Morgunblaðið - 26.08.1989, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
Afmæliskveðj a:
Jón Tómasson fv.
stöðvarsljóri, Keflavík
Jón Tómasson fyrrverandi stöðv-
arstjóri og ritstjóri í Keflavík er 75
ára í dag.
Foreldrar hans voru Tómas
Snorrason útgerðarmaður og skóla-
stjóri og kona hans, Jórunn Tómas-
dóttir.
I æsku stundaði Jón sjómennsku
á fískiskipum og togurum en vegna
slyss varð hann að yfirgefa þá at-
vinnugrein.
1936 lá leið Jóns í Samvinnuskól-
ann og þaðan lauk hann prófí 1938.
Skömmu síðar eða 1940 gerðist Jón
stöðvarstjóri pósts og síma í Keflavík
og þeirri stöðu gegndi hann til 1977.
Þar með er ekki nema að litlu leyti
rakin starfssaga Jóns Tómassonar.
Þau eru nefnilega æði mörg fyrir-
tækin, í útgerð, verslun, samgöngum
og jarðvinnslu, sem Jón hefur setið
í stjóm í, ellegar félagsmálin, sem
hann hefur lagt lið.
í hreppsnefnd Keflavíkur, síðar
bæjarstjórn, sat Jón um skeið fyrir
Alþýðuflokkinn..
í áratugi var hann í stjóm skátafé-
lagsins. í stúkunni var hann pottur-
inn og pannan í leikstarfi. Sem rit-
stjóri Faxa var hann jafnvígur sem
liðtækur ljósmyndari eða læsilegur
blaðamaður. Þannig mætti halda
áfram langa lengi. Starfsþrek Jóns
er mikið og umbótamálin mýmörg,
sem hann hefur stutt. I öllu þessu
brambolti hefur Ragnheiður Eiríks-
dóttir kona hans, ættuð úr Hafnar-
firði, verið honum samskipa. Síðast
frétti ég af þeim sem nýjum félögum
í dansklúbbi fyrir ungt fólk.
Við Suðumesjamenn sendum þeim
báðum, Jóni og Ragnheiði, hugheilar
kveðjur og óskum þeim og afkom-
endum þeirra alls hins besta í framt-
íðinni.
Lifíð heil.
Hilmar Jónsson
Afmælisbarnið og kona hans
ætla að taka á móti gestum á
morgun sunnudag í Goðheimum,
Sigtúni 3 í Reykjavík eftir kl. 16.
BRIPS
ARNÓRRAGNARSSON
Mótaskrá og helgarmót
Bridssambands Islands
1989-’90
Bikarkeppni EUROCARD og
ÚTSÝNAR - undanúrslit 9.-10.
september.
Norðurlandsmót Vestra í
tvímenning — 9. september, Siglu-
fírði.
Bikarkeppni ERUROCARD og
ÚTSÝNAR — úrslit 22.-23. septem-
ber. Bein útsending Stöðvar 2.
Stórafmælismót B. ísafjarðar.
29.-30. september.
Stórmót á Akureyri 7.-8. október.
Minningarmót Einars Þorfinns-
sonar, Selfossi — 14. október.
Landstvímenningur BSÍ, vikuna
16.-20. október.
íslandsmót kvenna og yngri spil-
ara í tvímenningi. 21.-22. október.
Sigtúni 9.
Bridssambandsþing 28.-29. októ-
ber.
Stórmót í sveitakeppni á
Húsavík, 3.-5. nóvember. Hótel
Húsavík.
Guðmundarmót 4. nóvember.
Hvammstanga.
Stórafmælismót Bridsfélags
Breiðfirðinga 4.-5. febrúar. Sigtúni
9.
Bridshátíð 9.-12. febrúar. Hótel
Loftleiðum.
íslandsmót kvenna og yngri spil-
ara, sveitakeppni, undanrásir
17.-18. febrúar. Sigtúni 9.
Islandsmót kvenna og yngri spil-
ara, úrslit, 24.-25. febrúar. Sigtúni
9. _
íslandsmót í parakeppni 8.-9.
mars. Sigtúni 9.
íslandsmót í sveitakeppni, und-
anrásir, 22.-25. mars. Hótel Loft-
leiðum.
íslandsmót í sveitakeppni, úrslit,
11. -14. apríl. Hótel Loftleiðum.
íslandsmót í tvímenningi, undan-
keppni, 28.-29. apríl. Gerðubergi.
Islandsmót í tvímenningi, úrslit.
12. -13. maí. Hótel Loftleiðum.
Símar 35408 og 83033
MIÐBÆR
' Lindargata frá 39-63 o.fl.
Bjartar
nætur
Sumarplata Skífunnar þetta
árið kom út fyrir skemmstu og
er reyndar komin í gullsölu þeg-
ar þetta birtist. platan heitir
Bjartar nætur og á henni eru
fimmtán fslensk lög og þrjú til
viðbótar á kassettunni og
geisladisknum.
Sveitirnar sem lög eiga á plöt-
unni eru Mannakorn, sem á lögin
Línudans og Við stöndum sam-
an, Skriðjöklar eiga. Mikka Ref
og Heimsreisuna, Karl Örvars-
son á lagið Gluggagægir, Síðan
skein sól lögin Leyndarmál og
Dísa, Geir Sæm og Hunangs-
tunglið lagið Dimma Limm, Strax
á lágið Allir spyrja, Póker snýr
aftur í sviðsljósið með lagið
Strætin úti að aka, Villingar eiga
lagið Brothættir draumar,
Hemmi og Elsa eiga lagið Sakn-
aðarsöngur, Áslaug Fjóla Magn-
úsdóttir, sem sigraði í söng-
keppni Hemma Gunn, syngur
lagið í Ijúfum dansi, Bjartmar
Guðlaugsson á lagið Ofbeit als-
staðar, María Sverrisdóttir, sem
kallar sig Maju, syngur lagið Ein
á ferð. Aukalögin á kassettunni
og geisladisknum eru svo Ekkert
mál með Lótus, Skaflinn með
Október og 800.000.000 manns
með Kátum piltum.
Rokksíðan leitaði til Péturs
Kristjánssonar, sem hafði yfirum-
sjón með útgáfunni og snýr
reyndar aftur í sviðsljósið með
sinni gömlu sveit Póker í laginu
Strætin út að aka.
Hvað kom til að Póker var
endurreist?
Þetta kom þannig til að fyrir
nokkru ræddum við Pálmi Gunn-
ars, Ásgeir Óskars og Björgvin
Gísla um að setja saman sveit
til að setja saman dagskrá með
nýjum rokkururm, Mannakorns-
lögum og einhverjum lögum frá
Pálma og mér. Sú sveit áti að
heita Póker. Þegar Geiri ákvað
að fara í Stuðmenn varð ekkert
úr þessu. Við vorum þó búnir að
ákveða að taka upp eitt lag, Dri-
ving in the City, sem við tókum
'upp fyrir löngu og var all vinsælt
á sínum tíma. Síðan atvikaðist
það svo að það var búið að bóka
stúdíó fyrir Karl Örvars, en hann
komst ekki. Þá hringdi ég í Geira
og Bjögga og þeir settu lagið upp
á einni kvöldstund og það var
tekið upp daginn eftir, en Jói
hristi textann fram úr erminni.
Við höfum ekkert ákveðið með
það hvort við höfum eitthvað
framhald á. Við höfum velt því
lítillega fyrir okkur að setja sam-
an eitthvað prógramm með
gömlum slögurum, s.s. Rolling
Stones- og J.J. Cale-lögum; mest
okkur til gamans og það gæti vel
farið svo að við gerðum það með
haustinu.
Árni Matthíasson
r-
KENNSLA
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
Skólinn verður settur í hátíðarsal Sjómanna-
skólans föstudaginn 1. september kl. 14.00.
Nemendur 1. stigs verða lesnir í bekki.
Stöðupróf nemenda á 1. stigi í íslensku,
stærðfræði, ensku og dönsku verða 4., 5.
og 6. september.
Sömu daga verður hjálparkennsla fyrir þá
nemendur, sem eiga ólokið prófum í íslensku
og siglingareglum vegna verkfalls sl. vor.
Prófum verður lokið 7. september.
Kennsla 1. stigs skv. stundatöflu hefst sama
dag.
Nemendur 2. og 3. stigs, sem hafa lokið
öllum prófum, mæti föstudag 8. september
kl. 09.00.
Mjög mikilvægt er að allir mæti þann dag,
vegna niðurröðunar í bekki og námskeið í
Plysavamaskóla, sem hefjast 11. september.
Skólastjóri.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Hafnarfjörður - til leigu
Til leigu húsnæði á jarðhæð. Góð aðkoma.
Næg bílastæði og innkeyrsludyr. Hentar allri
þrifalegri starfsemi.
Stærðir: 240 fm, 170 fm, 110 fm og þrjár
70 fm einingar. Leigjast saman eða í sitt
hvoru lagi.
Upplýsingar í símum 651344 og 42613.
S JÁ LFSTÆDISFLOKKURINK
FÉLAGSSTARF
Viðeyjarhátíð 2. sept.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til fjölskylduhátíöar í Viðey laugar-
daginn 2. september nk. ef veður leyfir. Fjölbreytt dagskrá.
Nánar auglýst í næstu viku.
Sjálfstæðisfélögin i Reykjavik.
Fundur um
sjávarútvegsmál
Stefna Sjálfstæöisflokksins i fiskveiðistjórn og öðrum málefnum sjáv-
arútvegsins verður til umræðu til undirbúnings fyrir landsfund i Val-
höll laugardaginn 16. september nk.
Málshefjendur verða Björn Dagbjartsson, formaður málefnanefndar,
og Þorsteinn Pálsson.
Dagskrá verður nánar auglýst siöar. Allir sjálfstæðismenn sem vilja
hafa áhrif á stefnu flokksins i sjávarútvegsmálum eru eindregið hvatt-
ir til að koma á fundinn.
Sjávarútvegsnefnd.
Félag sjálfstæðismanna
Vesturbæ og miðbæ
Fundur verður haldinn i félagi sjálfstæðis-
manna í Vesturbæ og miðbæ föstudaginn
1. september nk. kl. 20.30 í Valhöll.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund
Sjálfstæðisflokksins í október.
2. Stjórnmálaviðhorfið. Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingismaður, talar.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
TILKYNNINGAR
Gufudalskirkja
Guðsþjónusta sunnudaginn 27. ágúst kl.
14.00.
Séra Bragi Benediktsson þjónar fyrir altari.
Séra Flosi Magnússon, prófastur, predikar.
Wélagslíf
Krossinn
Auðbrekku 2.200 Kúpavogtr
Samkoma fellur niður í kvöld.
Anna Gréta og Ægir:
Til hamingju með daginn.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Sunnudagaskólanámskeið verð-
ur i Völvufelli 11 kl. 10.00-
15.00. Kennarar: Mike og Sheila
Fitzgerald.
Allir sem hafa áhuga á barna-
starfi eru velkomnir.
iflf Útivist
Sunnudagur 27. ágúst:
Landnámsgangan 18. ferð.
Kl. 10.30 Úlfljótsvatn - Ýrufoss
- Álftavatn (L-18a). Þetta er
sannkölluð strandganga um fal-
legt vatnasvæði. Verð 1.000 kr.
Kl. 13 Ýrufoss - Álftavatn. Sam-
einast morgungöngunni. Takið
þátt í skemmtilegri feröasyrpu i
landnámi Ingólfs. Verð 1.000
kr., fritt f. börn m. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma verður
í kvöld kl. 20.30.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 oa 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins - Sunnu-
dag 27. ágúst:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 2.000,-
Þaö er alltaf rétti timinn til þess
að dvelja i Þórsmörk hjá Ferða-
félagi íslands.
Kl. 10.00 Rauðsgil - Búrfell f
Reykholtsdal.
Þetta er öku- og gönguferð.
Géngið upp með Rauösgili sem
er afar fögur náttúrusmið. Verð
kr. 1.500,-
Kl. 13.00 Eyrarfjall.
Eyrarfjall er við sunnanverðan
Hvalfjörð og verður gengið á fjallið
að austan. Verð kr. 800,-
Brottför frá Umferðarmiðstöö-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bil. Fritt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag (slands.