Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. "SEPTEMBER 1989
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Seðlabanki o g
ríkisstjórn
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, hefur hafið
meiriháttar sókn gegn Seðlabanka
íslands og lýst þeirri skoðun, að
röng stjórn eða engin stjórn hans á
peningamálum sé ein helzta ástæða
fyrir efnahagsvanda þjóðarinnar.
Jafnframt hefur forsætisráðherra
viðrað hugmyndir um, að Seðla-
banki verði settur annað hvort und-
ir forsætisráðuneyti eða fjármála-
ráðuneyti en ekki viðskiptaráðu-
neyti eins og nú og skipunartími
bankastjóra Seðlabankans fylgi
valdatíma hverrar ríkisstjómar.
Nauðsynlegt sé, að meiri tengsl séu
á milli efnahagsstefnu ríkisstjórnar
og aðgerða Seðlabanka.
Það er að vísu erfitt að sjá, hvert
er tilefni þess, að forsætisráðherra
vegur með þessum hætti að banka-
stjórn Seðlabankans. Þetta frum-
kvæði ráðherrans virðist ekki í
nokkrum tengslum við atburði
líðandi stundar, nema ráðherrann
hafi þá uppgötvað einhver ný sann-
indi í efnahagsmálum. En hvað um
það. Spurningin er þessi: Á Seðla-
bankinn að fylgja stefnu ríkisstjórn-
ar í einu og öllu, vera tæki hennar
við stjórn efnahagsmála eða á Seðla-
bankinn að vera sjálfstæð stofnun,
sem hefur meira vald til sjálfstæðra
ákvarðana við stjórn peningamála
en nú?
Morgunblaðið er þeirrar skoðun-
ar, að ef gera á breytingar á stöðu
Seðlabanka íslands eigi þær að miða
að því að auka sjálfstæði bankans
gagnvart ríkisstjórn en ekki draga
úr því. Steingrímur Hermannsson
hefur vitnað til seðlabanka í öðrum
löndum. Þótt aðalbankastjóri
bandaríska seðlabankans sé skipað-
ur af forseta hefur bankinn svo sjálf-
stæða stöðu gagnvart ríkisstjórn,
að ákvarðana hans í peningamálum
er beðið með jafn mikilli eftirvænt-
ingu í Hvíta húsinu og á íjármála-
mörkuðum.
Það má gagmýna bankastjórn
Seðlabankans með sterkum rökum
fyrir að hafa fylgt um of fram
stefnumálum ríkisstjórna hveiju
sinni. En það er ákaflega erfitt áð
finna málefnaleg rök fyrir því, að
bankinn hafi unnið gegn stefnu
ríkisstjórna.
Þessi þjóð þarf á því að halda,
að til sé í landinu sterk stofnun, sem
getur talað með sjálfstæðri röddu,
þegar vitleysan er mest í efnahags-
málum og þá þarf ekki sízt að tala
til ríkisstjórnar og Alþingis. Seðla-
bankinn þarf að hafa sjálfstæði til
að veita nauðsynlegt aðhald, þegar
eitthvað er að fara úrskeiðis í efna-
hagsmálum. Það væri mjög heilbrigt
fyrir umræður um efnahagsmál, ef
það skapaðist spenna og átök milli
bankastjórnar Seðlabankans og
ríkisstjórnar. Það væri óheilbrigð
þróun, ef Seðlabankinn yrði tæki
ríkisstjórnar til að fylgja fram henn-
ar stefnumiðum og ekkert annað.
Sú harða gagnrýni, sem
Steingrímur Hermannsson hefur
sett fram á bankastjórn Seðlabank-
ans getur orðið til góðs, ef hún leið-
ir til lagasetningar, sem tryggir
aukið sjálfstæði Seðlabankans. Það
er hægt að gagnrýna bankastjóra
Seðlabankans á undanfömum ára-
tugum fyrir það fyrst og fremst að
hafa ekki notfært sér núgildandi
lagaheimildir til þess að efla sjálf-
stæði bankans. En úr því, sem kom-
ið er, verður það tæpast gert nema
með skýrari lagasetningu.
OA ÞÓ AÐ ÉG
Ö Vf • virði kenning-
ar John Lockes um
vinnuna hef ég fýrir-
vara a fullyrðingum
hans. Ég á t.a.m. öræfi
íslands til jafns við þá
HELGI
spjall
íslendinga sem selja þangað ferðir og L
hafa viðurværi sitt af slíkri vinnu.
Semsagt: ég hef ekki afsaiað mér
neinu landi þótt ég starfi ekki að ferða-
málum. Afrakstur þeirra sem starfa
við ferðaskrifstofur er mér einnig til
hagsbóta þar sem ég á aðild að sam-
eiginlegum sjóði sem á rætur í óform-
legu samkomulagi sem þegnamir hafa
gert með sér; ríkissjóði. Og við höfum
einnig tekið á okkur þær skyldur að
greiða fátæku fólki og fötluðu úr þess-
um sjóði svoað það líði ekki skort
þótt það hafi ekki haft aðgang að alls-
nægtaveizlunni.
Þannig tel ég mig einnig eiga aðild
að fiskimiðunum við ísland þótt at-
vinna mín hafi verið önnur en þeirra
sem þar sýsla. Ungur starfaði ég að
vísu við sjó og fiskvinnslu en það veit-
ir mér engan rétt til eignar á fiskveiði-
lögsögunni framyfir þá sem aldrei
hafa sinnt slíkum störfum. Það er
ekki vinnan sem veitir mér eignaraðild
að fiskimiðunum, heldur þegnréttur-
inn. Þótt ég hafi ungur átt þátt í s )
leggja veginn yfir Vatnsskarð hefi r
mér aldrei dottið í hug að gera tilkf.ll
til þessa vegar eða hafa af honum
neinar tekjur. Vinna mín þar nyrðra
var einfaldlega greidd án tilkalls til
eignarréttar. Hið sama gildir að sjálf-
sögðu um fiskimiðin. Og Sigmundur
Guðbjarnason á ekki fremur Háskóla
Islands en ég, þótt hann vinni þar.
Ef ég hefði starfað á Ríkisútvarpinu
í 40 ár ætti ég ekki stærri hlut í því
en hver annar íslendingur. Ríkisút-
varpið er sameign okkar allra og skipt-
ir þá engu hvort sumir hafa tekjur
af því, en aðrir ekki.
Verkaskipting er öllum til góðs,
meðan vel gengur. Hún er ein helzta
forsenda þess að vel takist til í nútíma-
þjóðfélagi. Og þá ekki síður í samskipt-
um þjóða. Sjómaðurinn og fiskvinnslu-
konan sjá sér farborða með þvi að
nýta eign sem við öll eigum sameigin-
lega. Við það sætti ég mig vel meðan
ég nýt góðs af þessari skipan einsog
hver annar íslendingur. En ég framsel
engum neinn kvóta til frambúðar.
Kvótakerfið er tilraun til að svipta þá
eign sinni sem eiga hana að réttu lagi,
þótt aðrir nýti hana. Það er argasta
ófrelsi að takmarka eign manna með
reglum um forréttindi sem festast með
hefð og vana, hvort sem
er á sjó eða landi.
Verst er þó það sið-
leysi að setja reglur um
að fólk geti selt það sem
það á ekki; t.a.m.
óveiddan fisk í sjónum.
Kvótakerfi, hvort sem er á sjó eða
landi, er gamaldags hagstjórnartæki
sem heyrir sögunni til og sósíalisman-
um. Það á ættir að rekja til forsjár-
hyggju sem leiðir til forréttinda, spill-
ingar og brasks og á hvergi heima
nema í úreldingarglatkistum einsog
pólitískar hryllingsóperur á borð við
fjárhagsráð sællar minningar. En slíkt
bras er því miður enn á matseðlinum
í rúgbrauðsgerð íslenzkra stjórnvalda.
Hitt er svo annað mál að leita þarf
leiða til að koma í veg fyrir ofveiði.
Stjórnun fiskveiða í einhverri mynd
er nauðsynleg. Hún þarf að byggjast
á reynslu, þekkingu og umfram allt á
vísindalegum rannsóknum. Þjóð sem
hefur ekki efni á að lúta niðurstöðum
rannsókna er í hættu stödd. Hún leit-
ar ekki lausnar í hagkvæmni. Hún
gerir út á magnið; spilar matador um
skip og frystihús.
Gylfi Þ. Gíslason segir réttilega um
eignarréttinn á íslenzkri fiskveiðilög-
sögu í grein í Morgunblaðinu fyrr á
þessu ári:
„Þeir útvegsmenn og sjómenn, sem
nú stunda sjávarútveg eða hafa gert
það á undanfömum árum, eiga ekki
að hafa neinn einkarétt á því að gera
það áfram. í því væri fólgið misrétti
gagnvart öðrum þegnum þjóðfélags-
ins. Kvótakerfið, eins og það er nú
framkvæmt, felur í sér misrétti. Það
veitir þeim, sem bjuggu við vissar
aðstæður á vissum tíma, fyrst og
fremst þær, að eiga þá skip, réttindi
umfram aðra, sem áhuga hafa á að
stunda útgerð. Það er því einmitt nú-
verandi kerfi, sem skapar óviðunandi
misrétti milli þegnanna, einkum og sér
í lagi, þegar það er haft í huga, að
um er að ræða hagnýtingu á sameigin-
legri eign allrar þjóðarinnar."
O 1 JOHN LOCKE SEGIR: „þótt
Ö JL *ég hafi haldið því fram í öðr-
um kafla þessa rits að náttúrlega séu
allir menn jafnir, þá skyldi ekki ætla
að ég hafi þar átt við allar tegundir
jafnaðar. Aidur eða mannkostir geta
veitt sumum réttmætan forgang. Yfir-
burðahæfileikar og ágæti geta sett
einn skör ofar öðrum . . .“
Fyrirvaralaus jöfnuður í náttúrunni
er ekki til. Einn stendur betur að vígi
én annar. Það er svo hlutverk okkar
að koma þeirri skipan á að jafnaðar-
leysið í náttúrunni verði ekki ríkjandi
þáttur í samfélagi okkar, heldur und-
antekning.
OO Á SAMA HÁTT OG SAM-
•eiginlegur sjóður velferð-
arríkisins er til þess ætlaður að vernda
einstaklinga fyrir skorti og bágindum,
þannig segir Locke einnig að markmið
borgaralegs samfélags sé „að forðast
þá erfiðleika og lagfæra þá ágalla sem
fylgja ríki náttúrunnar, og leiða nauð-
synlega af því að hver maður hafi sjálf-
dæmi í eigin málurn." Tilgangur
stjórnvalda sé ekki sízt sá að veija
eigur manna þótt það sé víðs fjarri
hugmyndum flestra íslenzkra stjórn-
málamanna sem telja það miklu frem-
ur hlutverk sitt að sölsa sem mest af
eignum einstaklinga undir ríkið svoað
þeir geti ráðskazt með þær að vild,
en þó einkum sem beitu í atkvæðaveið-
um sem þeir sjálfir kalla fyrirgreiðslu,
en er í raun vítavert sukk og sóun á
almannafé.
qq OG ÞÁ LANGAR MIG AÐ
ÖÖ»minna á eftirfarandi atriði í
ritgerð sem ég hef skrifað um velferð-
arríkið í tímarit fijálshyggjumanna,
Frelsið:
I stjórnarskrá okkar er gert ráð
fyrir því að unnt sé að skerða eignir
borgaranna í því skyni að hjálpa lítil-
magnanum og er þar að finna grund-
völi velferðarríkis okkar. Þar segir að
enginn skuli láta eign sína af hendi
„nema almenningsþörf krefji", og hef-
ur þetta staðið í stjórnarskránni alla
tíð frá 1874, en ákvæðið á raunar
rætur í frönsku mannréttindaskránni
sem var svo nútímaleg að hún gerði
ráð fyrir þvi um leið og hún tryggði
eignarrétt einstaklingsins að fyrir
þurfalingum væri séð.
Þannig eigum við því að venjast og
höfum raunar samþykkt það fyrir-
komuiag í því lýðræði sem við höfum
kosið okkur, að til skuli vera sameigin-
legur sjóður sem tryggi velferð og
öryggi borgaranna. Margir fijáls-
hyggjumenn taka undir frönsku
mannréttindayfirlýsinguna og halda
því fram að grundvöllur mannréttinda
sé óskerðanlegur og heilagur eignar-
réttur, en samt hafa jafnvel hörðustu
talsmenn slíkrar eignarréttarverndar
verið hlynntir tryggingakerfi eða sam-
eiginlegum sjóði í öryggisskyni.
M.
(meira næsta sunnudag)
ÞAÐ ER ÁKAFLEGA
margt, sem bendir til
þess, að tími Sambands
ísl. samvinnufélaga sem
stórveldis í íslenzku við-
skipta- og atvinnulífi sé
liðinn. Þær umræður,
sem fram hafa farið undanfarna daga um
fjárhagsstöðu þessarar fyrrum voldugu
fyrirtækjasamsteypu sýna, að Sambandið
er ver komið en nokkurn hefði órað fyrir.
Hvað veldur?
Að mörgu leyti endurspeglar hin erfiða
staða Sambandsins þá þróun, sem orðið
hefur í íslenzku atvinnulífi síðustu árin.
Samvinnuhreyfingin hefur byggt atvinnu-
starfsemi sína upp í tengslum við undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Samvinnu-
félögin hafa stundað verzlun með afurðir
landbúnaðar og sjávarútvegs og smátt og
smátt hazlað sér völl í veiðum og vinnslu
við sjávarsíðuna og vinnslu landbúnaðaraf-
urða. Síðan færðu þau út kvíarnar, settu
upp tryggingafélag, olíufélag, skipadeild,
ferðaskrifstofu, banka o.s.frv. Þegar
víðtækur samdráttur byijaði í landbúnaði
hlaut það að hafa alvarleg áhrif á rekstur
samvinnufélaganna, sem voru ekki sízt
sett á stofn til þess að þjóna landbúnaðin-
um. Forráðamenn samvinnuhreyfingarinn-
ar virðast ekki hafa horfzt í augu við áhrif
þessara breytinga á rekstur samvinnufé-
laganna fyrr en of seint.
Þróun sjávarútvegs hefur einnig haft
mjög neikvæð áhrif á rekstur samvinnu-
manna. Fyrir allmörgum árum sótti Sam-
bandið stíft fram í sjávarútvegi og lagði
áherzlu á að ná undir sig útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Þessi
framsókn reyndist ekki byggð á traustum
grunni og þegar fór að harðna á dalnum
í sjávarútvegi voru það fyrirtæki sam-
vinnufélaganna, sem voru verst stödd.
Hin gífurlega útþensla Sambandsins og
dótturfyrirtækja þess í forstjóratíð Vil-
hjálms Þórs og Erlendar Einarssonar
byggðist mjög á ódýru lánsfé og greiðum
aðgangi Sambandsins að því. Þegar upp
var staðið og að því kom, að samvinnufyr-
irtækin urðu að greiða háa raunvexti af
lánsfénu kom í ljós, að margir þættir í
rekstri samvinnuhreyfingarinnar voru
óarðbærir og höfðu einungis þrifizt í skjóli
neikvæðra vaxtá. Þetta er ein af ástæðun-
um fyrir þeim umskiptum, sem orðið hafa
hjá samvinnufyrirtækjunum á örfáum
árum eða eftir að raunvextirnir fóru að
segja til sín.
Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Ræða sú, sem Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri SÍS, fiutti á aðalfundi Sambandsins
í júnímánuði sl. sýnir, að forráðamenn
Sambandsins gera sér vel grein fyrir þeirri
stöðu, sem rekstur þeirra er í. Guðjón B.
Ólafsson sagði m.a.:„Við sem störfum hjá
samvinnufélögum, verðum að horfast í
augu við þá staðreynd, að ekki hefur
tekizt nægilega fljótt og vel að laga rekst-
ur og efnahag samvinnufyrirtækja að
minnkandi veltu og vaxandi kostnaði. Af-
koma Sambandsins og flestra kaupfélaga
var afar slæm á seinasta ári.“
En þrátt fyrir það, að núverandi for-
stjóri Sambandsins virðist hafa skilgreint
vanda samvinnuhreyfingarinnar rétt, hef-
ur hvorki honum né öðrum stjórnendum
þessarar fyrirtækjasamsteypu tekizt að
draga saman seglin eins fljótt og nauðsyn-
legt var. Nú væri ósanngjarnt að segja,
að ekkert hafi verið gert til þess að aðlaga
rekstur Sambandsins breyttum aðstæðum.
Þótt starfsmönnum hafi t.d. fækkað hefur
hins vegar enginn sá uppskurður verið
gerður á rekstri Sambandsins, sem ber-
sýnilega var nauðsynlegur. Vera má, að
eitt af því, sem hafi komið í veg fyrir slíkan
uppskurð hafi verið sú hatramma og eitr-
aða valdabarátta, sem fram fór milli æðstu
stjórnenda Sambandsins í nokkur misseri
og er sennilega ekki lokið enn.
Nú er Sambandið fallið á tíma. Nú er
ekki um annað að gera fyrir samvinnu-
hreyfinguna en að selja eignir í stórum
stfl. Sambandið getur selt fleira en Sam-
vinnubankann. Og sennilega eru töluvert
miklar duldar eignir hjá Sambandinu, sem
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 16. september
munu seljast fyrir mun hærra verð, en þær
eru skráðar á í bókum Sambandsins. Þann-
ig er Reginn hf. metinn á tæpar 200 millj-
ónir í bókum SÍS en talið er, að eignar-
hluti SÍS í íslenzkum aðalverktökum sé
a.m.k. milljarður ef ekki töluvert hærri
upphæð að raungildi. Þá er Samvinnu-
bankinn metinn i ársreikningum SÍS á 320
milljónir en nú stendur til að selja eignar-
hluta SÍS í honum á 828 milljónir. Stærsta
eignin auk Regins hf. er hlutur Sambands-
ins í Olíufélaginu hf., sem í bókum Sam-
bandsins er metinn á rúmlega 1.100 millj-
ónir.
Samband ísl. samvinnufélaga á því
margvíslegar eignir, sem hægt er að koma
í verð til þess að borga niður skuldir, sem
um síðustu áramót námu 8, 6 milljörðum
króna. En um leið er auðvitað ljóst, að
þegar Samband ísl. samvinnufélaga er
búið að selja helztu eigur sínar er það
ekki nema svipur hjá sjón.
Það er engin ástæða til að harma það,
þótt umsvif Sambandsins minnki. Þegar
þau voru sem mest, var fjármálaveldi þess
beitt til þess að kúga einkafyrirtæki og
smáatvinnurekendur. Ef einkafyrirtæki
náði árangri á einhveiju sviði mátti búast
við, að Sambandið kæmi til sögunnar og
hæfi samkeppni við einkafyrirtækið í krafti
mikilla fjármálaumsvifa. Oft urðu einka-
fyrirtækin að lúta í lægra haldi frammi
fyrir þessari samkeppni, sem á stundum
var ekki bara hörð heldur beinlínis ófyrir-
leitin.
Á hinn bóginn er heldur engin ástæða
til að óska Sambandinu þess, að það verði
gjaldþrota. Ef rekstur samvinnufélaganna
hrynur til grunna á skömmum tíma geta
skapazt nánast óyfirstíganleg vandamál í
atvinnulífi þjóðarinnar.
Landsbank-
inn og Sam-
bandið
SAMBANDIÐ ER
einn stærsti, ef ekki
stærsti, viðskipta-
vinur Landsbank-
ans og vafalaust
hefur bankinn
hagnazt mjög á viðskiptum við þessa miklu
samsteypu á liðnum árum og áratugum.
En um leið og Sambandið veikist að ráði
hlýtur það að hafa mikil áhrif á stöðu við-
skiptabanka fyrirtækisins. Hvernig hugsa
bankastjórar Landsbankans, þegar þeir sjá
vandamál Sambandsins hrannast upp af
ástæðum, sem hér hafa verið raktar?
Þeir hljóta að hafa hugsað vandlega um
það, hvernig þeir gætu tryggt stöðu bank-
ans gagnvart stærsta skuldunaut hans.
Ekki sízt vegna þess, að það er mjög
hættulegt fyrir banka að verða of háður
stærsta skuldara sínum. Raunar er hægt
að færa rök að því, að með kaupum á
Samvinnubankanum verði Landsbankinn
enn háðari stærsta skuldara en nokkru
sinni fyrr. Sennilega hafa þeir líka hugsað
um þá stöðu, sem bankastjórar Útvegs-
bankans lentu í gagnvart Hafskip hf. fyr-
ir nokkrum árum. Þeir gátu valið þann
kost, að beita sömu aðferðum og í viður-
eigninni við Olíuverzlun íslands þ.e. að
fara í opinbert stríð við viðskiptavininn.
Sá kostur hefur bankastjórn Landsbank-
ans áreiðanlega ekki þótt vænlegur. Þótt
þeir gætu tekizt á við Olís hefur þeim
líklega ekki hugnast að takast á við SIS
með þeim hætti og kannski ekki talið til-
efni til þess. Þeir gátu valið þá leið, sem
stórbankarnir í Bandaríkjunum fóru, þegar
þeir stóðu frammi fyrir greiðsluþroti Arg-
entínu, Brazilíu og Mexikó árið 1982. Þá
tóku þeir ákvörðun um áframhaldandi lán-
veitingar til þess að koma í veg fyrir eigið
gjaldþrot vegna greiðsluþrota þessara
ríkja. Greiðsluþrot eða gjaldþrot Sambands
ísl. samvinnufélaga væri ekkert gamanmál
fyrir Landsbanka íslands og spurning,
hvort bankinn stæði það af sér. Alla vega
yrði hann ekki hinn sami eftir sem áður.
Ekki er ólíklegt, að bankastjórar Lands-
bankans hafí valið millileið, hert að Sam-
bandinu í viðskiptum, en jafnframt tjáð
sig fúsa til þess að veita SÍS aðstoð til
að komast út úr vandanum. Góður vilji
Landsbankans til þess að koma Samband-
inu til hjálpar dugar hins vegar skammt,
ef stjórnendur SIS hafa ekki raunhæfar
hugmyndir um, hvernig að því skuli
standa. Eitthvað hlýtur að standa á slíkum
hugmyndum. Það er eina skýringin á því,
að í samningsdrögunum um kaupin á Sam-
vinnubankanum áskilur bankinn sér rétt
til að krefja forystumenn Sambandsins um
áætlun um endurskipulagningu fyrirtækis-
ins. Getur það verið að siík áætlun liggi
ekki fyrir?
Landsbankinn hefur í áratugi verið höf-
uðbanki þjóðarinnar. Bankinn stendur nú
frammi fyrir stóraukinni samkeppni.
Myndun íslandsbanka, sem tekur til starfa
um næstu áramót þýðir, að meira jafn-
ræði verður með viðskiptabönkunum en
verið hefur. Þegar við það bætist, að Is-
landsbanki er einkabanki, sem nýtur for-
ystu ungra og ötulla manna er ekki ólík-
legt, að yfirstjórn Landsbanka íslands telji
sig þurfa á öllu að halda til þess að stand-
ast þá samkeppni, sem framundan er. Þar
ber einnig að hafa í huga, að bankinn
hefur leitað til erlends ráðgjafafyrirtækis
um ráðgjöf við endurskipulagningu á starf-
semi bankans. Fyrsta skýrsla þess fyrir-
tækis er mjög neikvæð fyrir bankann. I
þessu ljósi verður líka að skoða áhuga
Landsbankamanna á því að vilja yfirleitt
kaupa Samvinnubankann.
Þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa
hug á að kaupa eignir er fyrsta spurning-
in auðvitað sú, hvort viðkomandi hafi efni
á kaupunum? Hefur Landsbanki íslands
efni á að kaupa Samvinnubankann? Um
þetta eru nokkuð skiptar skoðanir. Sumir
segja: Landsbankinn hefur tæplega efni á
því að kaupa Samvinnubankann. Verði það
gert mun bankinn eiga í erfiðleikum með
að uppfylla lagaákvæði um eiginfjárhlut-
fall viðskiptabanka. Samvinnubankinn all-
ur kostar rúmlega einn og hálfan milljarð.
Hefur Landsbankinn efni á því að missa
þær vaxtatekjur, sem hann getur haft af
þessari upphæð? Kaupverð Samvinnu-
bankans er um einn milljarður umfram
eigið fé Samvinnubankans. Hefur Lands-
banki íslands heimild til að meta þennan
milljarð, sem hann borgar fyrir Samvinnu-
bankann til viðbótar sem eign?
Aðrir segja: Með því að kaupa Sam-
vinnubankann er Landsbankinn að stuðla
að því að endurskipulagning á fjárhag
Sambandsins komizt á skrið. Þótt kaup-
verðið sé hátt ber að hafa í huga, að Laflds-
bankinn getur selt ýmsar eignir Sam-
vinnubankans upp í kaupverðið og jafn-
framt fær Landsbankinn mikil ný við-
skipti til sín, sem munu skila auknum arði
á komandi árum vegna aukinnar hagræð-
ingar. Niðurstaðan sé því sú, að þessi
kaup séu mjög arðbær fyrir Landsbank-
ann.
Væntanlega er það hlutverk Ríkisendur-
skoðunar og bankaeftirlits að leggja mat
á þessa þætti, þannig að Alþingi og ríkis-
stjóm geti fjallað um fyrirhuguð kaup á
grundvelli faglegs mats á þeim drögum
að samningi, sem fyrir liggur milli þessara
aðila. Það er auðvitað alveg rétt hjá Þor-
steini Pálssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins í grein hér í blaðinu í dag, laugar-
dag, að hér er um svo stórt mál að ræða,
að Álþingi hlýtur að fjalla um það. Raunar
ná þessi kaup ekki fram að ganga nema
með samþykki og pólitískri ábyrgð við-
skiptaráðherra. Slík Q'árfesting af hálfu
þjóðbankans er ekkert einkamál banka-
stjórnar og bankaráðs.
Bankastjórn Landsbankans hefur lítið
tjáð sig um þessi mál opinberlega. Að
sumu leyti eiga bankastjóramir erfitt um
vik vegna þess, að þeim ber að gæta trún-
aðar við viðskiptavini bankans. Hitt fer
ekki á milli mála, að bankastjórnin verður
að leggja fyrir alþjóð greinargerð um kaup-
verðið. Með hvaða rökum leggja þeir til
að eignarhluti Sambandsins í Samvinnu-
banka verði keyptur á svo háu verði, svo
langt yfir því verði, sem Sambandið metur
þennan eignarhlut á í bókum sínum. Þessi
rök falla varla undir hugtakið bankaleynd.
Það er engin ástæða til að fella dóma um
þetta mál fyrirfram. En einn milljarður
umfram eigið fé eru miklir peningar.
Bankastjómin verður að gera grein fyrir
þeim rökum, sem liggja að baki þessu
Morgunblaðið/Einar Falur
mati, svo að hægt sé að taka afstöðu til
þeirra og m.a. meta, hvort það er einn
þátturinn í því að bjarga SIS að borga
margfalt verð fyrir eignir þess. Ætlar
ríksstjórnin kannski að fara sömu leið að
því er varðar Reginn hf., sem nú er til sölu?
En hvað sem þessu líður er auðvitað
ljóst, að yfirstjórn Landsbanka íslands
hefur staðið með eindæmum klaufalega
að þessum samningum. Til Landsbanka
íslands eru gerðar miklar kröfur. Hafi
ekki verið unnt að standa að samningavið-
ræðum við SÍS um kaup á Samvinnubank-
anum með öðmm hætti en þeim, sem raun
varð á, segir það mikla sögu um innviði
Landsbankans ekki síður en SÍS
Stjórnmála-
flokkarnir
ogSÍS
ÞVÍ HEFUR VER-
ið haldið fram í
umræðum að und-
anförnu, að fyrir-
huguð kaup Lands-
bankans á Sam-
vinnubankanum séu til marks um sam-
tryggingu Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks. Þetta er auðvitað fráleitt. Sjálf-
stæðisflokkurinn sem slíkur og forystu-
menn hans, komu ekki nálægt þessum
samningum og hafa áreiðanlega ekki verið
látnir fylgjast með þeim á nokkurn hátt.
Ástæðan fyrir þessum ásökunum er aug-
ljóslega sú, að sá bankastjóri Landsbank-
ans, sem hefur gengið fram fyrir skjöldu
í þessu máli, Sverrir Hermannsson, er fyrr-
verandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins.
Tæpast hefði það verið talið við hæfi,
að Valur Arnþórsson, fyrrverandi stjórnar-
formaður SÍS, sem nú er einnig banka-
stjóri Landsbankans stjórnaði þessum
samningaviðræðum. Það er ljóst, að sá
bankastjóri hefur af eðlilegum ástæðum
haldið sig til hlés og verður ekki gagnrýnd-
ur fyrir það. Þess vegna er eðlilegt, að
af hálfu bankastjórnar sé forræði þessa
máls í höndum Sverris Hermannssonar og
Björgvins Vilmundarsonar.
Þessi fyrirhuguðu viðskipti eru því ekki
til marks um samningamakk milli Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
En það er Framsóknarflokknum áreið-
anlega kappsmál, að samvinnuhreyfing-
unni verði bjargað. Jafnvel þótt tengslin á
milli forystumanna SÍS og Framsóknar-
flokksins séu ekki jafn sterk og áður, bygg-
ist kjörfylgi Framsóknarflokksins mjög á
samvinnuhreyfingunni. Þess vegna mun
Framsóknarflokkurinn beita þeim áhrifum,
sem hann hefur yfir að ráða til þess að
bjarga SÍS.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, var
býsna þungur yfir samningum Lands-
bankans og Samvinnubankans í fyrstu og
hefur undirstrikað þá staðreynd opinber-
lega, að af þessum kaupum geti ekki orð-
ið án hans samþykkis. En dettur einhveij-
um í hug, að hann muni láta stjórnarsam-
starfið rofna vegna þessa máls?
Lúðvík Jósepsson hefur gengið harðast
fram gegn þessum viðskiptum Sambands-
ins og Landsbankans. En hér eiga fleiri
hagsmuna að gæta en SIS. I kjölfarið á
þessum viðskiptum Sambandsins og
Landsbankans má búast við, að bankinn
eigi kost á að kaupa hlut Kron í Sam-
vinnubankanum. Rekstrarstaða Kron er
slík, að fyriiiækið þarf á þessum peningum
að halda. Alþýðubandalagsmenn stjórna
Kron. Þeir munu ekki kunna því vel, ef
Lúðvík stöðvar þessi viðskipti.
Meðal Sjálfstæðismanna er mjög hörð
andstaða gegn kaupunum. Þar eru menn,
sem sjá ekkert athugavert við það, að
Sambandið verði gjaldþrota, þótt þeir
gangi ekki svo langt að segja, að það beri
að stuðla að því. Þa'r eru líka aðrir, sem
telja, að þjóðarbúið standi ekki undir slíku
falli samvinnuhreyfingarinnar og þess
vegna beri að gera ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir það.
„Það er engin
ástæða til að
harma það, þótt
umsvif Sambands-
ins minnki. Þegar
þau voru sem
mest, var Qár-
málaveldi þess
beitt til þess að
kúga einkafyrir-
tæki og smáat-
vinnurekendur.
Ef einkafyrirtæki
náði árangri á
einhveiju sviði
mátti búast við,
að Sambandið
kæmi til sögunnar
og hæfi sam-
keppni við einka-
fyrirtækið í krafti
mikilla íjármála-
umsvifa. Oft urðu
einkafyrirtækin
að lúta í lægra
haldi frammi fyrir
þessari sam-
keppni, sem á
stundum var ekki
bara hörð heldur
beinlínis ófyrir-
leitin.“