Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 17. SEPTEMBER -1989 ISAL-deilan o g stóriðjudraumar okkar íslendinga VERULEGRAR spennu gætir nú í röðum atvinnurekenda, verkalýðs- forystu og meðal forsvarsmanna í íslenskum iðnaði vegna boðunar verkfalls í álverinu í Straumsvík um miðja þessa viku, og látið er að því liggja að ef til vill séu meiri líkur á að framleiðsla í álverinu stöðvist að þessu sinni en oftast áður. Ihúfí eru þá gífurlegir hagsmun- ir. Frá því að verkfall skellur á á miðnætti nk. miðvikudag hefur yfírstjóm ÍSALS um hálfan mánuð til að draga smám saman úr fram- leiðslunni með því að slökkva undir kerunum en um lt.ð og storknar í þeim eru kerin ónýt og endurnýjun þeirra mun kosta á fjórða hundrað millj- ónir. En meiru máli skiptir þó að verkfall starfsmanna ÍSALS mun gera að engu viðleitni íslenskra stjórnvalda til að stækka álverið í Straumsvík með þátttöku 3-4 evrópskra álfyrirtækja innan svonefnds Atlantal-hóps og senni- lega binda enda á öll stóriðjuáform íslendinga næstu árin og áratug- ina. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, hefur slegið á, að yrðu öll þau áform í stóriðju og virkjunar- framkvæmdum að veruleika, væri þar um að ræða um 130-140 millj- arða króna fjárfestingu á næstu 5-10 árum, en til samanburðar má nefna heildarfjárfesting á einu ári í atvinnuvegum, íbúðarhúsnæði og opinberum mannvirkjum er talin vera á bilinu 50-60 milljarðar og að allur íslenski fískiskipaflotinn, sem þykir einn hinn fullkomnasti heimi, er metinn á um 60 Tnillj- arða króna. Stóriðjudraumar iðnaðarráð- herra kunna að mælast misjafnan- lega fyrir innan ríkisstjórnarinnar, en það verður þó að teljast nokkuð almmenn skoðun forsvarsmanna í atvinnulífínu að í því svartnætti sem ríkir þessa stundina í efria- hagsmálum þjóðarinnar, þá séu virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir einasta glætan sem lýst geti okkur I því myrkri. Þegar þessir hagsmunir sem hér hafa verið tíundaðir, eru hafðir í huga þarf engan að undra þótt talsverðrar taugaveiklunar sé farið að gæta jafnt í röðum vinnuveit- enda sem verkalýðsforystu, stjóm- málamanna sem embættismanna. Deilan er í erfiðum hnút, og við slíkar kringumstæður fá einatt sögusagnir og samsæriskenningar byr undir báða vængi. í þeirri áleitnustu af því tagi er því haldið fram að móðurfyrirtæki ISAL, Alusuisse, sé vísvitandi að stefna vinnudeilu þessari í verkfall. Ástæður svissneska álfélagsins eiga að vera tvenns konar — ann- ars vegar að nota verkfall til að halda öðrum álfélögum frá Islandi en hins vegar að kalla fram langt verkfall hér á landi, og standa ekki upp frá samningaborði fyrr en sam- ið hefur verið um verulega fækkun starfsmanna og lækkun á launa- kjörum. Laup í álverinu í Straumsvík munu vera með þeim hæstu sem þekkjast í iðnríkjunum en framleiðni þess að sama skapi í lægri kantinum. Sérstakar kringumstæður eiga að valda því að Alusuisse á að vera stætt á því að þola hér langt verk- fall. Fyrir það fyrsta valda hag- stæðir langtímasamningar því að ísal fær súrálstonnið frá Alusuisse á um 220-40 dollara á sama tíma og nú fást um 550 dollarar fyrir tonnið af súrálinu á skyndimark- aði. Rökin eru því þau að Alusuisse geti að stórum hluta fjármagnað stöðvun álversins í Straumsvík með því að selja súrálið sem þangað á að fara á alþjóðlegum skyndimark- aði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins stenst þó þessi rök- semdafærsla ekki nánari skoðun. Það er að vísu rétt að nú munar um 330 dollurum á súrálsverðinu til ÍSAL og því sem gerist á skyndi- markaði og miðað við hálfs árs notkun álversins í Strc 'imsvík, þ.e. um 84.500 tonn, ætti Alusuisse á þann hátt að hafa um 28 milljónir dollara upp í BAKSVIÐ Bjöm Vigni Sigurpálsson herkostnaðinn við verkfallið. Það er þó skammgóður vermir því að beint tjón af stöðvun álversins fyrir Alusuisse er um 39 milljónir dollara á hálfu ári. Það hlýtur því að teljast nokk- uð hátt gjald að greiða um 11 millj- ónir dollara eða tæpar 700 milljón- ir fyrir að sitja eitt að íslandi eða til að knýja fram endurskipulagn- ingu á launakerfí og starfsmanna- haldi í verksmiðjunni. Fullyrt er einnig að fyrir liggi staðfesting frá aðalstöðvum Alusu- isse í Zurich að meðferð vinnudeil- unnar nú sé alfarið mál forsvars- manna ÍSAL í nánu samráði við Vinnuveitendasambandið. Fulltrú- ar okkar í stóriðjuviðræðunum und- anfarið segjast heldur ekki hafa neina ástæðu til að draga heilindi Alusuisse-manna í efa, t.d. í þreif- ingunum innan Atlantal-hópsins um stækkun álversins í Straumsvík um 120 þúsund tonn í rösklega 200 þús. tonna afkastagetu. Auk Alusuisse hafa tekið þátt: þessum viðræðum Austria Metall, hollenska fyrirtækið Hoogovens Groep og sænska fyrirtækið Grángers Aluminium, og íslensk stjómvöld binda greinilega miklar vonir við að þessi fyrirtæki fáist til þátttöku um að stækka álverið í Straumsvík. í þvj efni er þó ekki allt sem sýnist. Á undanfömum árum hefur það sýnt sig að erlend stóriðjufyrirtæki eru ekki í biðröð- um eftir því að ná hér fótfestu. Ýmsir þeir sem lesa Metall Bullet- in, biblíu áliðnaðarins, hafa t.d. veitt því eftirtekt að Hoogovens hið hollenska er nýbúið að kaupa 20% hlut í nýju kanadísku álveri, jafnframt því sem það hefur verið að endumýja orkusamninga sína heima fyrir og við viðkomandi yfír- völd í V-Þýskalandi. Austria Met- all hefur sömuleiðis fest kaup á um 15% hlut í þessu sama kanadíska álveri og virðist þar með vera búið að sjá fyrir álþörf sinni næstu árin. Þess vegna er nú talið liggja í loftinu að a.m.k. Austria Metall dragi sig út úr Atlantal- viðræðunum áður en langt um líður. Allt hefur þetta verið túlkað á þann veg að los geti verið að kom- ast á fyrirtækin innan Atlantal- hópsins — en eftir sem áður er stækkun álversins í Straumsvík um 120 þúsund tonn sá kostur sem efstur er á blaði. Næsti kostur væri þá rösklega 200 þúsund tonna álver, t.d. við Eyjaförð, en engir ákveðnir samstarfsaðilar eru hafðir þar í huga enda þótt tengslum sé haldið við ýmis erlend álfyrirtæki. Þriðja skrefíð yrði svo væntanlega enn frekari stækkun álversins í Straumsvík upp í um 300 þús. tonna afkastagetu eftir svo sem áratug og eru þá stóriðjuáform ís- lendinga fram til aldamóta að mestu upp talin. Öllum þessum fyrirætlunum má hins vegar gleyma, komi til verk- falls og lokunar verksmiðjunnar í Straumsvík. Um það er allir sam- mála. Það er því ekki að undra þótt það ríki spenna við samninga- borðið í ÍSAL-deilunni. Ákveðið hefúr verið að setja upp grindverk á umferðareyjunni í Lækjargötu til að draga úr slysahættu. Lækjargata breytir um svip í LÆKJARGÖTU stendur til að setja upp grindverk eftir endi- langri götunni og er það meðal annars gert til að draga úr slysa- hættu með því að beina gangandi vegfarendum að gangbrautun- um. Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar aðstoðargatnamála- stjóra, mun Lækjargata breyta mjög um svip þegar grindverkið er komið upp. „Þarna verða settir upp ljósastaurar svipaðir þeim sem eru á Laugaveginum og tré gróður- sett,“ sagði Sigurður. „Tilgangur- inn er sá að beina fólki að gang- brautunum og koma í veg fyrir að hægt sé að fara yfir götuna hvar sem er. Grindverkið er hannað með það í huga að hægt sé að taka grindurnar niður á hátíðis- og tylli- dögum.“ Hönnuðir grindverksins eru arki- tektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. Morgunblaðið/Þorkell Undanfarna daga hefur verið unnið að breytingum á umferðar eyjunni í Lækjargötu en þar á að selja upp grindverk. Þorsteinn Pálsson: Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að hafna auðlindaskatti á fiskveiðar ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fúndi um sjávarútvegsmál í Reykjavík í gær, að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að hafna hugmyndum um breytta fiskveiðistefnu sem feli í sér aukin ríkisafskipti, til dæmis auðlindaskatt. orsteinn sagði, að þar sem fiskistofnamir væru takmörk- uð auðlind, yrði að setja ákveðnar leikreglur varðandi nýtingu þeirra. Núverandi kvótakerfi hefði verið komið á til bráðabirgða, og nú væru uppi skiptar skoðanir um reynsluna af því. Taldi Þorsteinn að við endurskoðun fiskveiðistefn- unnar hlytu að vakna spurningar á Dilkakjöt: Að sögn Guðjóns Þorkelssonar hjá Rannsóknastofnun landbúnað- arins en markmiðið með tilrauninni að meta hver hagur neytenda yrði af þessari breyttu vinnsluaðferð, en sparnaður væri fyrst og fremst fólg- inn í mannahaldi í sláturhúsunum og vinnslu- og geymslukostnaði. Starfsmenn RÁLA og Vinnumála- sambands samvinnufélaga munu í náinni samvinnu við búvörudeild Sambandsins og Sláturfélag Suður- lands gera athuganir á vinnu-, hag- kvæmnis- og gæðaþáttum í hverju sláturhúsi, og þannig hafa eftirlit með öllum mælingum og ráðstöfun afskurðar. Gert er ráð fyrir að um 100 tonn fari í afskurð sem ríkið borð við þær, hveijir ættu fískimið- in og hveijir ættu að hafa rétt til að nýta þau. Sagði hann að þótt miðin væru skilgreind sem sameign þjóðarinnar, þá teldi hann ekki óeðlilegt að þeir sem hefðu nýtt þau til þessa ættu meiri rétt til að gera það áfram heldur en aðrir lands- menn. Ekki yrði séð að afkoma landsmanna væri betur tryggð þótt kaupir, og verður hann notaður í loðdýrafóður eða kjötmjöl, en á móti verður dregið úr útflutningi á um 100 tonnum af dilkakjöti. Gerður hefur verið sérstakur samskiptasamningur landbúnaðar- ráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, búvörudeildar Sambandsins, Sláturfélags Suður- lands og Landssamtaka sláturleyf- ishafa um framkvæmd tilraunar- innar, en sláturhúsin sem þátt taka í henni eru á Sauðárkróki, Hvols- velli og í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður tilraunarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. desember næstkomandi. þar yrði breyting á. Þorsteinn lýsti andstöðu við að leggja auðlindaskatt á fiskveiðarnar og sagði að leita yrði annarra leiða en miðstýringar og ríkisafskipta við mótun fiskveiðistefnunnar. Til fundarins var boðað af sjávar- útvegsnefnd Sjalfstæðisflokksins í þeim tilgangi að fjalla um drög að ályktun um sjávarútvegsmál fyrir landsfund í október. Skákþing íslands: Karl Þor- steins 1 efsta sæti Jóhann tapar fyrir Kortsnoj í Hollandi FIMMTA umferð á Skákþingi ís- lands verður tefld í dag. Karl Þorsteins er nú efstur í landsliðs- flokki með 3 'h vinning að Ioknum Qórum umferðum. í fjóröu umferð vann Ágúst Karlsson Þröst Árna- son en jafiitefli varð í öðrum skák- um. Jóhann Hjartarson teflir nú á geysisterku skákmóti í Hollandi, Interpolis-mótinu. I fyrstu umferð tapaði hann fyrir Korstnoj. Jóhann hafði svart og gafst upp eftir 34. leik andstæðingsins. Öðrum skákum lyktaði þannig að Kasparov vann Piket, Agdestein vann Ljubojevic og Ivanchuk vann Sax. Ný vinnsluaðferð reynd í þremur sláturhúsum Isláturtíðinni verður gerð tilraun með niðurbrytjun og pökkun 500 tonna af dilkakjöti í þremur sláturhúsum, en samkvæmt niðurstöð- um starfshóps á vegum framkvæmdanefndar búvörusamninga gæti þessi vinnsluaðferð lækkað raunverð kjötsins til neytenda um allt að 20%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.