Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 25
(MeRQUNBLAQIB ATVI l\l l\l A/ RAÐ/S IVi A >n nu m ciuttiír BKPTKMBKR M Yfirverkstjóri Viðskiptavinur okkar óskar að ráða yfirverk- stjóra með víðtæka reynslu á sviði bygginga- iðnaðar. Iðnmenntun æskileg. Verkefni yfirverkstjórans verður að hafa umsjón með daglegum rekstri byggingafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá undirrituðum. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf skal skilað á skrifstofu okkar eigi síðar en föstudaginn 22. september 1989. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. VERKFRÆÐI/TOFA f /TANLEY/ PAL//ONARHF SKIPHOLT 5 0 b , 105 REYKJAVlK S I M I 91 68652 0 RAÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNl 17,105 REYKJAVÍK, SÍMl (91)686688 Kerfisfræðingur Stórt og traust framleiðslu- og markaðsfyrir- tæki í matvælaiðnaði óskar að ráða kerfis- fræðing. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af vinnu með IBM sistem 36 og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um starfið þurfa að berast Ráðgarði fyrir 24. september. Nánari upplýsingar veitir Erla Jónsdóttir, í síma 686688 eftir kl. 13 virka daga. REYKJALUNDUR Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Við viljum ráða áhugasama manneskju til starfa við iðjuþjálfunardeild Reykjalundar nú þegar. Hér er um tímabundið starf að ræða (u.þ.b. 1 ár). Ef þú ert með stúdentspróf eða sambærilega menntun og ert óráðinn í hvert þú vilt stefna í framhaldsnám, þá er hér tækifæri til að kynnast fjölbreyttu starfi iðjuþjálfans áður en þú tekur ákvörðun. Upplýsingar gefnar í síma 666200-102. Starfsfólk óskast til starfa hjá Rækjuveri hf. á Bíldu- dal. Góð kjör og húsnæði fyrir hendi. Vinsamlega hafið samband í síma 94-2169 eða 91-29262 á vinnutíma og 94-2240 á kvöldin. Verkstjóra í fatafyrirtæki Rótgróið fatafyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða verkstjóra til starfa sem allra fyrst. Hann þarf að hafa: 1. Góða skipulagshæfileika. 2. Kunnáttu og reynslu í saumastörfum. 3. Gott verksvit. 4. Eiga gott með að urhgangast fólk. Einnig er mjög æskilegt að hann hafi reynslu sem verkstjóri. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir sendist auglýsingad. Mbl. merktar „lðnaður-4255“. AUGLYSINGAR Hafnarfjörður - umsjónarfóstra Óskum að ráða sem fyrst fóstru til afleysinga að minnsta kosti næstu 7 mánuði. Starfið er fólgið í eftirliti og ráðgjöf við dagmæður í Hafnarfirði. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi á Félags- málaskrifstofunni í Hafna,rfirði. Félagsmálastjóri. Starfskraftur óskast Óskum eftir duglegum og ábyggilegum starfskrafti til starfa strax við afgreiðslu á kassa í verslun okkar í Kringlunni 7. Vinn- utími frá kl. 13.00-18.30. Æskilegur aldur 18-40 ára. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum mánudaginn 18. sept. 1989 milli kl. 13.00- 18.30. Kringlunni 7, Reykjavík. RIKISSPITALAR Barna og unglinga- geðdeild v/Dalbraut óskar eftir hjúkrunarfræðingum og fóstrum til starfa. Um 100% stöður er að ræða, bæði morgun- og kvöldvaktir. Upplýsingar gefur Páll Biering, deildarstjóri í síma 602600 eða 602500. Umsóknir sendist Þórunni Pálsdóttur, hjúkr- unarforstjóra. Reykjavík 17. september 1989. Verslunarfólk óskast • Til afgreiðslustarfa fyrir hádegi í verslun okkar á Eiðistorgi. Vinnutími frá kl. 10 til 13. • Til verslunar- og lagerstarfa í Skeifunni. Vinnutími frá kl. 9-18. Nánari upplýsingar í Skeifunni 8, milli kl. 16 og 18 næstu daga. Skeifunni - Eiðistorgi. Innanhússarkitekt óskar eftir fjölbreyttu hlutastarfi t.d. við umsjón og eftirlit með byggingaframkvæmd- um, útboðum, innkaupum, samræmingu á teikningum o.fl. Starfsreynsla hérlendis og erlendis. Teikni- stofa og bíll (ekki bílasími) til umráða. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. september merkt: „Krefjandi starf - 9999“. Hresst fólk vantar til að selja sportvörur og fatnað! Við leitum að hressu fólki til að selja sportvör- ur og fatnað í verslunum í Austur- og Vest- urbæ. Starfið í Austurbænum er frá kl. 12-18, en í Vesturbænum frá kl. 10-18.30, auk þess sem unnið er annan hvorn laugardag. Umsækjendur þurfa að vera áhugasamir, líflegir og þjónustuliprir. Umsóknarfrestur er til og með 20. septem- ber nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavorðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 RIKISSPITALAR Fóstra og starfs- maður óskast á dagheimilið Stubbasel, Kópavogs- braut 19. Tvær stöður eru lausar, önnur er 100% starf, en hin er 50% starf þar sem vinnutími er frá kl. 9.30 til 13.30. Upplýsingar gefur Anna Geirsdóttir forstöðu- maður í síma 44024. - óskast á dagheimilið Sunnuhlíð v/Klepp nú þegar í 50% starf. Unnið er tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina. Upplýsingar gefur Kolbrún Vigfúsdóttir, for- stöðumaður í síma 602600-95. Reykjavík 17. september. Verslunarstörf Viljum ráða nú þegar starfsfólk í eftirtalir störf í verslunum Hagkaups: Kringlan ★ Afgreiðsla og uppfylling á snyrti- og hrein- lætisvörum. ★ Afgreiðsla í kjötborði. Eiðistorg, Seltjarnarnesi ★ Afgreiðsla í kjötborði. ★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi. Öll störfin eru heilsdagsstörf. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri við- komandi verslunar. HAGKAUP Starfsmannahald. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Droplaugarstaðir Snorrabraut 58, Reykjavík Leiðbeinanda í félags- og tómstundastarfi vantar frá 1. okt. 1989. Vinnutími frá kl. 12.45-17.15 s.s 73,13% vinna. Æskiiegt er að viðkomandi hafi menntun í iðjuþjálfun, handavinnu eða sambærilega menntun og reynslu í félagsstörfum. Nauð- synlegt er að umsækjandi sé hugmyndaríkur og geti unnið sjálfstætt. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 fh. alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.