Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
19
f > r.i
Nú saxast á auð
eiturlyfjakónganna
OKKAR ÁRLEGA
BORÐDÓCA IIT8ALA
S AXAST hefur á auð eiturlyQa-
kónganna í Kólumbíu af völdum
lækkandi verðs og aukins kostn-
aðar vegna leigumorðingja og
mútna til óheiðarlegra embættis-
manna, samkvæmt bandaríska
viðskiptatímaritinu Forbes.
Foringjar eiturlyfjasmyglhrings-
ins Medellin hafa þó þriðja árið
í röð komist á iista tímaritsins yfir
milljarðamæringa heimsins. Æðsti
foringinn, Pablo Escobar, á 3 millj-
arða Bandaríkjadala (174 milljarða
fsl. kr.). Ochoa-fjölskyldan á 2 millj-
arða dala.
Eiturlyíj alögreglunni í Washing-
ton, New York, Los Angeles og
Miami til mikillar ánægju hefur
nettógróði smyglhringsins minnkað
niður í 40 af hundraði af veltunni
en áður hafði hann verið um 70
prósent.
Heildsöluverðið á kókaíni í
Bandaríkjunum hefur næstum því
lækkað um helming frá árinu 1985.
Verðið á hvert kíló var að meðal-
tali um 22.000 dalir (1.280.000 ísl.
kr.) í fyrra. Þótt aukin sala hafi
bætt þetta nokkuð upp hefur fram-
leiðsla kókaíns í helstu framleiðslu-
löndunum einungis aukist um þriðj-
ung. Þess vegna er ekki nægilegt
kókaín-beiskjuefni til að auka
birgðirnar.
Verðið á kókaíni í Evrópu, sem
var um 3.200.000 á hvert kíló, er
hærra en í Bandaríkjunum en lækk-
ar enn hraðar.
Góður árangur lögreglunnar hef-
Auðna
hinna írsku
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn
Dögun — The Dawning
Leikstjóri: Robert Knights.
Handrit: Noira Williams, e. skáld-
sögunni „The Old Jest“, eftir
Jennifer Johnston. Aðalleikend-
ur: Anthony Hopkins, Rebecca
Pidgeon, Jean Simmons, Trevor
Howard, Ronnie Masterson.
Bresk. TVS/Vista 1988.
Ein af hinum velkunnu, hljóðlátu
en dramatísku smáperlum sem Bret-
ar eru manna leiknastir í að skapa
í dag. Sögusviðið er írland skömmu
eftir lok fyrra heimsstríðs. íbúarnir
eru klofnir í afstöðu sinni til bresku
hersetunnar. Pidgeon leikur unga,
rómantíska stúlku, sem elst upp hjá
skyldfólki. Móðirin látm og faðir
hennar hvarf skömmu síðar á braut
og hefur ekkert síðan til hans spurst.
Er hún rekst svo á aðkomumann
(Hopkins), sem fer leynt í nágrenn-
inu, telur hún víst að hér sé karl
kominn.
Það reynist rangt, hinsvegar tekst
með þeim sterk vinátta, jafnvel þó
komi í Ijós að Hopkins er flugumaður
írska lýðveldishersins og kominn til
að fremja hryðjuverk á Bretum.
Pidgeon verður að taka afstöðu eins
og aðrir.
Aðal Dögunar er hrífandi leikur
Pidgeon hinnar ungu og sjaldan hef-
ur Hopkins náð jafn sterkum tökum
á hlutverki með sínu hógværa en
sterka fasi. Efnið er ekki margbrotið
en það er þung undiralda og tilfinn-
ingalegur stígandi í verkinu sem að
lokum krefur áhorfendur engu síður
en persónurnar að taka afstöðu til
hersetunnar. Samtölin eru hvort
tveggja óvenjulega skynsamleg og
eðlileg og persónurnar skýrar. Það
er unun að fylgjast með Pidgeon og
Hopkins, sömuleiðis Masterson í
hlutverki ráðskonunnar. Hugh Grant
er skemmtilega óþolandi breskt
montprik og Howard er traustur að
vanda, þó svo hann hafi verið kominn
fram á grafarbakkann er myndin var
gerð, enda er hann hér í sínu hinsta
hlutverki. Athyglisverð og vand-
virknisleg mynd sem hrópar ekki á
athygli en kvikmyndaunnendur ættu
svo sannarlega að gefa gaum.
ur átt mikinn þátt í erfiðleikum eit-
urlyfjakónganna. í fyrra náðust
næstum 60 tonn af kókaíni í Banda-
ríkjunum og Evrópu, sem er hart-
nær helmingi meira en á árinu
1985. Þetta mun hafa kostað
smyglarana um 600 milljónir
Bandaríkjadala (34,8 milljarða ísl.
kr.)
Dómarnir yfir háttsettum herfor-
ingjum á Kúbu vegna aðildar að
eiturlyfjasmygli hafa aukið á vanda
eiturlyfjasmyglhringanna, sem hafa
tekið að fjárfesta í ræktarlandi.
Eiturlyfjakóngar hafa á síðustu tíu
árum fjárfest milljörðum dala í jörð-
um. Talið er að þeir eigi nú einn
tólfta af ræktarlandi Kólumbíu.
HEFST A MANUDAG
• Straufríir borðdúkar • Straufríir blúndudúkar
• Heklaðir dúkar • Flauelslöberir og dúkar
• Jólavara frá í fyrra, jólasvuntur • og margt fleira
20% til 40% afsláttur
póstsendum Uppsetningabúðin,
W/S4®
Hverfisgötu 74, símk 25270.
4 dagar / 3 nætur. Verð 33.500 kr. í tvíbýli
á Hótel Pullman.
4dagar/3nætur. Verð 29.370 kr. í tvíbýli
á Hótel Cortina.
ENN STÖKKVUM VIÐ AF STAÐ í SKEMMTILEGAR
HELGARREISUR Á VIT HEIMSMENNINGARINNAR
Það er hreint út sagt stórkostleg upplyfting fyrir líkama og sál að kanna líf stórborganna:
Leikhús, ópera, fótbolti, verslanir, veitingahús, jass, rokk, listasöfn, málverkasýningar. (stuttu máli: Heimsmenningin
í hnotskurn iðandi af lífi og fjöri beint í æð!
FLUGLEIÐIR
ATH. Verð er miðað við gengi og flugverð 13.9.1989.
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • S91-69-10-10 • HótelSögu viöHagatorg • S91-62-22-77
Suöurlandsbraut 18 • S 91 -68-91 -91 • Akureyri: Skipagötu 14 • S 96-2-7200
4dagar/3nætur. Verð 24.350 kr. í tvíbýli
á Hospitality Inn.
4dagar/3nætur. Verð 34.010 kr. í tvíbýli
á Hótel St. Giles til 31. október.
Verð32.870 kr. í tvíbýli frá 1. nóvember
á Hótel St. Giles.