Morgunblaðið - 15.09.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.09.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 ' 19 Kólombískir dómarar hóta enn að segja af sér Fundu fjöldagröfí Úralfjöllum Fyrir skömmu fannst fjöldagröf í nágrenni þorpsins I úr hreinsunum Jósefs Stalíns á fjórða áratugnum. Lysaja Gora í sunnanverðum Úralfjöllum. Talið er Þorpið er er skammt frá sovésku borginni að þar sé að finna jarðneskar leifar fórnarlamba | Tsjeljabínsk. Á myndinni sjást menn við uppgröftirin. Brottfluttir Tyrkir snúa til Búlgaríu Kapikule. Reuter. MIKILL fjöldi Tyrkja snýr á hverjum degi til fyrri heimkynna sinna í Búlgaríu aðeins fáum mánuðum eftir að þeir leituðu nýrra tækifæra i Tyrklandi. Samkvæmt upplýsingum stjórnvalda í Tyrklandi, hafa yfír 11.000 af þeim 314.000 Tyrkjum sem streymdu frá Búlgaríu til Tyrklands snúið aftur undanfarna daga. „Ég veit að nú verð ég að sætta mig við búlgarska nafnið sem stjórnvöld þröngvuðu upp á mig 1985,“ sagði Kadir Kadirov, sem á miðvikudag. fór fótgangandi ásamt fjölskyldu sinni yfir landamærin til Búlgaríu með allar eigur sínar. „En ég á enga peninga eftir og veturinn er að ganga í garð.“ Þeir sem hafa snúið aftur fót- gangandi eða í járnbrautarlestum segja að ástæðan fyrir heimkomu sinni sé há húsaleiga í Tyrklandi, lág laun og lítil aðstoð frá hinu opinbera. Tyrknesk stjórnvöld héldu því fram að fólkið hefði flúið vegna nýrra laga í Búigaríu sem banna Tyrkjum að tala eigin tungu, iðka múhameðstrú og nota tyrknesk nöfn. Búlgörsk stjórnvöld segja á hinn bóginn að Tyrkirnir séu ferða- menn sem hafi notfært sér aukið ferðafrelsi í landinu. P "1 Multiplcm Fjölbreytt námskeið í notkun hins öfluga töflureiknis Multiplan. Leiðbeinaiidi: Gísli Friðgeirsson Tími: 21., 22., 28. og 29. sept. kl. 13-17 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill stórauka þátttöku hersins í eiturlyfjastríðinu Medellin, Washington. Reuter. Kólombískir dómarar, sem efstir eru á dauðalista eiturlyfjasal- anna, segjast reiðubúnir til að standa við fyrri hótanir um að segja af sér vegna ónógra varúðarráðstafana stjórnvalda. Nefiia þeir sem dæmi, að þeir hafi enn ekki fengið í hendurnar skotheld vesti, sem Bandaríkjamenn sendu til landsins í fyrri viku. Varnar- málaráðherra Bandaríkjanna vill stórauka þátttöku hersins í stríðinu við fíkniefnasala. I'jórum dögum eftir að Kólom- bíustjórn lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjasölunum hótuðu um 600 dómarar að segja af sér yrði þeim og fjölskyldum þeirra ekki veitt næg vernd og hafa þeir nú ítrekað þessa ætlun sína. Eru þeir flestiT frá Antioquiaríki en þar er Medell- inborg, miðstöð eiturlyfjaverslun- arinnar. „Við lifum í stöðugum ótta,“ segja dómararnir. „Við för- um að heiman að morgni og vitum ekki hvort við eigum afturkvæmt." Frá 1980 hafa um 350 dómarar og aðrir starfsmenn dómskerfisins verið drepnir í Kólombíu og í síðasta mánuði hótuðu eiturlyfja- salarnir að drepa 10 dómara fyrir hvern einn eitursala, sem fram- seldur væri til Bandaríkjanna. Segja dómararnir í bréfinu, að neyðist þeii- til að segja af sér muni frumskógarlögmálin verða einráð í landinu. Dómararnir kreíjast þess, að komið verði á fót sérstökum sveit- um, óháðum her og lögreglu, til að standa vörð um þá og fjölskyld- ur þeirra og einnig, að þeim verði kennd meðferð skotvopna. Richard Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, vill stór- auka hlut heraflans í baráttunni gegn eiturlyljunum og þá einkum með hertu eftirliti við mexikönsku landamærin og á Karíbahafi. Kom þetta fram hjá ABC-sjónvarps- stöðinni í fyrrakvöld. Sagði einnig, Góóan daginn! að Cheney hefði falið yfírmönnum heraflans að skipuleggja þetta starf og skila um það skýrslu inn- an tveggja vikna. AUÐSTILLT MORATEMP blöndunár- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. <§|) ^meiri ánægja^ r ^ MORATEMP dBase 111 + Gagnlegt og vandað námskeið í forritunar- máli gagnasafnskerfisins dBase III+. Leiðbeinandi: Jón Eysteinsson Tími: 19., 21., 26. og 28. sept. kl. 13-17 byrjenda- námskeið Skemmtilegt námskeið, upplagt fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon Tími: 19., 21., 26. og 28. sept. kl. 20-23 BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku í námskeiðunum. Innritun er í síma 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 V etr artíinimi hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fimm Haustið er komið og veturinn nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. inaí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.