Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR íJuJGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
35^
Mm
FOLK
■ SKALLA GRÍMUR í Borgar-
nesi tók efsta liðið í 1. deild, FH,
í karphúsið á fimmtudagskvöldið á
heimavelli sínum. Lckatölur leiksins
urðu 4:1 fyrir Skallagrím eftir að
Þórhallur Víkingsson hafði skor-
að fyrsta mark leiksins fyrir FH.
Mörk Skallagríms gerðu Sigurð-
ur Már Harðarson, tvö mörk,
Valdimar Sigurðsson og Snæ-
björn Ottarsson. Þjálfari FH-inga
sagði eftir leikinn að vissulega hefði
þetta tap verið óvænt, en alls ekki
ósanngjarnt. Skallagrímur væri
með mikið af góðum knattspyrnu-
mönnum sem biðu þess að springa
út.
■ MEIRA af Borgnesingum.
Ungur piltur, Bergþór Ólason,
setti íslandsmet í kúluvarpi pilta
á fimmtudaginn. Bergþór, sem er
13 ára, kastaði kúlunni 14,26 m,
og bætti þar með gamla metið um
3 cm. Það átti Guðmundur Karls-
son, landsliðsþjálfari í fijálsum
íþróttum, og setti hann metið árið
1978. Síðan hafa margir spreytt sig
við að að bæta það, en ekki tekist
það fyrr en nú. Bergþór er eitt
mesta kastefnið sem vitað er um
hér á landi, en í sumar setti hann
einnig íslandsmet í spjótkasti.
KNATTSPYRNA
Þorvaldur gerir tveggja
ára samning við Forést
Þorvaldur Örlygsson hefur gert samning við Nottingham Forest og verð-
ur því þriðji íslendingurinn til þess að leika í ensku 1. deildinni í vetur.
Fer til Englands
ÞORVALDUR Örlygsson,
knattspyrnumaður úr KA,
hefur gert tveggja ára munn-
legan samning við enska liðið
Nottingham Forest. Hann er
fyrsti leikmaður KA, sem ger-
ir samning um atvinnu-
mennsku í knattspyrnu, og
þriðji íslendingurinn sem
verður hjá atvinnuliði í ensku
1. deildinni í vetur.
orvaldur mun ekki fara strax
til Nottingham Forest, heldur
mun hann Ijúka keppnistímabilinu
með KA fyrst, en fara svo utan
seinni partinn í september. Hann
æfði með liðinu í eina viku; fyrst
með varaliðinu en síðustu tvo dag-
ana æfði hann með aðalliðinu.
Stefán Gunnlaugsson, formað-
ur knattspyrnudeildar KA, var
í september
honum innan handar í förinni, og
í samtali við Morgunblaðið, sagði
hann að frammistaða Þorvaldar á
æfingunum hefði verið góð, og
að aðstoðarframkvæmdastjórinn,
Ron Fendön, svo og þjálfari liðs-
ins, hefðu verið mjög ánægðir
með hann, og því viljað fá hann
í raðir Nottingham Forest.
„Liðið gerði Þorvaldi tilboð,
sem hann var mjög sáttur við, og
því ekki um annað að gera en
fallast á það. Hvernig það tilboð
er, verður hins vegar ekki gefið
upp,“ sagði Stefán Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson var valinn
í íslenska landsliðið í knattspyrnu
fýrir leikinn gegn Austurríkis-
mönnum á miðvikudaginn en
hafnaði því og hélt til viðræðna
við Nottingham Forest.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Blikar í banastuði!
Jón Þórirgerði þrennu gegn Einherja
Jón Þórir Jónsson var heldur bet-
ur á skotskónum þegar Breiða-
blik malaði Einheija 5:0 í Kópavogi
í gærkvöldi. Hann gerði þrjú mörk
og er nú marka-
Guðmundur hæstur í 2. deild
Jóhannsson ásamt Eyjólfi Sverr-
issyni, Tindastóli,
með 11 mörk. Blikar
voru mun betri aðilinn í gær eins
og tölurnar gefa til kynna og þurfa
Vopnfirðingar að sýna meiri bar-
áttuvilja í næstu leikjum, ætli þeir
sér að hanga uppi í deildinni.
Fyrsta markið skoraði Jón Þórir
snemma í leiknum með glæsilegu
skoti í samskeytin beint úr auka-
spyrnu og um miðjan fyrri hálfleik
bætti Johann Grétarsson við öðru
marki af stuttu færi, 2:0. Þannig
var staðan í hálfleik.
Jón Þórir var ekki lengi að koma
Breiðablik í 3:0 í byijun síðari hálf-
leiks og það mark var ekki af verri
endanum, hjólhestaspyrna neðst í
bláhornið. Fjórða markið skoraði
Guðmundur Guðmundsson beint úr
aukaspyrnu. Boltinn lak þá framhjá
markverði Einheija í stöng og inn.
Jón Þórir gerði síðan þriðja mark
sitt í leiknum rétt fyrir leikslok með
skoti af stuttu færi og þar með var
5:0 sigur Breiðabliksmanna í höfn.
Með sigrinum skutust Breiða-
bliksmenn í fjórða sæti deildarinn-
ar. Þeir eru vel spilandi lið eins og
fram kom í þessum leik en þá hefur
hins vegar vantað meiri stöðugleika
til þess að vera í toppbaráttunni í
sumar. Leiki lið Einheija ekki betur
í næstu leikjum, má bóka það í 3.
deild að hausti.
Jón Þórir Jónsson gerði þijú mörk
gegn Einheija.
íttiMR Dýrmæt stig
FOLK til Tindastóls
■ B YRJENDAMÓT á segl-
brettum verður haldið laugardag-
inn 26. ágúst á Hafravatni. Ef
vindur verður meira en 3-4 vindstig
verður mótið opið öllum. Skráning
keppenda verður á staðnum frá kl.
10 til 11. Mótið er styrkt af Skáta-
búðinni.
■ NÁMSKEIÐ á vegum íþrótta-
kennarafélags íslands, mennta-
málaráðuneytisins og íþróttakenn-
araskólans á Laugarvatni verður
haldið 29. til 31. ágúst. Metþátttaka
er á námskeiðinu þar sem 130 kenn-
arar hafa skráð sig. Á námskeiðinu
er farið í alla þætti íþróttakennslu
og munu hæfir leiðbeinendur
stjórna því. Þeirra á meðal eru
Lazlo Nemeth landsliðsþjálfari ís-
lands í körfuknattleik og Janus
Guðlaugsson.
■ FIMLEIKADEILD Gerplu
hefur hafíð innritun fyrir námskeið
vetrarins. Æft verður í íþróttahúsi
Gerplu við Skemmuveg og eru
yngstu þátttakendur sem verða
teknir inn 4 ára. Sérstök athygli
er vakin á morguntímum kl. 9.30
á virkum dögum.
Tindastóll náði í dýrmæt stig í
gær er liðið sigraði Leiftur á
Ólafsfirði 1:0. Tindastóll, sem er í
botnbaráttunni í 2. deild, þurfti
nauðsynlega að ná
FráHelga þess stigum til að
Jónssyni mjaka ser'af
áólafsfirði skjálftasvæðinu á
botninum.
Leikurinn var jafn og mikil bar-
átta hjá báðum liðum. Sigurmark
2. DEILD
Breiðblik—Einherji..............5:0
Jón Þórir Jónsson 3, Jóhann Grétarsson,
Guðmundur Guðmundsson.
Leiftur—Tindastóll..............0:1
— Eyjólfur Sverrisson.
Fj. leikja u J T Mörk Stig
STJARNAN 15 12 1 2 38: 13 37
VÍÐIR 15 10 2 3 21: 15 32
ÍBV 14 9 0 5 37: 27 27
BREIÐABLIK 15 6 4 5 33: 24 22
SELFOSS 15 7 1 7 19: 25 22
IR 15 4 5 6 17: 20 17
LEIFTUR 15 4 5 6 13: 16 17
TINDASTÓLL 15 4 2 9 27: 25 14
VÖLSUNGUR 15 3 2 10 20: 36 11
EINHERJI 14 3 2 9 16: 40 11
Tindastóls kom á 65. mínútu. Hólm-
ar Ástvaldsson átti skot að marki
sem Þorvaldur Jónsson varði. Hann
náði þó ekki að halda boltanum og
Eyjólfur Sverrisson fylgdi á eftir
að skoraði.
Eftir markið sóttu Leiftursmenn
ákaft en Gísli Sigurðsson, mark-
vörður Tindastóls, varði mjög vel í
síðari hálfleik.
3. DEILD A-RIÐILL
Reynir S—Grótta............2:1
Valdimar Júlíusson, Ævar Finnsson —
Kjartan Steinsson.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
GRINDAVlK • 16 11 2 3 43: 17 35
IK 16 11 2 3 34: 13 35
ÞRÓTTURR. 16 9 2 5 39: 20 29
Bi 16 9 1 6 31: 20 28
VÍKVERJI 16 8 2 6 32: 31 26
GRÓTTA 17 6 5 6 24: 25 23
LEIKNIRR. 16 5 3 8 24: 33 18
HVERAGERÐI 4 3 9 27: 37 15
16
REYNIRS. 17 4 1 12 22: 49 13
AFTURELD. 16 3 1 12 20: 51 10
íþróttir helgarinnar
Það er mikið um að vera í knattspymunni um helgina. Það sem hæst ber er bikarúrslita-
leikur KR og Fram á Laugardalsvellí á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 14.00
í dag fer fram einn leikur í 1. deild karla þegar IA og ÍBK mætast á Akranesi. í 1.
deild kvenna leika Valur og KA á Valsvelli og nægir Valsstúlkum eitt stig úr þeirri
viðureign til þess að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. Þá fer fram ein umferð í A og
B-riðlum 3. deildar í dag. I A-riðli leika Hveragerði - ÍK, Þróttur - Grindavík, Afturelding
- Leiknir og BÍ - Víkverji. í B-riðli eigast við Reynir - Þróttur, Valur - Huginn, KS -
Magni og Kormákur - Dalvík.
KNATTSPYRNUÞJÁLFARI
ÓSKAST TIL FJEREYJA
Sandavogs ítróttafelag í Sandavogi í Færeyjum óskar að
ráða knattspyrnuþjálfara fyrir meistaraflokk sinn fyrir
næsta keppnistímabil.
Lið félagsins leikur í fyrstu deild og eru aðstæður félags-
ins með því besta sem gerist. Það á eigin gervigrasvöli
og íþróttahús.
Þjálfun hjá félaginu þarf að hefjast fyrsta febrúar á næsta
ári og stendur keppnistímabilið til loka september.
Félagið útvegar húsnæði og hugsanlega vinnu í samráði
við væntanlegan þjálfara. Þeir, sem kunna að hafa áhuga,
vinsamlega skrifi til Sandavogs ítróttafelags, 360 Sanda-
vogi, Færeyjum, fyrir 10. september nk.
Laugardagur kl.13:55
34. LEIKVIKA- 26. águst 1989 11 m 2
Leikur 1 Arsenal - Wimbledon
Leikur 2 Aston Villa - Charlton
Leikur 3 Chelsea - Sheíf.Wed.
Leikur 4 C. Palace - Coventry
Leikur 5 Derby - Man. Utd.
Leikur 6 Everton - Southampton
Leikur 7 Luton - Liverpool
Leikur 8 Man. City - Tottenham
Leikur 9 Millwall - Nott. For.
Leikur 10 Norwich - Q.P.R.
Leikur 11 Leeds - Blackburn
Leikur 12 Leicester - Newcastle
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULÍNAN S. 991002