Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR L7. SEPTEMBER 1989 Núþykir mérgott Um daginn kom sonur minn hlaupandi með gulnaða sauðarvölu sem ég hef liggjandi á tölvunni minni. Hann spurði hvað þetta væri. Ég sagði honum það og að hún amma min hefði notað hana til þess að spá fyrir mér. Ekki get ég nú rakið hvernig hún bar sigað við það. En svo spurði ég sjálfan mig, hvers vegna hefurðu aldrei skrifað um hana ömmu þína drengur, skrifandi þó um konur í stærsta blað landsins? Þá konu þekktirðu þó. Ekki það að þessi skrif verði nokkurn tíma barn í brók og allra síst svo hæfi stórri konu eins og henni ömmu minni. En það má taka viljann fyrir verk- ið. eftir Sigurð G. Tómasson Hún amma min var barn ann- arrar aldar. Hún var fædd 1870 og mundi vel harðindaveturinn mikla 1882, sem kallaður var lurkur. Hún var þá í fóstri austur í Þingvallasveit og var í barns- minni þegar bændur úr Grafningi og komu á bæ seinni hluta vetrar og fengu kvartél af saltaðri murtu til þess að fara með heim. Þeir voru hungraðir og átu murtuna beint úr tunnunni, bruddu haus og bein með. Hún mundi lika eftir jarðskjálftunum miklu 1896. Þá var hún ung kona austur í Holt- um. Manninn missti hún í Ing- varsslysinu 1906. Þá höfðu ungu hjónin komið sér upp nýrri bað- stofu á kotinu sem þau höfðu til ábúðar. Ekki var karlpeningurinn í sveitinni á því að ung ekkja með þijú börn ætti nokkurt erindi í búhokur. Baðstofan var því tekin ofan — og sveitungarnir stálu tim- brinu. Næstu árin var amma í vinnumennsku — hún var reynd- ar sterkefnuð á þeirrar tíðar mæli- kvarða því áhöfnin á Ingvari var líftryggð — og börnin sáu fallegu bláu fjalirnar úr baðstofunni í Parti notaðar í árefti á stórbæjun- um í sveitinni. Ekki bugaðist hún amma mín við þetta. Hún vildi helst ekki tala um það en ef hún var spurð hver hefði stolið tim- brinu svaraði hún: „Æ, það var einhver Snjólfur i Nabba.“ Ég sagði áðan að hún hefði verið stór. Hún var svona um hálfur annar metri á hæð. En hún var risi í andanum. Hún var smælingi af konungakyni. Hún gat verið ansi nöpur og meinyrt, en oftast talaði hún þó undir rós og lá yfirleitt ekki illt orð til neins. En hún beygði sig ekki fyrir nein- um. Hugtök eins ogjafnrétti voru henni ókunn, því hún var höfð- ingi og vissi það vel. Ef hún átti ekkert annað lifði hún á stoltinu. Hún kunni milljón sögur og vísur og málshætti og orðtök og ekki helmingurinn af þvi er til á bók. Hún var trúrækin kona, hún amma mín, enda taldi hún það sér til ágætis að vera komin af prestum, án þess að hafa það á orði. Hún byijaði hvern dag á því að signa sig, á sunnudögum sat hún fyrir framan útvarpið og hlustaði á messu og alla föstuna fylgdist hún með passíusálmun- um og raulaði mcð, því þá kunni hún alla. Hún var lítið gefin fyrir nýjungar, barðist ekki opinskátt á móti þeim, heldur leiddi þær hjá sér. Hún kallaði mjólkurhyrnur ævinlega punga, en þegar hún fór í mjólkurbúðina, sem hún gerði daglega þótt hún væri orðin blind, bað hún bara um p, ef aðrir voru í búðinni. Hún vildi ekki troða fólki um tær, þótt hún hefði sína sérvisku. Hún tók í nefið síðustu áratugina, en fór leynt með það því henni fannst það ekki fínt. Ég er ekki viss um að dósirnar hennar hafi nokkurn tima farið í vasann á sparisvuntunni. En þeg- ar hún var ein i eldhúsinu, fékk sér kaffisopa og i nefið, sagði hún og dæsti: „Nú þykir mér gott. eins og kerlingin sagði . . . " Eg sleppi því sem kom á eftir, því það sagði hún amma mín aidrei, svo aðrir mættu heyra. Morgunbladið/BAR HANDBOLTI Vertíðin að heflast Nú þegar dregur að hausti fara handboltamenn að hugsa sér til hreyfings. íþróttafélögin hafa verið með handboltaskóla fyrir yngstu íþróttamennina enda talið heppilegt að börn læri undirstöðuat- riði íþróttarinnar sem allra fyrst. Ljósmyndari brá sér á æfingu hjá handboltaskóla Víkings, þar sem æft var og keppt af miklum áhuga undir stjórn þjálfarans Siggeirs Magnússonar. Hér er stórsókn í fæðingu en vörnin er við öllu búin. Það voru 20 hressir krakkar sem æfðu undir stjórn Siggeirs Magn- ússonar. Batmanísinn er gómsætur og engu ööru líkur, svartur og gulur með lakkrís- og vanillubragði. Batmanísinn fæst bara í ÍSHÖLLINNI. VERÐ: LÍTILL BATMANÍS .. 99 kr. STÓR BATMANÍS .. 149 kr. Þetta verö gildir alla daga vikunnar! ÚTSÖLUSTAÐIR: GERÐUBERGI, HALLÆRISPLANI, MELHAGA, KRINGLUNNI (ath. opiö á sunnudögum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.