Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 íSí. gjgirjfrf IRULAU eftir Fríðrik Indriöason og Andrés Mognússon. Mynd: Einor Falur „ÉG STÓÐ í biðröð við pulsu- vagninn í Austurstræti þegar ég fékk allt í einu þungt högg eða spark aítan á lappirnar. Við það féll ég aftur fyrir mig í götuna. Síðan hófii einhverjir strákar að hnoðast ofan á mér. Mér tókst að henda þeim frá en fékk um leið spark í andlitið. Við það kom stór skurður yfir ofan aðra augna- brúnina og blóðstraumurinn úr honum blindaði mig. Mér tókst samt að rísa á fætur og slá einn árásarmannanna í andlitið en síðan hurfú þeir inn í unglingagerið. Vinur minn sem ætlaði að koma mér til aðstoðar var einnig sleginn í götuna og í honum brotnar tvær firamtennur Þettavoru 14-16 ára unglingar sem ég hef aldrei séð áður. Eftir þetta sneiði ég hjá þessum unglinga- hópum ef ég á leið um mið- bæinn að kvöldi til um helgar.“ Þetta er frásögn 31 árs Reykvíkings sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavík- ur að því er virðist algerlega án tilefnis. Á síðasta ári voru skráðar 353 líkamsárásir hjá lögreglunni í borginni eða ein á dag að meðaltali. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefúr orðið merkjanleg fjölgun líkamsárása í borginni. Þær urðu 189 áþessu tímabili sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík. Jón Pétursson formaður Lög- reglumannafélags Reykjavík- ur segir að sökum vaxandi of- beldis í borginni sé margt full- orðið fólk nú farið að óttast það að vera á ferli efitir að skyggja tekur. Á þetta einkum við um íbúa þeirra hverfa sem næst liggja miðbænum. Annar flötur þessa máls, segir Jón, er sá að lög- regluþjónar búa einnig við ótta sem er tvíþætt- ur. Annarsvegar er óttinn við að slasast í starfi. Hinsvegar er sá andlegi ótti. sem felst í því að lög- regluþjónum finnst sem þeir hafi enga bakhjarla í störfum sínum, hvorki dómsyfirvöld né almenning- ur styðji við bakið á þeim. Hvað tölurnar hér að framan varðar eru þær síst í hærri kantin- um, því í þeim eru heimiliseijur, nauðganir eða rán, þar sem um líkamsmeiðingar er að ræða, ekki taldar með. Einnig má geta þess að allmörg þeirra mála sem lögregl- an hefur afskipti af eru aldrei kærð. Ofbeldið felst að mestu í hnefa- höggum og spörkum. Þó hefur hnífa- eða vopnaburður þeirra sem að árásunum standa aukist mikið þótt sjaldgæft sé að þeir beiti vopn- unum. Það sem er alvarlegt hinsvegar er að stór hluti þessa ofbeldis virð- ist gjörsamlega án tilefnis. Um er að ræða áflog áfloganna vegna. í vissum unglingaklíkum getur verið um „manndómsvígslu" að ræða, enginn er maður með mönnum í klíkunni nema hann hafi lent í áflogum. Sem fyrr segir eru tölurnar frem- ur of lágar en hitt og raunar aðeins yfirborð vandans hvað varðar of- beldi almennt í borginni. Sam- kvæmt upplýsingum frá slysadeild Borgarspítalans hefur orðið gífur- leg aukning á því, sem þar er flokk- að „áverki frá öðrum“. Þessi. tilfelli voru alls nímlega 2.000 talsins á síðasta ári á móti tæplega 1.700 tilfellum árið 1987 og 1.460 tilfell- um árið 1986. Tryggvi Þorsteinsson læknir á slysadeild segir að þessar tölur verði að taka með þeim fyrir- vara að hluti af þeim eru minnihátt- ar meiðsl sem ekki er hægt að telja til ofbeldis, til dæmis að strákar slasist í fótboltaleikjum. Hinsvegar gefa tölur þessar hugmynd um þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum, og þá sérstaklega hvað varð- ar aukningu ofbeldis á heimilum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs komu 1.079 tilfelli til kasta slysa- deildar þar sem um áverka af hendi annars var að ræða. Af þeim urðu flest, eða 334, á eða við skemmti- staði. Næstflest urðu á heimilum eða 253 talsins. Hér er átt við meiðsli sem eru afleiðing ofbeldis í einhverri mynd. Flestar líkamsárásir í miðbænum Langflestar líkamsárásanna eiga sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Þeir sem standa að þeim eru eldri unglingar og ungt fóik á aldrinum 17-23 ára. 1 nær öllum tilvikum er um karlmenn að ræða en hlutur kvenfólksins felst meir í að eggja menn til „dáða“. Lögregl- an í Reykjavík hefur myndað starfs- hóp til að kanna þetta vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.