Morgunblaðið - 15.09.1989, Side 1

Morgunblaðið - 15.09.1989, Side 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 209. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Formaður pólska kommúnistaflokksins: Umbótasinnar segi skilið við flokkinn Þeir sameinist í nýrri fylkingu vinstrimanna Varsjá. Reuter. MIECZYSLAW Rakowski, formaður pólska kommúnistaflokksins, hvatti í fyrradag til stofnunar umbótasinnaðs vinstriflokks, sem laus væri við stalínskt yfírbragð og leitt gæti sósíalismann til móts við þá nýju tíma, sem upp eru að renna í Póllandi. Heim eftir 30 ára útlegð Reuter Sam Nujoma, leiðtogi skæruliðasamtakanna SWAPO í Namibíu, sem barist hafa gegn yfirráð- um Suður-Afríkumanna, kom til landsins í gær eftir 30 ára útlegð. Þúsundir manna fógnuðu Nujoma innilega við komuna en það varpaði skugga á fögnuðinn að hvítur maður í hópi leið- toga SWAPO var myrtur í liöfúðborginni Wind- hoek á þriðjudag. Fimmtugur íri hefur verið hand- tekinn, grunaður um morðið en öfgasamtök minni- hluta hvítra manna í Namíbíu hafa lýst víginu á hendur sér. Namibía mun hljóta sjálfstæði á næsta ári. Á myndinni sést Nujoma (t.h.) ásamt forseta Angólu, Eduard dos Santos, ér Namibíumaðurinn liélt af stað til heimalands síns. ? I ávarpi, sem sjónvarpað var um landið allt síðastliðinn miðvikudag, sagði Rakowski, að umbótasinnaðir kommúnistar ættu að slíta af sér flokksböndin og stofna flokk, sem væri þess umkominn að sigra í frjáls- um kosningum. „Fyikjum saman pólskum vinstrimönnum í nýjum flokki og á öðrum og breiðari grund- velii en fyrr,“ sagði hann daginn eft- ir að þingið hafði staðfest skipan nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Samstöðu. Rakowski sagði, að nýi flokkurinn ætti að beqast gegn „afturhaldi og fordómafullum þjóðernisremb- ingi... Flokkurinn verður að hrista af sér dauðastjarfann, losa sig við leifarnar af úreltu kenningakerfi". Sagði hann, að nýi flokkurinn ætti að halda á loft merki sósíalisma en ekki þess stalínisma, sem kommún- istaflokkurinn sjálfur gæti ekki flúið. Hvatti hann einnig til samstarfs við nýju stjórnina og sagði, að unnt væri að leysa ágreininginn við Sam- stöðu. Rakowski varð formaður komm- únistaflokksins fyrir tveimur mánuð- um, skömmu eftir að flokkurinn hafði beðið mikið afliroð í kosningum til öldungadeildarinnar. Er talið, að uppgjör umbótasinna og harðlínu- manna verði á fiokksþinginu, sem fyrirhugað er síðar á árinu. Austur-Þjóðverjar flykkjast enn til Ungverjalands: Ungveijar neita að stöðva fólksstrauminn til vesturs Boðaður stoftifiindur andófssamtaka í Austur-Þýskalandi Búdapest, Austur-Berlín, Bonn, Moskvu. Reuter og DPA. STJÓRN Ungverjalands hafiiaði í gær kröfum stjórnvalda í Austur- Þýskalandi sem heimta að stöðvaður verði straumur austur-þýskra fióttamanna um Ungverjaland til Vestur-Þýska- lands með því að loka landamær- unum I vestri. Ungverska ut- anríkisráðuneytið afhenti sendi- herra Austur-Þjóðverja i Búda- pest orðsendingu þessa efhis í gær. „Ljóst er að sljórn Alþýðu- lýðveldisins Þýskalands hefur ekki tekist að bjóða fióttafólkinu lausn sem það sættir sig við,“ sagði í henni. Æ fleiri Austur- Þjóðveijar óttast nú að senn verði tekið fyrir flöldaflóttann með einhveijum ráðum. Flóttamannafjöldinn jókst skyndilega í gær er orðrómur komst á kreik um að Ungveijar hygðust loka landamærunum í byijun næsta mánaðar. Rösklega 13.200 manns Eystrasaltsríkin: Gorbatsjov styður aukið sjálfsforræði Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti styður eindregið viðleitni Eystrasaltsríkjanna til aukins sjálfsforræðis, að sögn Vainos Valj- as, leiðtoga eistneska kommúnistaflokksins. Hann segir þetta hafa komið fram á á fundi sem Sovétforsetinn átti með ráðamönn- um Eystrasaltsríkjanna þriggja í Kreml á miðvikudag. Fundurinn er sagður hafa lægt öldurnar eftir harðorða orðsend- ingu sem Kreml-stjórnin sendi Eystrasaltsþjóðunum í síðastliðn- um mánuði þar sem þær voru sakaðar um að fara offari í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Miðstjórn so- véska kommúnistaflokksins kem- ur saman í næstu viku til að ræða aukið sjálfræði einstakra lýðvelda Sovétríkjanna, einkum í' efna- hagsmálum. Haft er eftir Valjas að fulltrú- arnir hafi komið brosandi og harðánægðir af fundinum með forsetanum; hann skildi vandamál umræddra þjóða fullkomlega. hafa flúið Austur-Þýskaland síðan Ungveijar opnuðu landmærin til vesturs á sunnudagskvöld. Stjórnin í Austur-Berlín er talin eitt af helstu vígjum harðlínumanna austantjalds og Jegor Lígatsjov, sem talinn er hættulegasti andstæðingur um- bótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, er nú í heimsókn í landinu. Lígatsjov skýrði frá því að Gorbatsjov kæmi í heimsókn er fagnað yrði 40 ára afmæli Austur- Þýskalands í næsta mánuði. Þótt Lígatsjov gagmýndi Vestur-Þjóð- veija fyrir „áróðursherferð“ gegn Austur-Þýskalandi vakti það at- hygli að hann minntist ekki á þátt Ungveija í málinu. Nokkrir hópar austur-þýskra andófsmanna hyggjast halda sam- eiginlega ráðstefnu í byijun október i Austur-Berlín, að sögn Edelberts Richters, talsmanns eins þeirra, sem nýlega ræddi við fulltrúa jafn- aðarmanna og græningja í Vestur- Þýskalandi. Hyggjast hóparnir samræma baráttu sína og stefna að mótframboði gegn kommúnist- um í kosningum sem fyrirhugaðai' eru 1991. Richter sagðist telja að yfiivöld myndu leyfa tilvist samtak- anna og þau yrðu a.m.k. „hálf- lögleg." Hann sagði þau styðja „só- síalismann og Austur-Þýskaland“ og ekkert vilja hafa saman við and- kommúnista að sælda en stjórnar- flokkurinn hefði ekki einkarétt á sannleikanum. Fjöldaflóttinn að undanförnu hefði fengið marga for- ystumenn kommúnista til að taka undir kröfur um umbætur og það gæti flýtt fyrir slíkri þróun ef Erich Honecker, leiðtogi kommúnista- flokksins, viki úr embætti. Hann hefur verið á sjúkrahúsi í nokkrar vikur en er sagður vera að braggast. Suður-Afríka: De Klerk kjör- inn forseti Höfðaborg. Reuter. ÞING Suður-Afríku kaus í gær F.W. de Klerk, leiðtoga Þjóðar- flokksins, forseta landsins til næstu fiinm ára. Flokkur hans hélt meirihluta sínum í kosning- um í síðustu viku en svertingjar liafa ekki kosningarétt í landinu. Talsmaður stjórnvalda sagði að de Klerk myndi sveija embættiseið sinn næstkomandi miðvikudag. De Klerk hét því að hann yrði forseti allra Suður-Afríkumanna „og ekki aðeins þeirra sem fulltrúa eiga á þingi. Við munum eins fljótt og unnt er ná þeim áfanga að allir Suður-Afríkumenn hljóti með rétt- látum og sanngjörnum hætti rétt til að eiga aðild að stjórn landsins,“ sagði de Klerk er honum var skýrt frá kjörinu. Fundinn 1 fjársjóður Jarðfræðingurinn ' Jr; r" ^jj| Bob Evans grann- skoðar 30 kíló- gramma gullstykki * j um borð í skipinu vif83 Arctic Discoverer (Heimskautakönn- ... . uðurinn). Hópur leitarmanna hefúr fundið skipsflak á BBÍ|jgj||^Y I l jy sjávarbotni í um WIlL - JH1 200 sjómílna fjar- lægð frá strönd Karólínu-ríkis á austurströnd Hi Bandaríkjanna. Ta- : ^ ^fc. Iið er að þetta sé inesti fjársjóðs- fundur í sögu . Bandaríkjanna. í flaki skipsins, sem liét Central Amer- ica, er geysilegt magn af gulli sem talið er vera jafn- virði nær 30 niillj- óna Bandaríkja- dollara (yfir 1.800 ||pi '^HHp milljóna ísl.kr.). Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.