Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 11 og leita leiða til úrbóta. Hópinn skipa Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í for- varnardeild, tveir varðstjórar og tveir almennir lögregiuþjónar og er hópnum ætlað að skila áliti í nóvem- ber nk. Þegar skoðaðar er-u tölur um ald- ursskiptingu þess hóps, sem komið hefur á Slysadeild á fyrstu sex mánuðum þessa árs vegna „áverka frá öðrum“, kemur í ljós að flestir eru á aldrinum 15-19 ára eða 254, þar af 201 karlmaður. Næst kemur aldurinn 20-24 ára eða 237 og þriðji stærsti hópurinn er á aldrin- um 25-29 ára eða 153 talsins. Svip- uð kynjaskipting er í tveimur síðar- nefndu hópunum og í þeim fyrsta. Morgunblaðið ræddi við þá Ómar Smára og Friðrik Gunnarsson að- stoðaryfirlögregluþjón í rannsókn- ardeild um þessi mál. Hjá þeim kemur fram að lögreglan hefur nýlega tekið upp tölvuskráningu á öllum afbrotum, sem kærð eru. Er borginni skipt í 40 hverfiseiningar í þessu skyni. Sem fyrr segir sker miðbærinn sig úr hvað líkamsárásir varðar en þar kom upp 71 slíkt til- felli fyrstu sex mánuði þessa árs. Til samanburðar má nefna að allt árið í fyrra voru 130 líkamsárásir skráðar á þessum slóðum. Næst á eftir miðbænum er Ármúlahverfið með 21 líkamsárás, flestar tengdar skemmtistaðnum Hótel íslandi, enda er hann langstærsti skemmti- staður landsins. Onnur hverfi, sem skera sig úr, eru Efra- og Neðra- Breiðholt með 11 og 13 tilfelli. í Neðra-Breiðholti er vandamálið bundið við skemmtistaðinn Broad- way og eina ákveðna íbúðarblokk. Fjöldi líkamsárása er mismun- andi eftir mánuðum. Maí í ár hefur áberandi flest tilfelli eða 47 talsins. í janúar eru þau helmingi færri eða 22 talsins. ðmar Smári segir að maí og september séu þeir mánuðir sem áberandi mest er af líkamsár- ásum enda íjöldi unglinga í mið- bænum þá mestur. Annarsvegar er um skólalok að ræða og hinsvegar upphaf skólaársins. Mest mæðir á Miðbæjarstöðinni Mikill fjöldi ölvaðra unglinga í miðbæ Reykjavíkur er algeng sjón um helgar. Ög í þessum hóp verða flestar líkamsárásir. Það er mið- bæjarstöð lögreglunnar sem sinnir þessu svæði og því mæðir mest á mannskapnum þar við að stilla til friðar. Lenda lögregluþjónarnir oft í miklum vandræðum við þetta verk sitt. Ómar Smári og Friðrik segja að fyrir utan erfiðleikana sem lög- regluþjónar lenda í við að ná í skott- ið á þeim sem standa að árásunum í miðbænum bætist við að ungling- arnir séu oft tilbúnir að taka þátt í „leiknum" og veitast að lögreglu- þjónunum. Dæmi séu um að ungl- ingarnir ráðist að lögreglu vegna misskilnings, til dæmis ef lögreglan er að aðstoða slasaðan mann sem liggur í götunni vilji unglingarnir „bjarga“ þeim slasaða úr höndum hennar. í einni af skýrslum miðbæjarlög- reglunnar frá aðfaranótt sunnudags í sumar er greint frá atviki þar sem unglingar réðust á lögregluþjóna sem voru að reyna að koma slösuð- um, og ölvuðum, manni til aðstoð- ar. Viðkomandi hafði talsverða áverka á andliti, var alblóðugur, og mjög æstur. Lögregluþjónarnir gengu að honum og sögðu að hann yrði að fara á slysadeild til að láta gera að sárum sínum. Hann brást hinn versti við og réðst að nær- stöddum vegfarenda og ætlaði að slá hann. Af þeim sökum var við- komandi færður í handjárn. Að því loknu var beðið um aðstoð við að koma manninum á slysadeild. í skýrslunni segir svo: „Á meðan við biðum eftir aðstoð safnaðist gífurlegur mannijöldi í kringum okkur og réðst á okkur. Fólkið spafkaði í okkur, hrækti á okkur og reyndi að rífa NN í burtu frá okkur... Við lentum í geysilegum átökufn við fólkið sem þjarmaði meira og meira að okkur. Það var haldið áfram að sparka í okkur, þrifið í handleggi okkar og við vor- ■ Yf ir 2.000 manns á slysadeild 1988 vegna „áverka frá öðrum“ og á fyrri helmingi 1989 eru tilfellin tæplega 1.100 I Ein líkamsárás að meðaltali á dag kærð í fyrra ■ Töluleg líkindi eru fyrir því að 12.790 íslendingar séu beittir „alvarlegu ofbeldi“ árlega eða að meðal- tali 35 á dag ■ Aldrað fólk er sagt óttast að vera á ferli í miðbæ Reykjavíkur eftir að dimma tekur 23.000 Islendingar árlega beittir ofbeldi? Samkvæmt skoðanakönnun Erlends Baldurssonar, afbrotafræðings, eru fæst ofbeldis- afbrota kærð til lögreglu. Einungis 9,2% þeirra, sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi á undanförnu ári, sögðust hafa kært málið til lögreglunnar. Sé gert ráð fyrir því, að hér sé um landsmeðaltal að ræða, ættu um 23.000 manns að verða fyrir barðinu á ofbeldi árlega, þar af 12.790, sem líða „alvarlegt" ofbeldi, þ.e.a.s. eru slegin eða sæta þaðan af verri misþyrmingum. Miðað við könnunina myndu 5.250 manns sjá ástæðu til þess að leita læknis á árinu og 2.300 kæra. Samanborið við tölur Slysadeildar Borgarspítalans lætur nærri að tölurnar stemmi upp á hár. Hins vegar ber tölum lögreglunnar um kærur ekki saman við reikning þennan. Þess ber að geta að samkvæmt fyrrnefndri könnun kváðust aðeins 7,5% Reykvíkinga hafa orðið fyrir ofbeldi undanfarið ár, en hlutfallið var nokkru hærra úti á landi. Þá var ekki annað lesið úr niðurstöð- unum en að „alvarlegt" ofbeldi væri mun al- gengara á landsbyggðinni en f höfuðborginni. Könnunin var gerð bréílega árið 1980 og voru samtals 1.100 manns í þremur hinum þremur tegundum byggöar landsins spurð 44 spurn- inga um viðhort þeirra til lögreglunnar og reynslu af henni. Um 700 svör bárust, en byggðarlögin voru Reykjavík, Vestmannaeyjar og Suður- Múlasýsla. Framreiknaðar tölur eru greinarhöfunda. Hvers vegna kærír fólk ekki ofbeldi til lögreglu? Skipt eftir kynjum ($ 357,1 Atvikið var Þekkli þann. Leysti málið Tilgangslaust of lítilfjarlegt sem otbeldið sjálf(ur) að kæra til Irantdi löqreglunnar Fjöldi sjúklinga á Slysadeild vegna „áverka frá öðrum" 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 * 77/ þess aö hala samanburö við árið iár, voru tölur deildarinnar ylir lyrra misseris þess tvötaldaöar. Hver beitir hvern ofbeldi? mm □ , izzi Fjölskyldu- Kunningi Okunnugur meðlimur Morgunblaðið/AM VEGFARANDI: EINSTÆÐ AAÓÐIR: SIBROTAMAÐUR: ÞARF AÐ SKOflA HAUSINN Á ÞESSU LIÐI TVISVAR LEITAÐ TIL ATHVARFSINS BÖRÐUM FÓLK ÁN SÉRSTAKR- AR ÁST/EÐD HALLDÓR GUÐMUNDSSON er rúmlega tvítugur piltur. Eins og flestir jafiialdrar hans hefur hann gaman af að fara „út á lífið“ og skemmta sér með kunningjum sínum. Sú skemmtun getur þó reynst skammæ eins og Halldór hefur reynt. jr Eg hafði verið inni á Lækjar- tungli, en í þvögunni á leiðinni út eftir lokun missti ég sjónar á vinum mínum. Fyrir utan fór ég að svipast um eftir þeim og fór inn í mannþröngina inni á Smáréttum [nætursala í Lækjargötu]. Um leið og ég gekk inn sá ég ein- hvern náunga, en tók varla eftir honum að öðru leyti en því, að hann var með Ijót ör í andliti. Hann horfði aðeins á mig, en sagði eða gerði ekkert. Ég var ekki búinn að standa þarna lengi þegar ég heyrði út undan mér: ,Þú barðir Einar um síðustu helgi!1, en tók það vitaskuld ekki til mín. Áður en ég veit af ræðst náunginn á mig og kýlir mig hvað eftir ann- að ... ég veit ekki hversu oft... hann hélt áfram þangað til einhver dró okkur í sundur. Löggan tók mig inn í bíl, en ég hef ekki hugmynd um hvað varð um þann örótta. “ Lögreglan fór með Halldór á Slysa- deildina þar sem gert var að sárum hans. Hann ákvað að kæra líkams- árásina ekki, taldi hugsanlegan árangur þess ekki fyrirhafnarinnar virði. „ Svona lið, sem er að ráðast á fólk gersamlega að tilefnislausu, ekki ,normalt‘. Það þarf að skoða hausinn á því.“ segir Halldór. „ÉG HAFÐI verið gift í 20 ár þegar ég gafst upp og flúði af heimili mínu með börnin. Á þess- um tíma hafði eiginmaður minn oft gengið í skrokk á mér og einu sinni svo alvarlega að ég fékk mér áverkavottorð og ætlaði að kæra hann. Ég lét samt ekki verða af því. Ég var þá með mik- ið mar á hálsinum eftir kverka- tak, hárið í flyksum og rifbein brákuð eftir spörk. Eftir að ég flutti út hef ég tvisvar þurft að leita á náðir Kvennaathvarfsins undan ásóknum hans.“ Petta sagði einstæð móðir með tvær ungar dætur í samtali við Morgunbláðið. „Hann hefur að vísu ekki beitt mig líkamlegu ofbeldi eftir að ég flúði frá honum en hann hefur oft haft í hótunum við mig, einu sinni braust hann inn til mín og einu sinni rændi hann dætrum okkar þaðan sem þær voru í pössun. Þegar hann braust inn til mín hótaði hann mér lífláti og einnig að hann myndi sjálfur fremja sjálfsmorð ef ég kæmi ekki aftur til hans. í máli þessarar móður kemur fram að hún hafi fyrst leitað á náðir Kvennaathvarfsins árið 1987 þegar eiginmaður rændi dætrum þeirra úr pössun. Aðstandendur Kvenna- athvarfsins gengu í málið og á end- anum fékk hún dætur sínar aftur. í seinna skiptið, sem hún leitaði til athvarfsins, var er maðurinn braust inn til hennar og hafði í hótunum. Hún kærði innbrotið til lögreglunn- ar sem lofaði að veita manninum tiltal. HANN KOMST undir hendur lögreglu strax á unglingsárum vegna líkamsárása og ofbeldis. Hann segir að ekkert markmið hafi legið að baki árásum hans á bláókunnugt fólk annað en að teljast vera maður með mönnum þar sem hann gæti slegist. Eg bytjaði að drekka fimmtán ára þegar ég fór til sjós. Ég missti fljótt stjórn á drykkjunni og á fjór- um árum gekk ég í gegnum „gróft gelgjuskeið" ef ég má orða það svo. Drykkjufélagarnir voru nokkrir strákar og við vorum í innbrotum, líkamsárásum og fleiru sem allt tengdist drykkjunni", segir fanginn. „Við hikuðum ekki við að valda fólki alvarlegum meiðslum og eng- inn var maður með mönnum nema hann gæti slegist. Við komum okk- ur til dæmis upp sérstakri slags- málatækni sem við notuðum þegar við réðumst á fólk. Þannig stofnaði oft einn til illinda og hinir bættust svo í hópinn. Slagsmálin voru yfir- leitt á böllum eða í kringum þau. Ástæðan var engin sérstök, við lömdumtd. alla Vestmannaeyinga sem við gátum, af því að við töldum þá sníkjudýr á kerfinu í kjölfar eld- gossins. Svo var ég þátttakandi í þremur árásum þar sem eldra fólk voru fómarlömbin. í öllum þeim tilvikum var um inn- brot að ræða. Við vorum jafn hræddir og fólkið, sem kom að okk- ur, og réðumst á það umhugsunar- laust.“ um alveg að verða undir æstum múgnum. [Ónefndur lögregluþjónn] var tekinn hálstaki og nærri dreginn ofan í götuna ...“ I skýrslunni segir svo að lög- regluþjónarnir hafi orðið að bregða kylfum sínum á loft til að halda aftur af æstu fólkinu og hafi það nægt þar til aðstoð barst. Sá er verst lét í hópnum var handtekinn og færður á lögreglustöðina. Hann æsti fólkið upp, sparkaði margoft í lögregluþjónana og kýldi þá. Á leiðinni á lögreglustöðina hótaði hann lögregluþjónunum lífláti og sagðist ætla að ganga frá þeim næst er hann hitti þá óeinkennis- klædda. Þegar komið var á lög- reglustöðina var sá slasaði orðinn rólegur og vildi fara sjálfur á Slysa- deild til að géra að sárum sínum. Hann vildi ekki gefa upp hvernig hann hlaut áVerka sína en vinur hans sagði lögreglunni að hann hefði lent í átökum við nokkra pilta sem veitt hefðu honum áverkana. Vopnaburður algengur Enn sem komið er mun mjög sjaldgæft að gripið sé til vopna í þeim líkamsárásum sem koma til kasta lögreglunnar. Ómar Smári og Friðrik segja hinsvegar að það ekki leiki vafi á að algengt sé orðið að menn beri á sér eggvopn, a.m.k. þeir sem lögreglan þarf að hafa afskipti af vegna þessara mála. Koma hnífarnir í ljós er þessir menn eru færðir til yfirþeyrslu. í máli þeirra Ómars Smára og Friðriks kemur fram að þótt til séu menn sem komi oft við sögu í mál- um sem þessum, kannski tíu sinnum eða oftar á ári, heyri það til undan- tekninga. í flestum tilfellum koma gerendur aðeins einu sinni við sögu þegar um líkamsárásir er að ræða. Ofbeldi á heimilum stóreykst Upplýsingar frá slysadeild Borg- arspítalans segja aðra og verri sögu en lögregluskýrslur um ofbeldi í borginni almennt. Tryggvi Þor- steinsson læknir ræðir um einn af ömurlegri þáttum þessa, sem er fjöldi einstæðra mæðra sem koma á slysadeildina eftir að hafa verið barðar sundur og saman af fyrrver- andi sambýlismönnum sínum. Þau mál enda sjaldnast með kærum. „Það líður ekki sú helgi hér á slysadeild að ekki komi fullt af fólki sem er með áverka eftir heimiliseij- ur,“ segir Tryggvi. „Áberandi stór hópur eru einstæðar mæður sem barðar hafa verið af fyrrverandi sambýlismönnum sínum. Þær kæra þessar árásir yfirleitt ekki. Og þó svo þær geri það og áverkavottorð séu send héðan sökum þessa, falla þær yfirleitt frá kærunni daginn eftir þegar þeim er runnin reiðin. Skýringin er yfirleitt sú að þær vilji ekki kæra feður barna sinna.“ Fæst aíbrota kærð til lögreglu Erlendur S. Baldursson er af- brotafræðingur og deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir umfangi vandans, þar sem mönnum beri saman að kærurnar séu eins og yi.'.rborð ísjakans: 90% málanna líti aldrei dagsins ljós. „Það er kannski vert að nefna könnun, sem ég gerði árið 1980, í þessu viðfangi. Hún snerist reyndar fyrst og fremst um viðhorf almenn- ings til lögreglunnar, en þar var einnig spurt hvort svarendur hefðu orðið fyrir barðinu á lögbijótum undanfarið ár. Það er skemmst frá því að segja að 9,2% aðspurðra sögðust hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi. Af þeim leituðu 22,8% til læknis, en.aðeins rúm 10% leituðu til lög- reglunnar! Tæplega helmingur þeirra, sem ekki kærðu málið til lögreglunnar, kváðust hafa leyst málið sjálfir eða hafa þekkt árásar- manninn, rúm 30% töldu atvikið of lítilfjörlegt til lögregluaðgerða, en 16% töldu kæru til lögreglunnar ekki þjóna neinum tilgangi,11 segir Erlendur. „Þessar tölur eru vitaskuld orðn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.