
þykkja verkfallsheimild
Rafiðnaðarmenn, byggingamenn og starfs-
menn ísals með lausa samninga 1. sept.
Mjólkurfræðingar hafa á almennum félagsfundum sunnanlands og
norðan samþykkt heimild til verkfallsboðunar til stjórnar og samn-
inganeftidar félagsins, en félagið er með lausa samninga 1. septem-
ber næstkomandi.
Kristján Larsen, formaður Félags
mjólkurfræðinga, sagði að hlutverk
fundanna hefði ekki aðeins verið
öflun verkfallsheimildar, heldur
hefði bæði verið rætt um kjaramál
og fræðslumál. Fundur var haldinn
á Selfossi sl. þriðjudag og voru þá
greldd atkvæði um hvort veita
skyldi verkfallsheimild. Atkvæðin
voru síðan flutt norður til Akur-
eyrar i innsigluðum kassa og á fundi
þar sl. fimmtudagskvöld var leyni-
legri atkvæðagreiðslu fram haldið.
Um 40% atkvæðisbærra félaga tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni og var
Kvikmynda-
klúbbur Islands:
Tvær sýning-
ar um helgina
Kvikmyndaklúbbur íslands
sýnir um helgina tvær myndir
eftir breska leikstjórann Derek
Jarman. Á laugardag klukkan
15 og 17 verður sýnd „The Tem-
pest“ (Ofviðrið) frá 1978. Með
aðalhlutverk í myndinni fer He-
athcote Williams. Á sunnudag
klukkan 15 verður aukasýning á
Caravaggio frá 1985. Með aðal-
hlutverk fara Nigel Terry og
Dexter Fletcher.
Aðgöngumiðar fást í miðasölu
Regnbogans, félagsskírteini fást
einnig á sama stað. Athygli er vak-
in á því að miðar fást ekki keyptir
án félagsskírteinis. Með félagsskír-
teininu fylgir prentuð dagskrá
Kvikmyndaklúbbs íslands. Stefna
kvikmyndaklúbbs íslands er að
sýna vandaðar myndir sem alla
jafna koma ekki til með að verða
sýndar í kvikmyndahúsum hérlend-
is.
(Fréttatilkynning)
heimild til verkfallsboðunar sam-
þykkt með yfir 99% atkvæða. Að-
eins einn félagsmaður var á móti.
Kristján sagði að vissulega væri
óvenjulegt að verkfallsheimild sé
samþykkt nánast áður en viðsemj-
endur væru farnir að ræða saman.
Hinsvegar væri Félag mjólkurfræð-
inga landsfélag og því gæti oft
reynst erfitt að boða til félags-
funda. Því hefði verið ákveðið að
slá tvær flugur í einu höggi og afla
verkfallsheimildar nú. „Við þurftum
nauðsynlega að boða til funda nú
vegna viðamikils námskeiðs, sem
fyrirhugað er að halda í næsta
mánuði. Þar sem samningar standa
fyrir dyrum, töldum við rétt að afla
verkfallsheimildar í leiðinni," sagði
Krirfján.
Á félagsfundunum var kröfu-
gerðin jafnframt undirbúin og býst
Kristján við að viðræður hefyist á
næstunni. Hann vildi ekkert segja
um hveijar kröfugerðimar yrðu fyrr
en mjóikurfræðingar hefðu rætt við
viðsemjendur. Hinsvegar kvað hann
þær bæði hógværar og réttlátar.
Rúmlega eitt hundrað mjólkurfræð-
ingar eru í Félagi mjólkurfræðinga.
Húsasmiðir og húsgagnasmiðir,
sem eru félagar i Sambandi bygg-
ingamanna, eru með lausa samn-
inga frá næstu mánaðarmótum.
Meistarafélag húsasmiða er þriðja
félagið innan sambandsins, en
samningsaðili þeirra er Meistara-
samband byggingamanna. Nokkrir
samningsfundir munu hafa verið
haldnir á milli viðsemjenda.
Almennur samningur Rafiðnað-
arsambandsins sem tekur til verk-
stæðis- og verktakastarfsemi, er
laus frá 1. sept. svo og samningar
rafiðnaðarmanna ríkisstofnanna og
Reykjavíkurborgar. Magnús Geirs-
son, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, sagði að fundur hefði
verið haldinn með fulltrúum fjár-
málaráðuneytisins sl. fimmtudag
þar sem kröfur voru kynntar og
væntir Magnús þess að annar fund-
ur verði boðaður í næstu viku.
Samningar níu félaga innan
Starfsmannafélags ísals eru lausir
frá mánaðarmótum og var fyrsti
fundur samninganefndar félaganna
og vinnuveitenda haldinn sl.
fimmtudag. Annar fundur hefur
verið boðaður kl. 13.00 á mánudag.
„Við lögðum fram okkar hugmynd-
ir á þessum fyrsta fundi og viðsemj-
endur komu með gagntillögur.
Síðan verður farið af alvöru í við-
ræður upp úr helginni," sagði Gylfi
Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður
starfsmanna Isal. Gylfi sagði að
verkfallsheimildar hefði ekki verið
aflað. „Við munum ekki fara út í
það ef viðræður heijast af alvöru
og menn sjái fljótlega fyrir endann
á þessu. Það verður hins vegar
ekki tekin allt of langur tími í við-
ræðurnar,“ sagði Gylfi.
Deila Dagsbrúnar og Vara:
Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Eigendur fegurstu lóða á Egilsstöðum, f.v. Þór Reynisson stöðvar-
stjóri Pósts og síma, Þráinn Skarphéðinsson og hjónin Hrafhkell
Kristinsson og Bryndís Sigurgeirsdóttir.
Egilsstaðir;
Yiðurkenningar
veittar fyrir garða
Egiisstöðum.
Viðurkenningar hafa verið veittar fyrir fallegustu garðana á
Egilsstöðum. Fegrunarnefnd Egilsstaða veitir þessar viðurkenn-
ingar og fá eigendur garðanna skrautrituð skjöl í hendur til stað-
festingar á viðurkenningunni.
Tveir garðar fengu viðurkenn-
ingu að þessu sinni. Annar garð-
urinn er að Ártröð 7, en þar búa
Bryndís Sigurgeirsdóttir og
Hrafnkell Kristinsson. Hinn garð-
urinn er að Tjarnarbraut 21, þar
búa Gunnhildur Ingvarsdóttir og
Þráinn Skarphéðinsson.
Báðir garðarnir eru við nýlega
byggð hús og þykja eigendurnir
hafa sýnt dugnað og smekkvísi
við skipulag og frágang garða
sinna.
Póstur og sími fékk viðurkenn-
ingu fyrir snyrtilega og vel skipu-
lagða fyrirtækjalóð umhverfis
símstöðina við Fagradalsbraut.
- Björn.
Samningsaðilar detti ekki út úr sam-
keppni vegna lögbrota keppinauta
- segir Guðmundur J. Guðmundsson um ástæður bréfs til borgarráðs
Vitni vantar
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn-
um a.ð umferðaróhappi sem varð
á mótum Elliðavogar og Skeiðar-
vogar föstudaginn 11. þessa mán-
aðar.
Ekið var aftan á Toyota fólksbíl
sem ók austur Skeiðarvog og eftir
afrein suður Elliðavog.
„EFTIR árangurslausar tilraunir til að ná samningum boðuðum við
vinnustöðvun á þetta fyrirtæki í sumar, meðal annars vegna þess að
þar sem við höfúm samið við hitt aðalfyrirtækið í þessari grein þá
teljum við okkur hafa skyldur gagnvart okkar samningsaðilum að þeir
detti ekki út úr samkeppninni vegna samninga sem þeir gera við verka-
lýðsfélag," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar,
aðspurður um ástæður þess að hann hefúr ritað borgarráði Reykjavík-
ur bréf þar sem mælst er til að ekki verði samið við Vara um öruggis-
gæslu á vegum borgarinnar í yfirstandandi útboði. „ Við erum nokkuð
undrandi á VSÍ að gæta ekki hagsmuna sinna félagsmanna betur gagn-
vart ýmissi svartri atvinnustarfsemi. Mér sýnist að mismunur á tilboð-
um Securitas og Vara í þetta verk sé nokkurn veginn þessi gjöld sem
Vari ætti að greiða af sínu fólki.“
„Okkur kemur ekkert við sam-
keppni þessara aðila að öðru leyti
en stéttarfélag verður að sjá til þess
að kjarasamningar sem gerðir eru
gildi í greininni," sagði Guðmundur
J. „Það hafa leitað til okkar fyrrver-
andi starfsmenn Vara, sumir hafa
verið verktakar að nafninu til, aðrir
ekki. Menn sem hafa sótt um í
sjúkrasjóði, dottið út úr lífeyrissjóði,
misst rétt til atvinnuleysisbóta af því
að skýlaus ákvæði í lögum sem
skylda alla atvinnurekendur til að
taka af starfsrnönnum ákveðin gjöld
hafa verið brotin. Þessi akvæði hefur
Vari hvorki uppfyllt gagnvart Dags-
brún, né VR né Rafiðnaðarsambandi
þótt reynt hafi veirð að skjóta sér á
bak við ýmis félög. Það varð að sam-
komulagi milli mín og formanns VR
að fyrst Dagsbrún hefði náð sam-
komulagi við Securitas þá hefði það
Vara einnig innan sinna vébanda.
Deilan snýst að sjálfsögðu ekki um
skrifstofumenn sem eiga auðvitað
að vera í VR.“
Við höfum farið gætilega í þetta
enda höfum við aldrei í gegnum
tíðina látið vaktmenn og öryggis-
Verkfiræðideild Háskóla íslands;
Einkunnum í tölvutækni á þriðja
ári skilað níu vikum of seint
EINKUNNUM í tölvutækni á þriðja ári raftnagnsverkfræðiskorar Há-
skóla íslands var skilað síðastliðinn sunnudag, þann 20. ágúst. Prófað
var í greininni þann 23. maí í vor og frestur til að skila inn einkunnum
rann út þremur vikum síðar. í fréttatilkynningu frá Valdimar K. Jóns-
syni, forseta verkfræðideildar, segir, að stundakennarinn, sem kenndi
greinina, haíí margsinnis verið hvattur til að skila einkunnunum og
að deildin harmi óþægindi, sem þessi dráttur hafi valdið stúdentum.
í fréttatilkynningu verkfræðideild-
ar kemur fram, að tveir stúdentar
.af þeim átján, sem gengu undir próf-
ið, hafi útskrifast 24. júní og hafi
kennarinn farið yfir úrlausnir þeirra
fyrir þann tíma. Síðan hafi margsinn-
is verið haft samband við hann vegna
hinna úrlausnanna og bent_ á, að
bagalegt væri fyrir þá stúdenta, sem
kynnu að hafa fallið eða fengið lága
einkunn, að vita það ekki í tæka tíð
fyrir upptökupróf í haust. Enn frem-
ur hafi nemendaskrá Háskólans sent
honum bréf, þar sem skorað hafi
verið á hann að skila einkunnunum.
Kennarinn hafi ávallt svarað því til,
að einkunnirnar væru að koma, en
þeim hafi hins vegar ekki verið skil-
að fyrr en sunnudaginn 20. ágúst.
Þá kemur fram í fréttatilkynning-
unni, að deildarforseti hafi tvívegis
talað við kennarann um málið eftir
að auglýst hafði verið eftir einkunn-
unum í DV í síðustu viku. Kennarinn
hafi þá borið því við, að hann hefði
viljað mótmæla lélegum launum fyrir
kennsluna.
Síðar segir, að sami maður hafi
kennt tölvutækni frá 1984 og hafi
hann að jafnaði skilað einkunnum
26 dögum eftir prófdag. Langflestir
kennarar skili einkunnum innan
þriggja vikna frá prófi og sé mjög
óvanalegt að einkunnaskil dragist
jafn lengi og nú hafi átt sér stað.
Segir að lokum, að verkfræðideild
harmi þau óþægindi, sem stúdentar
hafi orðið fyrir vegna þessa dráttar
á einkunnaskilum og voni að slíkt
eigi sér ekki stað aftur.
verði fara í verkfall. Þeir hafa feng-
ið undanþágur. Þetta er mikilvæg
starfsemi. Þess vegna höfum við
ekki framfylgt verkfalli hjá Vara.
Þeir veita sjúklingum meðal annars
neyðarþjónustu sem við viljum síst
stöðva. En það kemur að því ef þetta
leysist ekki. Þolinmæði okkar' er á
þrotum. Við erum með réttindalaust
fólk vegna vanefnda Baldurs Ágústs-
sonar.“
„Þegar við sáum fram á að
Reykjavíkurborg mundi gera samn-
ing við fyrirtæki sem ekki gerir
kjarasamning við stéttarfélag, ekki
fylgir iandslögum um lífeyrissjóði
eða aðra sjóði, þá fannst okkur kom-
inn tími til að grípa í taumana en
okkur er það ákaflega óljúft. Þessi
mál væri hægt að leysa á 10 mínút-
um ef sest væri niður. Við erum
reiðubúnir að semja við Vara á sama
grundvelli og við Securitas. Við get-
um ekki horft upp á að fyrirtæki sem
bæði framfylgir samningum og lög-
um sé gert ósamkeppnisfært við ann-
að sem ekki fylgir samningum og
ekki lögum.
Aðspurður hvort Dagsbrún íhug-
aði aðgerðir gegn Reykjavíkurborg
ef gengið yrði til samninga við Vara
um þetta verk, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson svo vera. „Það eru
inni í myndinni aðgerðir gagnvart
öllum sem hafa viðskipti við þetta
fyrirtæki meðan deilan er ekki leyst.
Vinnustöðvun á þessu sviði,“ sagði
hann. „Hins vegar er okkur þetta
óljúfara vegna þess að samstarf milli
Dagsbrúnar og Reykjavíkurborgar
er ákaflega gott og árekstralaust.
Það er saga út af fyrir sig að borgin
hefur undanfarið tekið forystuhlut-
verk í góðum aðbúnaði á vinnustað.
Síst vill maður standa í styrjöld við
þá aðila sem maður hefur gott sam-
starf við,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson.